Vikublaðið


Vikublaðið - 16.06.1994, Blaðsíða 12

Vikublaðið - 16.06.1994, Blaðsíða 12
ÞJóðhátiðin byrjun. Lúðvík Jósepsson er heldur ekki maður sem verður almennilega fjallað um í grein; hann þarf bók og bækur. Eg nefni aðeins fátt eitt hér: Fyrst það að Lúðvík er stjórnmála- maður hinnar praktísku niðurstöðu. Harm gekk í Kommúnistaflokk Is- lands af því að það þýddi afdráttar- lausari afstöðu með vinnandi fólki og fyrir rétti fátæks fólks í umhverfi hans. Enginn maður hefur lýst því betur fyrir mér í samtölum og skrifum að fjöldi þeirra sem gekk til liðs við Kommúnistaflokk Islands gerði það knúinn innri réttlætiskennd íslenskra alþýðumanna - en ekki vegna fyrir- skipana annars staðar ffá. I annan stað leiddu þessi viðhorf Lúðvíks til þess að honum tókst að tengja saman ffamtíðarsýn og verk- effii dagsins. Hann lét sér ekki nægja að mála rósrauðar skýjaborgir ffam- tíðarinnar fyrir fólki. Hann tengdi saman augnablikið og baráttuna fyrir jafnaðarstefhuna, sósíalismann. Hann var þess vegna í fararbroddi fyrir vinstristjórnunum og stefnumótun þeirra í atvinnumálum, 1956 til 1958 og 1971 tíl 1974oghannhafðiforystu fyrir vinnunni við mótun kosninga- stefnuskrár Alþýðubandalagsins sem var ein forsenda stórsigurs 1978. Þá var Lúðvík formaður Alþýðubanda- iagsins. Og sá sem kemur úr umhverfi eins og Lúðvík hlýtur einmitt að leggja áherslu á að árangur stjómmálabarátt- unnar birtíst hér og nú; það dugir skammt fyrir fátækan mann að lofa barninu sínu mat eftír viku. Það þarf mat strax í dag. Baráttan um brauðið er ekki rómantísk nema fyrir angur- gapa, heldur miskunnarlaus krafa um árangur - hér og nú. Þessa kröfu skildi Lúðvík einkar glöggt í allri sinni stjórnmálabaráttu. Þannig var barátt- an fyrir uppbyggingu atvinnuveganna um leið barátta fyrir betri lífskjörum alþýðu manna. Baráttan fyrir útfærslu landhelginnar var ekkert annað en barátta fyrir því að skapa efnislegan grundvöll fyrir sjálfstæði þjóðarinnar. An sæmilegra lífskjara verður hér eng- in þjóð - og Lúðvík sýndi ffam á að í baráttunni sjálffi eru líka fólgin efnis- leg verðmætí. Þess vegna varð hann aldrei sú tegund af stjórnmálamanni sem hirti um það eitt að hossa sjálfum sér. Llann taldi að barátta flokks í stjórnarandstöðu gæti verið alveg eins mikilvæg og í stjórnaraðstöðu. En umfram allt: Hann var maður sem óvenjuvel tengdi saman hugsjón og hina praktísku niðurstöðu augnabliks- ins. Eg þakka Lúðvík Jósepssyni fyrir áratuga samstarf og forystu, kannski ættí ég að segja kennslu. Enn er það eins og að kofnast í reyfara að hlusta á Lúðvík skilgreina pólitík augnabliks- ins. Hann situr í bankaráði Lands- bankans fyrir Alþýðubandalagið og gegnir því starfi enn með glæsibrag þrátt fyrir háan aldur. Og fer á Þing- völl á morgun og birtist þar í heiðurs- sætí. Við Guðrún sendum honum og Fjólu árnaðaróskir á affnælisdaginn. Svavar Gestsson Hátíð í Laugardal Miðpunktur þjóðhátíðarhaldanna í Reykjavík verður í fyrsta skipti í Laugardalnum og fara .þau fram dagana 18. og 19. júní. Lýðveldishátíðarnefnd Reykjavíkur og þjóðhátíð- arnefnd höfðu með sér samstarf um uppröðun hátíð- arhaldanna til þess að hátíðarhöldin á Þingvöllum og í Reykjavík sköruðust ekki. Júlíus Hafstein, formaður lýðveldishátíðamefndar, tjáði Vikublaðinu að m.a. hefði nefndin fært ffam hina hefðbundnu morgundagskrá á þjóðhátíðardag- inn til þess að forseti, forsætisráðherra og aðrir, sem taka þátt í hátíðarhöldunum, kæmust í tæka tíð til Þingvalla. Skemmtidagskráin í Reykjavík hefst síðdegis, um það bil sem því helsta er lokið á Þingvöllum. Það verður dansað langt fram á nótt í Reykjavík, bæði í Lækjargötu og á Ingólfstorgi, þar til kl. tvö effir mið- nætti, en dansinum lýkur ekki fyrr en kl. þrjú í Lækj- argötunni, þar sem hver hljómsveitin af annarri sér um að allir skemmti sér hið besta. Hátíðarhöldin 18. og 19. júní verða svo í Laugar- dalnum, þar sem aðstaða er öll hin besta. MJÓLKURBÚFLÓAMANNA 98-21600 HITAVEITA REYKJAVÍKUR Island Sækjum þaö heim! - ‘

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.