Vikublaðið


Vikublaðið - 24.06.1994, Blaðsíða 2

Vikublaðið - 24.06.1994, Blaðsíða 2
2 Viðhorf VIKUBLAÐIÐ 24. JÚNÍ 1994 Útgefandi: Alþýðubandalagið Ritstjóri og ábm.: Ilildur Jónsdóttir Blaðamenn: Páll Vilhjálmsson, Friðrik I'ór Guðmundsson og Ólafur Þórðarson Auglýsingasími: (91)-813200 - Fax: (91)-678461 Ritstjórn og afgreiðsla: Laugavegur 3 (4. hæð) 101 Reykjavík Sími á ritstjórn: (91)-17500 - Fax: 17599 Útlit og umbrot: Leturval Prentvinnsla: Frjáls íjölmiölun hf. Slök málafylgja Seinlæti, linkind og stefhuleysi hafa einkennt fram- göngu íslenskra stjórnvalda í deilunni um veiðar ís- lenskra skipa í Smugunni í Barentshafi og á svæðinu við Svalbarða. Þetta hefur gert það að verkum að Islending- ar sjálfir eru óöruggir um málstað sinn í deilunni við Norðmenn. Erum við, strandríkið, með yfirgang og rányrkju á fjarlægum miðum eða erum við að gæta rétt- mætra hagsmuna í nútíð og framtíð? Sjávarútvegs- og utanríkisráðuneytið og íslenska stjórnkerfið yfirleitt reyndust afar illa undir það búin að mæta úthafsveiðum togaraflotans. Fyrst var eins og banna ætti bæði kaup á hráeíni af erlendum skipum og að sækja afla á fjarlæg mið. Rætt var um það í ríkisstjórn hvort lög heimiluðu að veiðar í Barentshafi yrðu bann- aðar. Smátt og smátt sneru einstakir ráðherrar við blað- inu og svo fór að í lok síðasta árs hélt stjórnin sérstakan blaðamannafund til þess að hrósa sér af afrakstri Smugu- veiðanna. Þar með var náttúrlega verið að gefa grænt Ijós á áframhald úthafsveiða á þessu svæði. Ríkisstjórnin hefur síðan verið að byggja upp stöðu Is- lands meðal annars með því að gerast aðili að Svalbarða- samkomulaginu og vefengja rétt Norðmanna til þess að lýsa einhliða yfir 200 mílna fiskverndarlögsögu um- bverfis Svalbarða. Málflutningur hennar bæði innáyið og útávið hefur hinsvegar verið svo slakur að hvorki Is- lendingar né Norðmenn eru með það á hreinu hver mál- staður Islands er. A meðan sækja íslenskir útgerðarmenn í Smuguna og á svæðið við Svalbarða af nieira kappi en forsjá- Nú er það í sjálfu sér merkilegt umhugsunarefni hversvegna alkunnir málafylgjumenn eins og Jón Bald- vin Hannibalsson virðast vera kjaftstopp og klumsa í þessu máli. Það hefur orðið til þess að sögusagnir um undirmál við norska krata og Evrópusambandið eru þegar komnar á kreik og er það miður. Það er óyggjandþ eins og Lúðvík Jósefsson hefur bent á opinberlega, að Islendingar hafa barist fyrir því á al- þjóðavettvangi að gerðir yrðu samningar um veiðar á al- þjóðlegum hafsvæðum og smugum. Sameiginleg fisk- veiðistjórnun og eftirlit eru nauðsynleg ef stöðva á of- veiði og tryggja viðhald fiskstofna í úthöfunum. Það voru svo Norðmenn, Japanar og aðrar úthafsveiðiþjóðir sem komu í veg fyrir að slíkir' samningar væru gerðir. Islendingar fagna gildistöku alþjóða hafréttarsáttmál- ans sem nú er loksins að verða að veruleika og við hljót- um að byggja réttindasókn okkar, hvort heldur til land- grunnsins, fiskveiða umhverfis okkar efnahagslögsögu eða til veiða á úthafmu, á grundvelli hafréttarsáttmálans. Markmið okkar er að knýja Norðmenn að samninga- borðinu til þess að semja um úthafsveiðarnar. Þeir neita samningum en beita íslenska sjómenn þess í stað ofbeldi. Ofbeldisseggjum á að refsa og það getur orðið þrauta- lendingin að vísa yfirgangi Norðmanna til alþjóðdóm- stóla, enda þótt þar væri um að ræða kúvendingu af hálfu okkar sem höfum ekki treyst á að þeir fylgdust með tím- anum í hafréttarmálum. Kjarni málsins er þessi: Islendingar vilja semja um skynsamlega nýtingu og réttláta hlutdeild í veiðum á al- þjóðlegum hafsvæðum í samræmi við alþjóða hafréttar- sáttmálann, en Norðmenn beita ofbeldi til þess að verja sína hagsmuni á veikum lagalegum grunni. Þennan mál- stað Islendinga þarf að sækja og verja af fullri hörku. Sjónarhorn Stöndum trúan vörð um tungu okkar og sjálfstæði Hsestivirti forseti! Góðir íslend- ingar! A hálfrar aldar afrnæli lýðveldisins er mjög við hæfi að minnast þess, hve brýnt er að varðveita þann þjóðarauð sem tilvera íslendinga veltur á. Löngum vissu menn fátt um lífið í hafinu. En þótt þekking á sjávarlíf- fræði hafi mjög aukist á seinni árum verður að játa í hreinskilni að enn rennum við blint í sjóinn þegar svara þarf ýmsum grundvallarspurningum um lífríki hafsins. Framlag það til grunnrannsókna á vistkerfi sjávar sem hér er gerð tdllaga um og einkum er ædað að auka skiln- ing á lægstu þrepum fæðukeðjunnar í sjónum er vissulega sem dropi í hafið miðað við það mikla verkefni sem við blasir en mun þó engu að síður koma að góðu gagni. Auðlindir Islands eru margháttað- ar. Þær leynast ekki aðeins í jörðu eða í djúpinu sem lykur um land okkar. Dýrmætasta auðlindin er sá lífsins kraftur sem felst í sjálfstæði þjóðar- innar - og íslenskri tungu. Það er óumdeild staðreynd að á lýðveldistímanum hefur íslenskt efna- hagslíf þróast af meiri hraða og krafti en efnahagur stærstu ríkja Evrópu. Fyrir hundrað árum var hér frum- stæðara atvinnuhf og meiri örbirgð en víðast hvar í okkar heimsálfu. Ekki er ósennilegt að einhverjum hafi þá fundist það óraunsæ bjartsýni, jafnvel undarleg einangrunarstefha, þegar smáþjóð, sem aðeins taldi eitt hundrað þúsund manns, sótti fram til fullveldis og algers sjálfstæðis. En með undraverðum hraða tókst íslend- ingum að Iyfta sér úr mestu fátækt og niðurlægingu og skipa sér í hóp þeirra þjóða sem í dag búa við hvað best lífs- kjör. A því er enginn vafi að þetta hefði ekki getað gerst ef þjóðin hefði ekki hlotið sjálfstæði heldur verið, svo dæmi sé tekið, afskekkt greifadæmi undir breskri krúnu, bandarískt fylki eða amt í Danmörku. íslenskt efnahagslíf hefur einmitt þróast hratt á þessari öld, og þá eink- um á lýðveldistímanum, vegna þess að við tryggðum okkur rétt tíl sjálfstæðra ákvarðana í eigin þágu og gátum því aftur og aftur brugðist við nýjum að- stæðum óháð öðrum, þegar mest reið á. Við hefðum til dæmis aldrei haft þá forystu í landhelgismálum sem raun Ragnar Arnalds bar vitni, hefði landið verið hluti af stærri heild. Rétt eins og hver einstaklingur þarf að varast að ofmetnast og telja sig öll- um öðrum merkilegri og rétt eins og menn þurfa einnig að forðast van- metakennd gagnvart öðru fólki, eins er það nauðsyn lítilli þjóð í stórum heimi að varðveita sjálfstraust sitt og heilbrigðan metnað. Stórkostleg velgengni þjóðarinnar á öldinni sem nú er senn á enda er meðal annars því að þakka að íslend- ingar öðluðust sjálfstraust sitt á ný og hættu að láta stjórnmálamenn á meg- inlandi Evrópu í mörg þúsund kíló- metra fjarlægð ráða fyrir sér og hugsa fyrir sig. Sú fjárveitíng til eflingar íslenskri tungu sem hér er til umræðu er fyrst og ffernst táknrænt framlag. Við þurf- urn sem fyrst að afneina veltuskatta af íslenskri inenningar- og listastarfsemi og tryggja íslenskri tungu vísan sess í vitund nýrra kynslóða á öld alþjóð- legra fjölmiðla. Það varð gæfa Islend- inga við upphaf ritlistar í Norður- Evrópu að þegar lærðir menn rituðu nær eingöngu á latínu, settu forfeður okkar saman stafróf byggt á íslenskri hljóðffæði sem síðan ruddi braut þeirri miklu bókmenntahefð sem hér varð og ekki átti sér hliðstæðu á þeim tíma. Arangurinn varð sá að bókmennt- irnar urðu almenningseign en ekki forréttindi fárra útvaldra menningar- vita eins og annars staðar varð. Þær tengdu saman fortíð og nútíð og ís- lensk tunga varð því sjálfkrafa það sameiningartákn sem átti meiri þátt í því en flest annað að Islendingar öðl- uðust sjálfstæði á ný. Góðir íslendingar! Lærum áfram af sógunni! Látum afrnælishátíð lýðveldisins efla í huga okkar allra, yngri sem eldri, það heit er unnið var á þessum stað fyrir hálfri öld; að standa trúan vörð um tungu okkar og sjálfstæði. Höfundur er þingmaður og flutti ræðuna á þingfundi á Þingvöllurtt þann 17. júní.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.