Vikublaðið


Vikublaðið - 24.06.1994, Blaðsíða 3

Vikublaðið - 24.06.1994, Blaðsíða 3
VIKUBLAÐIÐ 24. JUNI 1994 Valdið 3 GANGVERK búðariokulýðveldisins Félag heimspekinema er þarfur félagsskapur. Fyrir nokkrum árum bauð félagið rithöfundin- um Þorgeiri Þorgeirssyni að dósera á fundi. A þessum tíma átti Þorgeir fátt vina. Flann stóð í málaferlum útaf tveim blaðagreinum sem hann skrif- aði í Morgunblaðið um lögregluof- beldi í Reykjavík. Greinarnar skrifaði Þorgeir í des- ember 1983 og tilefhið var að blaða- manni Tímans hafði veríð misþyrmt af lögreglu. Ofbeldi lögreglunnar í Reykjavík hafði verið ofarlega í huga Þorgeirs í nokkur ár, eftir að hann hafði legið á sjúkrahúsi við hlið ungs manns sem var fórnarlamb lögreglu- ofbeldis. Sjálfsagt hefur það ekki dregið úr áhuga Þorgeirs á þessu þjóðfélagsfýrirbæri að hann varð sjálf- ur fyrir barðinu á skapbráðum vörð- um laganna nokkrum árum áður en sagan hefst. Lögreglufélag Reykjavíkur kærði höfundinn fyrir ummæli sem hann lét falla í blaðagreinunum og hófst þar með málarekstur sem lauk ekki fyrr en tæpum áratug síðar í Strasborg í Frakklandi. Þorgeir var dæmdur í undirrétti og Hæstarétti fyrir brot á 108. grein hegningarlaganna sem veitir opinberum starfsmönnum vernd fyrir ærumeiðingum umfram það sem almenningi veitist. Fyrir Mannréttindadómstólnum í Stras- borg fékk Þorgeir hinsvegar uppreisn æru og íslenska réttarkerfið kjafts- högg. Þessi saga er kunn en ekki hefur verið haft hátt um lærdóminn sem af henni má draga. Mannréttindi Erindi Þorgeirs á fundi heim- spekinema í Háskólanum hét Búðar- lokusamfélag og réttvísi. Búðarloku- samfélagið útskýrði hann með þeim orðum að nýfrjálsum þjóðum hættir til að hverfa aftur til miðalda í stjórn- arfarslegu tilliti þegar yfirstéttin verð- ur innlend. Þegar búðarlokurnar taka við af nýlenduherrunum tapast eitt og annað sem er borgaralegu lýðræðis- þjóðfélagi ómissandi, til að mynda virðing fyrir mannréttindum. Þessi verðmæti eru einfaldlega ekki hluti af „meðvitund húðarlokunnar" því hún hefur í langan tíma verið „undir stjórn, aga og verndarvæng hinna raunverulegu borgara heima í móðurlandinu" og aldrei þroskað dómgreindina með sjálfstæðri hugsun. Þorgeir gat trútt unr talað. Eftir að Lögreglufélag Reykjavíkur kærði hann mátti hann þola það að ummæli hans voru slitin úr samhengi; Sakadómur Reykjavíkur neitaði að taka til greina málsgögn sem voru hagstæð Þorgeiri; lögreglan fór með máls- rannsókn, en upphaf málsins var gagnrýni Þorgeirs á sömu lög- reglu; einn og sami maðurinn ákærði og dænrdi í málinu. Ekki er allt upp talið en væntanlega nóg til að hverjuin og einum skiljist að meðferðin sem rithöfundurinn fékk rímar illa við hugmyndir unr mannréttindi og réttaröryggi. Um það leyti sem Þorgeir flutti erindið um búðarlokusamfé- lagið á fundi hjá Félagi heimspekinenra var umræðair um málið tekin að snúast mjög unr réttarfarslega hlið þess og tilefnið sjálft, gagnrýni Þorgeirs á oflreldi lögreglunnar í Reykjavík, var orðið að aukaatriði. Þess vegna er full ástæða til að minnast þess unr hvað er að tefla: Rétt einstaklingsins til að gagnrýira valdið. Þorgeir fær orð- ið: „Þegar búið er að slökkva á réttindum almúgantannsins gagn- vart valdinu þá hverfur strax öll ábyrgð valdamanna því ábyrgð er vitaskuld ekkert nema vitneskjan um réttindi hinna. Og þegar ábyrgðin er horfin hverfur siðferðið því grundvöllur þess er vita- skuld ábyrgðin.“ Gagnrýni Akvæði um málfrelsi er að finna í öllum stjórnarskrám vest- rænna lýðræðisríkja og kemur ekki til af góðu; valdhafar alls stað- ar og á öllunr tímunr hafa tilheigingu til að þrengja að frelsi þegnanna til að tjá sig í ræðu og riti. Málfrelsi er iðulega notað til að gagnrýna vald og í flestum vestrænum samfélögum þykir bráðnauðsynlegt að einstaklingum sé mögulegt að gera aðfinnsl- ur sínar heyrinkunnar. Það er hluti af nrenningararfi vestrænna þjóða að vera á varðbergi gagnvart tilraunuin ríkisvaldsins til að |ragga niður í gagnrýni á handhafa valdsins. Fyrir nokkrunr árum kom upp mál í Noregi senr sumpart er hliðstætt Þorgeirsnráli á Islandi. Lögffæðikennarinn Edvard Vogt og fræðimaðurinn Gunnar Nordhus tóku til athugunar of- beldi í Bergen og í niðurstöðum þeirra kom nreðal annars ffam að lögregluofbeldi væri þar alvarlegt vandanrál. Lögregluyfirvöld í Bergen brugðust hart við og reyndu með margvíslegum hætti að gera Vogt og Nordhus tortryggilega. Opinber nefnd óhlut- drægra ffæðimanna var sett á laggirnar til að fara yfir rannsóknir tvínrenninganna og komst að þeirri niðurstöðu Vogt og Nordhus hefðu unnið faglega að athugunum sínunr. Lögreglan lét ekki segjast og neitaði sem fyrr að nokkuð væri hæff í ásökun- unr unr óréttnrætt ofbeldi. Lögreglan í Osló var látin rannsaka starfsbræður sína í Bergen og á ffægunr blaðamannafúndi í júní 1987 var lögreglan í Bergen hvítþvegin af áburði unr nrisbeitingu valds. Norðmenn hafa upp til hópa trú á réttarkerfinu sínu og eftir blaðamannafúndinn í jiiní 1987 voru fjölnriðlar og sennilega all- ur þorri alnrennings sannfærðir unr að lögreglan í Bergen væri saklaus og rannsóknir þeirra Vogts og Nordhus nrarklausar. I búðarlokusanrfélagi væri nrálið dautt því enginn hefði döngun í sér til að andæfa hinu opinbera valdi. En í Noregi gerðist það að einstaklingar, senr láta sig varða nrannréttindi og réttaröryggi, risu upp til andnræla. Virðulegt tímarit um lögfræði, Lov og rett (nr. 2 1988), var cingöngu helgað nrálinu og í það skrifuðu þekkt- ir og virtir ffæðimenn sem blöskraði ffamferði lögreglunnar og vildu ekld láta hana eiga síðasta orðið í þessu al- varlega máli. I búðarlokulýðveldinu Islandi er miklu nærtækara að þegja heldur en að ómaka sig við að verja óhlutbundin fyr- irbæri á borð við mannréttindi. Þöggun I viðtali við Bergþór Bjarnason hér í Vikublaðinu fyrir skemmstu notað Helga Kress bókmenntaffæðingur hugtakið þöggun yfir þá aðferð að korna í veg fyrir að tiltekin mál komist á dagskrá opinberrar umræðu, en hug- takið er komið úr kenningum mann- ffæðinga. I litlu samfélagi er þöggun árangursrík vegna þess að fáir aðilar geta með þegjandi samkomulagi úti- Iokað sjónarmið einstaklinga og hópa sem af einhverjum ástæðum eru óæski- leg. Þorgeir Þorgeirsson fékk sáralítinn stuðning þegar hann átti í útistöðum við ríkisvaldið útaf því að lögreglunni í Reykjavík líkaði ekki það sem hann skrifaði. Rithöfúndarnir og háskóla- kennararnir Matthías Viðar Sæmunds- son og Álffún Gunnlaugsdóttir skrif- uðu í Morgunblaðið til varnar Þorgeiri en langflestir tóku þann kostinn að þegja. Þorgeir baðst undan hálfvolgum stuðningi stjórnar Rithöfundasam- bands Islands. I vestrænum samfélögum telja fjöl- miðlar það eitt hlutverka sinna að gæta að mannréttindum og vera vakandi gagnvart valdníðslu kerfisins. Þorgeir fékk sáralítinn stuðning ffá íslenskum fjölmiðlum og með þögn sinni tóku þeir afstöðu gegn réttinum til að gagn- rýna. Einn áhrifamesti fjölmiðill landsins er Morgunblaðið og það hefúr annað veifið á síðustu árum reynt að telja al- menningi trú um að það sé liðin tíð að Morgunblaðið láti stjórnast af öðrurn hagsmunum en lesenda sinna. Fjölmið- ill sem vill vera trúverðugur þarf að vinna til þess, rneðal annars með því að taka upp þykkjuna fyrir einstaklinga gagnvart kerfinu. Einkum og sérílagi þegar um prinsippmál er að ræða einsog Þorgeirsmál óneitanlega er. Hálfú öðru ári áður en Island varð lýðveldi tók Jón Kjartans- son, þáverandi ritstjóri Morgunblaðsins, til rnáls á fúndi Blaða- mannafélags Islands. Samkvæmt gerðabók félagsins vakti Jón ' „máls á því að mjög væri farið að beita gegn blaðamönnum ákvæðum 108. greinar hegningarlaganna, og fælist í því takmörk- un prentfrelsis, sem ekki sé viðunandi. Það væri orðið nær ómögulegt að gagnrýna menn í opinberum stöðum án þess að hljóta dóm og refsingu. Lagði Jón til að BI beiti sér fyrir breyt- ingum á þeim greinum hegningarlaganna, sem notaðar séu til að skerða prentfrelsið.“ En 108. greinin er einmitt sama grein hegningarlaganna og Þorgeir Þorgeirsson var dæmdur fyrir að brjóta hálfri öld eftir að ritstjóri Morgunblaðsins hvatti til þess að blaðamenn beittu sér fyrir afnámi hennar! Þorgeir fær ekki betri rökstuðning fyrir kenningu sinni um búðarlokusamfélagið. Jón Kjartansson fæddist og ólst upp undir handarjaðri erlendrar borgarastéttar og virðist hafa lært eitthvað um mannréttindi í þeirri vist. Núverandi ritstjórar eru af annarri og þriðju búðarlokukynslóðinni og hugmyndir þeirra um mann- réttindi rrijög reikular svo ekki sé meira sagt. Þess vegna þegir Morgunblaðið núna um það sem Jón Kjartansson talaði uin í febrúar 1943. Lærdómurinn sem draga má af Þorgeirsmáli er sá að í búðar- lokusamfélagi er þöggun áhrifarík og lævís aðferð til að útiloka gagnrýni. Ahrifarík vegna þess að þeir sem nota hana þurfa ekki að gera neitt annað en að halda að sér höndum og lævís vegna þess að jafnan er erfitt að sýna frain á að henni sé beitt og þeir sein eru ábyrgir geta þyrlað upp ótal afsökunum fyrir afstöðu sinni. Páll Vilhjálmsson

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.