Vikublaðið


Vikublaðið - 24.06.1994, Blaðsíða 5

Vikublaðið - 24.06.1994, Blaðsíða 5
VTKUBLAÐIÐ 24. JUNI 1994 5 fólks er einfaldlega í eðli sínu vondur? I ákveðnum fátækum samfélögum telur Kristjana að hið svokallaða hjálparkerfi, sem opinberir aðilar hafa komið á til að aðstoða þá sem þurfa, viðhaldi inismunun í stað þess að breyta til batnaðar. Þetta eigi við um íbúa fátækrahverfa stórborga, t.d. í Bandaríkjunum. íbúarnir fái hjálp sem eigi að veita þeim kraft til að spjara sig upp á eigin spýtur. Kerfið eigi að skapa einstaklingunum val en viðhaldi í raun og veru ástandinu. Hún talar einnig um eftirlit innan kerfisins og nefnir sem dæmi Bret- land. Þar séu þeir sem líta eftir kerfinu að stofna eigin framtíð í tvísýnu ef þeir spyrji raunverulegra spurninga um hvort kerfið sinni hlutverki sínu. Spurningarnar liggja því milli hluta og hver klappar á bakið á næsta manni og segir „Við erum að gera það eina rétta, er það ekki?“ nota það láta af skiptum sínum við kerfið. Það gefur þó ekki ailtaf rétta mynd af ástandinu. Kristjana nefnir sem dæmi hvað manneskja sem kemur heim af sjúkrahúsi segir um húsnæði, aðstæður eða almennt urn líf sitt. Hún svarar því til að hún sé sátt við hlut- skipti sitt. Hvað gerum við ef næstum hver einasti aldraður einstaklingur segir aðspurður að hann sé ánægður með dagvistunina sem í boði er, dval- arheimilið eða hvað annað sem hann kann að nota þó að okkur kunni að þykja aðstæður einstaklingsins hræði- legar? Hvernig er hægt að segja manneskju sem dvelur á stofiiun eða notfærir sér félagslega þjónustu að hún eigi betra skilið en hún fær? Mjög margir aldraðir, fátækir og þeir sem hafa dvalið á stofnunum eru ánægðir með aðstæður sem aðrir myndu ekki telja viðunandi. Kristjana og sam- starfsmaður hennar, Jan Tössebro, skilgreina hvað er viðunandi og hver getur ákveðið við hvað skuli miðað þegar „viðundandi" er skilgreint? Og hvernig er hægt að vita hvort breyt- ingar eru til bóta eða ekki? Hver spurning leiðir af sér aðra. Rristjana segir það einnig vera spurningu hvort umbætur séu efnislegar, s.s. betra hús- næði, betri vinna eða að manneskjan geti sagt „ég er ánægður, þetta er í lagi“ og svo ffamvegis. Ótti við að missa það litla sem viðkomandi hefur getur komið í veg fyrir að menneskjan segi satt um hvernig henni raunveru- lega líður og hvort hún er sátt við hlutskipti sitt. kristjana og Jan eru meðal annars að athuga af hverju fólk sættir sig við minna en það á skilið. Hugsanleg skýring er að einstaklingarnir venjist hlutskipti sínu og ákveði að þeir „eigi ekki betra skilið“ og sætti sig þar af leiðandi við aðstæður sem aðrir Reyhjavíkurbong og Stapfsmannafélag Reyhja- víhupborgap auglysa eftir umsjónarmanni að Úlfljótsskála og orlofshúsum félags- ins að Úlfljótsvatni í Grafningi. Viðkomandi þarf að geta hafið starf sem fyrst. Um ér að ræða búsetu allt árið. Starfinu fylgir lítil íbúð. Umsóknum, ásamt meðmælum, skal skila á skrifstofu Starfsmannafélags Reykjavíkurborgar, Grettisgötu 89, fyrir 30. júní n.k. en þar eru einnig veittar nánari upplýs- ingar um starfið. Alþýóubandalagið á Austurlandi Sumarferð helgina 9.-10. júlí 1994 um Norðausturland að heimskautsbaug Ferð í rútum með stuttum gönguferðum við allra hæfi. Brottför frá Egilsstöðum (Söluskála KHB) á laugardags- morgni 9. júlí kl. 9.30, tengirúta frá Neskaupstað kl. 7.30. Stutt ferðalýsing: Laugardagur 9. júlí: Ekið verður um Jökulsárhlíð og Hellisheiði til Vopnafjarðar og litast þar um í dölum og kauptúni. Áfram haldið mót miðnætursól um Bakkafjörð, Þórshöfn og Þistilfjörð til Raufarhafnar. Gist eftir eigin vali á hóteli (Hótel Norðurljós, sími 96-51233) eða á tjaldsvæði. Þeir sem gista ætla á hóteli panti sjálfir gist- ingu. (Pakkatilboð á hóteli: Kvöldverður, uppbúið rúm og morgunverður kr. 4.200, svefnpokapláss kr. 3.000.) Sunnudagur 10. júlí: Lagt upp kl. 10.00 út fyrir Mel- rakkasléttu og gengið út á Hraunahafnartanga og Rauðanúp. Ekið um Leirhöfn, Kópasker, Ásbyrgi, Hóls- sand (Dettifoss) og heim á leið um Fjöllin og komið í Eg- ilsstaði um kl. 20.00 á sunnudagskvöld. Staðkunnugir leiðsögumenn lýsa söguslóðum og nátt- úru. Árbók FÍ 1987 um Norðausturland er handhæg heimild. Fararstjóri Hjörleifur Guttormsson. Þátttakendur skrái sig sem fyrst hjá Ferðamiðstöð Aust- urlands, Egilsstöðum, sími 12000. Rútugjald áætlað kr. 2.800, börn innan 12 ára greiða hálft gjald. Klæðið ykkur vel og hafið meðferðis nesti og gönguskó. Allir velkomnir í ferðina. Kjördæmisráð AB. Menningarsjóður útvarpsstöðva auglýsir Samkvæmt útvarpslögum og reglugerð um Menningarsjóð útvarpsstöðva er hlutverk sjóðsins m.a. að veita styrki til eflingar innlendri dagskrárgerð fyrir hljóðvarp og sjónvarp, þeirri er verða má-til menningarauka og fræðslu. Stjórn sjóðsins auglýsir hér með eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum. í umsóknum skulu eftirfarandi upplýsingar koma fram: 1. Nafn umsækjanda, kennitala og heimilisfang, ásamt upplýsingum um aðstand- endur verkefnis og samstarfsaðila og skriflegum staðfestingum allra aðila um þátttöku í verkefninu. 2. Heiti verkefnis og megininntak. 3. ítarleg og sundurliðuð kostnaðaráætlun ásamt greinargerð um fjármögnun, þ.m.t. um framlög og styrki frá öðrum aðilum, sem fengist hafa eða sótt hefur verið um, eða fyrirhugað er að sækja um. 4. Fjárhæð styrks sem sótt er um. 5. Nákvæm áætlun um framvindu verkefnis og greinargerð um það til hvaða verk- þátta sótt er um styrk til. 6. Handrit eða nákvæm lýsing verkefnis. 7. Yfirlýsing útvarpsstöðvar um að fyrirhugað sé að taka dagskrárefni, sem sótt er um styrk til, á dagskrá. Umsóknum ásamt öllum fylgigögnum ber að skila í þríriti á skrifstofu ritara stjórnar, Bjarna Þórs Óskarssonar hdl., Laugavegi 97, 101 Reykjavík, fyrir 1. ágúst n.k. Úthlutunarreglur sjóðsins og umsóknareyðublöð fást afhent á sama stað. Ekki verður tekið tillit til umsókna sem ekki uppfylla öll framangreind skilyrði. Eldri umsókn- ir ber að endurnýja. Hvað er viðunandi? Þegar gæði kerfisins eru tryggð er reynt að rannsaka hvernig þeir sem hafa reynt að skilja hvernig útskýra eigi það bil sem er á milli þess sem fólk er sátt við og þess hvað það á skil- ið. En um leið og það er reynt þarf að myndu ekki sætta sig við. Athugun þeirra er í gangi núna en langt frá að vera lokið. Bergþór Bjamason Ásmundur Sveinsson nýtast í framtíðinni, ekki aðeins við rannsóknir á persónusögu Kjarvals og Ásmundar heldur einnig við ritun á almennri lista- sögu þjóðarinnar. Nú er svo komið að þetta heimildasafn vantar helst sendi- bréf viðkomandi listamanna, sem vænta má að enn séu hjá viðtak- endum eða afkomendum þeirra. Það er því afar mikilvægt fyrir Ás- mundarsafn og Kjarvalsstaði að fá aðgang að þessum bréfum til skrásetningar svo að þau geti nýst til listsögulegra rannsókna. Því er þess farið á leit við þá sem hafa slík bréf í fórum sínum að hafa samband við safnið og tala þá við Ásmund Helgason í síma 26188 að Kjarvalsstöðum, en hann hefur umsjón með skrán- ingu viðkomandi bréfa. Nú stendur yfir umfangs- mikil söfnun á vegum Kjar- valsstaða og Ásmundar- safns á heimildum um listamenn- ina Ásmund Sveinsson og Jó- hannes Kjarval. Þegar hefur verið safnað sam- an öllu útgefnu efni um og eftir þessa framverði íslenskrar mynd- listarsögu og það skráð til varð- veislu. Listamennirnir skildu einnig eftir sig handrit auk lista- verka og teikninga, sem Lista- safn Reykjavíkurborgar hefur til varðveislu. Mun allt þetta efni Áskriftarsími Vikublaðsins er í 7500 Jóhannes Kjarval Átak um varðveislu heimilda um íslenska listasögu

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.