Vikublaðið


Vikublaðið - 24.06.1994, Blaðsíða 1

Vikublaðið - 24.06.1994, Blaðsíða 1
Valdið I búðarlokusamfélagi er þögg- un notuð til að útiloka gagn- rýni á valdakerfið. Af máli Þor- geirs Þorgeirssonar rithöfund- ar má læra um mannréttindi, gagnrýni og búðarlokur. Bls. 3 Velferðin Frámtíð velferðarríkisins var til umræðu á alþjóðlegri ráðstefnu í Reykjavík um málefni fatl- aðra. Hverjir eru í mestri hættu ef velferðarkerfið hrynur? Bls. 4-5 M Stjórnsýslan Sveitarfélögum fækkar og tekjurnar aukast. Geta þau bætt á sig verkefnum og samtímis sinnt félagsþjónustu við atvinnulífið? Bls. 6 - 7 24. tbl. 3. árg. 24. júní 1994 Ritstjórn og afgreiðsla: sími 17500 250 kr. Linkínd stjórnvalda í Svalbarðadeilunni Útgerðir og sjómenn eiga skilinn meiri stuðning stjórnvalda en þeir hafa iengið, segir Steingrímur J. Sigfússon Viðbrögð íslenskra stjórn- valda í Svalbarðadeilunni hafa verið mjög linkuleg og ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Al- þýðuflokks til vansa, segir Stein- grímur J. Sigfússon, varaformaður Alþýðubandalagsins. Hann telur málstað Norðmanna veikan og ör- væntingu einkenna aðgerðir þeirra gegn íslenskum skipum á hafsvæð- inu umhverfis Svalbarða. Steingrímur gagnrýnir ríkisstjórn- ina fyrir seinagang en nokkrir sólar- hringar liðu áður en íslensk stjórnvöld brugðust við aðgerðum norsku strandgæslunnar í síðustu viku. Norð- menn skáru á togvíra íslenskra skipa við Svalbarða og höfðu í frammi til- burði tíl að sigla á togarana. Islend- ingar hafa ekki viðurkennt forræði Norðmanna yfir hafsvæðinu um- hverfis Svalbarða en norsk yfirvöld hafa lýst yfir sérstöku fiskvemdar- svæði umhverfis eyjuna. - Það er ekki gáfulegt af Norð- mönnum að neita okkur um viðræður og augljóst er að þeir skynja það manna best sjálfir að málstaðurinn sem þeir hafa að verja er mjög veikur, segir Steingrímur. Hann álítur að skeleggur stuðning- ur íslenskra stjórnvalda við útgerðar- menn og sjómenn myndi flýta fyrir lausn deilunnar því að Norðmenn spila vitanlega á veikleikamerkin sem þeir sjá hjá íslendingum. - Islenskir ráðherrar vildu stoppa veiðar íslenskra togara í Smugunni í fyrra. Þorsteinn Pásson sjávarútvegs- ráðherra var með tílbúna reglugerð sem bannaði veiðar íslendinga í Smugunni en vegna óljósra réttar- heimilda var horfið frá því að setja reglugerðina. Núna hafa Norðmenn svo gott sem viðurkennt veiðar ís- lendinga í Smugunni með því að þeir eru hættir að amast við þeim. Það eru útgerðir og sjómenn sem hafa drifið þetta áfram en stjórnvöld hafa dregið lappirnar og þarf að leita allt aftur til Viðreisnarstjórnarinnar til að finna viðlíka aumingjadóm, segir Stein- grímur. Hann leggur áherslu á að íslend- ingar eigi að sækja rétt sinn í út- hafsveiðum og vera jafnframt tilbúnir að taka þátt í alþjóðlegum verndarað- gerðum. Steingrímur J. Sigfússon: Þarf að leita allt aftur til Viðreisnarstjórnarinnar til að finna viðlíka aumingjadóm íslenskra stjómvalda. ASÍ krefst 5-6% kauphækkunar Fastlega er reiknað með því að forystumenn Alþýðusam- bandsins gangi á fund Davíðs Oddssonar forsætisráðherra um eða strax eftír helgi til að kynna honum kröfur sínar um hækkun launa umbjóðenda sinna vegna launaskriðs hjá opinberum starfs- mönnum og bankamönnum. Al- þýðusambandið telur að laun fé- lagsmanna þurfi að hækka um fímm til sex prósent til að forsend- GALLI: ur þjóðarsáttarsamninganna stand- ist. Alþýðusambandið reiknaði út fyrr í þessum mánuði að laun opinberra starfsmanna hefðu á sl. fjórum árum hækkað um 20,4 prósent, en laun landverkafólks innan ASI um 14,6 prósent. Utreikningar þessir voru að vísu með ófullkominni aðferð þar sem sambandinu hefur ekki tekist að fá nánar upplýsingar um breytingu launavísitölunnar eða einstakra liða hennar. Hefur Hagstofan verið krafin um upplýsingar þar að lútandi, með öðr- um orðum að grundvöllur launavísi- tölunnar verði gerður opinber. Telur ASÍ óverjandi að upplýsingar fáist ekki um samsetningu launavísitölunn- ar og breytingar innan hennar, ekki síst í ljósi þess að þessi ótrausti grunn- ur hefur áhrif á lánskjaravísitöluna, sem mælir breytingar á fjármagns- kostnaði. Alþýðusambandið hefur einnig fundað með forystu Vinnuveitenda- sambandsins um kröfu sína um fimm til sex prósenta hækkun launa. Er nú beðið eftir viðbrögðum VSI. Hins vegar hefur Friðrik Sophusson fjár- málaráðherra þegar tjáð sig um út- reikninga ASÍ á launaskriði hjá opin- berum starfsmönnum og hafnað þeim. Upplausn hjá kröt- um eftir afsögn Johönnu Mikils taugatitrings gætir nú innan ríkisstjórnar- innar en einkum í herbúðum Alþýðuflokksins í kjölfar af- sagnar Jóhönnu Sigurðar- dóttur félagsmálaráðherra. Jóhanna sagði af sér á þriðju- daginn og gerðist það í kjölfar ósigurs hennar í formanns- kjöri gegn Jóni Baldvin Hannibalssyni. Jóhanna hefur sagt að hún verði áfram þingmaður Alþýðu- flokksins en muni hafa óbundn- ar hendur gagnvart málum rík- isstjórnarinnar. Þykir ljóst að staða ríkisstiórnarinnar hafi veikst til muna vegna þessara at- burða. Er þá bæði átt við inn- byrðis styrk stjórnarinnar og ímynd hennar í augum almenn- ings, en persónufylgi Jóhönnu hefur komið stjórninni til góða fram til þessa. I þeirri upplausn og óvissu sem gripið hefur um sig vegna afsagnar Jóhönnu hefur hug- myndinni um haustkosningar skotið upp sterkar eh fyrr. Ekki síst er talið að Sjálfstæðisflokk- urinn kunni að sjá hag sínum best borgið með því að efna til kosninga í haust frekar en í vor. Alþýðuflokkurinn er á hinn bóginn í sárum og þar á bæ ótt- ast menn mjög hugsanlegt sér- framboð Jóhönnu Sigurðar- dóttur eða almennt persónuátök hennar og Jóns Baldvins og ein- stakra ráðherra og þingmanna fyrir prófkjör og kosningar. Ekkí er hægt að monta sig MIKIÐ aí útlitinu einu saman í jeppaferðum eða meðal félaga sinna. KOSTUR: Hreint ágætur bíll. sem skilar þér á áfangastað, á sama hátt og dýru jepparnir. LADA SPORT 798.000 kr, ¦ ...f/árfesU IMEa ARMULA 13 • SIMI: 68 12 00 • BEINN SIMI: 3 12 36

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.