Vikublaðið


Vikublaðið - 16.12.1994, Blaðsíða 5

Vikublaðið - 16.12.1994, Blaðsíða 5
VIKUBLADID 16. DESEMBER 1994 i 5 Frú Vigdís Finnbogadóttir forseti íslands tekur ó móti nýútkominni ævisögu Halldóru Briem úr hendi höfundarins, Steinunnar Jóhannesdóttur. Ljósm.: Carsten. gat verið duttlungafullur í meira lagi. Allt í einu var maður kannski ineð slímugan kekk uppi í sér og lá við að æla öllu saman. Aðeins einu sinni man hún eftir að þau fengju nýjan fisk að vetri til. Hvítan fisk! Hún sem hélt að allur fiskur væri gulur eins og saltfiskur- inn. Fiskurinn var fluttur til þeirra með langri hestalest sem var búin að vera tvo daga á leiðinni neðan frá Eyrarbakka. Þessi nýi fiskur var ljúf- meti sem skildi eftir löngun á tung- unni lengi á efrir. En það var svo sem elcki hlaupið að því að stunda flókna matargerð í gamla hlóðaeldhúsinu á Mosfelli þótt íjölbreyttara hráeíni hefði verið í boði. Maturinn var soðinn í stórum jámpottum við opinn eklinn eða steiktur í feiti. I eldhúsrjáfrinu héngu læri og síður til reykingar og eina birtan að utan sem naut við streymdi inn um lítinn skjá í þakinu. I skjáinn var strengdur líknarbelgur. Rúgbrauð var bakað við hverahita. Degið var látið í blikkbauka og graf- ið í jörðu að kveldi og að morgni vom baukarnir teknir upp með ilm- andi, svörtu, gómsætu brauði. En þó að maturinn væri fábreyttur liðu þau ekki skort. Stríðinu var lok- ið og aftur farinn að berast vaming- ur tíl landsins. Á bænum vom tvær stórar matargeymslur. Búrið, dimmt og svalt með þjappað moldargólf, þar sem súrtunnurnar stóðu fullar af skyri og slátri. Og lofrið þar sem þau geymdu mjölið og sykurinn í stóram sekkjum. Lofrið var líka leiksvæði þeirra barnanna. Þar áttu þau rólu og ótal felustaði í skotunum. Uti var svo hjallurinn fullur af harðfisld. Það var þeirra sælgæti að fá að taka niður ýsu- eða þorskspyrðu, berja hana með steini og borða harðfiskinn með smjöri. Efrir árið lét pabbi breyta eldhús- inu í nútímalegra horf og það kom eldhúsbekkur óg eldavel úr jámi sem var kynnt með mó. Annarra þæginda minnist hún ekki. En þarna var samt eldað ofan í allt heimilisfólkið, fjöl- skyldumar tvær og vinnufólkið, auk þess sem var bakað handa kirkjugest- um. Það var gaman þegar messað var. Þá kom svo margt fólk ríðandi úr sveitinni. Það rauk af hestunum. Hundamir geltu. Fólk burstaði af sér ferðarykið, spjallaði og sagði fréttir. Bændumir snússuðu sig og spýttu mórauðu. Og á efrir messu var öllum boðið upp á kaffi og með- læti. Kirkjan stóð í kirkjugarðinum sunnan við bæinn. Hún var lftril mið- að við Grandarkirkju og lágt til lofts, aðeins þrír gluggar á hvorri hlið og sex bekkjaraðir hvora megin. En það var notalegt að hafa hana svona ná- lægt sér. Og í kirkjunni var orgelið sem amma lék á. Hún var farin að kenna þeim að spila. Þar sátu þær hjá ömmu sinni, hún og Dídí og Lalla og reyndu að aga stutta putt- ana í viðureign við skala og smálög og sálma undir blárri hvelfingunni í kómum. Orgelið stóð til hliðar framan við altarið. Hinum megin var prédikunarstóllinn þar sem guð- spjallamennimir fjórir vora málaðir með Salvator Mundi á milli sín. Amma sagði þeim að Salvator Mundi væri latína og þýddi ffelsari heimsins. Yfir altarinu var undrafög- ur altaristafla þar sem ffelsari heims- ins lá nýfeddur og allsnaldnn í kjöltu Maríu guðsmóður sem var svo kom- ung að sjá, og engill Drottins með mikið vænghaf kraup lotningarfullur fyrir ffaman þau. I skugganum á bak við mæðginin stóð Jósep, góðlegur og grár í vöngum, hlédrægur og eins og ögn utanveltu. Þeim leið svo afskaplega vel í þessari lidu ldrkju hjá Maríu og Jós- ep, Jesúbaminu og englinum og það gat verið hvíld í því að fara þangað úr þrengslunum inni í bænum og hlusta á öminu leika lögin sín. Og einn daginn tekur hún þær með sér í alveg sérstökum tilgangi. Þær eiga að leggjast á bæn og biðja fyrir mömmu. Marnma á að fara í svo hættulega aðgerð úti í Danmörku. Það á að höggva upp á henni brjóst- ið og taka úr henni rifbein. Hún skrifaði og bað þær að hugsa til sín á hættustund. Og lidu systumar krjúpa í kirkjunni með spenntar greipar og biðja ffelsara heimsins að vernda og blessa mömmu og þyrma h'fi hennar og láta hana koma affur til þeirra. Og amma stynur og stynur og stynur. - Bamið nútt, bamið mitt, stynur amma. En augun era þurr. Amma getur ekki grátið. Tár- kirdamir era stíflaðir. Hún bara stynur. Það er aðfangadagur jóla. Hún stendur með Stebba niðri í göngun- um. Göngin era dimm og ískuldinn frá gólfinu smýgur í gegnum þunna skósólana. Þau halda sig í námunda við stigann upp í baðstofuna. I höndunuin halda þau sitt á hvora stjömuljósinu og dást að þessu furðuverki sem þau sveifla í myrkr- inu. Það er eins og himinninn hafi hellt stjömum sínum niður til þeirra. Og eina örskotsstund gista þau heill- andi, framandi veröld. Svo slokknar á blysunum og þau era aftur stödd í myrkrinu á moldargólfinu eins og í tómarúmi milli tveggja heima. Þau ranka við sér við óminn af efrirvænt- ingarfullum röddum fólksins á bað- stofulofrinu og hlaupa upp stigann. Pils kvenfólksins sveiflast til í loka- undirbúningnum fyrir hátíðina. Bömin grípa í hendur hvers annars og hlæja og dansa syngjandi: ,Jólasveinar einn og átta / ofan koma af fjöllunum.“ O hvað hér er gaman! Síðan berst klukknahljómurinn inn ffá lágum tumi kirkjunnar. Klukkan er sex og hátíðin mikla gengin í garð. „Heims um ból / helg era jól.“ Mamma er ekld heldur heima þessi jólin. Þær fá bréf ffá henni ffá Sölleröd Sanatoriuin. Þau era fallega skreytt með þuiTkuðum blómum frá sumrinu sem leið. Hver sitt bréf. „Elskulega bam, ljósið í h'fi mínu“. Og svo fá þær allar eina gjöf sam- an. Dúkku með alvöra hár, spékoppa í handleggjunum, löng silkiaugnhár, klædda skímarkjól og í blúndunærfötum. Þær hafa aldrei séð neitt sein jafhast á við þessa dúkku. Þvílíkur dýrgripur! Þær þora varla að snerta hana. Svona dúkku má ekki leika sér með. Kindahomin og leggimir þeirra era leikföng sem þola hnjask. En ekki svona dúkka! Hana má ekki snerta nema á sunnu- dögum. En það er dásamlegt að eiga hana. Horfa á hana. Allir dást að dúkkunni þeirra. Líka pabbi, þótt hann sé enn þögulli en vanalega þetta jólakvöld. Pabbi segir aldrei margt. Hann hugsar og hann les. Hann hefur líka fengið bréf ffá mömmu. Svipur hans er alvarlegur. Kannski þungur og sorgmæddur en þær taka ekki svo mjög efrir því. Amma er svo glöð. Og amma er svo fi'n í svörtu peysfötunum sínum með flauel og blúndu framan á síðum ermunum. Og hún er með prjónaða skotthúfuna sína með silfurhólknum. Og það brakar í stífuðum undirpils- unum og blúndunum sem strjúkast við mjúkt hörund hennar. Amma er svo mjúk. Það er bros í augnakróknum og heyrist að hún er að raula fyrir munni sér. Hún var úti í kirkju fyrr um daginn að semja lítið lag á orgelið. Amma trúir svo heitt á miskunn- saman og góðan guð. Guðrún dóttir hennar hefur sagt henni ffá því að hún hafi fengið vitrun. Allt í einu fékk hún vitran sem sannfærði hana um að aðgerðin á systur hennar í Danmörku myndi heppnast og hún myndi koma heil heilsu aftur heim. Guðrún móðursystír þeirra er af- skaplega trúuð kona. Amma er vongóð og efrir jólin heldur lífið áffam sinn vanagang. Og enn sem fyrr era dagbækumar hennar hin besta kvöldskemmtun. - Amma, lestu aftur hvað þið borðuðuð á jólunum í Ameríku. Og amma les upp matseðil að- fangadagsins þegar hún var hjá Lára systur sinni í Winnipeg: ,Jólagraut- ur, hangikjöt, kartöplur, rauðkál, te brauð. Og um kvöldið: Steikt hænsnakjöt og dýrakjöt. Brauðmauk, kartöplur, syltuð ber. Sveskjumauk með rjómaffoðu, epli, appelsínur, hnetur, rúsínur." Þær era alveg að springa, þær verða svo saddar bara af að heyra um öll þessi ósköp. Hvað þá að hafa látrið allt þetta oní sig. Og á gamlárskvöld var: „Hrísgrautur, steikt gjæs, kartöplur, kramber, epli, hnetur, rúsínur te, brauð.“ I hugans fylgsnum er hana farið að dreyma um að komast til ævin- týralanda eins og Ameríku og Dan- merkur þegar hún verður stór. Húsbréf Innlausnarverð húsbréfa í 4. flokki 1992 Innlausnardagur 15. desember 1994. 4. flokkur 1992: Nafnverð: 5.000.000 kr. 1.000.000 kr. 100.000 kr. 10.000 kr. Innlausnarverð: 5.869.500 kr. 1.173.900 kr. 117.390 kr. 11.739 kr. Innlausnarstaður: Veðdeild Landsbanka íslands Suðurlandsbraut 24. ATH. Útdregin óinnleyst húsbréf bera hvorki vexti né verðbætur frá innlausnardegi. cSo húsnæðisstofnun ríkisins f 1 HÚSBRÉFADEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 69 69 00 Nýjar reglur um greiðslumat Aukið öryggi fyrir öllu • íbúðarkaup kalla á vel ígrundaða ákvörðun og mikilvægt er að vanda þartil allra verka. Með tilkomu greiðslumats hafa einstaklingar átt auðveldara með að átta sig á væntanlegri greiðslubyrði. Nú hefur Húsnæðisstofnun endurnýjað reglur sínar um greiðslumat og miða þær að því að gera íbúðarkaup öruggari en áður. Helstu breytingar eru þessar: ■ Miðað er við að greiðslubyrði allra lána fyrstu 3 árin eftir íbúðarkaup, byggingu eða endurbætur, verði ekki hærri en 18% af heildarlaunum. ■ Meira tillit er tekið til sveiflukenndra launa en áður. Áhersla er lögð á heildarlaun umsækjanda samkvæmt skattskýrslu í stað mánaðarlauna síðustu þrjá mánuði. ■ Lánafyrirgreiðsla, s.s. skammtímalán banka til kaupanda, verður að vera formlega staðfest sem ákvörðun. ■ Sala lausafjármuna, t.d. bíls, og aðstoð skyldmenna verður að hafa farið fram áður en Húsnæðisstofnun samþykkir kaup á veðskuldabréfi. Leitið til viðskiptabanka ykkar eða annarra fjármálastofnana eftir frekari upplýsingum varðandi hinar nýju reglur um greiðslumat. [2&] HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS HÚSBRÉFADEILD • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 69 69 00 OFIO KE. 8-16 VIRKA DAGA

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.