Vikublaðið


Vikublaðið - 16.12.1994, Blaðsíða 1

Vikublaðið - 16.12.1994, Blaðsíða 1
Norrænt samstarf Þáttaskil verða í norrænu samstarfi við það að Svíþjóð og Finnland ganga í ES. Um hvað snýst Norðurlandasamstarf framtíðarinnar? Saga Halldóru Briem Bók Steinunnar Jóhannesdóttur er tilnefnd til íslensku bók- menntaverðlaunanna. Mikil bók og vönduð sem Hörpu- útgáfan gefur út. Bls. 4-5 I Jötunn í dag I Vikublaðinu fylgir aukablað að I þessu sinni, Jötunn, sem fer um allt Suðurland. Þar er m.a. rætt |l við Guðmund Lárusson kúa- | bónda sem skipar þriðja sæti 1 G-listans á Suðurlandi. M V I 49. tbl. 3. árg. 16. desember 1994 Ritstjórn og afgreiðsla: sími 17500 250 kr. Stórum hluta hátekju- skatts létt af eignafólkí Með því að fella niður sérstakan eignaskatt fá hinir efhamestu stóran hluta hátekjuskattsins til baka. 1.600 til 3.200 stóreignamönnum eru með þessu gefhar minnst 120 milljónir króna. YEríýsing ríkisstjórnarinnar um aðgerðir koma fyrst og fremst hátekju- og stór- eignafólki tíl góða. Þetta gerist með ákvörðun ríkisstjórnarinnar um hækkun á viðmiðunarmörk- um hátek/uskatts um leið og á- kveðið er að feUa niður sérstakan eignarskatt, sem með röngu hefur verið uppnefhdur „ekknaskattur". Tölur, sem fjármálaráðuneytið hefur staðfest, sýna að niðurfell- ing „ekknaskattsins" þurrkar út um helming og allt að tvo þriðju hluta þess sem hinir efhameiri greiða í hátekjuskatt. „Ekknaskatturinn" er annað þrep í eignarskatti sem kveður á um að auk 1,2% eignarskatts er lagður 0,75% eignarskattsauki á nettóeignir yfir 10 milljónir króna á einstakling (20 milljónir á hjón). Eignarskattasauki þessi er tekjutengdur. Tekjutengingin virkar þannig að ef einstaklingur er með undir einni milljón króna í tekjur á ári þarf hann ekki að borga skattinn. Ef tekjurnar eru á bilinu ein til tvær milljónir á ári skerðist skatturinn hlutfallslega. Þeir einir borga eignarskattsaukann að fullu sem hafa tekjur yfir sem svarar 167 þúsund krónum á mánuði. Að- eins 1.600 einstaklingar greiða þenn- an skatt að fullu. Um 1.600 til við- bótar greiða skattinn skertan, þ.e. lenda á tekjubilinu ein til tvær milh'- ónir á ári. Og 2.000 manns greiða þennan skatt ekki; það er fólkið sem á stórar eignir en hefur lágar tekjur. Tekjulágar ekkjur í verðmiklum eignum eru í þessum síðasttalda hóp og hafa aldrei greitt þennan skatt. Núverandi ríkisstjórn hefur lagt á þennan „ekknaskatt" umyrðalaust síðustu þrjú árin og fær í ár tekjur af honum upp á um 120 milljónir króna. I ár greiða 3.600 einstaklingar og 3.900 hjón hátekjuskatt og fær ríkis- sjóður um 350 milljónir króna vegna skattsins. Með breyttum viðmiðun- armörkum tekna er reiknað með að skáttur þessi lækki á næsta ári um 100 milljónir. Hér blasir því við að ríkissqórnin hefur hvað hátekju- skattinn varðar séð ástæðu til að í- vilna einstaklingum með 200 til 225 þúsund krónur á mánuði og hjónum með 400 til 450 þúsund og hvað eignir varðar að ívilna fólki sem hvoru tveggja er með háar tekjur og miklar eignir. Sjá grein á bls. 3. ASI: Ekkert fyrir láglaunafólk Alþýðusambandið segir að þótt ýmislegt sé fróðlegt í yfirlýs- ingu rítóssriórnarinnar um að- gerðir þá sé erfitt að finna í henni samhengi við það yfirlýsta mark- mið að „bæta kjör hinna laegst launuðu og verst settu." Telur ASI enda einsýnt að aðgerðirnar, einkum skattalækkanirnar, nái sérstaklega til stóreignafólks með verulegar tekjur, þannig að út í hött sé að tala um kjarajöfhun. I greinargerð ASÍ segir meðal annars: „Skattkerfisbreytingin felst í hækkun persónuafsláttar um 500 krónur um áramótin, hækkun við- miðunarmarka í hátekjuskatti og hann framlengdur um eitt ár og af- nám hærra skattþreps í eignarskatti... Það er vandséð með hvaða hætti þessi skattkerfisbreyting á að upp- fylla þau markmið sem ríkisstjórnin setti sér með þessum aðgerðum. Þannig hafa þessar tillögur engin á- hrif á afkomu þeirra sem eru allra tekjulægstir og eignaminnstir... Hins vegar lækkar byrðin með hækkandi tekjum og meiri eignum." ASI bendir sérstaklega á þau áform að afhema tvísköttun lífeyris- greiðslna og gagnrýnir aðferðina. ASI færir gild rök fyrir því að sú að- ferð sem ríkisstjórnin valdi muni koma þeim best sem hafa bestu líf- eyriskjörin fyrir, en þar er ekki síst átt við ráðherra og þingmenn. 550 gjaldþrota einstaklingar í Reykjavík Búast má við því að í höfuð- borginni einni verði um 550 einstaklingar úrskurð- aðir gjaldþrota á þessu ári. Á síð- asta ári voru 209 einstaklingar úrskurðaðir gjaldþrota og „að- eins" 107 einstaklingar gjald; þrota í Reykjavík árið 1992. Á síðustu tveimur árum hefur því gjaldþrota einstaklingum í borg- inni fjölgað hátt í sexfalt. A sama tíma hefur það gerst að gjald- þrota lögaðilum (fyrirtækjum) hefur fækkað. Þau voru 316 í fyrra en verða í námunda við 215 Um leið og gjaldþrotum einstak- linga hefur farið fjölgandi hefur nauðungaruppboðum stórlega fjölgað, ekki síst frá hendi Húsnæð- isstofnunar ríkisins. Spáð er að Húsnæðisstofhun sendi frá sér ná- lægt 10 þúsund nauðungarsölu- beiðnir á þessu ári, en samsvarandi tala fyrir árið 1992 var 2.511 og því um fjórföldun að ræða. Má geta þess að á þessu ári er gert ráð fyrir því að Húsnæðisstofhun þurfi að leysa til sín 110 til 115 íbúðir á nauðungaruppboðum, en 1991 var sambærileg tala 31. Sjá nánar um skuldastöðu heimilanna á bls. 6-7 Skuldir ríkis- sjóðs stefna í 200 milljarða Með „yfirlýsingu" sinni um að- gerðir eykst halli ríkissjóðs um tvo milljarða króna. Svavar Gestsson sagði í umræðum á Alþingi nú í vik- unni að sú alvarlega staða blasi við að um mitt næsta ár verði skuldir A- hluta ríkissjóðs komnar upp í um 200 milljarða króna og að ríkis- stjórnin, sem í upphafi ferils síns boðaði hallalaus fjárlög, muni standa upp í lok kjörtímabilsins með það á samviskunni að hafa aukið skuldir ríkissjóðs um 40 milljarða. Svavar sagði að skuldir ríkissjóðs væru orðnar geigvænlegar. „I árslok 1992 voru skuldir ríkissjóðs um 150 milljarðar króna, eftir að hafa hækk- að úr 131 milljörðum árið á undan eða um 18 milljarða á einu ári. 1993 hækkuðu skuldirnar líklega um 20 milljarða þannig að í lok ársins voru þær um 170 milljarðar króna. 1994 hefur skuldasöfhunin haldið áfram og menn gera ráð fyrir því að skuld- ir bara A-hluta ríkissjóðs muni á þessu og miðju næsta ári ná um það bil 200 milhörðum," segir Svavar. Hann bendir á að hér séu menn með tölu sem samsvarar tvöfaldri árseyðslu ríkissjóðs. „Það er verið að auka skuld okkar við framtíðina. Ég hefði viljað sjá í þessari yfirlýsingu að menn tækju á þessu, með sparn- aði eða með því að auka tekjurnar, nema hvort tvegggja sé. Ríkisstjórn sem hefur ekki þor til að taka á þess- um vanda er hætt að vera ríkissrjórn. Ríkisstjórnir eru til þess að taka á erfiðum vandamálum en ekki til þess að láta reka á undan með þeim hætti sem menn eru nú að gera. Þetta er örugglega erfiðasta vandamálið sem þjóðin stendur frammi fyrir. Skuldir ríkissjóðs hafa að líkindum vaxið um 40 milbarða króna á kjörtímabilinu undir ríkisstiórn sem sagði í upphafi tímabilsins að hún ætlaði að hætta að reka ríkissjóð með halla," segir Svavar. SkáldiÖ seni sóiin kyssli Ævisaga Gu&n i , .trwonar, listræn t^ vðnduft b6k rftir SHju AftalsteiiiMlóllur. Saga Halldóru Briem Cripandi frásöen, stórbrafinörtagasaga efttr Steinunnijónannesdóttur. Lífsgleðí yiðtolog endurminninear þJóMcunnra íslendinga. Þórir. S.Cuðbergsson ski.ioi. Einu sinni á ágústkvöldi Söngvasani lónasar Arnasonar með nótum og myndum eftir vatmkunna lístamenn. 'ásamleg veiðidella Eggert Skúlason skráði. Skemmtilegar veiðisögur. HÖRPUÚTGÁFAN STEKKJARHÖLT 8-V6 - 300ÁKRANÉS SÍÐUMÚLI 29 - 108 REYKJAVlK

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.