Vikublaðið


Vikublaðið - 16.12.1994, Blaðsíða 6

Vikublaðið - 16.12.1994, Blaðsíða 6
Kreppan VIKUBLAÐIÐ 16. DESEMBER 1994 Ríkisstjórnln blind gagnvart greiðsluvanda heimilanna Búast má við því að í höfuðborg- inni einni verði um 550 ein- staklingar úrskurðaðir gjald- þrota á þessu ári. A síðasta ári voru „aðeins“ 209 einstaklingar úrskurð- aðir gjaldþrota og að sama skapi urðu „aðeins“ 107 einstaklingar gjaldþrota í Reykjavík árið 1992. A síðustu tveimur árum hefur því gjaldþrota einstaklingum í borginni fjölgað hátt í sexfalt. A sama tíma hefur það gerst að gjaldþrota lögaðilum (fyrirtækj- um) hefur fækkað. Þau voru 316 í fyrra en verða í námunda við 215 í ár. Þetta er lýsandi afleiðing þeirrar stefnu sem einkennt hefur störf nú- verandi ríkisstjómar, þar sem saumað er að launafólki en fyrirtækjum íviln- að á allan hugsanlegan hátt. Og það er um leið lýsandi fyrir eðli og stefhu stjómarinnar að í nýboðuðum að- gerðum, sem milda skyldu ásjónu stjómarinnar, er gripið dl skatta- Húsnæðisstofnun: Leysir að líkindum til sín 110 til 115 íbúðir á þessu ári. i JólapakkatiJboö Póstsins " ■' | > \ V v Umbúðir og burðargjald á aðeins 310 kr. v I^Ufttífl <ÍT hvert sem er JgLií^ Pé#* „jg/A „/ 'tftí innanlands, 1§. '§k lil'- I IfcrJ Is Umbúöir stærð B i (23x31x12 cm) J burðargjald = 310 kr. • Má senda hvert sem J er innanlands. 1 óháð þyngd. Jólapakki Póstsins er einn ódýrasti, þægilegasti og öruggasti sendingarmátinn fyrir jólagjafimar í ár. Þú greiðir aðeins 310 kr. fyrir umbúðir og burðargjald, óháð þyngd og það skiptir ekki máli hvert þú sendir pakkann hér innanlands - gjaldið er alltaf það sama. Jólapakkatilboð Póstsins gildir frá 1.-24. desember 1994. PÓSTUR OG SÍMI Viö spörum þér sporin breytinga sem fyrst og ffemst koma tekjuháu stóreignafólki til góða. 10 þúsund nauðungarsölu- beiðnir Húsnæðisstofnun- ar Um leið og gjaldþrotum einstak- linga hefur farið fjölgandi hefur nauðungarappboðum stórlega fjölg- að, ekki síst ffá hendi Húsnæðisstofn- unar ríkisins. Spáð er að Húsnæðis- stofnun sendi ffá sér nálægt 10 þús- und nauðungarsölubeiðnir á þessu ári, en samsvarandi tala fyrir árið 1992 var 2.511 og því um fjórföldun að ræða. Má geta þess að á þessu ári er gert ráð fyrir því að Húsnæðis- stofhun þurfi að leysa til sín 110 til 115 íbúðir á nauðungaruppboðum, en 1991 var sambærileg tala 31. Það er athyglisvert að í umræðum á Alþingi um skuldastöðu heimilanna benti Rannveig Guðmundsdóttir fé- lagsmálaráðherra á að „aðeins" 1% heimila kærni við sögu þegar um- sóknir um greiðsluerfiðleikalán væra annars vegar. Rannveig lét þess þó getið að á hverjum degi væri verið að skuldbreyta í bönkunum, en ekld koin skýrt ffam hjá ráðherra að til að geta fengið greiðsluerfiðleikalán hjá Húsnæðisstofhun þarf staða umsækj- enda að vera orðin svo gott sem von- laus vegna langvarandi atvinnuleysis, veildnda eða skertra tekna. Ráðherra minntist réttilega á að erfiðleikar vegna „neyslulána“ væri vaxandi þátt- ur og virtist helst á því að fólk ætti að kunna betur með peninga að fara, því lausn ráðherrans var einna helst fólg- in í því að fólkinu verði boðið upp á námskeið í meðferð fjármuna heimil- Mogginn skammar Sjálf- stæðisflokkinn og banka- stjórana Núverandi stjómvöldum virðist fyrirmunað að viðurkenna að vaxandi erfiðleikar fólks stafa ekld af því að það er svo vitlaust í fjármálum. Sú skýring á vafalaust við um suma. En meginskýring vandans birtist í lág- launa- og okurvaxtastefnu stjóm- valdaxig fyrirtækja. Lykilinn er ekki síst að finna í því að stjómvöld hafa passað betur upp á hagsmuni fjár- magnseigenda en launafólks. I þessu sambandi er vert að geta at- hyglisverðs ffamlags ritstjóra Morg- unblaðsins í Reykjavíkurbréfi síðasta sunnudag. Þar er því haldið ffam að rótina að erfiðleikunum vegna skuldastöðu heimilanna sé meðal annars að finna í þeim grófu mistök- um nkisstjómar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks árið 1983 að af- nema vísitölutryggingu launa en við- halda vísitölutryggingu lána. Morg- unblaðsritstjóramir láta þama ekki staðar numið en bæta við kurteisis- lega orðuðum en þó mjög hörðum skömmum á stjómendur lánastofh- ana og kreditkortafyrirtækja landsins: „Eina af ástæðunum fyrir þeim vanda (þ.e. greiðsluvanda heimil- anna) má sjá í auglýsingum fjármála- stofhana nánast dag hvem, sem era flestar ef ekki allar í eigu banka og sparisjóða, þar sem fólki eru boðnir gull og grænir skógar í formi greiðsludreifingar og lánafyrir- greiðslu. I raun og vera era dóttur- fyrirtæki bankanna að segja: kaupið þið nógu mikið fyrir þessi jól, við dreifum greiðslunum á lengri tíma en áður, kaupið nógu mikið af hverju sem er, bílum, tölvum, hlutabréfum o.s.ffv., við dreifum greiðslunum - en þess er gætt vandlega að gefa ekki nákvæmar upplýsingar um hvað þessi Svavar Gestsson: Þingsályktunartil- laga um greiðsluaðlögun húsnæðislána gerir m.a. ráð fyrir endurfjármögnun fasteignaveðlána og fjölgun starfs- manna Húsnæðisstofnunar. Ragnar Arnalds: Allar aðgerðir til að snúa vörn í sókn í þessum efnum verða að taka á þessari launastefnu sem rekin hefur verið í landinu á undanförnum árum. Ég minni á að í skýrslu Þjóðhags- stofnunar kemur fram að það er lág- launafólkið sem skuldar mest. neyslulán og önnur lán kosta. Er þetta ffambærilegt af hálfu banka- kerfisins?" Skuldastaða heimilanna er ekki að- eins spumingin um húsnæðislánin, eins og Ragnar Amalds vék að við umræðumar um efnið á Alþingi. „Skilningsrík“ bankafyrirgreiðsla er eitt atriði. Og námslán era sívaxandi hluti í skuldunum, um síðustu ára- inót vora þau um 31 milljarður króna eða 12 til 13 prósent af öllum skuld- um heimilanna og meira en helming- ur af þeim skuldum sem ekki era vegna húsnæðismála. „Aðrir þættir en húsnæðismál mega ekki gleymast. Það verður að ríkja stöðugleiki í á- kvörðunum urn skilyrði lántakenda, menn mega ekki sífellt vera að breyta,“ segir Ragnar. 10 þúsund borgarar þurfa fjárhagsaðstoð hjá Féló „Nauðsynlegt er að hafa hugfast að það verður að vera samræmi milli greiðslubyrði og greiðslugetu. Þegar það samræmi raskast verður að vera til lögbundinn farvegur fyrir fólk að ná jafnvægi á ný. Takmarka verður verðtryggingu skuldbindinga. Það er t.d. óþolandi að skuldir heimilanna skuli vera að aukast með tekjuákvörð- unum ríldsstjómarinnar, t.d. bensín- gjaldshækkunin nýverið. Og stjóm- völd og launþegahreyfjng þurfa að endurmeta launastefhuna í landinu. Félagsmálaráðherra hefur ekld vildð einu einasta orði að hinni markvissu láglaunastefhu nkisstjómarinnar. Fjölmargir hafa svo lág laun að jafh- vel þótt þeir vinni fullan átta stunda vinnudag hafa þeir ekki nærri því nægar tekjur til þess að framfleyta sér og sinni fjölskyldu og standa undir greiðslum af húsnæði. Eg get nefnt

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.