Vikublaðið


Vikublaðið - 24.11.1995, Side 1

Vikublaðið - 24.11.1995, Side 1
Nei vinur, ég kyssi þig ekki órakaðan! Gerðu það, bara einn lítinn á kinnina. EINK HBANKI 46. tbl. 4. árg. 24. nóvember 1995 - Ritstjóm og afgreiðsla: sími 551 7500 - 250 kr. Kópavogsbúar kœtast með Sunnlendingum - bls. 7 Sameining Tvö alþýðubandalagsfélög í Reykjavík, Birting og Fram- sýn, munu sameinast með formlegum hætti á fundi á Kornhlöðulofrinu á morgun, laugardaginn 25. nóvember, að undangengnum aðalfund- um beggja félaga. „Framsýn var stofinað með það í huga að stuðla að sam- einingu félaganna í Reykjavík. Þessi sameining nú er því mjög gott mál,“ segir Bryndís Hlöðversdóttir varaformaður Framsýnar. „Næsta skref er að fara út í samstarf við ABR og Sósíalistafélagið, sem vonandi leiðir til samruna þessara félaga þannig að aðeins verði eitt al- þýðubandalagsfélag í Reykjavík,“ segir Bjöm Guðbrandur Jónsson formaður Birtingar. Aðalfundur Birtingar hefst á Komhlöðuloftinu kl. 13.30 á morgun og kl. 14 hefst aðalfúndur Framsýnar. Hálfti'ma síðar hefst síðan sameiningarfund- ur félaganna. Bryndís og Bjöm Guðbrandur: Sameining Birt- ingar og Framsýnar er fyrsta skrefið í sameiningu alþýðubandalagsfélaganna í Reykjavík. Skjaldborg Verkalýðshreyfingin verður að slá skjald- borg utanum þá hópa sem ríldsstjómin hefúr sigtað út í fjár- lagafrumvarpinu til að bera þyngstu byrðamar af efna- hagsstefhunni. - Sjúklingar, öryrkj- ar, ellilífeyrisþegar og atvinnulausir era þeir hópar sem ríldsstjómin ædar að sækja peninga til samkvæmt ffum- varpi til fjárlaga, segir Ogmundur Jónasson þingmaður og formaður BSRB. Ríkisstjómin ædar að leggja á inn- ritunargjöld í sjúkrahús og aftengja bætur öryrkja, ellih'feyrisþega og at- Ögmundun Vcrkalýðshreyf- ingin slái skjaldborg utanum þá hópa sem ríkisstjómin hefur sigtað út í fjárlagafrumvarpinu. vinnulausra við al- mennar launahækkan- ir. - Það er ömurlegt fyrir eina ríkisstjóm að byggja efhahagsbata á því að sækja í tóma vasa þeirra sem minnst mega sín í þjóðfé- laginu. Þar fyrir utan er þessi stefna efha- hagslegt ragl, segir Ogmundur. A bandalagsráð- stefnu BSRB sem hófst f gær verða kjara- og efnahagsmál efst á baugi. Samtökin hafa jafnffamt staðið fyrir auglýsingaherferð í fjölmiðlum til að vekja adiygli á efnahagsstefhu ríkis- stjómar Davíðs Oddssonar. Mennmg 2000 Reykjavík er á meðal níu borga sem verða menningarborgir Evr- ópu árið 2000 og segir Guðrún A- gústsdóttir forseti borgarstjómar og formaður menningamálanefnd- ar þetta mjög mikil gleðitíðindi. „Við sendum inn rnjög vel undir- búna umsókn, en það mátti slalja á Guðrún: Styrkur fýrir fslenska menn- ingu að Reykjavík verði menningar- borg Evrópu árið 2000. viðbrögðunum að rnargar mikilsvirt- ar borgir hefðu sótt um þetta og að ffekar ólíldegt væri að Reykjavík yrði fyrir valinu, enda búið að segja að borgimar yrðu líklega aðeins tvær. En þetta breyttist og borgunum var fjölg- að upp í m'u. Og það sem ég tel að hafi ráðið úrslitum um að Reykjavík er á meðal þessara borga er að við lögðum ffam jnjög kyrfilega úttekt á menn- ingarlegri stöðu borgarinnar með töl- ffæði sem sýndi það svart á hvítu að Reykjavík er á hærra menningarstigi en flestar aðrar borgir í Evrópu." Það er menningarmálaráð Evrópu- sambandsins sem velur menningar- borgimar. Valið vegna aldamótaárs- ins 2000 er sér á parti og áædar ráðið að verja um 250 milljónum króna vegna þessa eina verkefhis. „Reylcja- víkurborg var með þessu ekld að sækj- ast eftir peningunum heldur hinu að styrkja íslenska menningu og koma borginni á ffamfæri sem menningar- borg sem stendur undir nafhi sem slík. Um leið era umhverfismálin okkur hugleildn því við stefnum að því að Reykjavík verði hreinasta borg Evrópu árið 2000,“ segir Guðrún. Ef besti vinur þessa manns byði sig fram til forseta lýðveld- isins, myndir þú kjósa hann? Heiíf Hrafns Gunnlaugssonar er sprottin af því að honum var neitað um réttinn til að kvikmynda bækur Halldórs Laxness. [...] A Gljúfrasteini var hlegið að Hrafiti Gunnlaugssyni. Reyndar lagði Halldór aldrei nafin Hrafris á minnið, heldur vísaði jafnan til hans sem talentlausa dugnaðarforksins. Hrafin var ekki inni í lilýjunni, hann var úti í kuldanum. Og hvað gerir skræfan þá? Jú, hún bíður færis. Hún veit að þjóðin mun ekki líða henni að vega að skáldinu sjálfú, svo að hún velur eiginkonu þess, sem færri þekkja. Hún skrifar litla, ljóta sögu, þar sem engin nöfin eru nefiid en Iýsingin á Halldóri er ótvíræð. [...] Skræfim þorir ekki að birta söguna opinberlega á meðan skáldið gæti ntögulega svarað fyrir sig og sína. En þegar ellin hefur leikið skáldið svo grátt, að það er varnarlaust, lætur skræfan loks til skarar skríða. Giiðrún Pctursdóttir í Morgimblaðimt 17. nóvember Ég [...] hef í sjálfu sér engn við orð hennar [Guðrúnar] að bæta. Auðttr Laxness í Morgunblaðimi 1S. nóvember Það þarf yfirskammta af mannfyrirlitningu, illgimi og vesahnennsku til að sparka á þennan hátt í aldraðan mann sem ekki getur lengur borið hönd fyrir höfuð sér og sinna nánustu. Alla þessa eiginleika virðist Hrafin Gunnlaugsson hafa hlotið í vöggu- gjöf í íikara mæli en fólk á að venjast. Gtimihildnr Jónsdóttir í Morgmtblaðimt 19. nóvetnber

x

Vikublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.