Vikublaðið


Vikublaðið - 24.11.1995, Qupperneq 2

Vikublaðið - 24.11.1995, Qupperneq 2
2 VTKUBLAÐIÐ 24. NOVEMBER 1995 BLAÐ SEM V I T E R I Útgefandi: Alþýðubandalagið Ritstjóri og ábm.: Páll Vilhjálmsson Fréttastjóri: Friðrik Þór Guðmundsson Púsundþjalasmiður: Ólafur Þórðarson Auglýsingasími: 551 7500 -Fax: 551 7599 Ritstjórn og afgreiðsla: Laugavegur 3 (4. hæð) 101 Reykjavík Sími á ritstjórn: 551 7500 - Fax: 551 7599 Útlit og umbrot: Leturval Prentvinnsla: ísafoldarprentsmiðjan hf. i Nýsjálenska undrið Friðrik Sophusson fjármálaráðherra hefur blásið til nýrrar sóknar í baráttunni gegn „bákninu“. Hann er búinn að vera fjár- málaráðherra í hátt í fimm ár og sé hann óánægður með árang- urinn þá lái honrnn hver sem vill. Einkenni á hans fjármála- stjóm hefurverið óstöðvandi halli á rekstri ríkissjóðs ogíslands- met í skuldasöffnm erlendis annars vegar. Hins vegar hefur það einkennt aðgerðir Friðriks og félaga hversu viljugir þeir em til að ráðast á velferðarkerfi fólksins. Friðrik hefur ekld kippt sér upp við að vera gagnrýndur fyrir árásir á þá verst settu í þjóðfélaginu. Hann grípur til aðgerða sem skerða hag sjúklinga, öryrkja, ellih'feyrisþega, atvinnu- lausra, námsmanna og annarra hópa sem handhægt er að sparka | í. Rfldsstjómin byggir efnahagsbata sinn á því að sækja í tóma vasa þeirra sem minnst mega sín, svo vitnað sé í orð Ögmundar Jónassonar þingmanns og formanns BSRB í Vikublaðinu í dag. Friðrik og félagar æða um velferðarkerfið með niðurskurðar- sveðjumar og hlífa engum nema sérvöldum fyrirtækjtun. En tmdanfarið hafa ungliðamir í Sjálfstæðisflokknum beint spjótum sínum að Friðrik vegna árangursleysisins í baráttunni við „bákrdð“. Og þá, já þá tekur Friðrik við sér. Ungliðamir vita hvar Akkilesarhællinn er á annars órjúfánlegum skráp þessa fyrrum formanns unghðasamtaka flokksins. Og Friðrik dugar ekkert minna en „hugmyndastefna um ný- skipan í ríkisrekstri" þar sem aðalstjaman er öfgakona ffá Nýja- ' Sjálandi, sérpönmð fyrir tmghðana. Ruth Richardsson var íjár- | málaráðherra Nýja-Sjálands og persónugervingur kerfisbylt- ingar sem kölluð hefur verið nýsjálenska tilraunin. Ruth þessi er ; sjálf afskaplega stolt af verkum síntun, en samherjar hennar í I- haldsflokknum sáu sig knúna til að fjarlægja hana úr fjármála- ráðuneytinu 1993 þegar þeir sáu að „umbætur“ hennar höfðu nær fellt ríkisstjóm þeirra. Það er að vonum að sjálfstæðismönntun líki tónninn í Ruth Richardsson. Leiðarljós hennar vom einkavæðing og árásir á kjör og réttindi launþega. Auðvitað má finna ýmsar jákvæðar hhðar á nýsjálensku tilrauninni. En neikvæðu hliðamar em ein- faldlega yfirgnæfandi. Þótt atvinnuleysi hafi minnkað þá hefur kaupmáttur launa fólksins dregist mjög saman og fólk býr við mun hærri vexti en áður. Og eins og á Islandi hefur stórum hluta vandans verið velt yfir á komandi kynslóðir. Þótt íhalds- flokkur Nýja-Sjálands kunni að vera ánægður þá er fólkið í landinu það ekld. Það er verr sett en áður. Þetta hefur David Thorp formaður samtaka opinberra starfsmanna í Nýja-Sjá- landi vitnað um í heimsókn sinni til Islands. Kannsld versta hhðin á stefnu íhaldsmanna Nýja-Sjálands sé miskunnarlaus árás þeirra á verkalýðshreyfinguna. Samtök op- inberra starfsmanna tóku þátt í því að meiri rekstrarábyrgð færðist til einstakra ríkisstofnana og ríkisfyrirtækja. En síðan var komið aftan að samtökunum með lögum um ráðningarsamn- inga. Slíkir samningar era jafirréttháir almennum kjarasamn- ingum og vinnuveitendur hafa í æ ríkara mæli knúið launþega til að gerast verktakar og afneita stéttarfélögunum, enda skyldu- aðild afnumin. Kaupmáttur hefiir minnkað, launamunur kynj- anna aukist og knúið er á um breytingu á vinnulöggjöfinni sem þýðir fleiri unna tíma á dagvinnutaxta. A því er ekld nokkur vafi að það má taka til í ríkisrekstrinum. I því sambandi má ekki gleyma því hverjir hafá byggt upp „bálouð“. Sjálfstæðisflokkurinn hefiir að mestu stýrt uppbygg- ingunni á lýðveldistímanum, ýmist með Alþýðuflokldnn eða Framsóknarflokkinn sér við hlið. Það er því ósköp eðhlegt að á kerfinu séu ýmsir ágallar. En við þurfum síst á því að halda að fára að herma eftir einhverjum öfgasmnum hinum megin á I hnettinum. Siðanefndin og íslensk blaðamennska Þorsteinn Gylfason prófessor í heimspeki við Háskóla íslands hefur skrifað margt það besta sem til er á ís- lensku um heimspeki. Fyrir ungan mann sem byrjaði að grauta í pólitísk- um textum fyrir hálfum öðrum áratug var Skírnisritgerð Þorsteins „Hvað er réttlæti?" hrein opinberun. Sá sem þetta skrifar naut þess að sækja tíma hjá Þorsteini og fær seint fullþakkað honum kennsl- una. Illu heilli er Þorsteinn líka formaður siðanefndar Blaðamannafélags Islands og hefur haft þar hugmyndalegt forræði um hríð. Með góð- um ásetningi, rökvísi og snjöllum athugasemdum hef- ur Þorsteinn valdið íslenskri blaðamennsku tjóni og tor- veldað ffamþróun hennar að svo miklu leyti sem blaða- menn taka mark á úrskurð- um siðanefndar. Megineinkenni íslenskrar blaðamennsku er hversu heimildastýrð hún er. Klass- ísk hugmyndaffæði vest- rænnar blaðamennsku geng- ur útá það að hún skuli vera sjálfstæð gagnvart valdamið- stöðvum og fjármálahagsmunum. „Without fear or favor,“ heitir það á amerísku og þýðir að fjölmiðilí skal hvorki vægja fyrir pólitísku valdi né láta viðskiptasjónarmið hafa áhrif á rit- stjórnarstefhuna. I hátíðarútgáfu sömu hugsunar er talað um að fjölmiðlar séu fjórði meiður ríkisvaldsins. Vinnu- brögðin sem fylgja þessari afstöðu eru t.d. þau að blaðamenn birta ekki hrá sjónarmið stjómmálamanna heldur vinna úr fleiri en einni heimild ffétt sem skrifuð er fyrir lesendur en ekki" viðmælendur blaðamanna. Hug- myndaffæðin á upphaf sitt að rekja til Bandaríkjanna og náði þar nokkrum þroska um og efdr síðustu aldamót. Þaðan seytlaði hún til Vestur-Evrópu en án þess að hafa viðkomu á Islandi þar sem fjölmiðlar voru einn angi stjómmálakerfisins og ekki var htið á blaðamennsku sem starf heldur stökk- pall fyrir upprennandi pólitíkusa. Flokksblaðamennsku hnignaði hér- lendis á áttunda áratugnum. Leiðandi fjölmiðlar, t.a.m. Morgublaðið, Sjón- varpið og síðar DV, tóku upp á arma sína hugmyndina um hlutlæga blaða- mennsku að bandarískri fyrirmynd. Hugmyndin er sú að aðgreina skoðan- ir ffá fféttum og ef vel á að fara þarf að beita henni í samhengi við hugmynda- fræðina, sem drepið var á að ofan. Áís- landi aftur á móti vantaði allar for- sendur fyrir hlutlægri blaðamennsku. I ffamkvæmd reyndist-hún þannig að fjölmiðlar litu á það sem sitt helsta blutverk að endurvarpa sjónarmiðum viðmælenda sinna. Einnar-heimildar fféttir eru eitt algengasta form ís- lenskrar blaðamennsku og á DV tíðkast að hafa heilu fféttirnar beina ræðu viðmælanda. Hlutlæg blaðamennska hyglar þeim sern hafa greiðastan aðgang að fjöl- miðlum, jj^. stjórnmálamönnum, tals- Pólitízkan Framsókn víll ritskoða Þrír þingmenn Framsóknar flokksins, Drrfa Sigfús- döttir, Jön Kristjánsson og Siv Friðleifsdóttir. hafa lagt fram fillögu til þingsályktunar um endur- skoðun á meiðyrðalöggjöfinni. í greinar- gerð kemur fram að þingmennirnír hafa hug á því að þrengja að tjáningarfrelsi f landínu vegna þess að fjölmiðlar „verða sífellt öflugri og ná til fleiri notenda.“ Nið- urlag greinargerðarinnar verðskuldar at- bygli fyrir snarpa og skýra hugsun þing- manna lýðvéldisins: „Að gefhu tillefni telja flutningsmenn því rétt aðendurskoða meiðyrðalöggjöfina sem sett mönnum hagsmunasamtaka og emb- ættismönnum. Sjónarmið sem ekki eiga sér málsvara eru einfaldlega ekki með í umræðunni. Að sama skapi á margur skrýtinn málstaðurinn inn- hlaup í ijölmiðla, sé hann kynntur með formlegum hætti. I síðustu viku var í Vikublaðinu gert grín að ff étt í Morg- unblaðinu þar sem sagt var frá vitnum að heimsókn fljúgandi furðuhluta til Reykjavíkur í ágúsmtánuði síðastliðn- um. Frásögnin í blaði allra landsmanna var tekinn hrá upp úr fféttabréfi Félags áhugamanna um fljúgandi furðuhluti. Fréttin í Morgunbíaðinu er dæmi um þá gjá sem getur myndast á milli hlut- lægni og heilbrigðar skynsemb Til .að hægt sé að vinna sig út úr hlutlægu hefðinni þarf að gera tilraun- ir í íslenskri blaðamennsku. Liðinn vetur reyndi Helgarpósturinn að draga upp mynd af ungri konu, Yrsu Sigurð- ardóttur, sambýliskonu Olafs Þ. Þór- hallssonar sem var dæmdur árið 1991 í fangelsi fyrir kókaínsmygl. Hann flúði land áður en til afþlánunar kom'og hefur verið á flótta síðan. Tilefni um- fjöllunarinnar er samband Yrsu við Olaf en aðaláherslan er á persónunni Yrsu. Frásögn Helgarpóstsins var kærð til siðanefndar sem úrskurðaði að ffá- sögnin bryti alvarlega í bága við 3. grein siðareglna BÍ um vönduð vinnu- brögð og tillitssemi í vandasömum málum og að myndbirting af húsi for- eldra Yrsu bryti alvarlega gegn 4. grein, sem tekur til nafhbirtingar. Siðanefndin féilst á að Yrsa væri op- inber persóna og ætti þar af leiðandi ekki að njóta sambærilegrar vemdar gagnvart fjölmiðlaumfjöllun og meðaljóninn. Hugmyndin um að að- greina einstaklinga sem eru viðfangs- efni fjölmiðla í opinberar persónur og prívatmanneskjur er erlend. Eftir ffægt dómsmál í Bandaríkjunum (New York Times gegn Sullivan, 1964) hefur að- greiningin jafnffamt falið það í sér að opinberar persónur geta ekki krafið fjölmiðil um bætur nema á þeirri for- sendu að fjölmiðillinn hafí vitandi vits farið með meiðandi ósannindi um við- komandi eða sýnt sannleikanum víta- vert skeytingarleysi. Grundvöllur úrskurðar siðanefiidar var fyrir 55 árum. Fleiri hliðar eru á málinu og hafa fréttamenn oft vakið athygli á að lögin þurfi að endurskoða. Flutningsmenn telja rétt að virða einnig sjónarmið þeirra." Verdur kjarasamning- unum sagt upp? Um helgina ræðst það hvort ASÍ mun segja upp kjarasamningurn. Eftir fund íor- ystu ASÍ með Davíð Oddssyní og Halldórí Ásgrímssyni juk- ust heldur líkumar á uppsögn enda gáfu • viðbrögð Davíðs og Halldórs ekki tilefni til annars. ASl telur að ríkisstjórnin hafi ekki staðið við sinn þátt í kjarasamningunum ög bendir á níu atriði í yfirlýsingu ríkis- stjórnarinnar frá 21. febrúar sem ekki hafa verið efhd. Meðal þessara atriða eru í máli Helgarpóstsins var að heimildar- vinna blaðamanna hefði verið ófull- nægjandi. Ymislegt hefði betur mátt fara í umfjöllun Helgarpóstsins. En jafhffamt verður að hafa í huga að hér var á ferðinni tilraun til að stunda blaðamennsku samkvæmt öðrum hug- myndum en ríkjandi eru hérlendis. Þrátt fyrir það: Miðað við þá forsendu að Yrsa sé opinber persóna stenst ekki að úrskurða að siðareglur hafi verið brotnar í máli hennar með tilvísun til skorts á heimildum. Auðvitað er það alvarlegt þegar siðanefnd úrskurðar á hæpnum forsendum. Þor- steinn og siðanefndin geta ekki skýlt sér á bakvið siða- reglurnar. Þær eru svo al- mennt orðaðar að mjög gott svigrúm er til túlkunar. Ur- skurðurinn sjálfur er þó smá- munir miðað við forræðis- hugsunina sem að baki býr. „Þegar um er að ræða út- tektir af því tagi sem hér er fjallað um er eðlilegt að þlaðamenn velji sér sjónar- hom og skýringartilgátur. Það er ákaflega mikilvægt að blaðamenn láti ekki slíkar tilgátur leiða sig afvega við efnisvinnsluna og kanni af jafhri alvöru þau atriði sem kunna að styrkja tilgátuna og það sem á móti henni kann að mæla,“ stendur skrifað í úrskurði siðaneíndar. Hér er kennari að tala við nemendur imi ritgerðasmíð en ékki um blaðamennsku eins og hún er skilin og iðkuð í nútímanum. í kennslustofu hljómar þessi ræða ágæt- lega en í úrskurði siðanefndar Blaða- mannafélagsins er hún tiiraun til rit- skoðunar. Forræðishugsunin er ekki tilviljun. I Morgunblaðsviðtali fyrir tveim árum (31. okt. ’93) útskýrir Þorsteinn vinnu- brögð siðanefhdar. Þegar nefhdin íjall- ar um íféttaskýringar „er aðferð nefndarinnar sú að hún setur sig í spor blaðamannsins og vinnur part af verk- inu upp á nýtt. Talar við heimildar- menn hans að svo miklu leyti sem trúnaður kemur ekki í veg fyrir það, rengir ályktanir hans og rengir það hvemig hann setur hiutina í samhengi og tekur eftir hvort honum hefur yfir- sést eitthvert annað samhengi hlut- anna en ffam kemur." Skilaboð fomtanns siðanefhdar Blaðamannafélags Islands era þau að blaðamenn skuh halda sig við hludæga og heimildastýrða blaðamennsioi. Geri blaðamenn tilraun til að greina eða túlka félagslegt og menningarlegt umhverfi sitt eiga þeir á hættu að siða- nefnd komist í spilið og rengi þá. Siða- neíhd er komin langt út fyrir eðlilegt valdsvið sitt. Engin ástæða er til að ef- ast um að starf siðanefhdar sé unnið af góðum hug og með velferð blaða- mennskunnar fyrir brjósti. Hug- myndaffæðin sem nefndin starfar eftir er hinsvegar þess eðlis að starf siða- nefhdar er íslenskri blaðamennsku til óþurftar. PáU Vilhjálmsson hækkun tryggíngargjalds, afnám tenging- ar bóta almannatrygginga og atvinnuleys- isbóta við launahækkanir og að ekki hafi verið lagt fram fé til aðgerða á syiðí verk- menntunar og starfsþjálfunar, Þar með eru komin goð rök til að segja upp samn- ingum. Fari svo að Vinnuveft- endasambandið fallist ekki á viðræður um að hækka kaupiaunafólks er einhugur um það i verkalýðshfeýfing- unní að látið skuli sverfa til sfáls. öánægja launafólks er við suðumark og trúnaðar- menn verkalýðshreyfingarinnar vita hvað til síns friðar heyrir. Á sunnudag mun samninganefnd iands- sambanda ASÍ hittast og á mánu- dag.kemur sambandsstjórn Al- þýðusambandsins saman til að taka á- kvörðun um framhaldið. Skilaboð formanns siðanefndar Blaðamannafé-, lags íslands eru þau að blaðamenn skuli halda sig við hlutlœga og heimildastýrða blaða- mennsku. Geri blaðamenn tilraun til að greina eða túlka félagslegt og menningarlegt umhverfi sitt eiga þeir á hœttu að siðanefhd komist í spil- ið og rengi þái. Siðanefnd er komin langt át Jyr- ir eðlilegt valdsvið $itt. Engin ástœða er til að efast um að starf siðanefndar sé unnið afgóð- um hug og með velferð blaðamennskunnar fyrir bijóstl Hugmyndafrœðin sem nefndin starfar eftir er hinsvegar þess eðlis að starf siðanefhd- ar er íslenskri blaðamennsku til óþurftar.

x

Vikublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.