Vikublaðið - 24.11.1995, Síða 5
VIKUBLAÐIÐ 24. NÓVEMBER 1995
FrjAlshyggjan
5
opinberri stjómun og í stórum hluta
hins svonefinda gamla menningarum-
hverfis urðu þúsundir starfsmanna
niðurskurðinum sem sigldi í kjölfar
endurslápulagningarinnar að bráð.
Hver hafa áhrif breyting-
anna verið á stéttarfélögin?
Breytingar í opinbera geiranum
hafa valdið því að stéttarfélagið okkar
er nú farið að beina athyglinni í æ rík-
ara mæh að einstökum fyrirtækjum,
þar eð sérhvert ráðuneyti er nú sér-
stakur ráðningaraðih. Asókn í sjóði
stéttarfélaga hefur aukist hröðum
skrefum við það að ráðuneyti em að
brotna upp í einingar og vinnustaðir
em háðir sífelldum breytingum. Með
lögum um opinberar ffamkvæmdir
var eyðilagður grundvöllur sam-
skiptareglna hins opinbera og aðila
vinnumarkaðarins og ekki lengur við-
urkennt að sérstakar reglur skyldu
gilda um samskipti ríkisins og starfs-
manna þess. Kosmað við ráðningar-
samninga verður nú að greiða úr sam-
eiginlegum sjóðum hvers ráðuneytis,
sem era reglulega skomir niður í
spamaðarskyni. Við endurskipulagn-
ingu er starfsmönnum fækkað og at-
vinnurekendur leitast við að þrengja
ákvæði ráðningarsamninga og stuðla
að afkastatengdum launum. Því hafe
gildandi launataxtar farið lækkandi.
I þeim tilvikum þar sem fyrirtæki
hafa verið stofnuð um tiltekna starf-
semi eða hún einkavædd hafa nýir
harðsvíraðir stjómendur oft leitast við
að sniðganga stéttarfélagið í krafn
laga um ráðningarsamninga, einkum
með því móti að gera einstaka ráðn-
ingarsamninga í stað almennra kjara-
samninga. Hins vegar hafa lögin um
ráðningarsamninga haft meiri áhrif í
einkageiranum þar sem áhersla hafði
ffekar verið lögð á starfsgreinar en
fyrirtælá og skylduaðild var að stétt-
arfélögum.
Grafið undan stéttarfélög-
unum
Ahrif laganna um ráðningarsamn-
inga hafa verið lúmsk í opinbera geir-
anum og ýtt undir einstaklingssamn-
inga, off samfara úrsögn úr stéttarfé-
lagi.
Þessi þróun ásamt stöðugum upp-
sögnum hefur orðið þess valdandi að
aðild að stéttarfélögum hefur farið
síminnkandi.
Sú staðreynd að fyrirtælán hafa í
mörgum tilfellum bromað upp í
minni einingar - þar af leiðir vaxandi
fjölbreytni vinnustaða - veldur því að
nú er afar brýnt að stéttarfélag okkar
efh allt grundvallarskipulag sitt ef
takast á að viðhalda styrkleika þess. I
mörgum tilvikum táknar þetta auláð
skipulag á vinnustað þar sem almenn-
ir kjarasamningar vora áður ríkjandi.
Nauðsynlegt er að gera langtímaáætl-
anir um vinnustaði og önnur atriði.
Nú er verið að reyna nýjar leiðir í því
skyni að styrkja og skilgreina upp á
nýtt hlutverk stéttarfélaga í þessu nýja
umhverfi. Ein leiðin hefur verið að
leggja áherslu á tilteknar atvinnu-
greinar eða tiltekna opinbera starf-
semi og stuðla að þróun heildrænnar
steíhumótunar í því skyni að vinna að
hagsmunamálum félaga í stéttarfélög-
um í slíkum greinum. Markmiðið
með þessu er að leggja áherslu á að
stéttarfélagið sé virkur þátttakandi í
viðkomandi grein.
Oljóst er hvaða áhrif slíkt kann að
hafa varðandi úrræði. Önnur spum-
ing er hvort félagamir era sáttir við
shka þróun um leið og við leitumst
einnig við að fullnægja brýnusm þörf-
um þeirra á vinnustað hvað snertir
ráðningarsamninga og eftirlit með
því að þeir séu haldnir. Hér er um að
ræða augljósa skírskotun til uppbygg-
ingar stéttarfélagsins, sem verður að
taka gagngeram breytingum til þess
að takast á við breyttar áherslur í
störfum félagsmanna.
Að hafa áhrif á breyt-
ingarnar
Einnig kemur ffam sú spuming
hvort stéttarfélögunum takist að ná
aftur áhrifum á sviði stjómmála sem
einum af aðilum vinnumarkaðarins,
eins og ffam hefur komið á vettvangi
Alþjóðavinnumálastofhunarinnar og
Sameinuðu þjóðanna. Vonast er til að
nýtt þjóðþing Nýja-Sjálands, sem
kosið verður til á næsta ári með hlut-
fahskosningu, veiti ný tældfæri til lýð-
ræðislegrar þátttöku.
Þótt viðurkenna verði að sumar af
þeim breytingum sem gerðar hafa
verið í Nýja-Sjálandi séu af hinu góða
hvet ég ykkur til að draga í efa orð
formælenda þeirra sem gefa í skyn að
tilraunin hafi tekist býsna vel í öllum
tilvikum. Ef þið hafið ekki enn komið
á slíkum umbótum hér á landi og ef
þið hafið möguleika á að hafa áhrif á
nýskipan í ríkisrekstri hvet ég ykkur
til að kynna ykkur þróun mála x ýms-
um löndum og finna þau atriði sem
stuðla að lýðræðislegri þátttöku og
eðlilegu hlutverki ríkisins. Að sjálf-
sögðu munuð þið leitast við að
tryggja viðeigandi hlutverk stéttarfé-
laga á tímum þegar breytingar ganga
yfir og erm lengur, svo og að tryggja
réttindi félagsmanna. Þátttaka má
ekld aðeins vera fólgin í því að þið rís-
ið öndverð gegn breytingum, heldur
að þið takið virkan þátt í umræðum
um þau lögmál sem rikja skulu um
slíkar breytingar og leggið fram til-
lögur til breytinga til höfuðs þeim til-
lögum öðrum sem til umræðu eru.
Eg hef txú á því að þið getið haff á-
hrif á þær breytingar sem era á döf-
irini hér á landi og ég óska ykkur alls
hins besta við mótun ffamtíðarstefini
fyrir stéttarfélag ykkar og félagsmenn
þess.
Lára Sveinsdóttir formaður Alþýðu-
bandalagsfélags Hafnarfjarðar
Lára Sveinsdóttir starfemaðxir
Verkakvennafélagsins Framtíðarinn-
ar var kjörin formaðxir Alþýðubanda-
lagsfélags Hafnarfjarðar (ABH) á að-
alfundi félagsins nýverið. Aðrir í
stjóm félagsins era Trausti Baldurs-
son varaformaður, Magnýjónsdóttir
gjaldkeri, Guðrxin Ámadóttir ritari
og Hörðxir Þorsteinsson meðstjóm-
andi. ■
Eins og á upptalningxinni sést er
meirihluti stjómarinnar skipaður
konum og ætlar Lára að það sé
lýsandi dæmi um það sem er að ger-
ast í Alþýðubandalaginu. „Það er hins
vegar vart hægt að tala um þetta sem
meðvitaða steffxu kvenna í félaginu
og ég get ekki litið á okkur konumar
í stjómimú sem einhvem tilteldrm
meirihluta. Eg vil sjá konur og karla
starfa saman á jaffxréttisgrandvelli.
Að ég hafi verið kjörin formaðxxr er
ffekar afleiðing þess að ég sá mér fært
að taka að mér þetta krefjandi trán-
aðarstarf sem fáir hafa tíma til að
sinna svo vel fari. Eg vona svo bara að
ég þrauki þetta og það geri ég ef fé-
lagamir standa með mér og ef sam-
starfið verðxxr eins gott og það hefur
verið undanfarin ár,“ segir Lára í við-
tah við Vikublaðið.
Á aðalfundinn mættu Ólafúr
Ragnar Grímsson fyrrum formaður
flokksins og þingmaður kjördæmis-
ins og Jóhann Geirdal varaformaður
flokksins, en Margrét Frímarmsdótt-
ir formaður flokksins komst ekki.
Magnús Jón Amason fyrram bæjar-
stjóri hélt erindi um bæjarmálapóli-
tíkina.
„Bæjarpólitíkin hér er einn alls-
herjar Jóhaxrn G. Bergþórsson,“ seg-
ir Lára. „Harrn er hér bæjarstjóri í
reynd og yfirmaður allra deilda,
nefnda og ráða sem hann kemst í.
Bæjarstjómarmeirihlutinn er Jóharm
G. Bergþórsson í hnotskum. Það má
segja að allt miðbæjardæmið sé
lýsandi um hvers vegna viðkomandi
aðilar lögðust á eitt um að eyðileggja
fyrrum meirihlutasamstarf og mynda
nýjan meirihluta. Þessir merrn höfðu
ákveðinna hagsmxma að gæta. Það
eru ekki allir hrifnir af þessu og ég
held að það sé óhætt að fullyrða að
margir kratar séu ekkert allt of lukku-
legir með þróxrn mála.“
Lára segir að umræðumar á fund-
inum hafi að öðra leyti aðallega snú-
Lára Sveinsdóttir formaður ABH:
Núverandi húsnæði flokksins þarfiiast
mikilla viðgerða og þar er fjárhags-
dæmið mjög þungt í vöfum. Félags-
mexm eru ekki á einu máh um hvort
leggja eigi út í viðgerðir eða rífa húsið
°g byggja nýtt.
ist um „gamlan kunningja“, sem sé
húsnæðismál félagsins. „Þær umræð-
xxr vora líflegar, enda okkar heitasta
irmbyrðis mál. Núverandi hxísnæði
flokksins þarfnast mikilla viðgerða og
þar er fjárhagsdæmið mjög þxrngt í
vöfum. Félagsmenn era ekki á einu
máh um hvort leggja eigi út í við-
gerðir, en það vil ég gera, eða rífa
hxísið og byggja nýtt. Okkur þykir
vænt um þetta hús og mér finnst per-
sónulega að það væri á skjön við
stefnxi flokksins að rífa þetta gamla
hús. Ymsir telja hins vegar viðgerðir
verða of dýrar og að það sé ekld for-
svaranlegt að leggja út í endurbætur.
Aðalfúndurinn ákvað að kjósa nefnd
til að taka saman kosmaðaráætlun
vegna viðgerða og þessi nefnd á að
skila niðxirstöðum sínum til stjómar-
innar svo fljótt sem auðið er,“ segix'
Lára.
Binting og Fnamsýn: Sameining
Björn Guðbrandur Jónsson
Leifur Guðjónsson
Stjórnir Alþýðubandalagsféiaganna Birtingar og Framsýnar
í Reykjavík boða til stofnfundar nýs sameinaðs félags á
Kornhlöðuloftinu kl. 14.30 laugardaginn 25. nóvember n.k.
Dagskrá:
1. Stutt ávörp: Björn Guðbrandur Jónsson formaður Birtingar og Leifur Guðjóns-
son formaður Framsýnar.
2. Stofnfundarstörf
a) Lög félagsins
b) Nafn félagsins
c) Stjórnarkjör
d) Félagsgjöld ákveðin
3. Ávörp gesta: Margrét Frímannsdóttir formaður Alþýðu-
bandalagsins og Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur.
4. Önnurmál.
Margrét Frímannsdóttir
Fundarstjóri Hildur Jónsdóttir
Allt Birtingar-, Framsýnar- og annað framsýnt jafnaðarfólk er boðið
velkomið og hvatt til að taka þátt í stofnun hins nýja félags. Takið
með ykkur gesti!
Stjórn Birtingar og Framsýnar
Guðmundur Andri Hildur Jónsdóttir