Vikublaðið


Vikublaðið - 24.11.1995, Page 6

Vikublaðið - 24.11.1995, Page 6
Sameiningin VIKUBLAÐIÐ 24. NOVEMBER 1995 Samfylking eða sameinmg - hver er memmgin? Mörður Amason komst svo að orði í viðtali við Heimsmynd í febrú- ar síðastliðnum: „Ein af ástæðunum fyrir að ég var búinn að fá nóg í Al- þýðubandalaginu var að það hefur á- kaflega þrönga hugmynd um sam- fylldngu félagshyggjufólks. Hún er sú, að öll samfylking skuli gerast í kringum það sjálft, Alþýðubandalag- ið sé stofninn í þeirri samfylkingu. Þetta byggir á þeirri innistæðulausu sjálfumgleði sem er einn partur af kúltúr Alþýðubandalagsins, en þetta er ákaflega öldruð hugmynd og reyndar ættuð frá Kommúnistaflokld Islands, sem hafði einmitt þessa sam- fylkingarpólitík.“ Allt skyldi gerast á forsendum kommúnistanna, segir hann, og seinna í viðtalinu talar hann um sjálfumgleði og hroka þeirra sem „telja að hvað sem í skerst þá hljóti þeir alltaf að hafa rétt fyrir sér.“ Sjálfumgleði? Við þetta er ýmislegt að athuga. Æth kratar, ffamsóknarmenn og sjálfstæðismenn séu eitthvað síður vissir í sinni sök en alþýðubandalags- menn? Af hverju eru sósíalistar öðr- um fremur sakaðir um ósveigjan- leika, einangrunastefnu, sjálfumgleði o.s.frv? Eða er eitthvað að því að standa á sinni skoðtm sé hún vel grunduð? Ætli það fari nokkuð efrir því hver skoðunin er? Sjálfumgleði og þröngsýni varð- andi samfylkingu á að vera arfleifð Kommúnistaflokksins, einkenni sem hefur fylgt þessari hreyfingu þaðan og ril allavega hluta núverandi Al- þýðubandalags. Samfylking verka- lýðsins var reyndar mjög mikilvægur þáttur í stefriu og starfi Kommúnista- flokks Islands allt ffá stofriun hans árið 1930. Var þá ýmist lögð áhersla á formlega samfylkingu flokkins með Alþýðuflokknum eða samfylkingu neðan ffá, samvinnu stuðnings- manna beggja flokka í stéttabarátt- tmni. Vissulega leituðust kommún- istar við að hafa sem niest áhrif í þess- ari samfylkingu, þó það nú væri. Alþýðuflokkurinn hafriaði öllu samstarfi, en 1936 svaraði hann sam- fylkingartilboði kommúnista með því að bjóða þeim inngöngu í Alþýðu- flokkinn efrir að þeir hefðu lagt niður sinn flokk. Það má nú kallast að reyna að hafa samfylkinguna á sínum for- sendum! Eins og alþekkt er var Kommún- istaflokkurinn svo lagður niður árið 1938 til að mynda Sósíalistaflokkinn með klofningsbroti úr Alþýðuflokkn- um. Ég ætla ekld að rekja þessa sögu í smáatriðum. Alþýðuflokkurinn hélt H afi einhver sýnt sjálfumgleði og hroka í þessum samfylking- artilraunum, þá er það Alþýðuflokkur- inn. Hins vegar hefur oft verið til fólk ÍAI- þýðuflokknum sem hefur verið tilbúið til að ganga til móts við sósíalista og þeir hafa gengið til móts við það. Vissulega hefur gengið á ýmsu með samstarfið, hverjum sem um hef- ur verið að kenna. áffam að hafria samfylldngu að und- anskildu stjómarsamstarfi tvisvar sinnum, en 1968 var Sósíalistaflokk- urinn lagður niður til að gera Al- þýðubandalagið að flokld. Það hafði starfað ffá 1956 sem samfylldng sósí- alista og klofriingshóps úr Alþýðu- flokknum. Og það þarf ekki að fara í nein smáatriði til að sjá að þessi saga er saga þróunar ffá byltingarstefriu Kommúnistaflokksins 1930 til þeirr- ar sósíaldemókratísku stefriu sem Al- þýðubandalagið fylgir í dag. Það eru því hrein öfrigmæli að Kommúnistaflokkurinn, Sósíalista- flokkurinn og Alþýðubandalagið hafi alltaf viljað Iáta allt gerast á sínum forsendum. Kannski má finna dæmi um ósveigjanleika forystumanna þessara flokkka, en það breytir engu um það, að það era þeir sem hafa lagt sinn flokk niður tvisvar sinnum og sveigt sína stefnu í átt til Alþýðu- flokksins. Hafi einhver sýnt sjálfrimgleði og hroka í þessum samfylkingartilraun- um, þá er það Alþýðuflokkurinn. Hins vegar hefur oft verið til fólk í Alþýðuflokknum sem hefrir verið tdl- búið til að ganga til móts við sósí- alista og þeir hafa gengið til móts við það. Vissulega hefrir gengið á ýmsu með samstarfið, hverjum sem um hefur verið að kenna. Hugmyndafræði eða kreddur Ég held það sé hollt að rifja þetta upp nú þegar verið er að tala um sameiningu jafriaðarflokkanna. Hins vegar get ég tekið undir orð Bryndís- ar Hlöðversdóttur í Vikublaðinu 3. nóvember: „Þegar félagshyggju- flokkana á Islandi ber á góma, vill brenna við að oft sé vísað til fortíðar í leit að skýringum á þeirri flokkaflóru sem við okkur blasir. Slíkt er nauð- synlegt, en eitt er að nota tilvísunina til að leita skýringa og annað er að Einar Ólafsson skrifar nota hana til réttlætingar á núverandi ástandi. Nauðsynlegt er að skoða vandlega hversu mikill hluti ágrein- ingsins hefur verið hugmyndaffæði- legur...“ 27. október skrifaði Björg- vin G. Sigurðsson í Vikublaðið: „Ef það markmið, að sameina krafta vinstrimanna, á að nást verða menn að vera tilbúnir til að láta af gömlum kreddum.“ Það er satt og rétt, en það má heldur ekki afgreiða hugmynda- fræðilegan ágreining með tali um kreddur né heldur loka augunum fyr- ir honum, eins og Helgi Hjörvar ger- ir í Alþýðublaðinu 3. nóvember: „Þær miklu deilur um hugmynda- ffæði og gildismat, sem áður settu svip á umræðu, hafa fjarað út.“ Menn vikna yfir orðum Flosa Ei- ríkssonar á Iandsfundi Alþýðubanda- lagsins um daginn: „Ég veit .ekki hvert ég er að fara, en ég ætla að fara þangað.“ Hér er kannski sneitt að þeirri sósíalísku útópíu sem brást. En hversu lengi ætla menn að velta sér upp úr þessum brostnu vonum? Það eru áratugir síðan sósíalistar fóru að Iosa sig við þessa útópíu. En vandi þeirra er hversu lítið þeir hafa reynt að ná einhverjum kúrs eftir að hafa losað sig við óskalandið Sovét-ísland. Sameining eöa samvinna? Alþýðubandalagiö í Reykjavík heldur opinn fund með fulltrúum stjórnarandstöðuflokkanna og verkalýðshreyfingarinnar um samvinnu/sameiningu félagshyggjuaflanna í landinu mánudaginn 4. desember á Hótel Sögu. Gestir fundarins verða: Margrét Frímannsdóttir formaður Alþýðubandalagsins, Jóhanna Sigurðardótt- ir formaður Þjóðvaka, Kristín Ástgeirsdóttir Kvennalista, Sighvatur Björgvinsson Alþýðuflokki, Bene- dikt Davíðsson forseti ASÍ, Ögmundur Jónasson formaður BSRB Sameining ■ til hvers r um hvað? Við viljum völd, segja menn, en til hvers? Það stingur í augun að meðan talað er fjálglega um sameiningu flokka er harla lítið rætt um hvemig bregðast skuli við vandamálum og þeim nýja veruleika sem mönnum verður tíðrætt um. Helst virðist vera tun að ræða einhverja óljósa hug- mynd um mannúðlega markaðs- hyggju, en öllum rannsóknum marx- ista á markaðskerfinu eða auðvalds- kerfinu er hafriað sem úreltri hugsun. Því ber að fagna grein Inga Rúnars Eðvarðssonar í Vikublaðinu 3. nóv- ember þar sem hann reynir að greina vandann. Ef við lítum til baka sjáum við, að það er Alþýðubandalagið sem hefur þróast í átt til Alþýðuflokksins. Eins og aðrir sósíaldemókrataflokkar í Norður-Evrópu gengur Alþýðu- flokkurinn út frá kapítalismanum í allri sinni stefnu, hann stefriir ekki að neins konar sósíalisma í stað kapítal- ismans heldur reynir hann að standa vörð um einhvers konar jöfriuð og réttlæti á grundvelli kapítalismans. Stefna Alþýðubandalagsins byggist að miklu leyti á sömu forsendum, fé- lagslegum umbótum innan ramma kapítahsmans. Þetta er forsendan fyr- ir samfylldngu þessara flokka. En það hefur samt alltaf verið afgerandi munur á þessum flokkum. Alþýðu- flokkurinn og systurflokkar hans hafa staðið vörð um kapítalismann sem grundvöll þessa jöfriuðar og réttlætis og tekið virkan þátt í skipulagningu borgarastéttarinnar og stofriana auð- valdsins til varnar og sóknar, og er þar nærtækast að benda á þátt sósí- aldemókratísku flokkanna við upp- byggingu Atlantshafsbandalagsins og Evrópusambandsins. Alþýðubanda- lagið hefur hins vegar fram að þessu ekki gengið fyllilega inn á forsendur kapítalismans. Það er erfitt að sjá fyrir sér samein- ingu Alþýðubandalagsins og Alþýðu- flokksins öðra vísi en Alþýðubanda- lagið láti af þessum fyrirvara sínum varðandi kapítahsmann. Ingi Rúnar Eðvarðsson segir réttilega í grein sinni að vandi velferðarkerfisins og þjóðríkisins eigi mildnn þátt í tilvist- arvanda vinstri manna. Alþýðuflokk- urinn hefrir brugðist við báðum þess- um vandamálum á forsendum auð- valdsins, annars vegar með einhliða niðurskurði velferðarkerfisins í síð- ustu ríldsstjóm og hins vegar með því að beita sér fyrir inngöngu Islands í Evrópusambandið. Við skulum horfast í augu við að enn er deilt um hugmyndaffæði og gildismat. Ég verð að segja, að mér finnst ein- hver falskur tónn í þessu sameining- artah. Hins vegar er sjálfsagt mál, nú þegar þessir flokkar eru í stjórnar- andstöðu, að reyna einhverja sam- fylldngu. Og það væri vel ef þessir flokkar tækju höndum saman við verkalýðshreyfinguna og önnur hagsmunasamtök alþýðu til baráttu fyrir öðru vísi skiptingu þjóðartekn- anna og gegn einhliða niðurskurði velferðarkerfins. Höfundur er rithöfundur

x

Vikublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.