Vikublaðið


Vikublaðið - 24.11.1995, Qupperneq 11

Vikublaðið - 24.11.1995, Qupperneq 11
VIKUBLAÐIÐ 24. NÓVEMBER 1995 11 Bréf frá lesanda: Byltingin á sjónvarpsskjánum Ráðamenn Stöðvar 2 hafa orðið að leggja baráttu sína fyrir því að afhota- gjald RÚV verði lagt af til hliðar í bih. Astæðan er sú að Stöðin hefur verið ónáðuð með samkeppni ffá nýrri einkarekinni sjónvarpsstöð, Stöð 3. Þessi óheppilega samkeppni hefur knúið Stöð 2 til að dusta ryldð af dótt- urstöð sinni Sýn. Stöð 2 og Sýn hafa gert „sérstakan samning” sín á milli (eins og um óskylda aðila sé að ræða!) sem þýðir að áskrifendur Stöðvar 2 geta fengið Sýn og 9 erlendar rásir ókeypis í nokkra mánuði, þ.e. á þær 3.031 krónur (miðað við boðgreiðslur) sem fólkið er þegar að greiða fyrir Stöð 2. Páll Magnússon sjónvarpsstjóri Sýnar (og fréttaþulur á Stöð 2) boðar síðan að seinna fái áskrifendur sama pakk- ann „gegn vægu viðbótargjaldi“. Nú liggur ekkert fyrir um hvað Páll á við með „vægu viðbótargjaldi“. Ef viðbótargjald er vægt þá þýðir það væntanlega varla mildð rneira en 10% hækkun. Það þýðir að Stöð 2 getur boðið áskrifendum súmm upp á Sýn og 9 erlendar rásir fyrir um það bil 300 krónur. Sem þá seg- ir meira um núverandi verð fyrir Stöð 2 en það verð sem Sýn bíður upp á. Maður hlýtur að spyrja: Hvers vegna í ósköpunum hefur þetta kostaboð ekki séð dagsins ljós fyrir löngu síðan? Hvar hafa þessir menn geynit örlætið og þjónustu- lundina fram að þessu? I bankaliólfi hjá Chase Manhattan? Ég hygg að undirboð Stöðvar 2 og Sýnar segi einna helst þá sögu að forráðameiui stöðvanna eru tilbún- ir til að taka á sig tímabundið tap ef það verður til þess að eyðileggja möguleika Stöðvar 3 tíl að festa sig í Hvers vegna í ósköpunum hefur þetta kostaboð ekki séð dagsins Ijós fyrir löngu síðan? Hvar hafa þessir menn geymt örlœt- ið og þjónustulundina fram að þessu? í banka- hólfi hjá Chase Manhatt- an? Fimm rásir fyrir 2.145 kr. en 1.995 kr. ef greitt er með boðgreiöslum! Nú hafa aliir efni á aö njóta þoss besta með Stöö 3 sessi. Stöð 2/Sýn vill nefhilega vera í vemduðu andrúmslofti eins og Eim- sldp og Flugleiðir. Það vill „einka- væðingu“ á þann hátt að RUV verði svipt afhotagjaldinu og koðni niður og vill síðan standa uppi með mark- aðsráðandi stöðu eftir að Stöð 3 hefur verið kveðin í kútinn. Oneitanlega hlýtur Bjöm Bjama- son mennta- og menningarmálaráð- herra að vera í erfiðri aðstöðu frammi fyrir þessari þróun. Hann hugsar án efa hlýlega til Stöðvar 3 því þar er Morgunblaðið stór hluthafi og Bjöm er alinn upp á Mogganum. Hami vill án efa einkavæða RUV og þ.a.l. af- nema afnotagjaldið. Og Stöð 2/Sýn spilar undan vindi á meðan Stöð 3 baslar í mótvindi. Einn ótvfræður væntanlegur ósigurvegari er íslensk dagskrárgerð (íslensk menning). Og svoleiðis nokkuð er undir hatti mennta- og menningarmálaráðherra. Nú er búið að taka um það ákvörð- un af menningarmálaráði Evrópu- sambandsins að Reykjavík verði ein af níu menningarborgum Evrópu árið 2000. Skyldi sá veruleiki blasa þá við að Bjöm og félagar hafi einkavætt RUV, öll innlend dagskrárgerð orðin einskorðuð við ódýra ffamleiðslu (t.d. umræðuþætti og happadrættis/aug- lýsingaþætti) og einna helst amerískar B-bíómyndir og amerískir framhalds- þættir á boðstólum á besta sjónvarps- tíma? Munu innkaupastjórar einka- stöðva eyða peningum í t.d. íslenska Radíusbræður eða Þeytingsþætti þeg- ar „úrvalsefhi" eins og Beevis and Butthead fæst ókeypis? Hannes Hraíhsson Aðalfundur Birtingar verður haldinn á Kornhlöðuloftinu laugardag- inn 25. nóv. kl. 13.30. Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar. 2. Leitað heimildartil sameiningar við Framsýn. 3. Önnur mál. 7Vlf^(/íy * * * * 30ARA Fjölskyldutdnleikar í íþróttahúsi HK laugardaginn 25. nóvember 1995 kl. 17:00 Með Ríó koma fram: Skólahljómsveit Kópavogs yngri deild Kór Kársnesskóla • Karnivala Hljómsveitin Saga Class • Szymon Kuran fiðluleikari Reynir Jónasson harmonikuleikari Björn Thoroddsen gítarleikari Forsala aðgöngumiða í Bóka- og l itlangaversluniinii VEDIJ og í lþróttahúsi G.BHN .£JJa HK Verð kr. 500 Aðalfundur Framsýnar verður haldinn á Kornhlöðuloftinu laugardag- inn 25. nóv. kl. 14.00. Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar. 2. Leitað heimildar til sameiningar við Birtingu. 3. Önnur mál. Sósíalistafélagið Sósíalistafélagið boðar til fólagsfundar laugardags- morguninn 25. nóvember kl. 10.30 að Laugavegi 3, á fjórðu hæð. Dagskrá: 1. Staðan í kjarabaráttunni. Frummælandi Ögmundur Jónasson. 2. Önnur mál. Félagar erú hvattir til að mæta og taka með sér gesti. Aðalfundur Alþýðubandalagsins í Keflavík, Njarðvík verður haldinn í Ásbergi, Hafnargötu 26 í Reykja- nesbæ, mánudaginn 27. nóvember kl. 20.30. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. 3. Gestur fundarins, Guðrún Helgadóttir ræðir stjórnmálaástandið. Stjórnin

x

Vikublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.