Vikublaðið


Vikublaðið - 22.03.1996, Blaðsíða 9

Vikublaðið - 22.03.1996, Blaðsíða 9
Verðandi T VIKUBLAÐIÐ 22. MARS 1996 9 Mannréttíndaveislur í desember síðastliðnum héldu Samtökin 78, félag homma og lesbía á íslandi, mannréttinda- veislu í íslensku ópenumi. Mark- mið veislunnar var að vekja athygli á takmörkuðum lagalegum rétt- indum homma og lesbía á Islandi. Otrúleg stemmning myndaðist í troðfullum salnum þegar hvert skemmtiatriðið rak annað langt fram yfir miðnætd, rokk, popp, klassík; allt fiá Kolrössu krókríð- andi til kirkju- og lögreglukórs. Þegar gestimir stigu út í stjömu- bjarta nóttina að tónleikumun loknum og þustu hver til síns heima held ég að í brjósti hvers og eins hafi búið sú von að innan skamms yrði haldin önnur mann- réttindaveisla, hún þyrfti ekki endilega að vera eins fjömg og sú í Óperunni, en yrði að vera skipu- lögð af Alþingi Islendinga. Nú hillir undir þá veislu því rílds- stjómin hefúr sent frá sér frum- varp til laga um staðfesta samvist samkynhneigðra. Hommar og lesbíur eru þjóðfé- lagshópur sem á öllum tímum hefur mátt þola ótrúlega fordóma og of- sóknir í sinn garð, ekki síður í litlu þjóðfélagi eins og okkar en í þeim sem stærri eru. Hátt settu fólki líðst jafnvel að bera hatur sitt á þessum þjóðfélagshópi, sem er tahð að sé einn títmdi mannkynsins, á torg án teljandi viðbragða, eins og við höfum séð einn af forsetakandídötum bandaríska Repúblíkanaflokksins gera að imdanfömu. A áðumefhdum tónleikum sagði Bubbi Morthens sögu af því þegar hann var í verbúð á stað þar sem það var fastur hður að fara reglulega og berja hommann. Sá Ieikur endaði með því að homminn gafst upp og fyrirfór sér. Einnig var fluttur átaka- mikill en sannur leikþátt- ur um örlög tveggja ást- fanginna karlmanna í Reykjavík imi miðja öld- ina og það var heldur enginn happy-ending þar. Fleiri sögur vom ekki sagðar þetta kvöld, svo að ég muni, en hefðu svo vel geta orðið miklu fleiri, því þær em mýmargar til og misfagr- ar. Margir þekkja slíka sögu sjálfir, hafa jafhvel átt þátt í því að fordæma og særa. En batnandi manni er best að lifa og það er aldrei of seint að útrýma fordómum sín- um! Eins og allir vita er fræðsla besta lausnin á fordómum en jafnvel hún mætir andstöðu. Skemmst er að minnast þess þegar bamiað var að kynffæðslubókin Þú og Eg: Bók um kynhf fyrir ungt fólk, lægi ffammi á skólabókasöfhum, en þar er algerlega fordómalaus kafli um samkynhneigð enda bæði skrifeður og þýddur af homma. Þetta gerist árið 1985, fyrir ellefú árum síðan, og enn þann dag í dag er ffæðsla um samkynhneigð því miður ekki sjálfeagður hluti af kynffæðslu í skólum og því undir hæl- inn lagt hvort böm og unglingar fói nokkum tíma fordómalausa ffæðslu um þessi mál. A- stæðan er sjálfeagt sú að margir em ennþá, á síð- ari hluta 20. aldar, hrædd- ir um að fræðsla auki eða stuðh á einhvem hátt að samkynhneigð. Með fúllri virðingu (eða hálffi að minnsta kosti) fyrir sögu- legum ranghugmyndum held ég þó að við verðum að taka okkur saman og kveða þær í kútinn. Það verður enginn hommi af því að lesa urn það í bók, það vitum við. Með lögum um stað- festa samvist verður gerð mikil bragarbót í réttind- um samkynhneigðra á Is- landi en sambærileg lög em nú í gildi á hinum Norðurlöndunum. Um staðfesta samvist gilda sömu lagaákvæði og um hjónaband nema leyfi til að ættleiða böm, rétt til gervifrjóvgana og Idrkju- legra giffinga. Þetta með bömin er kannski sárast í þeim tilfellum þegar ann- ar aðilinn eða báðir koma með böm inn í sambúð- ina og hafe ekki þann möguleika að ætdeiða hvors annars böm eins og gagnkynhneigðir geta. Þar af leiðandi hafe þessi böm heldur ekki þann möguleika að erfe fóstur- foreldri sitt sem verður að teljast óeðhlegt ef þau hafa ahst upp hjá því. Þar fyrir utan hefúr engum tekist að sýna fram á það að hommar og lesbíur séu verri foreldrar og því er að mínu mati ástæðulaust að taka alveg fyrir ætdeið- ingar bama. Hvemig væri að breyta því áður en ffumvarpið er samþykkt? (Þeir taki til sín sem ein- hverju ráða.) Fyrsta umræða var um ffumvarpið á Alþingi fyrr í þessum mánuði. Eins og þeir sem hlustuðu á fféttir gerðist einn þingmaður svo ffægur að opin- bera fordóma sína og fomfálegar hugmyndir. Það liggur í hlutarins eðli að sambúð samkynhneigðra er á engan hátt hægt að líkja við bama- giftingar og fjölkvæni/veri eins og Ami Jolmsen gerði. Astarsambandi tveggja fullorðinna einstakhnga má aldrei líkja við ofbeldisfuht samband fullorðins og bams og samlíkingar af því tagi hafa þann eina tilgang að rétdæta eða fegra gjörðir barnaníð- inga og vei þeim sem það gerir. Það hversu lidar undirtektir þingmaður- inn fékk í þjóðfélaginu og fjölmiðlum gerir martn hins vegar bjartsýnan en sýnir manni jafnffamt að þessi lög hefði átt að samþykkja fyrir löngu síðan. Um þessar mundir er mikið fjaUað um mannréttindamál í fjölmiðlum, en einkum þó í samhengi við fjarlæga heimshluta. Umræðan um eina mestu mannréttindabætandi löggjöf á íslandi í langan tíma hefur hins veg- ar að mestu feUið í skuggann af meintum kynlífebrotum biskups og uppsögnum hárra og Iágra í leikhús- um borgarinnar. Eg vona að þing- menn sameinist um ffumvarpið ailir sem einn og að það verði sammþykkt sem fyrst. I framhaldi af því þarf svo að taka til hendinni í náms- og fræðsluefnisgerð með það að mark- miði að útrýma fordómum í garð homma og lesbía á íslandi. Sigþrúður Gunnarsdóttir. Formaður Drífendi, félags ungs Alþýðubandalagsfólks í Reykjavík. Ný nafaalög eyða ólögum I síðustu viku kom til 2. umræðu á Alþingi ffumvarp til nýrra nafiia- Iaga, sem eykur verulega frelsi manna í nafngjöfúm. Þa stóðu upp tveir þingmenn Alþýðubandalags- ins til að verja núgildandi nafnalög og reyndu að fí frumvarpinu vísað ffá. Þeir telja að vanda þurfi betur undirbúning slíks menningarmáls (sem einnig var lagt fyrir síðasta þing) og gefe í skyn að ekki sé samstaða um frumvarpið meðal þings og þjóðar. Samkvæmt núgildandi lögum nr. 37/1991 verða eiginnöfn að vera ís- lensk eða eiga sér hefð hérlendis. Þá verða þau að falla að íslensku mál- kerfi. Millinöfn eru ekld leyfð lengur. Aðalbreytingamar samkvæmt nýja ffumvarpinu eru annars vegar að eig- innöfn þurfe aðeins að taka eignar- fallsendingu, enda séu þau í samræmi við íslenskt málkerfi og hins vegar verða millinöfn tekin upp (t.d. gemr fólk með ættamöfn gert þau að milli- nöfiiuin og þannig kennt sig til föður eða móður). Núgildandi lög óréttlát Annar áðurgreindra þingmanna telur ffumvarpið fela í sér byltingar- kenndar breytingar og að það væri ótrúlegt fljótræði að breyta nafnalög- unum ffá 1991 áður en reynsla væri komin á þau. Nú em tæp fimm ár ffá gildistöku laganna og á fyrsm þremur ámnum hafnaði mannanafnanefnd 237 beiðnum um eiginnöfn og nafn- ritanir, sem er allnokkur aukning ffá þvf sem áður var. Þetta hlýmr nú að teljast ákveðin reynsla - og jafnvel ár- angur fyrir þingmanninn. Er nema von að fólk telji lögin ó- réttlát, þegar því er meinað að skíra böm sín eftir allra nánusm ættingj- uni? Er réttlátt að ung tökunöfn telj- ist ekki hefðuð nema þau séu nú bor- in af 20 íslendingum yngri en 30 ára (færri efdr því sem nafti er eldra). Mörgum finnst líka hart að fí synjun um nafti sem er samstoftia leyfðum nöftium og beygist jaftivel bemr en hin leyfilegu nöfti. Markmiðið með þessum synjtmum er að efla íslensk nöfti. Þó er ein- hverra hluta vegna ekki hreyfí við er- lendum ættamöfiium sem era að kæfa hina sérstöku kenninaftiahefð okkar. Af hverju era menn ekki skyldaðir til að bera ættamafn sem millinafn og heiðra hinn aldagamla sið íslendinga, að kenna sig til föður eða móður? Þannig yrðu nöfnin ólflct íslenskulegri. Hér er verið að mis- mima mönnum eftir ætt og uppruna. Era menn hræddari við að hrófla við ættamöfnunum, vegna þess að mót- mæh þeirra sem þau bera yrðu erfið- ari viðfengs en mótmæli. “sauðsvarts almúgans”? Of mikil ríkisforsjá Nöfn manna era mikið tilfinninga- mál og hluti af sjálfeímynd fólks. Fjöldskyldunöfti tengjast vitund fóllcs um uppruna sinn og tilfinningum þess í garð náins ættingja. Ríkið er því komið út á hálan ís með afekipt- um á þessu persónulega sviði. Menn verða að hafa hugfast að réttur for- eldris til að ráða nafni bams síns, hlýtur að vera ríkari en réttur ríkisins til að setja nöftium takmörk. Mér finnst rfldsforsjá núgildandi naftialaga óþolandi ofbeldi. Það er sjálfeagt að skerast í leikinn séu nöfti- in það óheppileg að þau verði nafti- bera til ama. Mér finnst líka að við eigum að vemda aldagamla kenni- nafnahefð okkar. En annars held ég að almenningi sé fullkonmlega treystandi til að velja felleg og farsæl nöfti á böm sín - án allrar rfldsað- stoðar! Andstæð almannavilja Áðurgreindir þingmenn vildu vísa hinu nýja frumvarpi frá, m.a. vegna þess að skapa þurfi um það sem víð- tækasta samstöðu meðal þings og þjóðar. Árið 1994 gerði Gallup skoð- anakönnun sem sýndi að mikill meirihluti aðspurðra, eða 79%, vildi aukið frjálsræði um naftigjöf; þar af vildu 34% algert frjálsræði. Þetta þýðir, að um 80% almennings var andvígur naftialögunum - nema fyrir stjómmálamenn sem telja skoðana- kannanir aldrei gefa alveg raunhæfe rnynd af skoðunum almennings. Nú hggja auðvitað göfúg markmið að baki núgildandi nafiialaga; að efla íslensk nöfti og þar með íslenska menningu. En menn mega ekki gleyma sér svo í krossferð til eflingar íslenskri menningu, að þeir missi sjónar af vilja almennings. Það hefúr verið talinn aðall góðrar lagasetning- ar að hún feri ekla í bága við al- mannavilja, sérstaklega ekki varðandi lög á persónulegum sviðum. Að rnínu mati era naftialög ekki í samræmi við vilja almennings og því tel ég þau ólög. Vísbendingar um vilja ahnennings er ekki erfitt að finna. Þær er að finna í skoðanakönnun Gallups og allri umræðu almennings í landinu. Mað- ur kemur elcki svo í skfrnarveislur að ekki sé verið að deila á lögin! Breyt- ingar á naftialögum era orðnar löngu tímabærar. Veikir virðingu fyrir lögun- um. Það hlýmr að vera betra að fera aðrar leiðir til að efla íslensk nöfti en að beita lögþvingun. Slíkt vekur ein- ungis úlfúð og veildr virðingu manna fyrir lögunum. Dæmi era um að menn hafi úrskurð mannanafna- neftidar að engu og skfri óleyfilegum nöftium í ldrkju. Þetta sýnir það ó- réttlæti sem felst í lögunum, þegar prestum finnst réttlætanlegt að snið- ganga þau í embættisstörfum sínum. Það er alvarlegt mál þegar almenn- ingi finnst ekkert athugavert við að þverbrjóta lög. Þá er eitthvað mildð að lögunum. Nú í lok vikunnar kemur áður- greint frumvarp til 3. umræðu á Al- þingi og yfirgnæfandi líkur eru á að það verði samþykkt. Frá og með næstu áramótum munu því núgild- andi að öllum líkindum heyra sög- unni ttil. Eg fagna komandi naftialög- um og fullyrði að í þeim felist núkil réttarbót. Nú þegar hafe alltof marg- ir foreldrar að þarflausu þurft að fella frá því naftii sem þeir vildu gefa barni sínu. Margir sitja eftir reiðir og sárir. Þingmenn okkar tvo, sem áður komu við sögu, vil ég hvetja áfram í krossferð þeirra til eflingar íslenskri menningu - bara ekld á sviði naftia- laga. Harpa H. Frankelsdóttir er í stjóm Drífendi, félags ungs Al- þýðubandalagsfólks í Reykjavík.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.