Vikublaðið


Vikublaðið - 14.06.1996, Qupperneq 3

Vikublaðið - 14.06.1996, Qupperneq 3
VIKUBLAÐIÐ - ÞINGTÍÐINDI - JÚNÍ 1996 3 Jákvæð tilvísun til betri framtíðar Svavar Gestsson formaður þingflokks Alþýðubandalagsins og óháðra skrifar: Það sem einkenndi þingið í vetur var Éraman af fremur dauf stjóm- arandstaða en sterk stjómarand- staða er leið á þingið. I rauninni var stj ómarandstaðan ekki veikari af því að hún er í fjómm hópum heldur líka sterkari því þannig gat hún komið að einstökum málum úr fleiri en einni átt. I þessu blaði er gerð grein fyrir þingmálum Alþýðubandalagsins og óháðra á þessum vetri og þar kemur fram að um sterka málafylgju var að ræða í flestum greinum. En saman- lögð stjómarandstaðan náði einnig miklum árangri á þinginu. Finnst mér ástæða til þess að nota þessa samantekt til að koma á framfæri þakklæti til allra þeirra þingmanna stjómarandstöðunnar sem lögðu sig fram um að smðla að góðu vinnuand- rúmslofti á liðnu þingi. Árangur stjómarandstöðunnar birtist aðallega í verulegum breyting- um á öllum helstu málum þingsins; þó stjómarandstaðan hafi greitt at- kvæði gegn þessum þingmálum þá hafði hún náð að breyta þeim veru- lega í meðförum þingsins. Ekki á móti til að vera á móti Okkar þingflokkur ákvað að gera öll mál upp á málefnalegum forsend- um. Hann var því ekki á móti til þess að vera á móti eins og stjómarand- stöðuflokkar era oft gagnrýndir fyrir. Hann mat málin hvert og eitt. Þess vegna studdum við mörg mál stjóm- arinnar og ekld öll mál hinna stjóm- arandstöðuflokkanna. Eg tek efrir því að á aðalfundi Þjóðvaka vomm við sérstaklega gagnrýnd fyrir þessa mál- efnalegu afstöðu. Og við tökum þeirri gagnrýni vel. Á aðalfundi Þjóðvaka kom líka ffam yfirlýsing um að stjómarand- staðan væri máttlaus. Þetta er rangt eins og sést á þeessu blaði. I fyrsta lagi er þetta rangt efnislega. En í öðm lagi er þessi stöðuga sjálfsgagn- rýni einstakra stjórnarandstöðu- flokka vam á myllu íhaldsins. Fylgis- tölur Þjóðvaka í skoðanakönnunum sýna líka hvert málflutningur af þessu tagi leiðir. Hvernig yrði Framsókn eft- ir fjóra íhaldsvetur? Framsóknarflokkurinn varrn mik- inn kosningasigur í fyrra. Hann not- aði þann sigur til þess að gera Davíð áffam að forsætisráðherra og fékk fyrir fimm ráðherrastóla. Fram- sóknarflokkurinn náði því á einum þingvetri að svíkja nánast öll stefiiu- mál sín ffá síðustu kosingum. Hann kvaðst myndu verja velferð- arkerfið. Veruleildnn er sá að Ingi- björg hefur gengið feti ffamar en Sighvatur við að spilla velferðarkerf- inu. Framsóknarflokkurinn sagðist æda að hafa samstarf við Iaunafólk og samtök þess mn hvaðeina er að þess- um samtökum lýtur. Veruleildnn er sá að Framsóknarflokkurinn hefur forystu um að taka í gegnum þingið mál sem svipta verkalýðshreyfinguna þannig ffumburðarréttinum að hún verður að nota næsm lotu kjarasamn- inga til þess að leiðrétta þennan ófögnuð. Framsóknarflokkurinn lofaði líka að létta byrðum af öllum þeim sem erfiði og þunga em hlaðnir, einkum skuldum heimilanna sem hafa vaxið margfalt hraðar en skuldir fyrirtækj- anna. Veruleikinn er sá að Fram- sóknarflokkurinn hefur ekkert gert sem marktækt er í þessum efnum. Framsóknarflokkurinn lofaði líka að gera námslán að samtímalánum á nýjan leik. Hann hefur ekkert fengist til að aðhafast í þeim efnum. Og ffamsóknarffambjóðendur vildu ekki einkavæða meira sam- kvæmt loforðum fyrir síðustu kosn- ingar. Nú hafa þeir ákveðið að gera Póst og síma að hlutafélagi með einu hlutabréfi! í höndunum á Halldóri Blöndal. Steingrímur J. Sigfússon flutti ffumvarp um friðlýsingu Islands fyrir kjamorku- og eiturefnavopnum. Steingrímur Hermannsson studdi málið í fyrra. Framsóknarflokkurinn ákvað nú að vera á móti málinu. Þar með sldpar Framsóknarflokkurinn sér hægra megin í htrófi miðjuflokka eftir aðeins einn vetur með íhaldinu. Hvemig verður Framsókn effir fjóra vetur? Tilvísun á betri framtíð Mildð hefur verið rætt um samein- ingarmál vinstri flokka. Samstarf Al- þýðuflokksins og Alþýðubandalags- ins á hðnum vetri var gott. Að vísu em flokkamir ósammála um margt en samvinna þeirra hefúr verið afger- andi í mörgum málum og samstarfið byggist á gagnkvæmri virðingu. Það bendir til þess að flokkamir geti náð saman um áherslur fyrir næstu kosn- ingar. Einkum ef skynsamlega verður að því unnið og án stórfelldra yfirlýs- inga fyrirffam sem eyðileggja oftast meira en þær byggja upp. Þeir ryksuguðu þingnefnd- irnar Störfum Alþingis þarf að breyta. Völd ffamkvæmdavaldsins em allt of mildl. Það kom skýrt í ljós á síðasta þingi er þeim tókst að taka í gegnum þingið öll mál sem þeim sýndist og þeir ryksuguðu þingnefndimar. Nið- urstaðan varð sú að þinghaldið fór úr böndunum og stóð þremur vikum lengur en gert hafði verið ráð fyrir. Þingmenn tóku sig saman um ffum- varp dl laga um fjárreiður ríldsins sem mun hafa miklar breytingar í för með sér. Það ffumvarp stöðvaði fjár- málaráðherra á síðustu smndu. Þessu getur þingforystan breytt. Það er óþolandi niðurlæging fyrir Alþingi að láta ffamkvæmdavaldið traðka á sér með þessum hætti þing eftír þing. Svavar Gestsson: í samstarfi stjómarand- stöðunnar og verka- lýðshreyfingarinnr felst jákvæð tilvísun til betri framtíðar fyrir almenn- ing í þessu landi, segir Svavar Gestssonm í þessari yfirlitsgrein um þinghaldið í annan stað verður að ganga betur ffá starfsháttum þingsins þannig að meðferð mála verði alltaf vönduð. Hún er ekld alltaf vönduð í dag. Af hverju er mikið talað? Off er talað um að stjómarand- staðan tali of lengi. Forseti Alþingis gekk í þann kór í lokaræðu sinni nú í vor. Það er ekki sanngjam málflutn- ingur. Stjómarandstaðan verður að koma sínum málum á ffamfæri og hún hefur engin önnur úrræði en að tala lengi. Það er ekld hægt að skerða þann rétt stjómarandstöðunnar nema meirihluti þingsins samþykki að skerða rétt ríkisstjómarinnar. Þar á milli verður að ríkja fullt jafnvægi. Verkaskipting þing- mannanna Þingflokkur okkar mun hittast nokkrum sinnum í sumar til að fara yfir stöðu málefna og til að undirbúa næsta vetur. Þar munum við einnig meta reynsluna af síðasta þingi. Þá verður ákveðin verkasldpting þing- flokksins fyrir næsta vetur. Á liðnu þingi var hún sem hér segir: Bryndís Hlöðversdóttir sat í fjár- laganefrid og í félagsmálanefiid og er ritari þingflokksins. Hjörleifúr Guttormsson er í umhverfisnefnd og hann er full- trúi þingflokksins í þingmanna- nefnd EFTA Margrét Frímannsdóttir er í menntamálanefnd og landbúnað- amefnd og er fullrúi þingflokksins í Alþjóða þingmannasambandinu. Kristinn H. Gunnarsson er full- trúi í fjárlaganefnd, í stjóm Byggðastofnunar og ervarafor- maður þingflokksins í Vesmor- ræna þingmannaráðinu. Ragnar Amalds er í samgöngu- nefnd og forsætisnefnd. Svavar Gestsson er í iðnaðar- nefnd, í stjóm Landsvirkjunar og er auk þess formaður þingflokks- ins. Ogmundur Jónasson er í alls- herjamefnd og heilbrigðisnefnd. Steingrímur J. Sigússon er í efnahags- og viðskiptanefnd og í sjávarútvegsnefnd og er formaður hennar. Olafúr Ragnar Grímsson er í ut- anríkismálanefnd. Þegar hann tók sér leyfi ffá þingmennsku tók Sigríður Jóhannesdóttir við starfi hans og gegndi hún störfum fulltrúa okkar í menntamálanefnd. Skólinn er hluti af lífskjöramim Sigríður Jóhannesdóttir hefur sinnt menntamálunum sérstaklega eftir að hún settist á þing í vor. Þegar talað er um lífskjör er um fleira að ræða en kaup og vinnutíma. Eitt fyrsta ffumvarpið sem ég kom að þegar ég settist á þing í apríl vom lög um skólagjöld í háskólanum. Skóla- árið 1991-2 setti Háskólinn á skóla- gjöld en skólinn var þá í nauðvöm vegna mikils niðurskurðar á fjárlög- um en þá var einmitt Sjálfstæðis- flokkurinn kominn til valda. Því mótmælti Framsóknarflokkurinn há- stöfum enda þá í stjómarandstöðu og umboðsmaður Alþingis tók í sama streng og úrskurðaði að laga- heimild skorti til slíks. Nú um daginn settí svo meirihlutinn lög um skóla- gjöld og ekki bar á öðm en að Fram- sókn væri því sammála. Hér er því búið að opna á þann möguleika að fjármálaráðherra getur ákveðið ár- lega hvað skólavist í háskólum skidi kosta það árið og fer það þá væntan- lega effir stærð fjárlagagatsins hverju sinni hvað skólavist í háskóla skuli kosta það árið. Til munu þeir sem ekki finnst skipta neinu vemlegu mái hvort borguð em nokkur þústmd fyr- ir önnina eða ekld en hinir munu ugglaust fleiri sem líta svo á að hér sé vegið að jafnrétti til náms. Hlutur kennara gerður sem minnstur I kjölfarið sigldu svo lög um ffam- haldsskóla og þar virðist rauði þráð- urinn vera sá að gera hlut kennara sem minnstan. Þeir eiga að vísu að semja skólanámsskrá en úrslitavald um hvort hún skuli nothæf eiga þeir ekld heldur skólanefnd en þar er málum svo hugvitssamlega fyrir kornið að menntamálaráðherra á meirihluta í hverri einustu skóla- nefnd á landinu og hefði þetta ein- hvem tíma verið talin noldcuð mikil miðstýring og undir hælinn lagt hvort í skólanefndinni eigi sæti nokkur maður sem vit eða áhuga hafi á skólamálum. Fleira mætti telja en ég fullyrði að í þesum lagabálki skín í gegn h'tilsvirðing á kennarastéttinni og þrátt fyrir fögur orð um mikilvægi kennara sem ráðamönnum hggja á tungu við hátíðleg tældfæri er hlutur Sigríður Jóhannesdóttir kennara fyrir borð borinn í þessu ffumvarpi Það sem fyrst og ffemst er talið lögunum til telcna er að þau efli hlut- deild verknáms í ffamhaldsskóla- kerfinu. Það er svei mér gott ef satt reynist en ég vil benda á að það hve illa heftír gengið að efla hlut verknáms á Is- landi á ekld síst rætur að rekja til fjárskorts, stöðugs niðurskurðar á fjármagni til skólanna sem verður til þess að ffekar er lögð áhersla á bók- nám þar sem það er ódýrara í ffam- kvæmd. Niðurskurður á fé til fram- haldsskóla Nú er áfomiaður enn ffekari nið- urskurður á fjármagni til framhalds- skóla næsta ár svo ég er hrædd um að þetta verknámsfyrirheit renni út í sandinn eins og í sumum öðrum ffæðslulögum. Sutnir líkja þessu við tölvuvírus í íslenska ffæðslukerfinu. Mér finnst óhugnanlegt að horfa uppá hvað þessi massífi meirihluti á Alþingi ætlar sér Eg sé ekki betur en hann geri ákveðnum hluta eigna- manna kleift að hrifsa til sín með ótrúlegri ffekju þær eignir þjóðarinn- ar sem einhver slægur er í og þó er kannski verst að finna hvað erfitt er að koma á einhverri alvöru umræðu um þessi mál því það er svo komið að málögn stjómarandstöðunnar em að heita má engin. Þó þykir Sjálfstæðisflokknum ekki nóg að gert því samkvæmt áliti starfs- hóps er menntamálaráðherra sldpaði ber nú brýnasta nauðsyn til þess að að svipta ríkisútvarpið því litia fjárhags- lega sjálfstæði sem það þó hefur haft þannig að skoðanamyndun og póh- tísk umræða verði ffamvegis algjör- lega á vegum Morgunblaðsins og einkarekinna útvarps- og sjónvarps- stöðva. Ég held að það sé höftíðnauðsyn fyrir allt vinstra fólk að sameinast gegn því ofurvaldi sem gróðaöflin í þessu landi em að verða hvar í flokki sem þau standa. Mér virðist augljóst að ríkisstjóm- in fylgir í verkum sínum ákveðinni línu. Hugmyndin virðist sú að gera grundvallarbreytingar á þessu þjóð- félagi. Takist það verður áratugaverk að snúa þróuninni við.

x

Vikublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.