Vikublaðið - 14.06.1996, Qupperneq 8
8
VIKUBLAÐIÐ - ÞINGTÍÐINDI - JÚNÍ 1996
Við skulum ekki gleyma því að það var
Verkamannaflokkurinn á Nýja Sjálandí sem
kom örgustu frjálshyggjudellunni á þar i
landi og jafnaðarmannaflokkarnir á Norður-
löndum hafa stundum gengið ansi langt inn i
hœgrímennskuna svona eins og þeir telji það
„nútímalegt'* - svo maður noti orð sem mjög
er í tísku - að sýna þeim tíðaranda sem
frjálshyggjan hefur skapað lotningu sína,
segir Ögmundur.
Hvað hefur að þínum dómi ein-
kennt þetta þinghald? Það setur
óneitanlega mark sitt á þinghaldið að
við erum í minnihluta og stjómar-
andstöðu. Þetta þýðir að við höfum
fremur verið í vöm en í sókn. Að
sjálfsögðu höfum við kappkostað að
koma baráttumálum okkar fram.
Þannig höfum við verið með til-
lögur í skattamálum, til dæmis varð-
andi fjármagnstekjuskattinn. Þær til-
lögur fannst mér mjög góðar gagn-
stætt þeim sem ríkisstjómin setti
ffam. Það er dæmigert fyrir vinnu-
brögð hennar að nánast undantekn-
ingalaust er öllum góðum áformum
snúið upp í andhverfu sína. Þannig
tókst henni að gera kröfur um skatt á
fjármagnstekjur að skattaafslætti á
arðgreiðslur. Og til að kóróna allt
saman reyndi hún síðan að skella
skuldinni á minnihluta vinnuhóps
sem fulltrúar stjómarandstöðu höfðu
átt sæti í - minnihluta sem sldlaði sér-
álitd eftir að reyna að bjarga því sem
bjargað varð.
Okkur hefur tekist að þoka ýmsu
fram og hafa mikil áhrif miðað við þá
þröngu stöðu sem við erum í. Á því
leikur ekki vafi. Frá okkar þingflokki
hefur rignt yfir þingið þingsályktun-
um og frumvörpum þar sem við
reynum að ná stefhumálum okkar
ffarn, og vinna þeim fylgi, til dæmis
vomm við með ffumvarp um Lána-
sjóð íslenskra námsmanna, þar sem
gert er ráð fyrir að bæta hag náms-
manna í samræmi við það sem við í
kosningabaráttunni kváðumst mynd-
um beita okkur fyrir. Þá er ég ekki í
nokkmm vafa um að við höfum haft
áhrif á mörg stjórnarffumvörp til
hins betra á meðan þau vom á
vinnslustigi inni í nefndum þingsins.
Þetta er nokkuð sem ég held að fólk
geri sér ekld fulla grein fyrir - ekki
gerði ég það fyrr en á reyndi - hve
mildð starf er unnið í nefhdum þings-
ins.
Vandað til málefnavinn-
unnar
Þamúg að áhrifin eru ekki alltaf
sýnileg? Á vinnslusdginu geta þing-
menn haft umtalsverð áhrif. For-
senda þess er að sjálfsögðu sú að
menn viti hvað þeir vilja - hafi
stefhumál sín á hreinu. Það finnst
mér einkenna þennan hóp okkar -
þingflokk Alþýðubandalags og
óháðra - að við höfum þegar á heild-
ina er litið unnið okkar málefhavinnu
mjög vel og höfum traustan grunn að
standa á. Hér byggir Alþýðubanda-
lagið að sjálfsögðu á gömlum merg
en þessa vinnu unnum við einnig í
sameiningu fyrir síðustu þingkosn-
ingar og síðan höfum við treyst
þennan málefhagrunn með endur-
skoðun og stöðugri vinnu. Fyrir dyr-
um stendur slík vinna í sumar og hef-
ur formaður Alþýðubandalagsins
haff slíka undirbúningsvinnu á hendi
og vænti ég mjög góðs af henni.
Þegar á heildina er litið finnst mér
þingflokkurinn hafa fylgt mjög skýrri
stefhu og verið sjálíum sér samkvæm-
ur. Hann tekur afstöðu með hinum
almenna launamanni, elli- og ör-
orkuþegum og hefúr það að megin-
markmiði að vinna að kjarajöfhuði í
þjóðfélaginu. Þetta er grtmdvalla-
þemað sem byggt er á. Einnig höfum
við -tekið mjög skýra afstöðu með
verkalýðshreyfingunni gegn yfir-
gangi ríkisstjómarinnar varðandi
skerðingar- og haftaffumvörpin.
Styðjum lýðræðislega rétt-
indabaráttu
Hver verða langtímaáhrif þess-
ara firumvarpa? Eg held að það sé
smám saman að renna upp fyrir
mönnum hvers konar sldpulags-
breytingum er verið að reyna að
koma á í þjóðfélaginu með þessum
ffumvörpum. Þannig stóðum við í
miklu stappi við fjármálaráðherrann
um að fá hann til að greina okkur ffá
þeim reglum sem hann kveðst ætla að
setja um viðbótargreiðslur sem for-
stjórar mega greiða ofan á launataxt-
ana samkvæmt afköstum og dugnaði
einstaklinganna. Við kváðumst ekld
sætta okkur við einstaldingsbundna
samninga á forsendum forstjóranna,
því slíkt gæfi þeim auldn völd yfir
starfsfólld og gæti leitt til spillingar
og mismununar. Fjármálaráðherra
svaraði því til að hann myndi setja
reglur. Við vitum hins vegar að helst
vill hann ekki setja neinar reglur sem
eru takmarkandi einfaldlega vegna
þess að hugmynd hans byggir á því að
markaðsvæða launakerfið. Hitt er
náttúrulega umhugsunarefhi að það
sem ráðherrann kallar reglur og hann
hefúr sagt að hann vilji setja einhliða
hefur hingað til gengið undir vinnu-
heitinu kjarasamningar. Um þessar
reglur hafa menn samið, hvort sem
það heita bónusar eða annað. Þetta er
hins vegar dæmigert fyrir það sem
verið er að reyna að gera; draga úr á-
hrifum launamannsins, og samtaka
launafólks. Það er markmiðið með
lögunum um stéttarfélög og vinnu-
deilur. Það er mjög í anda Thatcher-
ismans. Allt fyrir lýðræðið segja þeir
en eru í raun að reyna með öllum
tiltækum ráðum að gera lýðræðislega
réttindabaráttu erfiðari enda samtök
atvinnurekenda himinlifandi með
sína menn.
Jákvæður farvegur og
samvinna launafólks
Hvað langtímaáhrif snertir, þá á
það hreinlega eftir að koma í ljós.
Kerfisbreytingamar munu að sjálf-
sögðu hafa áhrif en við munum reyna
að beina skaðlegum áhrifum inn í
jákvæðan farveg. Þetta verður verk-
efhi okkar. Málið er að láta aldrei
deigan síga. Auðvitað munum við
reyna að sjá til þess að samningar inni
í einstökum stofnunum verði eftir
sem áður á félagslegum grunni. Hins
vegar munu vinnubrögð ríkisstjóm-
arinnar lengi sitja eftir sem óbragð í
munni. Mín von er sú að langtíma-
áhrifin verði til þess fallin að þjappa
verkalýðshreyfingunni saman og öll-
um þeim sem vilja stuðla að jöfriuði í
þjóðfélaginu. Ur þessu verðum við að
vinna og þá reynir á samstöðuna.
En hvað með pólitíska samein-
ingu - í einn stóran jafinaðar-
mannaflokk? Mér finnst sldpta máli
hvað slíkur stór flokkur kæmi til með
að gera. Við skulum ekld gleyma því
að það var Verkamannaflokkurinn á
Nýja-Sjálandi sem kom örgustu
frjálshyggjudellunni á þar í landi og
jafhaðarmannaflokkamir á Norður-
löndum hafa stundum gengið ansi
langt inn í hægrimermskuna svona
eins og þeir telji það „nútímalegt" -
svo maður noti orð sem mjög er í
tísku - að sýna þeim tíðaranda sem
frjálshyggjan hefur skapað lotningu
sína.
Stefna gerir menn sterka
Það kom hins vegar frarn á þinginu
í vetur að stjómarandstaðan var mjög
sterk þegar skoðanir manna lágu
saman. Þá hættu líka allar flokkslínur
að sldpta máfi. I öðrum málum lágu
skoðanir ekld saman og þá fóm menn
sundur. Það sem vantar í þetta sof-
andi þjóðfélag okkar er ekld nýr
valdaflokkur heldur meiri skapandi,
gagnrýnin og róttæk pófitík. Á henni
þurfum við að halda en ég er ekki í
neinum vafa um að hana er helst að
finna innan vébanda okkar - Alþýðu-
bandalags og óháðra. Stefna gerir
menn sterka, ekki hentistefna. Og
hentistefnu hættir mönnum til að
fylgja ef þeir setja það eitt á oddinn að
búa til stóran flokk eins og mér finnst
margir komnir með á heilann. Stór
floklcur er lítils virði nema fólk sé sátt
við stefhu hans og nýsjálenska mar-
tröðin sannar best. Tony Blair er að
takast að gera Verkamannaflokldnn í
Bretlandi stóran, en svo hægri sinn-
aður er hann að verða að vinstri
menn em farnir að horfa allt eins til
SDLP, miðjuflokksins. Takmark
okkar á að vera það að gera flokk með
róttæka jafhaðarstefhu stóran og öfl-
ugan. En stór floklcur má aldrei verða
sjálfstætt takmark í sjálfu sér, nánast
óháð þeirri stefnu sem hann fylgir.
Menn era f stjómmálum til að hafa á-
hrif á það sem gert er, í hvaða farveg
þróuninni er beint. Ef menn gefa
pólitíska stefhumótun upp á bátinn í
sldptum fyrir völd, þá er til lítils
barist. Slíkt þjónar ekki hagsmunum
annarra en valdapólitíkusa og fylgi-
fiska þeirra.
Hverju svarar þú þeirri gagnrýni
að þingflokkurinn og stjómarand-
staðan í heild sinni hafi ekki staðið
sig sem skyldi og verið stefhulaus.
Hvað okkar þingflokk varðar þá er
þetta alrangt. Stefnan hefur verið mj-
ög skýr og mér finnast fullyrðingar í
þessa vera afar ósanngjamar og
reyndar fráleitar með hliðsjón af því
mikla starfi og vinnu sem unnin hef-
ur verið. Flins vegar finnst mér þetta
lýsandi fyrir ákveðna taugaveiklun á
félagshyggjukantinum á undanföm-
um árum. Ámeðan frjálshyggjumenn
hafa haft það skýra markmið að
einkavæða samfélagsþjónustuna og
stuðla að aukinni markaðsvæðingu á
öllum sviðurn hvort sem er í velferð-
ar- eða launakerfi, þá finnst sumum á
okkar kanti það vera til marks um
stefhuleysi ef þeir ekki skrifa upp á
einhverja útfærslu af þessu tagi, það
er að segja færa ffarn einhvem nýjan
skipulagseinkavæðingarkokteil. Frá
mínum bæjardyrum séð er það hins
vegar skýr stefna að vinna að bættri
samfélagsþjónustu - með stöðugum
úrbótum og umbótum - og það er
skýr stefna að fylgja launa- og skatta-
stefhu sem hefur það að markmiði að
jafna kjör.
Höfum skýra stefnu - skýr
markmið
Þetta era skýr pólitísk markmið
sem stöðugt er tekist á um og hafa
deilur uin þessi efni verið í brenni-
depfi í allan vetur, bæði í velferðar-,
skatta- og atvinnumálum. Pólitíldna í
þessu virðast sumir hins vegar eiga
erfitt með að koma auga á eða þá að
þeim finnst ekld nógu firit að hafa
ekld einhverjar alveg glænýjar
patentlausnir upp á vasann. Þeir sem
svona hugsa krefjast þess að menn
eigi stöðugt í heljarstökkum og stór-
fenglegum kerfisbreytingum, þar
sem allt er rifið upp með rótum jafh-
vel þótt það hafi reynst prýðilega.
Þessi gagnrýni og brigsl um stefnu-
leysi er því að mínum dómi fyrst og
síðast til marks um taugaveiklun eða
þá einfaldlega að viðkomandi era
ekld sammála þeirri stefhu sem fylgt
er, þeim lausnum sem félagshyggjan-
hefur ffarn að færa. Félagshyggju-
menn verða að gæta að því að láta
frjálshyggjumenn ekld skilgreina
þjóðfélagsvandamálin, því með því
móti er hætt við að lausnimar verði
einnig steyptar í þeirra mót.
Mér hefur fundist þingflokkur AI-
þýðubandalags og óháðra beita sér af
krafti í þá vera að leita stöðugt leiða
til atvinnusköpunar og lífskjarajöfn-