Vikublaðið - 05.07.1996, Qupperneq 4
í
VIKUBLADIÐ 5. JÚLÍ 1996
stj dramálum
Á aldarafmæli Katrínar Thoroddsen
, eftir
Armann
Jakobsson
Katrín Thoroddsen fæddist á ísafirði 7. júlí 1896, dóttir
Skúla Thoroddsen alþingismanns og ritstjóra, leiðtoga
Sjálfstæðisflokksins fyrra, og Theodoru Thoroddsen
skálds. Katrín varð stúdent frá Reykjavíkurskóla 1915 en
lauk læknisprófi frá Háskóla Islands árið 1921. Hún stund-
aði framhaldsnám í bamasjúkdómum í Noregi, Danmörku
og Þýskalandi en var þá læknir í Flatey í Breiðafirði og síð-
an fyrst kvenna læknir í Reykjavík. Hún var Iæknir ung-
bamadeildar Líknar, síðar Heilsuvemdarstöðvar Reykjavík-
ur frá 1927 og yfirlæknir firá 1940 en yfirlæknir Heilsu-
gæslustöðvar Reykjavíkur og bamadeildar hennar 1955-
1961. Lengi sat hún í miðstjóm Sósíalistaflokksins og
gegndi trúnaðarstörfúm fyrir hann. Hún tók sæti á þingi
sem varamaður í mánuð árið 1945 en var landskjörinn al-
þingismaður 1946-1949 og bæjarfúlltrúi í Reykjavík 1950-
1954. Hún var fyrst vinstrisinnaðra kvenna þingmaður á Is-
Iandi. Um skeið sat hún í bamavemdamefnd Reykjavíkur
og var formaður Menningar- og minningarsjóðs kvenna frá
1945 til dánardags. Katrín lést í Reykjavík 11. maí 1970.
Katrín var fædd á landi á barmi róttækra breytinga sem hafði
umbreyst er hún lést. Hún var ein þrettán systkina sem héldu
löggjafar- og dómssamkomur og vandist þannig lýðræði frá
bemsku, afkomandi frjálslyndra stuðningsmanna Jóns Sigurðs-
sonar sem höfðu haldið uppi öflugu menningar- og stjómmála-
lífi í Breiðafirðinum. Forfaðir hennar gaf út fyrsta íslenska tíma-
ritið, afi hennar skrifaði fyrstu íslensku skáldsöguna, móðir
hennar var merkt skáld og bróðir hennar einn af forvemm
módemismans. Faðir hennar hafði verið ötulasti málsvari kven-
réttinda á alþingi fyrir utan að vera róttækur sjálfstæðismaður og
móðurafi hennar hafði löngu fyrr vakið máls á misrétti kynjanna
á alþingi án þess að hljóta hljómgrunn. Katrín var meðal fyrstu
kvenna á Islandi sem alin var upp í því að hún stæði jafnfætis
körlum á öllum sviðum og fyrir henni lá að ryðja brautina, vera
meðal fyrstu kvenstúdenta, fyrstu kvenlækna og fyrstu kvenþing-
manna. Katrín þjáðist aldrei af vanmáttarkennd vegna kynferðis
síns þótt hún sæi misrétti kynjanna hvert sem hún fór. Fyrir
henni vom kynin jöfn. Konur gátu allt sem þær vildu.
Katrín hlaut því að verða og varð eins konar kvenhetja en sög-
unni lýkur þó ekki þar. Kvenhetjan er aðeins ein hliðin á þver-
sagnakenndri og jafnvel dularfullri konu sem ekki fellur undir al-
hæfingar eða staðalmyndir. A þeim ljósmyndum sem oftast sjást
af henni er Katrín geðvonskuleg að sjá, jafnvel grimmúðleg.
Samt varð til um hana sú þjóðsaga í lifanda lífi að ungaböm
hættu að gráta þegar hún tók á þeim og hún var elskuð og dáð af
þeim sem leituðu til hennar sem læknis. Hún var orðlögð fyrir
sérstæða og kaldranalega kímnigáfu og hryssingslega framkomu
en kastaði þó öllu frá sér til að hjálpa bami í neyð. Hún gantað-
ist með helstu baráttumál sín þegar illa gekk, sagði til að mynda
í erindi sem birt er í 1. árgangi Melkorku: „Það er sagt, að erfitt
sé að koma úlfalda í gegnum nálarauga, og ekld efa ég, að svo sé.
En ég þarf að sjá þá skepnu áður en ég sannfærist um, að það sé
meira þrekvirld en að koma ungbami á sjúkrahús hér í Reykja-
vík.“
Þversagnimar umlykja þessa konu sem helgaði líf sitt reyk-
vískum bömum en giftdst aldrei eða eignaðist böm. Hún kann að
virðast einfari þegar æviágrip hennar er lesið en bjó oftast með
öðmm, lengst með systur sinni, Kristínu hjúkmnarkonu. Fjöl-
skylda hennar var mikil að vöxtum og samrýmd og í henni
stöðugar heimsóknir, veislur og gjafir. Og þótt Katrín væri bæði
læknir og sósíalistí gat hún skemmt sér yfir draugum og andatrú
eins og móðir hennar og aðrir fjölskyldumeðlimir. Katrín lifði
öld sem allir Islendingar þóttust skyggnir, draugar og andar vom
í hverju homi, þegar hringt var á bjöllu komu til dyra einn lifandi
og fimm látnir. Þetta var sumum sannfæring, öðmm sem hver
önnur dægradvöl. En um leið var þetta tíð vísindanna sem
skýrðu jafnt veikindi og samfélag.
Læknismenntun Katrínar settí mark á hugsun hennar og mál-
flutning, henni var tamt að Iíkja þjóðfélagsástandinu við sjúk-
dóma og útskýra mál sitt með samanburði milli þjóðfélagsmeina
og likamskvilla. Sem sósíalisti var hún eins konar samfélagslækn-
ir. Hún var einstaklingshyggjumaður sem berst fyrir frelsi allra
einstaklinga, ekki aðeins þeirra sem eiga fyrirtæki. Þjóðfélagið
var fyrir henni samsafn einstaklinga sem hver og einn áttu að fá
notíð sín: „öll farsæld og velferð þjóðfélagsheildar byggist fyrst
og fremst á vellíðan einstaklinganna, á andlegri og líkamlegri
heilbrigði þeirra“ segir hún í fyrmefndu erindi.1'1 En þó að
Katrín sameinaði starf og stjómmál átti hún sér fleiri hliðar, var
þannig núkill fagurkeri og fylgdist með nýjusm straumum í list-
um, á alþingi barðist hún tíl að mynda fyrir að Nína Tryggva-
dóttir yrði styrkt til listsköpunar.
Katrín Thoroddsen var þversagnakennd kona,
þjóðemissinni og alþjóðasinni, trúði bæði á Is-
Iand og mannkynið. Hún var einstaklings-
hyggjumaður og sósíalisti, barðist fyrir
velferð allra einstaklinga og taldi að
einungis með sósíalisma mætti ná
henni fram. Hún var málsvari
þeirra sem minna mega sín
þjóðfélaginu, trúði á samfélags-
bylringu um leið og sldlning-
ur og traust á lýðræðinu vom
inngreypt í hana frá bam-
æsku. Hún var raunsæ í
málflutningi, vildi fara
fetið í rétta átt og var
þess fullviss að með tíð
og tíma myndi hún gera
gagn þrátt fyrir skiln-
ingsleysi samtíðarinn-
ar. Um leið horfði hún
í fjarska framtíðarinn-
ar, hugsjón hennar var
samfélag þar sem allir
væm jafhir og gætu
norið lífsins, karlar,
konur og böm, og tek-
ist hefði að vinna bug á
helstu meinsemdum
mannfélagsins.
Árið 1931 héltKatrín
erindi á vegum Jafhaðar-
mannafélags Reykjavíkur
sem hún varð að endur-
taka, flytja í útvarpi og að
lokum var það gefið út. Það
hét hneykslanlegu nafhi
Katrín Thoroddsen var þver-
sagnakennd kona, þjdðernis-
sinni og alþjóðasinni, trilði bæði á
Island og mannkynið. Hún var________
lingshyggjumaður og sdsíalisti, barðist fyrir velferð
allra einstaklinga og taldi að einungis með sósíalisma mætti ná
henni fram. Hún var málsvari þeirra sem minna mega sín í þjdðfé-
laginu, trúði á samfélagsbýltingu um leið og skilningur og traust
á lýðræðinu voru inngreypt í hana frá barnæsku. Hún var raunsæ
í málflutningi, vildi fara fetið í rélta átt og var þess fullviss að með
tíð og tfma myndi hún gera gagn þrátt fyrir skilningsleysi samtfð-
arinnar. Um leið horfði hún í fjarska framtfðarinnar, hugsjón
hennar var samfélag þar sem allir værujafnir og gætu notið lffs-
ins, karlar, konur og börn, og tekist hefði að vinna bug á helstu
meinsemdum mannfélagsins.
Frjálsar ástir, og vakti mikla athygli. Á famennum stöðum safh-
aðist fólk kringum þau fáu útvarpstæki sem þar voru.121 Markmið
Katrínar var að ffæða um takmarkanir barneigna og eyða for-
dómum um þær en auk þess ógilda 62 ára gömul lög um fóstur-
eyðingar. Mörgum þóttu fóstureyðingar morð en Katrín taldi að
líf og heilsa móðurinnar yrði að hafa forgang. Hafa ber í huga að
ólöglegar fóstureyðingar voru ril hér eins og alstaðar þar sem
þær voru bannaðar og Katrín vildi í senn bæta
getnaðarvamir til að koma í veg fyrir fóstur-
eyðingar og leyfa þær með .Iögum til að
koma í veg fyrir stórslys. Þau sjónarmið
hafa orðið ofan á hvarvetjta sem
mannréttíndi eru í hávegum höfð
og á Islandi ruddi hún þá braut.P1
Margir urðu tíl að mótmæfá
skoðunum Katrínar, hún var'
sögð ýta undir siðleysi og
stóðlífi og settu andstæð-
ingar hennar jafhaðar-
merki • .njiltj ggtnaðar-
varna' og. kon,upújúsma,
siðléýsi hvorttveggja.
Frjálsar ástír voru
bannorð og sérstak-
lega fyrir konur,
þolendur getnaðar-
vamaleysisins.
Katrín vildi frelsa
konur frá stöðugri
óléttu bestu ár æv-
innar. Fyrir tilstílli
hennar og þeirra
sem fylgdu í kjölfarið
lifa gifrar íslenskar
konur nú lífi sem for-
mæður þeirra á 19.
öld dreymdi ekki um
sem vom á bameignar-
aldri jafnan armað hvort
óléttar eða með bam á
brjóstí og 7-15 önnur í
eftirdragi.141
Viðleitni hennar og ann-
arra til að bjarga auSturrísk-
um gyðingabömum ffá ömur-
legum örlögum um áramórin
1938-1939 bar ekki sama árangur.
Foreldrar þeirra höfðu flestir verið
sendir í fangabúðir og reyndu að koma
bömum sínum undan. Katrín ætlaði að
taka í fóstur þriggja ára gamla stúlku en finna
öðrum stað á Islandi og hafði fengið jákvæð svör
ffá nokkrum stjómmálamönnum en Hermann Jón-
asson forsætís- og dómsmálaráðherra varð að ljórú í
veginum. Ekki er vitað um örlpg barnanna en líf
þeirra var í húfi og var ICatrín að vonum-r.eið yfir af-
stöðu forsætisráðherra og vakti athygli á málinu í
grein í Þjóðviljanum. Þá skrifaði Tíminn pistil um
málið þar sem Katrín var sögð vilja „heldur taka út-
lent bam en íslenzkt sökum þess, að það vekur meiri
efdrtekt“ og ætla ffemur að „auglýsa mannúð, en
sýna hana í verld.“151 Eins og margt sem féll í hita
stjómmálaleiksins á þeim tíma em skot Tímans út í
Ioffið. Katrín skreytti sig aldrei hjartagæsku. Þvert á
mótí faldi hún sig bak við þungbúna ættargrímuna,
brynjuð gervi Sturlungualdarkonu eða Olafar ríku
sem grét ekld Bjöm bónda heldur safnaði liði.
Katrín Thoroddsen sat í þrjú ár á þingi. Þar barð-
ist hún fyrir almennum mannréttindum og velferð.
Hún birtist okkur í þingtíðindum að tala máli hinna
réttlausu í þjóðfélaginu. Hún vildi styrkja böm fá-
tækra til ffamhaldsmenntunar, að réttur atvinnu-
lausra væri skýr, að á sjúklinga væri ekki litið sem af-
1