Vikublaðið - 29.11.1996, Side 2
VIKUBLAÐIÐ 29. NÓVEMBER 1996
Vikublaðið
Útgefandi: Tilsjá ehf.
Ritstjóri og ábm.: Friðrik Þór Guðmundsson.
Blaðamenn: Amdís Þorgeirsdóttir, Björgvin G. Sigurðsson,
Ólafur Þórðarson og Róbert Marshall.
Hönnun, umbrot og ljósmyndir: Ólafur Þórðarson.
Próförk: Amdís Þorgeirsdóttir.
Prentvinnsla: Isafoldarprentsmiðj a.
Ritstjóm, afgreiðsla og auglýsingar:
Laugavegur 3 (4. hæð), 101, Reykjavík.
Sími: 552-8655. Fax: 551-7599.
Netfang: fridrik@tv.is
Kvótabraskið er
meinsemd
Ástandið í sjávarútvegi landsmanna er orðið ískyggilegt.
Þá er ekki átt við stöðu útvegsfyrirtækja. í útgerðinni er ríf-
andi gangur, segir Kristján Ragnarsson og staða fiskvinnsl-
unnar er því aðeins döpur að fiskverð er mjög hátt.
Ástandið er ískyggilegt vegna þess að illkynja krabbamein
hefur hreiðrað um sig og breitt úr sér innan greinarinnar.
Það byrjaði með ofveiði en síðan var kvótakerfi komið á. Ár
eftir ár hefur verið veitt meira en fiskifræðingar mæltu með
og stjórnvöld úthlutuðu. Síðan hófst óheft kvótabrask, þar
sem sægreifar hafa fengið að leika sér að vild með sameign
þjóðarinnar. Kvótinn hefur færst á æ færri hendur og sæ-
greifarnir meðhöndla hann sem sína eigin eign. Þeir vilja
um leið fá að veðsetja kvótann eins og hverja aðra eign og
þeir Davíð Oddsson og Þorsteinn Pálsson hafa ekkert við
það að athuga, síður en svo. í þeirra huga er fyrsta grein
laganna um fiskveiðistjórnun markleysa, greinin sem kveður
á um að auðlindir sjávarins séu sameign þjóðarinnar.
Það er braskað með óveiddan fisk þjóðarinnar. Handhafar
þurfa ekki einu sinni að veiða fiskinn þótt þeir fái veiðiheim-
ild, þeir geta haft það náðugt, leigt kvótann og slappað af í
Florida. Sumir aðrir útgerðarmenn hugsa sig ekki einu sinni
tvisvar um þegar þeir láta kasta ómældu magni af fiski í sjó-
inn. Sumir útgerðarmenn svíkja og Ijúga tii að vernda illa
fenginn „afla sinn” og þykir engin synd í því að þröngva sjó-
mönnum til að taka þátt í kvótabraskinu. Margir útgerðar-
menn eru ósköp sáttir við stöðu sína um leið og þeir senda
hundruð fjölskyldufeðra til langrar dvalar í Smugunni, senda
þá út í algera óvissu, jafnvel á mestu skipsdruslum. Sumir
þeirra láta sér fátt um finnast þótt fregnir berist af mikilli van-
líðan Smugusjómanna og jafnvel sjálfsvígum.
Ánægðastir allra með óbreytt ástand eru forystumenn
Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og sægreifaliðið í
LIÚ. Þar kemst ekkert annað að en að afneita veiðileyfa-
gjaldi og viðhalda misréttinu.
Nú er svo komið að ýmsir kvótabraskarar geta selt fyrir-
tæki sín með svimandi gróða, bara vegna þess að þeir telja
sig eiga hinn óveidda fisk í sjónum. Fáeinir einstaklingar
geta fengið tugi eða hundruð og jafnvel þúsundir milljóna
króna í vasann vegna þess að þeir hafa haft í sínum hönd-
um kvóta, sem þó telst sameign þjóðarinnar. Það er út af
fyrir sig hægt að réttlæta að menn græði á því að vera
handhafar kvóta, sem þjóðin hefur lánað þeim. En hvernig í
ósköpunum er hægt að réttlæta að sömu menn græði
ósköpin öll við það að láta hinn lánaða kvóta frá sér í ann-
arra hendur?
Þessari vitleysu verður að fara að linna.
Framsókn í feluleik
Framsóknarflokkurinn hélt flokksþing sitt á dögunum.
Stjórnmálaskýrendur hafa síðan vegið flokkinn og metið og
er niðurstaðan núll. Það kom ekkert markvert út úr þessu
nema íslandsmet í rússneskri kosningu formanns.
Það er annars eftirtektarvert hvernig framsóknarmenn
komu auga á afmarkaða agnúa í þjóðfélaginu. Þeir fettu
fingur út í sjávarútvegsmálin, sem ráðherra Sjálfstæðis-
flokksins stýrir. Og þeir fettu fingur út í menntamálin, sem
ráðherra Sjálfstæðisflokksins stýrir.
Ein hugrökk flokksþingskona sté þó upp í pontu og húð-
skammaði flokk sinn með nöturlegri lýsingu á því hversu
fjölskyldufjandsamlegt þjóðfélag okkar er orðið. Að vonum
setti forystumenn Framsóknarmenn hljóða.
Og Framsóknarflokkurinn samþykkti að taka upp kynja-
kvóta. Og lét eins og hann væri að finna upp hjólið. 16 ár
eru liðin frá því að Alþýðubandalagið tók upp kynjakvóta í
lög flokksins. En þannig er það nú einu sinni með Fram-
sóknarflokkinn. Hann er yfirleitt áratugum á eftir í tímanum.
.-L-.a-i- i tilsjá
í fjötrum
miðbæjaríns
Ástandið í miðbænum er orðið
óbærilegt. Ég hef búið ásamt manni
mínum og tveimur bömum í hjarta
Reykjavíkurborgar í tæp 13 ár. Þar
var þægilegt og gott að búa hér á ár-
um áður, ekki langt að sækja versl-
anir og þjónustu og mengun af völd-
um hávaða og sóðaskapar var ekki
tiltakanleg. En nú er tíðin önnur.
Verslanir og þjónusta flytjast unn-
vörpun úr miðbænum, en krám og
skemmtistöðum fjölgar stöðugt.
Miðborgin er ekki lengur íbúðarvæn,
alla vega ekki fólki, sem er
annt um andlega og líkam-
lega heilsu sína.
Ég tel að síga hafi farið á
ógæfuhliðina í þessum mál-
um þegar ákveðið var fyrir
nokkrum ámm af þáverandi
yfirstjóm borgarinnar að
auka þyrfti líf og fjör í mið-
borginni. Það var m.a. gert
með því að auka veitingu
vínveitingaleyfa á miðbæjar-
svæðinu. Hundmðum ef ekki
þúsundum manna er nú stefnt
á tiltölulega lítið svæði -
miðbæinn - þar sem illa ölv-
að fólk ráfar á milli kráa og
skemmtistaða íbúum svæðis-
ins til mikils ónæðis og ama.
Er það málið að við, þessi
fáu sem fjötruð eru í mið-
bænum, skiptum ekki máli?
Sóðaskapur og
havaði
Á síðustu árum hefur mið-
bærinn orðið sífellt sóðalegri
og skítugri og tel ég að
óþrifnaðinn megi rekja beint
til fjölgunar skemmtistað-
anna. Það er orðin venja á
míhu heimili að við þurfum á
hverri helgi og jafnvel oftar
að þrífa hland og ælu fyrir utan úti-
dyrnar hjá okkur. Þetta er algjölega
óásættanlegt og skjótra úrbóta er
þörf.
Ég las í grein í Morgunblaðinu
fyrir stuttu að verslunareigandi í
Hafnarstrætinu teldi sig tilneyddan
til að flytja verslun sína úr götunni
sökum sóðaskapar og alls kyns lýðs,
sem þar væri á ferli. Eg tek heilshug-
ar undir orð þessa verslunareiganda
og vona að fleiri eigi eftir að láta
skoðun sína í ljós á þessu vandamáli.
Þó að sóðaskapurinn sé mér mikill
þyrnir í augum er það hávaðinn og
lætin á nóttunni sem eru gjörsamlega
óþolandi. Fram yfir miðnætti á virk-
um dögum og fram undir morgun
um helgar leikur allt á reiðiskjálfi á
mínu heimili. Ég hef þurft að grípa
til þess ráðs síðustu ár að fara eins
vaða, sóðaskapar og vafasamra aðila
sem þar eru á ferli. Það getur enginn
ímyndað sér, sem ekki þekkir til,
hvernig það er að þurfa að búa við
sífelldan hávaða. Öskur, garg, söng-
ur, brothljóð og annar hávaði sem
stafar af flakki fjölda drukkinna
manna milli hinna fjölmörgu
skemmtistaða ásamt bílflauti í tíma
og ótíma er beinlínis heilsuspillandi.
Einnig er það ótækt að þurfa að vera
hræddur við að leyfa börnum sínum
að fara út vegna hræðslu við vafa-
sama aðila sem skotið hafa rótum í
miðbænum. Það er daglegt brauð
fyrir bömin mín að koma að drukkn-
um einstaklingum liggjandi fyrir
framan útidymar hjá okkur í eigin
ælu og hlandi. Þau horfa einnig oft
upp á lögregluna hafa afskipti af all-
skyns lýð sem gengur berserksgang
oft um helgar og ég get í rólegheitin
til foreldra minna sem búa úti á
landi. Það er helv... hart að þurfa að
flýja heimili sitt til að sofa og hvíl-
ast. Er það réttlátt að ég og fjöl-
skylda mín gjaldi þess að búið sé að
klúðra málum í miðbænum?
Hættusvæði
Ég tel að í dag sé hægt að flokka
miðborg Reykjavíkur sem hættu-
svæði. Andlegri og líkamlegri heilsu
íbúanna er stefnt í voða vegna há-
Ég óska engum
svo ills....
Þó að vandræði íbúa mið-
bæjarins megi rekja til að-
gerða fyrryerandi borgar-
stjóriiáfmeirihluta hlýtyr þáð
að vefa í verkahi'ing núvef-
andi borgarstjófnarmeiri-
hluta að hreinsa upp skítinn
og lagfæra það sem aflaga
hefur farið. Mér virðast yfir-
völdin hafa skort skilning og
vilja til að takast á við þetta
og jafnvel hafa lokað augun-
um algjörlega fyrir vandamálinu.
Ég skil t.d. ekki hvað tilteknum
borgarfulltrúa gengur til þegar hún
er sí og æ að skrifa greinar í blöðin
þar sem hún hvetur fólk til ,að flytjast
í miðbæinn. Mér finnst.það beiplínis
illa gert að setja fram, ■ §vona hug-
myndir. Eins og ástandið' er. i dág
bið ég Guð að forða fólki frá þeirri
heilsuspillandi ákvörðun að flytjast í
miðbæinn. Ég óska engum svo ills
að búa í miðbænum. Ég skora á nú-
verandi borgarstjórn að gera eitthvað
í málinu. Eg tel að við, íbúar mið-
bæjarins, eigum það inni hjá þeim.
Margrét Rósa Pétursdóttir,
íbúi í Kvosinni og með
BA-gráðu í blaðamennsku
fyrir utan gluggana hjá okkur. Er
þetta í lagi?
Átthagafjötrar
Einhvetjir hugsa eflaust núna: Af
hverju flytur hún þá ekki? Ég vildi
að það væri svo auðvelt. Eftir að
skemmtistöðunum tók að fjölga og
ósóminn og skíturinn að aukast er
orðið nær ómögulegt að selja eignir í
miðbænum. Ef þú ert ekki svo hepp-
inn að eiga eign á einni hæð sem
hægt er að breyta í skemmtistað eða
krá getur þú trúlega hætt að
hugsa um að selja. Húsið
mitt telur fjórar hæðir og var
byggt af móður tengdaföður
míns árið 1929 og hefur fjöl-
skyldan búið í því nær allar
götur síðan. Ég get ekki flutt
ef ég get ekki selt, svo ein-
falt er það nú. Það er því, að
mínu matij' ofangreind
ákvörðun fyrrverandi borg-
aryfirvalda um að auká lífið
og Ijörið í miðbænum sem
heldur mér í átthagafjötrum í
miðbæ Reykjavíkur. Það er
ekki af því að hér sé svo gott
að vera, heldur af því að
héðan er ekki hægt að fara.
þólihzW
Samtök gegn kynþáttafordómum
Síðastliðinn sunnudag var haldinn 120 manna fundur á
skemmtistaðnum Sólon Islandus sem bar yfirskriftina
„Eru kynþáttafordómar á íslandi”. Frummælendur voru
m.a. Össur Skarphéðinsson alþingis-
maður og Hólmfríður Traustadóttir
starfsmaður Rauða krossins. Það var
mál fundargesta að kynþáttafordóma
væri víða að finna í íslensku samfé-
lagi og við því yrði að bregðast bæði
skjótt og vel. Á fundinum var ákveðið
að stofna samtök sem hefðu það að
markmiði að beijast gegn kynþáttafordómum í öllum
sínum myndum. Það var almennt álit fundargesta að
vegna landfræðilegrar einangrunar íslands og ein-
sleitni kynþáttar íbúa þess þá væri hér að finna kyn-
þáttafordóma í ríkari mæli en almennt gengi í bland-
aðri þjóðfélögum.
Þungt í framsóknarmönnum
Mikill urgur er í framsóknarmönnum á Reykjanesi og
í Reykjavík út af ummælum Halldórs Ásgrímssonar
á landsþingi flokksins um liðna helgi vegna væntan-
legs samtarfs á vinstri væng. Halldór lét þau orð falla
að allt tal um slíkt samstaíf væri tálsýn ein og yrði
aldrei að veruleika. Eins og Vikublaðið greindi ffá í
síðustu viku þá er mikill áhugi á því meðal Reykvík-
inga og Reyknesinga í Framsóknarflokknum að hann
verði þátttakandi í slíku samkrulli. Þessi ummæli for-
mannsins ganga þvert á vonir framsóknarmanna á Suð-
vesturhominu um vinstristjóm og er mál manna að þau
hafi virkað eins og olía á þann óánægjueld sem hunds-
skapurinn í framgöngu framsóknarmanna í Lánasjóðs-
málinu kveikti.
Alþýðublaðið fyrir rétti
Síðastliðinn þriðjudag hófst málflutningur í Héraðs-
dómi Reykjavíkur vegna ákæm ríkissaksóknara á
hendur Hrafni Jökulssyni ritstjóra Al-
þýðublaðsins, út af ummælum'hans um
ástand fangelsismála. Hrafn' deildi þar
hart á þá stefnu fangelsismálastjóra að
fangelsun sé nýtt sem refsíng én ekki
betmn. Hrafn benti á þá furðulegu ráð-
stöfun að heimsóknartími til fanga var
verulega styttur og á þær ómannlegu að-
stæður sem föngum og gestum þeirra er ætlað til sam-
vista. Mál þetta er mikill prófsteinn á hvað mönnum
leyfist í gagnrýni á opinbera starfsmenn. Ef niðurstaða
málsins verður Hrafni í óhag er það mál manna að
óeðlilega erfitt verði að veita stjómendum opinberra
stofnana nauðsynlegt aðhald. Og breytir þá engu þótt
niðurstaða Hrafns um ástand fangelsismála hafi verið
réttmæt. Afleiðing dóms um að ummæli Hrafns flokk-
ist undir meiðyrði hlyti því að kalla á mikla endurskoð-
un á meiðyrðalöggjöfinni.