Vikublaðið - 29.11.1996, Side 5
Fyrirtœki landsmanna
blóðmjólkuð, löglegt
en siðlaust og bruðl í
yfirstjómun. Þessi ummæli
fékk blaðamaður Viku-
blaðsins að heyra við úttekt
á stöðu minni sveitarfélaga
landsins. Gríðarlegur mun-
ur er á stöðu sveitarfélag-
anna og áberandi hærri
fasteignastuðull hjá þeim
sem hafa virkjanir og stór-
fyrirtæki innan sinna
marka. Skilar virkjana-
gróðinn sér til almennings?
Stendur félagsmálaráðu-
neytið sig ekki stykkinu við
eftirlit með reikningum
sveitarsjoðá? ' ' .
Ríkasti hreppur landsins er Svína-
vatnshreppur í A-Húnavatnssýslu.
Árið 1995 námu skatttekjur ársins
184.000.kr. á hvem íbúa og peninga-
leg staða sveitarinnar var jákvæð
upp á 55,3 miljónir króna. Það út-
leggst sem hver íbúi eigi 469.000 kr.
í sveitarsjóði. Til samanburðar má
nefna að ef skuldum Hafnarfjarðar er
deilt niður á íbúa hans þá skuldar
hver Hafnfirðingur 203.000 kr. og
hvér Reykvíkingur skuldar
■95.000.kr. Spumingin er; í hveiju
liggur ,sá gríðarlegi munur sem er á
stððu sveitarfélaganna í landinu og
ekki síðúr hvemig sveitarfélögin
verji þessum fjármunum?
Svínavatnshreppur eyddi 243%
yfir landsmeðaltali árið 1995 og
skuldar samt ekki krónu, á reyndar
fimmtíu milljónir í sjóði. Ef skatt-
tekjur Kópavogs væru þær sömu á
hvem íbúa og er í Svínavatnshreppi
væm tekjur bæjarins ekki 1,8 mill-
jarður heldur 3,3 miljarðar króna. Af
öðram velstæðum hreppum af svip-
aðri stærðargráðu má nefna Ása-
hrepp í A-Húnavatnssýslu pg Grafn-
ingshrepp í Ámessýslu. Árið 1995
námu skatttekjur Ásahrepps 152.000
kr. á hvem íbúa og Grafningshrepps
248.000 kr. á hvem íbúa. Til saman-
burðar má nefna Skarðshrepp í A-
Húnavatnssýslu en hann hafði ein-
ungis 82.000 kr. í skatttekjur á hvem
íbúa og er með neikvæða peninga-
stöðu upp á níu miljónir króna. Svip-
að er ástatt með annan nágranna-
hrepp Svínavatnshrepps, Bólstaðar-
hlíðarhrepp en hann telur 118 íbúa
og hafði 76.000 kr. í skatttekjur á
hvem íbúa en jákvæða peningalega
stöðu upp á rúmar átján miljónir
króna.
En í hverju felst þessi gríðarlegi
munur á afkomu sveitarfélaganna?
Stórfyrirtækin
ráða úrslitum
Vikublaðið bar það undir Ólaf
Hilmar Sverrisson bæjarstjóra
Stykkishólmsbæjar hvort það réði
úrslitum um afkomu sveitarfélag-
anna að fá stórfyrirtæki inn fyrir
hreppamörkin? „Já það gefur auga
leið að það hefur allt að segja. Sem
dæmi má nefna Skilmannahrepp,
sem er vel stöndugur, en hann hefur
Grandartangaverksmiðjuna og
Svínavatnshrepp, sem hefur Blöndu-
virkjun. Það er algjört happdrætti
fyrir minni sveitarfélögin að fá slík
stórfyrirtæki og styrkir sjálfsforræði
þeirra gagnvart ásælni ríkisvaldsins,”
sagði Ölafur.
Þetta skýrir hinn afgerandi mun
sem er á stöðu nágrannahreppanna
Skarðshrepps og Svínavatnshrepps.
Svínavatnshreppur sem er með pen-
ingalegar eignir upp á 493% á íbúa
yfir meðaltali hreppa af svipaðri
stærðargráðu á meðan Skarðshrepp-
ur er með peningalegar eignir upp á
18,6% að meðaltali yfir hreppa með
undir þrjúhundrað íbúa. Svínavatns-
hreppur hefur gríðarlegar fjárhæðir í
tekjur af Blönduvirkjun á meðan
Skarðshreppur hefur ekkert stórfyrir-
tæki sem tekjustofn.
Meðaltals álagningarprósenta
sveitarfélaga á fyrirtæki er 1%. Það
er áberandi að hreppar sem hafa
virkjanir og stórfyrirtæki í sinni sveit
era með hærri álagsprósentu en með-
altalið segir til um. Til að mynda er
Svínavatnshreppur með sína álags-
prósentu þriðjungi hærri en lands-
meðaltalið er, á meðan Skarðshrepp-
ur er vel undir landsmeðaltali í álög-
um á fyrirtæki. Greinilegt er að þeir
hreppar sem era með stórfyrirtækin
ganga mun lengra í gjaldheimtu af
fyrirtækjunum en tekjuminni hrepp-
arnir. Sömu sögu er að segja um þá
hreppa sem hafa tekjur sínar af fjöl-
mennum sumarbústaðabyggðum.
Þeir era með álögur á fasteignir mun
hærri en almennt gerist. Dæmi um
það era Grímsneshreppur og Grafn-
ingshreppur.
f hvað fara tekjur
ríku hreppanna?
En í hvað nota ríku hrepparnir
tekjurnar? Ef dæmi er tekið af Svína-
vatnshreppi og viðmiðunarárið er
áfram 1995, þá fer drýgstur hluti
teknanna í yfirstjóm, fræðslumál og
framlag til atvinnuvega, sem er í til-
felli Svínavatnshrepps niðurgreiðsla
að hluta á orku til íbúa. Slíkt er mjög
óvenjulegt og þekkist ekki annars
staðar á landinu og vakna upp spum-
ingar um lögmæti þeirrar ráðstöfunar
á skatttekjunum.
Yfirstjóm Svfnavatnshrepps er
sexfalt dýrari en hjá Skarðshreppi.
Mesti munurinn felst í útgjöldum
þessara tveggja hreppa til atvinnu-
mála. Svínavatnshreppur ver 55.000
kr. per. íbúa til atvinnumála en
Skarðshreppur einungis 3.000 kr.
Munurinn er því nánast tuttugufald-
ur. Greinilegt er að eftir því sem
tekjumar era meiri þá tekur yfir-
stjómin meira til sín og betur er gert
við fræðslu og atvinnumálin. Erfitt
er þó að finna skýringu þess að yfir-
stjómun er svo dýr. Ekki náðist í
Oddvita Svínavatnshrepps vegna
greinar þessarar.
En spumingin er hvort ekki orki
tvímælis að spenna álagningarpró-
sentuna í botn á fyrirtækin, þegar
sveitarfélögin vita að ekki er mögu-
leiki á að það hrekji fyrirtækin í
burtu, sem óneitanlega á við í tilfelli
Landsvirkjunar og Grandartanga-
verksmiðjunnar.
Eins er farið með útgjöld Grafn-
ingshrepps. Hann er gríðalega tekju-
hár og hefur tvo þriðju hluta tekna
sinna af fasteignagjöldum sem inn-
heimt era af sumarbústaðaeigendum
hreppsins. Þar fara rúmlega 40.000
kr. í yfirstjómunina en þeir gera
einnig vel við fræðslumálin, í þau
fóra 62.000 kr. á hvem íbúa árið
1995. Báðir útgjaldaliðimir voru
langt yfir landsmeðaltali.
Löglegt en siðlaust?
Mikill auðsöftiuiy hreppa á borð
við Svínavatns- og Ásahrepps hlýtur
að vekja upp spumingar um réttmæti
þess að ganga svo hart í skattheimtu
á fyrirtæki í þjóðareign. Sveitarfé-
lögum er ætlað að miða álagspró-
sentu sína við útgjöld og þarfir. Það
á ekki að vera hlutskipti þeirra að
safna í sjóði á kostnað almennings.
Reikningar sveitarfélaganna eru
samþykktir af endurskoðunarmönn-
um og síðan sendir til félagsmála-
ráðuneytisins, sem getur gert athuga-
semdir við þá ef eitthvað óeðlilegt
þykir vera á ferð. Nú vill svo til að
Svínavatnshreppur er heimasveit
Páls Péturssonar félagsmálaráðherra.
Sá hreppur á mest allra hreppa í
sjóði, af tekjum sem eru nær ein-
göngu til komnar vegna hárrar
álagningarprósentu á fyrirtæki. Fyr-
irtækið er þjóðareign og heitir
Landsvirkjun.
Nú er ekki svo að Svínavatns-
hreppur noti tekjumar til félagslegrar
þjónustu eða raunveralegrar atvinnu-
uppbyggingar. Ellefu manns í þess-
um 118 manna hreppi þurfa að sækja
atvinnu út fyrir hann á meðan raf-
magn er niðurgreitt til íbúa hans,
Páls Péturssonar félagsmálaráðherra
þeirra á meðal.
Heimildarmaður Vikublaðsins fyr-
ir norðan, sem ekki vildi láta nafns
síns getið, hafði meðal annars um
málið að segja: „Mikil auðsöfnun
hreppanna vekur upp kröfu á hendur
þeim að nýta hluta hans í uppbygg-
ingu atvinnulífs í héraðinu. Það er í
hæsta máta furðulegt að félagsmála-
ráðherra beiti sér ekki fyrir því að
svo sé gert. Tekjum sem er varið í
yfirbyggingu og niðurgreiðslu á orku
er varla rétt varið, á meðan hluti fbúa
þarf að sækja vinnu í önnur byggðar-
lög. Almenningur í héraðinu ætti
með réttu að njóta arðsins af stað-
setningu virkjunar á svæðinu en ekki
örfáir einstaklingar. Eins orkai' það
tvímælis að hreppur sem ekki er í
fjárþröng mjólki það sem hægt er út
úr fyrirtæki í eigu allrar þjóðarinnar.
Það getur vel verið að þetta sé lög-
legt en þetta er algjörlega siðlaust.”
bgs
Að skipta inisréttimi jafnt
Sjálfsagt hafa fleiri en ég hrokkið við þegar
það spurðist út að jafnrétti væri annað aðalum-
fjöllunarefnið á landsfundi Sjálfstæðisflokks-
ins á sl. hausti. Það var látið í veðri vaka að
flokkurinn hygðist beita sér fyrir auknu jafn-
rétti framvegis. Hingað til hefur þessi flokkur
ekki fengið orð á sig fyrir að hvetja til jöfnuðar
innan samfélagsins, allra síst launajöfnuðar.
Þvert á móti hefur það oft heyrst úr þessari átt
að efnalegu mismunun s.s. veralegur launa-
munur sé ómissandi hvati í efnahagslífinu,
verki þar eins og vítamín. Þessi jafnréttisáhugi
kom því flatt upp á fólk. Það kom svo í ljós að
það misrétti sem þarna átti að fjalla um var
jafnrétti kynjanna og var runnið undan rifjum
sjálfstæðra kvenna, sem töldu sig ekki hafa
fengið eðlilegan frama innan flokksins.
Enda þótt Sjálfstæðisflokkurinn hafi hingað
til ekki eytt miklu púðri á jafnrétti kynjanna
mun hann nú gera sér grein fyrir því að þróun í
þá átt verði ekki stöðvuð og því hollara að
verða þar samferða með einhverjum hætti.
Mætti þá spyrja hvort flokkurinn hafi þar með
tekið upp baráttu fyrir almennum jöfnuði í
samfélaginu.
I þessu sambandi er rétt að gera sér grein
fyrir því að orðið jafnrétti hefur skroppið sam-
an á síðustu árum á síðustu árunt. Ef talað er
um jafnrétti án frekari skilgreiningar er gjaman
átt við jafnrétti kynjanna. Sú stofnun sem fjall-
ar um jafnrétti karla og kvenna heitir einfald-
„Það er krafan um almennan
jöfnuð sem skiptir máli, ekki
frami örfárra kvenna.“
lega Jafnréttisráð eins og ekkert jafnrétti sé til
nema jafnrétti kynjanna. Ef menn vilja hins-
vegar tala um jafnrétti almennt, þá verða þeir
að taka það fram til að komast hjá misskiln-
ingi.
Þessi hliðrun á merkingu orðsins jafnrétti
stafar af því að jafnréttisbarátta kvenna er að
hluta til orðin viðskila við almenna jafnréttis-
baráttu en það þýðir aftur, að konur virðast
ekki endilega vera að berjast fyrir jöfnum rétti
karla og kvenna, heldur jöfnum órétti kynj-
Sjónarhóll
Guðmundar Ilelga Þórðarsonar
fyrrv. heilsugæslulæknis
anna. Misréttinu skal skipt jafnt milli kynj-
anna.
Manni dettur sterklega í hug, að þama sé að
finna skýringuna á því, að Sjálfstæðisflokkur-
inn fer að blanda sér í málið. Með því skuld-
bindur hann sig ekki endilega til að beita sér
fyrir almennum jöfnuði.
Konur hafa í aldanna rás verið eins konar
minnihlutahópur í flestum samfélögum og
lengst af búið við skert mannréttindi. Þrátt fyrir
það eru dæmi um það svo langt aftur sem sög-
ur herma, að einstakar konur hafa komist til
mannaforráða, m.a. orðið þjóðhöfðingjar og
þjóðarleiðtogar, án þess að það hafi breytt
stöðu kvenna almennt.
Kvenréttindabarátta síðari tíma hefur lengst
af grandvallast á þeirri hugmyndafræði, að allir
menn, karlar og konur, eigi jafnan rétt til lífs-
gæðanna. Hún var því hluti af almennri jafn-
réttisbaráttu. Ef kvenréttindabaráttan verður
viðskila við baráttuna fyrir almennum jöfnuði,
er grandvellinum kippt undan henni, þá er hún
dæmd til að renna út í sandinn.
Það skiptir ekki miklu fyrir almenna stöðu
kvenna, hvort fámennur hópur kvenna fær
mannaforráð, hvað þá ein og ein kona, ef það
skilar sér ekki út í samfélagið sem jöfnuður
kvenna innbyrðis. Ef kvennahreyfingin krefst
ekki jöfnuðar kvenna innbyrðis, þá glatar hún
siðferðilegum rétti til að kalla sig jafnréttis-
hreyfingu. Ef misrétti verður látið viðgangast í
þjóðfélaginu yfir höfuð, þá er það undir atvik-
um komið, á hverjum það bitnar. Það er krafan
um almennan jöfnuð sem skiptir máli, ekki
frami örfárra kvenna. Maigrét Thatcher komst
til æðstu metorða í Bretlandi en það bætti ekki
stöðu breskra kvenna. Þvert á móti mun staða
verkakvenna þar í landi hafa versnað. Það er
heldur ekki gefið, að staða íslenskra kvenna,
t.d. í launamálum, batni mikið, þótt konum
fjölgi til muna í þingliði Sjálfstæðisflokksins,
ef flokkurinn aðhyllist áfram þá hugmynda-
fræði, að launamunur sé nauðsynlegur hvati í
efnahagslífinu.
Það er lítið unnið með því að kona sé gerð
að bankastjóra, ef sá bankastjóri heimtar 30
sinnum hærri laun en ræstitæknirinn. Jafnrétt-
iskrafa kvenna á að snúast um jafnan rétt, ekki
bara jafnan órétt.