Vikublaðið - 29.11.1996, Síða 12
I
Vikublaðið
FÖSTUDAGURINN 29. NÓVEMBER 1996
Selfyssingar dejja
M fflf w
Vikublaðið
552 8655
Á FÖSTUDÖGUM
Selfoss - bœrinn sem
fólk keyrir í gegnum -
eða hvað? A dögunum
birtist í tímaritinu Vís-
bendingu nokkurs konar
gœðalisti yfir sveitarfé-
lög landsins. Það kom
sjálfsagt sumum á óvart
að sjá Selfossbœ tróna
þar í efsta sœti. Gœða-
listinn tekur tillit til fjár-
hagsstöðu og rekstrar
bœjarfélagsins en sam-
kvœmt niðurstöðum Vís-
bendingar hlýtur Sel-
fossbœr að vera vel rek-
inn bœr. Vikublaðið fékk
Sigríði Olafsdóttur, for-
mann bœjarmálaráðs og
bœjarfulltrúa K-tistans,
til þess að skýra mátið.
Fulltrúar fjögurra
flokka stjórna bænum
í bæjarstjórn Selfoss sitja nú þrír
fulltrúar Sjálfstæðisflokks og þrír
fulltrúar K-listans en hann saman-
stendur af fulltrúum Kvennalista,
Alþýðuflokks og Alþýðubandalags.
Þrír framsóknarmenn mynda minni-
hluta þrátt fyrir góða útkomu í síð-
ustu kosningum. En hvemig finnst
Sigríði samstarfið hafa gengið?
„Samstarfið hefur gengið vel. Þó
kemur fyrir að mál þarfnist mikillar
umræðu innan stjómarinnar áður en
lendingu er náð; en allt hefst þetta að
lokum. Eg er ánægð með vinnu
meirihlutans og tel að okkur hafi
orðið vel ágengt að ná fram mark-
miðum okkar; en það er nóg að gera
og við emm hvergi hætt að vinna að
þvf að gera bæinn okkar enn betri.”
f bæjarfélagi eins og Selfossi era
verkefnin ótalmörg en Sigríður segir
bæjarstjórnina fyrst fremst hafa tekið
fjármálin föstum tökum og menn
hafi lagst á eitt við að borga skuldir
bæjarins fremur en að stofna til
nýrra. Þó hafa framkvæmdir alls
ekki verið lagðar af. „Við höfum
haft mikið að gera í bæjarstjóminni á
þessu kjörtímabili og í mínum huga
ber leikskóla- og skólamálin hæst. Á
síðasta ári var reistur nýr leikskóli í
bænum en hann er samstarfsverkefni
Selfossbæjar og nágrannahreppanna,
Ölfus-, Villingaholts- og Hraungerð-
ishrepps. Nú heyra biðlistar til lið-
inni tíð og við búum svo vel að hafa
nokkur pláss laus. Okkur hefur einn-
ig gengið vel að leysa mál grann-
skólans, í bili að minnsta kosti, en
skólinn hefur verið einsetinn frá því
í haust. Til þess að af einsetningu
skólans mætti verða urðum við að
reisa fjórar nýjar skólastofur og við
erum í raun á undan þeirri áætlun
sem upphaflega var sett. Þá erum við
mjög stolt af hversu vel hefur gengið
með rekstur skóladagheimilis hér í
bænum, og ég þori næstum að full-
yrða að Selfoss er eina sveitarfélagið
á Suðurlandi sem hefur tekist að
fullnægja þörf fyrir slíka vistun”,
sagði Sigríður.
Þótt mikið hafi verið unnið í
skólamálum á Selfossi - til dæmis
hefur verið reist vegleg bygging um
Fjölbrautaskóla Suðurlands en þar
era að jafnaði um 800 nemendur -
þá þarf enn að byggja grunnskóla til
viðbótar við þá tvo sem eru fyrir í
bænum. „Já, bærinn þarf einn skóla í
viðbót og bæjarstjómin hefur ákveð-
ið að eyða 250 milljónum til þess
verkefnis og stefnt er að því að
minnsta kosti helmingur hins nýja
skólahúss verði tekinn í notkun árið
2001.
Vaxandi ferðaþjónusta
Selfoss er mikill ferðamannabær;
allir sem keyra suðurleiðina fara í
gegnum bæinn og einnig nýtur bær-
inn góðs af þúsundum sumarhúsa-
gesta sem dvelja í nágrannasveitun-
um. Sigríður segir að ferðamanna-
iðnaðurinn sé afar jákvæður fyrir
bæinn og á Selfossi sé að finna alla
þjónustu sem ferðarnenn þurfa og
einnig sé ýmislegt hægt að gera sér
til afþreyingar og má þar nefna
Dýrasafnið en þar er að finna um
200 uppstoppuð dýr; þeirra á meðal
einn fjögurra ísbjama sem til era á
fslandi. Einnig er Listasafn Ámes-
inga verðugur staður að heimsækja.
Sigríður segir að til að bæta enn að-
stöðu ferðamanna standi nú til að
bæta sundaðstöðu bæjarins til muna;
m.a. með byggingu rennibrautar fyr-
ir yngstu kynslóðina og heitum pott-
um fyrir þá eldri.
Vegavinnuskúr Tryggva
Gunnarssonar endur-
bættur
Það hefur stundum verið gagnrýnt
að Selfyssingar hugsi ekki nógu vel
um hreinleika Ölfusárinnar. Sigríður
segir þetta ekki allskostar rétt en
bætir þó við að enn þurfi að ganga
betur frá ræsum bæjarins og til
standi að fá enn öflugri hreinsibúnað
til þess, en slíkt fyrirtæki sé afar
kostnaðarsamt og hlaupi á tugum
milljóna. „Áin er ekki eins óhrein og
margir vilja halda fram og í raun er
aðeins um vandamál að ræða í ein-
um hluta bæjarins og stendur til að
bæta úr því í nánustu framtíð”, sagði
Sigríður. Endurvinnsla pappírs er
með ágætum á Selfossi en bærinn er
í samstarfi við Gámastöðina í
Reykjavlk um það verkefni.
Flestir sem keyrt hafa yfir Ölfus-
árbrúna inn í bæinn hafa tekið eftir
gömlu rauðu húsi á vinstri hönd.
Húsið, sem var byggt af Tryggva
Gunnarssyni árið 1891, var í fyrstu
vegavinnuskúr en hefur gegnt ýms-
um hlutverkum síðan; þar var lengi
vel rekin greiðasala en upp á síðkast-
ið hefur Ungmennafélagið haft þar
aðstöðu auk þess sem bridsarar hafa
fengið þar inni með starfsemi sína
einu sinni f viku. „Bæjarstjórnin hef-
ur samþykkt að ganga til samninga
við hóp áhugamanna sem vill endur-
byggja Tiyggvaskála. Bærinn leggur
strax tólf milljónir til fyrsta áfanga
endurbyggingarinnar. Mér líst vel á
hugmyndir hópsins um að í húsinu
verði rekið kaffihús ásamt litlu
minjasafni”, sagði Sigríður.
Félagslífið í
miklum blóma
Alla jafna er félagslíf öflugt í bæj-
um og þorpum á landsbyggðinni og
greinilegt að Selfyssingar era engir
eftirbátar annarra í þeim efnum.
Leikfélag Selfoss hefur í gegnum
tíðina verið öflugt og sett upp metn-
aðarfullar sýningar. Nú er til dæmis
verið að sýna bamaleikritið Ottó
Nashyming í leikstjóm Sigurgeirs
Hilmars. Sigríður segir menningar-
lífið í bænum í miklum blóma, „hér
er mikið sungið enda margir kórar
starfandi í bænum, tónlistarskólinn
er einnig öflugur og góður skóli. Þá
er í bænum myndlistarfélag sem
heldur árlega sýningu um páskaleyt-
ið. Ymsar uppákomur era einnig
reglulega; til dæmis héldum við veg-
lega upp á afmæli Jónasar Hall-
grímssonar í síðustu viku; en þá vora
fluttar vísur og tónlist í sal Fjöl-
brautaskólans auk þess sem söng-
kvartett úr höfuðborginni heiðraði
okkur með nærveru sinni”.
Á Selfossi er ekkert bíó, en Sel-
fyssingar deyja ekki ráðalausir því
að í kvöld stendur til að sýna Djöfla-
eyju Friðriks Þórs í bflabíói sem
staðsett verður á íþróttavelli bæjar-
ins. Sigríður segir að til standi að
opna tvo bíósali og einn leikhússal
þegar Hótel Selfoss verður klárað.
„Bíósalur er langþráður hér á Sel-
fossi og eins almennileg aðstaða til
leiksýninga”, sagði Sigríður.
Nýlega var héraðsbókasafnið flutt
í gamla kaupfélagshúsið við Austur-
veg og segir Sigríður starfsemi þess
með miklum ágætum. „Bókasafnið
er mikið að vöxtum og afar vinsælt
jafnt af bömum sem fullorðnum.
Auk bókakostsins gefst bæjarbúum
nú kostur á að fá leigðar hljóðsnæld-
ur og myndbönd”.
Á Selfossi er augljóslega nóg að
gera til afþreyingar en auk þess sem
hér hefur verið nefnt era rekin tvö
kaffihús og tveir skemmtistaðir en
Sigríður segir besta merki þess að
bærinn blómstri og hafi upp á margt
að bjóða að eftir því sé tekið að unga
fólkið snýr gjama aftur til bæjarins
að námi loknu.
Hvað landsmálapólitíkina varðar
almennt þá er Sigríður ekki hrifin af
stefnu núverandi ríkisstjómar. „Mér
finnst peningahyggjan alltof ríkj-
andi. Mér finnst það afleitt þegar þyí
er komið inn hjá fólki ap þaþ sé
„dýrt eintak” og þá á ég við He.il-
brigðisþjónustuna en þar hefur tíðk-
ast að eymamerkja suma sjúklinga”.
Sigrfður bætir við að sér lítist ágæt-
lega á sameiningarumræðu félags-
hyggjuflokkanna en hún sé þó á
þeirri skoðun að fyrstu skrefin verði
að vera í formi samvinnu áður en
samruni geti orðið.
aþ
rÖttLEllíAR i MSÍQLAmt
FIMMTUDAGINN 5. DESEMBER KL. 20.00
lifitisskm
Johannes Brahms: Harmaforleikur
Benjamin Britten: Fiðlukonsert
Ludwig van Beethoven: Sinfónía nr. 7
SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS
Háskólabíói vib Hagatorg, sími 562 2255
MIÐASALA Á SKRIFSTOFU HLJÓMSVEITARINNAR OG VIÐ INNGANGINN
ARGUS & öRKIN / SÍA SI090