Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 20.11.1954, Síða 4

Frjáls þjóð - 20.11.1954, Síða 4
4 FBJÁLS ÞJOÐ Laugardaginn 20. nóvember 1954. FRJALSÞJÓÐ j 11 J Útgefandi: Þjóðvarnarflokkur fslands. Ritstjórn: J&n Helgason (ábm.). sími 6169. Bergur Sigurbjörnsson, simi 80631, Valdimar Jóhannsson, sími 82156. Afgreiðsla: Skólavörðustíg 17. Rvík. Simi 2923. — Pósthólf 561. Askriftagjald kr. 5,00 á mánuði. — Verð í lausasölu kr. 2,00. Félagsprentsmiðjan h.f. Vopnaburður í Það er ekki hægt að verjast brosi, þegar skoðuð er barátta stjórnarblaðanna gegn Þjóð- varnarflokknum og þjóðvarn- armönnum. Fyrstu mánuðina eftir stofnun flokksins voru honum sendar smákveðjur við og við, og hélt Morgunblaðið þvi fram, að hann væri gerðui' út af kommúnistum, en Tím- inn sagði á vixl, að hann væri stofnaður af kommúnistum eða Sjálfstæðismönnum. Stundum voru báðar kenningarnar í sama blaði. Þessu fylgdi svo dálítið aurkast á einstaka menn, svona til smekkbætis. Éftir alþmgiskosningarnar var tekin Upp nv iína hjá stjórnarblöðuiium. — Fyrir- skipun flokksforingjanna til blaða þeirra var sú, að þjóðvarnarmenn mætti helzt ekki nefna, því að þeim yk- ist bara fylgi, ef athyglinni væri beint að þeim. Kjör- orðið var, að það yrði að þegja þjóðvarnarstefnuna í J hel. Við og við sprakk þó blaðr- an, og lesendur stjórnarblað- anna voru smáhresstir á dálitl- um skömmtum af persónuníði. Þegar bæjarstjórnarkosning- amar nálguðust, stóðust blöðin ekki lengur mátið. En það fór sem fyrr, að fylgi þjóðvarnar- manna jókst alls staðar, þar sem þeir tóku þátt i kosning- um. Þá var aftur horfið að fyrra ráði — rembzt við að þegja sem mest. En kapparn- ir hafa vafalaust átt í miklu stríði við sjálfa sig á þessu tímabili þagnarinnar. Þegar nótt tók að lengja að ráði, varð tunguhaftið ekki lengur ham- ið. Öll sú gremja, sem safn- *azt hafði fyrir í fylgsnum sál- arinnar, brauzt út. Síðustu vik- ur hefur verið flóð af skamma- greinum um Þjóðvarnarflokk- inn, og Timinn hefur flutt eina og tvær og stundum þrjár for- ystugreinar um hann sama dag inn, allt í gremjuþrungnum íógstíl. Ekki verður þó 'sagt; að stríðsmenn Framsóknar hafi notað þagnartímabilið til djúpra íhugana. Þeir PáH Þorsteinsson og Steingríríiuf Steinþórsson voru ekki bét- ur undirbúnir en svo, er þeir komu í útvarpið í van- traustsumræðunum, að ann- ar sagði þjóðvarnarmenh á- hlaupasveit Sjálfstæðis- flokksins, rekkjunautar Framsóknar, en hinn stað- hæfði, að þeir væru komm- únistar. En nokkrum dög- um síðar vaktist upp spá- maður með sannri andagift. Þessar tvær kenningar, sem venjulegu fólki sýndust ó- samrýmanlegar, voru settar ^ í snjallt kerfi af hinum nýja haustmyrkri spámanni. Og endurbætt hljóðaði kenningin eitthvað á þessa leið: Kommúnistar lögðu Þjóðvarnarflokknum til foringjaliðið (til þess að rýja sjálfa sig fylgi?), en Sjálfstæðisflokkurinn lagði honum til „fjármagn- ið“ (ágóðahlut af stjórnar- samvinnu við Framsókn?). Af þessu má allur landslýð- ur marka, að Tíminn er ekki aldeilis blankur í röksemda- færslu sinni og þjóðmála- baráttu! En eftir á að hyggja: Hvað segja nú greindir og gætnir lesendur Tímans úti um breiðar byggðir landsins um svona stjórnmálabaráttu og svona kenningar? Finnst þeim það ekki hálfþunn frammistaða, að Framsóknarflokkurinn og aðal- blað hans skuli ekkert hafa annað fram að færa í átökum sínum við Þjóðvarnarflokkinn en furðusögur, sem engum manni með fullri skynsemi dylst, að er aðeins vandræða- lygi, að viðbættum fáránleg- asta rógi um einstaka þjóð- varnarmenn ? Hvers vegna grípa þeir ekki til raka? Hvers vegna ræða þeir ekki málefni á þeim vettvangi, sem þjóð- varnarmenn hafa haslað þeim, kryfja þau til mergj- ar og sýna fram á réttmæti skoðana sinna og gerða? Það er þó eina leiðin fyrir menn, sem halloka fara, til þess að rétta hlut sinn. Þetta skyldi þó aldrei stafa af því, að málstaðurinn leyfi ekki miklar umræður, á málefna- legum grundvelli? Ber ekki vopnaburður þeirra keim af fáti skelkaðra manna í myrkri? -----+----- * Stærra Island Síðan FRJÁLS ÞJÓÐ hóf máls á því, að tími væri kom- inn til þess að gera allsherjar- áætlun um landgræðslu, er miðaði að því að græða með tÍQianum allt það land,. sem farið hefur í guðn og gi æSali- le^'t érj.þafa önnui:. blöð birt hverja greinina og frásögnina á fætur annarri um sandgræðsl- una og árangur hennar, og á þriðjudagskvöldið fékk útvarp- ið-Pál Sveinsson sandgræðslu- stjóra til þess að flytja mjög rösklegt ávarp í tíma þeim, sem ætlaður er svokölluðum frétta- auka. Það er skylt að láta í ljós ánægju yfir þessu. En jafnframt er tími til þess að ítreka það, að sér- fróðir menn verði látnir gera heildaráætlun um land- græðslu næstu áratugi. Við eigum á að skipa mönnum, Úr viöri verölft Júgóslavar létu stórveldin á lönd voru jafnilla leikin og Júgóslavía, er heimssty.rjöld- I inni lauk, og ekkert Iand í Norðurálfu hefur á sama hátt orðið að standa eitt og óstutt o? bjóða öllum heiminum byrg- inn. Sumarið 1948 var Júgóslavía algerlega bannfærð af Kom- inform vegna óhlýðni Títos við Rússastjórn, en jafnframt hefur Júgóslavía öll þessi ár og raunar lengur verið á svörtum lista hjá vestrænum stjórnmálaforingjum, af þyí að hún var kommún- istiskt land. Júgóslavar hafa því orðið að heyja alveg óvenjulega baráttu fyrir sjálfstæði sínu, bæði gagn- vart kommúnistaríkjunum og Vesturíöndum. En sú harða bar- átta hefur aflað þeim virðingar og aðdáunar hjá fjölmörgum, jafnvel einnig þeim yfirgangs- sömu og ráðríku stjórnmála- skálkum i austri og vestri, er hugðust knýja þá til undirgefni með fjandskap sínum. í einstæð- ingsskap sinum hafa þeir unnið sigur, svo að bæði austrið og vestrið hafa nú talið það hyggi- legast að slaka á klónni og við- urkenna rétt Júgóslava til þess að fara sinar eigin götur. Hinu pólitíska umsátri er að létta. Vesturveldin liafa tekið upp samninga við Júgóslava i ýmsum greinum, og Rússar hafa einnig séð sér þann kost vænstan að stuðla að eðlilegri sambúð. Júgó- slavar liafa sannað það, að þeir láta ekki beygja sig. Upphaf Júgóslaviu. Júgóslavneska rikið heitir nú Federationa Narodna Repu- blika Jugoslavija, og var það nafn gefið við Jýðveldisstofnun- ina í desembermánuði 1945. Landið er rúmir 250 þúsund fer- kilómetrar að stærð og fólks- fjöldi sextán milljónir. Upphaf- lega kom júgóslavneska ríkið til sögu eftir byltinguna í Austur- ríki og Ungverjalandi 1918, og var þá steypt saman tveimur rikjum, sem sjálfstæð höfðu ver- ið, Serbíu og Svartfjallalandi, og bætt við stórum hérúðum, er áður lutu Austurriki — Slóveníu, Króatiu, Slavóníu, Bosníu, Hersi- góvínu og Dalmatiu. Meginhluti fólksins mælir á serbneska tungu, en auk þess er einnig töl- uð þar slóvenska og ýmsar aðr- ar tungur, því að Júgóslavar eru sambland margra þjóðarbrota. og hefur þar vcrið talsverður rígur á milli. Þjóðir þær, sem nú byggja Júgóslaviu, þekkja útlcnda kúg- un og. harðstjórn af langri og biturri reynslu. í Sarajevo i ovartfjalialandi var Férdínand erkihertogi myrtur árið 1914, og sem hafa þekkingu og reynslu í þessum efnum, þeirra á meðal Pál sand- græðslustjóra, og það er skylda þeirrar kynslóðar, sem nú er uppi, að marka til frambúðar stefnuna í land- græðslumálunum og gera vemlegt átak til þess, að næstu kynslóðum verði skil- að í hendur stærra og betra íslandi cn hún tók við. Þetta er stefna þjóðvarnar- manna, og þótt hinir flokkarnir taki fálega ýmsum umbótamál- um þeirra, ætti landgræðslan, útfærsia nytjalandsins, að vera hafin yfir smásmugulegan og meinfýsinn flokkakryt. Stærra land, betra land — er það ekki kjörorð," sem allír sæmilegir. menn geta sameinazt um? Jjað morð var haft að yfirskini, er hcimsstyrjöldinni fyrri var hlgypt af stað. Miklar ofsóknir hófust þá í landinu, en sumir forystumcnn landsmanna kom- ust undan og mynduðu suður- slavneska stjórnarnefnd í Róma- borg, en siðar flutti hún aðsetur Tító. silt til Parísar og Lundúna. Iift- ir stríðið var ákveðið, að Alex- ander Serbaprins yrði konungur hins nýja rikis. Róstusöm ár. að var þó ekki nein rósa- braut, sem beið hins nýja ríkis. Fyrst var i mörg ár þing- að og Jirefað um landamæri Jiess, og kom þá hvað eftir annað til vopnaviðskipta. Króatar, sem eru fjölmennir í landinu, höfðu uppi kröfur um sjálfstæði, fasista- stjórnin á Italíu var stöðug ógn- un, þrætur vóru um Makedóniu, ráðherrar voru myrtir og loks afnam konungurinn stjórnar- skrána 1929 og fól hershöfð- ingja, er stjórnaði félagsskap, er nel'ndist lívita höndin, alræðis- vald. Þessu fylgdi )>að, að Serbar voru kúgaðir. I.oks var Alex-- ander konungur myrtur í Mar- seille á FrakkJandi 1984. Enn héldust átök í landinu, og var stjórnarfar oftast einræðis- kennt, og á árunum 1940—;1941 náðu nazistar þar undirtökum, unz uppreisn var gerð og Pétur II. varð konungur. Þá ruddust Þjóðverjar með her inn í land- ið og brutu Jiað undir sig á tvcimur vikum. Króatar lýstu ýfir sjálfstæði sinu, og landið .ýar allt hlutað sundur og landa- hiærútn ölluip margsinnis breytt á stríðsárunum, Suint lögðu Jtalir undir sig, annað Ungverj-, ar, en meginhlutinn l'aút þýzkri herstjórn. Tilkoma Títós. Júgóslavar reyndust ]jó ekki auðmjúkir þegnar hinna er- lendu herra. Leifar júgóslavn- eska hersins mynduðu frelsis- sveitir í fjöllum landsins, og var Mihailovic foringi þeirra í önd- verðu, nema í Króatíu, þar sem foringinn var Ribar, en hann fól manni að nafni Tító her- stjórnina. Sjálf rikisstjórnin flýði til Kanada og útncfndi sið- ekki buga sig ar Miltailovic hermálaráðherra sinn. En eftir Teheranráðstefn- una gerðist Jjað, að Bretar hættu að styðja Jiessa útlagastjórn, en veittu Tító viðurkenningu sina sem forystumanni Júgóslava. Hið sama gerði Pétur konungur árið 1944. Þó varð enn mikið þóf um það, hverjum bæri völdin, en i kosningunum, sem lialdnar voru 1. nóvember 1945 og ckki munu luifa verið scm lýðræðislegastar, náðu Tító og fylgisinenn hans 90% atkvæða, og árið eftir var Mihailovic tekinn af lifi og þjóð- nýtingú komiö á i landinu. Þá þegar komst Júgóslavía á önd- verðan meið við vesturveldin, ])ótt seinna kæmi á daginn, að l’ító hugðist ekki hcldur lúta boði né banni Rússa. Júgóslavar voru bannfæi'ðir á ráðstefnú í Búkarest 1948, meðal annars vegna ])ess, að Titó tók ckki jarð- irnar af bændum Iandsins, tók ekki til greina gagnrýni Rússa og setti af ráðherra, er beygðu sig fyrir Kominform. Endurreisn landsins. fXiitó hefur numið stjórnfræðí -Á sin i hörðum skóla, þar sem ekki var annars kostur en láta vopnin tala eða láta þjóðina ella farast i ragnarökum erlendrar harðstjórnar. Hann hefur líka látið sverðið og byssuna skera úr í deilum við landa sína i stjórnmálaefnúm. En ekki verð- ur þó betur séð en hann liafi fylgi þjóðar sinnar á bak við sig, þvi að á það hefur mjög reynt á árum einangrunar- innar, þegar öll grannríki og allir valdamestu menn lieimsins hefðu gjarnan kosið að steypa ,honum. En lýðræðisreglum á norræna visu fylgir liann ekki. Eftir striðið var þegar hafin endurreisn landsins, og unnu þá fyrst í stað sjálfboðaliðar frá mörgum löndum að mannvirkja- gerð. Júgóslavar héldu því starfi áfram cinir síns liðs, þegar vin- áttuna ])raut, sviptir viðskipta- samböndum og skilyrðum til lántöku erlendis. Ekki er vafi á því, að þjóðin liefur orðið að h'ggja hart að sér, en hitt er líka víst og sannað við vitnis- burði orlendra manna, er þekkja lil i Júgósláviu og ekki eru hlut- drægir, að kjör fólksins hafa stórum skánað, þrátt fyrir alla erfiðleika. Nú hafa Júgóslavar sigrað út á vj?S og losnað úr úlfa- kreppu bailnfæringarinnar, og þvi fylgiú von um bjartari tíma og betra lif til handa þeim þjóð- um, sem byggja þetta fagra land — eitt af fegurstu löndum. Norðurálfu. ENSK Karlmanna- fataefni eru komin. Saumum föt og frakka eftir máli. Fyrsta flokks vinna. Falleg snið. fiunnar A. Magnússon J klæðskeri. — Laugaveg 12. j

x

Frjáls þjóð

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.