Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 28.05.1955, Blaðsíða 2

Frjáls þjóð - 28.05.1955, Blaðsíða 2
2 FRJÁLS ÞJÓÐ Laugardagirm 28. maí 1955 ^JWVWVWWWWAWAAAVAVWSi^WWi VeggtjöM og silfursmði Sýning ein stendur yfir um þessar mundir í hringsal Þjóð- minjasafnsins, og standa að henni tvær konur. Barbara Árnason sýnir þarna allmörg veggteppi, sem hún hefur gert, en Ásdis Sveinsdóttir Thor- oddscn smiðisgripi úr silfri. Það mun flestum detta í hug, er þeir heyra minnzt á vcgg- teppi, að þarna sé um ísaum að ræða, sem frúin liafi setið yf- * ir af mikilli þolinmæði og tal- ið livert nálspor af hinni ýtr- ustu kostgæfni. Eða menn láta sér koma í lnig myndvefnað. En þarna er livorugt, lieldur hefur frú Barbara liaft þann hátt á að klippa myndir („silúettur") úr ýmislega lit- um dúk og sauma þær siðan á ofið klæði. En til að afmarka þær betur og gæða þær meiri svip, hefur hún saumað snúr- ur eða borða á jaðra mynd- anna. Engum, sein séð hefur teikn- ingar eða svartlistarmyndir Barböru Árnason, mun koma listfengi hennar og smekkvisi á óvart. Veggteppi liennar á sýningunni sanna það enn, hversu óbrigðulan smekk hún hefur til að bera, litasamsetn- ingar fallegar og þægilegar fyrir augað, ekkert nýstárlegar reyndar, en hreinn og tær blær yfir hverri mynd. Þær minna mann helzt af öllu á keramik-skreytingu. Heldur mun það fátitt liér á landi, að konur stundi silfur- smiði, en gott er til þess að vita, að ekki skuli allar konur láta hagleik sinn ónýttan. Frú Ásdís Sveinsdóttir sýnir nokkra silfurgripi, sem hún hefur smiðað, armbönd, liringa, liálsfestar, eyrnalokka, o. f 1., allt hina haglegustu gripi að sjá. Ekki fer frúin troðnar slóðir í iðn sinni, og er gott til þess að vita, svo að sýningarkössum hennar svip- ar ckki til verzlunarglugga gullsmiðanna hér i bæ. Þarna er ekkert víravirki og gljá- slípaðir steinar, heldur nýstár- leg form og gripirnir skreytt- ir íslenzkum steinum, sem margir eru einkar fallegir. Já, frúin skreytir jafnvel með rán- fuglsklóm (eða eru það hunds- klær?). En helzt mundi mann langa til að sjá meiri fjöl- breytni i formum, þessir fáu gripir, sem til sýnis eru, bera fulhnikinn keim hver af öðr- um. Ekki þannig að skilja, að neitt sé athugavert við það, en það hefði verið gaman að sjá fleira nýstárlegt, fjölbreyti- legri nýsmiði, vegna þess að maður sannfærist strax um getuna til þess. H. H. . ■WV-.VWW-.-W-.'W'WVwvws/wvww Framkvæmið stefnumálin Frh. af 1. síðu. ráðstefnur úti í heimi í um- boðú ríkisstjórnarinnar. KostnaSur vio sendiraðin. Hinn þáttur þessa máls er fjöldi sendiráðanna og kostn- aðurinn við þau. í fjárlögum þessa árs er hann áætlaður á þessa leið: Þús. kr. í Osló 345 - Stokkhólmi . 428 - Khöfn .... 366 - V.-Þýzkal. . 252 - Lundúnum . 595 - París 977 - Moskvu 1158 - Washington 700 isskrifstofa í New Blæöspin — fjórða íslenzka lauftréð 'IT'spihóll heitir bær í Eyja- firði, Asparvík bær á Ströndum. Eðlilegt er að á- lykta, að Asparvík á Strönd- um dragi nafn af rekaviði. En hvernig er til komið Espihóls- nafnið í Eyjafirði? Er það vitnisburður þess, að þar hafi aspir vaxið, er bænum var nafn gefið? Að því hniga nú aukin rök, því að blæöspin, populus tremula, hefur fundizt á fjór- um stöðum á landinu, þar sem sýnilegt þykir, að hún hafi hjarað frá landnámstíð. Það er því alls ekki ólíklegt, að blæ- ösp hafi verið hér alivíða, með- an skógar voru víðlendir. ★ TF^að er nú hálf öld síðan blæ- öspinni var fyrst veitt athygli. Árið 1911 sýndi Páll Jónsson, bóndi í Garði í Fnjóskadal, Stefáni Kristjáns- syni, skógarverði á Vöglum, einkennilegan runnagróður á gróðurlitum melfláka við lítið gil, skammt neðan við bæinn. jVoru þá sjö ár liðin frá því, að Páll uppgötvaði þennan gróður. Páverandi skógræktarstjóri, Kofoed-Hansen, fór samsum- ars með Stefáni að skoða þetta fyrirbæri, og kvað hann upp fcann úrskurð, að hér væri blæ- SJa og satnnincjar Viðtaistími kl. 5—7. Fasteignasala Sölvbólsgötu 14. Sími 6916. ösp fundin, og þótti það þá þegar nokkrum tíðindum sæta. ★ Oíðan líður fram til ársins ^ 1948. Ingólfur Davíðsson grasafræðingur er við gróður- athuganir austur í Fáskrúðs- firðL Hann kemur þar að bæn- um Gestsstöðum, og í samræð- um við bóndann þar, Eirík Stef ánsson, berst í tal kjarrgróður þar í Gestsstaðahlíðinni. Segir bóndi þá frá því, að þar í kjarr- inu vaxi kynlegir kvistir, er séu öðruvísi en birkikjarrið. Þegar á staðinn kom, sá Ing- ólfur þegar, að þetta var blæ- ösp. Blæöspin óx þarna víðs vegar um kjarrið á allstóru svæði, og þegar gömul kona á Gestsstöð- um sá asparkvistina, rifjaðist það upp fyrir henni, að hún hafði séð slíka teinunga víðs vegar um hlíðina. Síðan hefur blæöspin enn fundizt á tveimur stöðum. í fyrravetur sendi kennari á Austfjörðum Ingólfi þurrkaða asparkvisti, er vaxa á dálitlu svæði í kjarri í landi jarðar- innar Jórvík í Breiðdal, og síð- astliðið sumar fann sonur Sveins á Egilsstöðum á Völlum asparlund á ógreiðfærum stað í Egilsstaðaskógi. Það er fróðra manna álit, að ösp kunni enn að leynast víðar, þótt menn hafi ekki orðið hennar varir eða gefið henni þann gaum, að þeir hirtu um að grennslast eftir því, hvaða gróður þetta sé. ★ "jF^essar aspir eru yfirleitt lítils vaxtar. Asparmelurinn að Garðí í Fnjóskadal var girtúr og friðaður sumarið 1912, en samt sem áður hefur öspin þar litlum vexti náð, enda er vaxt- arstaður hennar ekki líklegur til þess að veita henni góð skil- yrði, Hins vegar hefur hún breiðzt talsvert út um melinn. I Gestsstaðahlíð og Jórvík vex öspin í lágu og kyrkingslegu beitarkjarri, sem er nálægt einum metra að hæð, og er þar keimlík að þroska og birkið, Lundurinn í Egilsstaðaskógi sker sig hins vegar úr. Aspar- hríslurnar vaxa þar nokkrar saman í hvirfingu, og eru 4—5 metrar að hæð, enda eru vaxt- arskilyrði þar öll betri og skjól af allháum birkiskógi. ★ ‘IT'nn vita menn ekki, hvort ■*^ blæöspin ber þroskað fræ hér á landi eða hvort hún við- heldur sér með rótarsprotum. í því sambandi er helzt litið vonaraugum til asparinnar í Egilsstaðaskógi. En hún bar ekki fræ í sumar. Á hinn bóg- inn eru asparhríslurnar þar á vaxtarskeiði, og þess vegna er ekki loku skotið fyrir, að þær geti borið fræ að ári eða að nokkrum árum liðnum. Þessar asparfundir allir valda því, að öspinni verður á næstu árum gefinn vaxandi gaumur. Hún hefur í þúsund ár farið huldu höfði í landinu, ef svo má að orði komast um rótfastan trjágróður. Sauðartönnin hefur öld fram af öld stýtt hana við rót, en þó hefur hún þrjózkazt við að deyja, jafnvel þótt allur annar gróður væri sorfinn burt og eftir væri ber melurinn, eins og i Gai’ði í Fnjóskadal. En nú er hún ekki lengur neinn vafa- gemlingur í íslenzku gróðurríki, heldUr viðurkenndur borgari — fjórða lauftréð, sem vaxið hefur á íslandi frá öndverðu. York 67 þúsund. Virðist sem sendiráðin ættu að geta annað að mestu þátt- töku í nauðsynlegum ráðstefn- um á erlendum vettvangi. En staðreyndirnar sýna, að þau spara lítið í því efni. Of mörg og dýr sendiráð. Um sendiráðin ber að sama brtmni og um sendinefndirnar. Þjóðin hefur ekki ráð á slíku óhófi. Sendiráðin eru dýrari en fleiri en þörf er á, því að við þeirra hlutverki gætu víða tek- ið ólaunaðir aðali’æðismerm, sem fúsir myndu til slíkra starfa sökum þess heiðurs og þeirrar aðstöðu, er slíku fylgir. En um þessar mundir er sér- stakt tækifæri til þess að fækka sendiráðunum og draga úr hóf- lausum útgjöldum til þeirra. Gamalt stefnumál Framsóknar. í þessu sambandi er vert að minna á, að það er gamalt stefnumál Framsóknarflokks- ins, sem nú fer einmitt meffi utanríkismálin, að fækka sendi- ráðum, svo sem frekast verður við komið. Um þessi mál var mjög skrifað í Tímanum fyrir nokkrimi árum og leidd að lþví full rök, að ekki þyrfti nema eitt sendiráð á Norðurlöndurn, Nú er eiimiitt þar óskipað eitt sendiherraembættf'ð, en í hin- um báðum menn, sem komnir eru á efri ár. Framsóknar- flokknum býðst því tækifæri til þess að koma frain göinlu síefnumáli, leggja begar niður eitt af þresnur sendiráðunum á Norðurlöndunum og marka þá stefnu til frambúðar, að þar skuli aðeins eitt sendiráð vera, Geri liann það ekki, bregzt hann því, sem hann hefur áður góðu hófi gegnir og miklu boðað í þessu efni. Blaðið ahhar FRJÁiS ÞJÓÐ hefur nú fengið 200 nýja áskrif- endur síÓan áskrifendasöfnunin hófst. Síðast í gær hríngdi sjómáður í jporpi á Vesturlandi til blaSsins og hað fyrír sex nýja áskrífendur. Nær samtímis hríngdi prentarí í Reykjavík og tilkynnti tvo áskrifendur. — Mikill fjárhagsstyrkur er fyrír hlaðið að 200 nýjum kaupendum, en mestu máli skiptir, að rödd þess nær nú til 200 nýrra heimila. En ekki má láta hér staðar numið. Blaðið verður að komast ti! enn fíeiri. Það gerist auðveldiega, ef margir leggjast á eitt. Stuðlum öll að því. Áskrifendasöfnun SÞremn verðlaun reitt Við undrírrit.... óskum hér með eftir að gerast áskrif- endur að FRJÁLSRI ÞJÓÐ. 1. 2. (Nafn) (Heimilisfang) (Nafn) (Heimilisfang) Safnandi: Til FRJÁLSRAR ÞJÓÐAR Skólavörðustíg 17, Reykjavík. UNGIR ÞJÓÐVARNARMENNI Látum það vera verkefni okkar að safna áskrifend- um að FRJÁLSItf ÞJÓÐ. — Leitum fyrir okkur meðal kunningja okkar strax í dag.

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.