Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 28.05.1955, Blaðsíða 8

Frjáls þjóð - 28.05.1955, Blaðsíða 8
8 FRJÁLS ÞJÓÐ Laugardaginn 28. maí 1955 Skcfjti irá Ftcreyingutit á Msiaitdi ; „Burtur vi5 Dönum, annars koma vit heim64 Oröahelgur Nú er orðið hljótt um lækna- •deiluna í Klakksvík og líkur til þess, að það mál leysist án írekari stórtíðinda. Ensvomikla athygli vakti læknamálið þar, að fyrirsagnir um væringar Bandaríkjamanna og Kínverja á Formósusundi þokuðu af for- .síðum heimsblaðanna og Bandungráðstefnan lenti í skugganum. Það voru ekki að- eins blöð á Norðurlöndum, sem höfðu þversíðufyrirsagnir um atburðina í Klakksvík, heldur einnig ensk, frönsk, hollenzk . og bandarísk blöð. Það voru líka fleiri en ungir Framsóknarmenn, sem sendu skeyti til Færeyja þessa daga. Hin frjálsa krabbameinsrann- sóknarstofnun Bandaríkjanna í Chicago sendi svolátandi skeyti: „Þið eruð táknmynd frelsis og réttlætis. Haldið vígi ykkar. Guð gefi, að þið megið sigra. Ameríka ætti að sýna slíka dirfsku og vernda frelsi kirkju .sinnar, vísindarannsókna og lækna. En það er látið ógert hér. Barátta ykkar er til fyrir- myndar. Andstæðingar ýkkar eru vondir menn. Ókristilegir stjórnmálamenn eru bölvun í öllum löndum. Við virðum ykkur meira en okkar elskuðu Ameríku. J. Sinclair, aðalritari." Gömul kona í Reykjavík sendi svolátandi skeyti: „Guð gefi ykkur styrk til þess að halda baráttunni áfram. Þeir ætluðu einu sinni að selja okkur, en enginn vildi kaupa.“ Þá kom þetta skeyti frá ís- landi til landstjórnarinnar: „Burtur við Dönum. Ann- ars koma vit heim. Föroyingar á íslandi.“ Fjórða skeyti frá íslandi hljóðaði á þessa leið: „Útlendir stúdentar við Háskóla íslands votta hér með samhug sinn með Færéyingum í þeirra gömlu baráttu fyrir sjálfstæði og frelsi.“ Sendendur voru tveir Svíar, Norðmaður, ítali og Spánverji. Stúdentafélagið í Lundi í Svíþjóð sendi einnig hvatning- arskeyti: „Haldið á!“ En frá Drammen í Noregi kom svo- látandi ráðíegging: „Hiv dansk- erne ut!“ Mörg þessara skeyta voru fest tipþ á torgum' og gatna- mótum í Klakksvík, Þórshöfn og víðar. En innan um voru svo önnur spjöld með kjörorð- um Klakksvíkinga, til dæmis þetta færeyska ávarp: „Hart móti hörðum eru einustu ráð.“ Eins og að líkum lætur leystu þessi átök öll úr læðingi anaa margra skálda og hagyrðinga í Færeyjum. En það fengu fleiri skeyti, ráðleggingar og hvatningar í Klakksvíkurmálinu en fær- eyskir aðilar. Danskur stjórn- málamaður fékk svolátandi skeyti frá kjósanda sinum: „Auglýsið Færeyjar til sölu begar í stað. Sláið af verðinu.“ Framhald á 6. síðu. ------------- Eigum við inni hjá Olíufélaginu ? í Tímanum hafa birzt dag eftir dag þær staðhæfingar, að Oliufélagið endurgreiði við- skiptamönnum sínum mestall- an ágóðann af olíu- og benzín- sölu sinni. Hverjir eru þeir viðskipta- menn, sem þessar endurgreiðsl- ur fá? Þeir skyldu þó ekki vera næsta fáir — með öðrum orð- um hluthafarnir í Olíufélaginu? Eða eiga beir, sem keypt hafa hjá Olíufélaginu olíu á trilluna sína eða til þess að hita upp húsið sitt eða benzín á bílinn íhald á undanhaldi MorgunblaðiS birtir 25. þ. m. grein úr brezka blaðinu „Observer" um stefnu tveggja að- alflokka Bretlands, Verkamanna- flokksins og íhaldsflokksins. Þar segir: „Báðir flokkarnir eru sam- mála um, að efnahagslíf lands- ins skuli byggjast á einstakl- ingsframtaki og þjóðnýtingu — báðar þessar stefnur geta þrifizt í sama þjóðféiagi og jafnvel orðið hvor annarri haukur í horni.“ ★★ Sósíalistiskir flokkar hala aldrei haldið öðru fram en þessu um þjóðnýlingu efnahags- lífs. Hins vegar er það alkunnugt, að íhaldsmenn allfa landa liafa til skannns tíma bannsungið hvers Gerið skil vii blaðiS Munið, að FRJÁLS ÞJÓÐ á engan annan bakhjarl en vel- vilja albýðu manna. Blaðið er íátækt og þarfnast áskriftar- gjalda sinna. Kaupendur úti á landi: Greiðið gjaldið umboðsmönn- um blaðsins, þar sem þeir eru til. en sendið blaðinu bað ella í bréfi eða póstávísun, Kaupendur ■' Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði, og þeir aðrir, sem á ferð eru í Reykjavík: Komið 1 afgreiðsl- una og greiðið áskriftargjaldið. Þeim, sem vildu sérstaklega hafa tal af gjaldkera flokksins, skal bent á, að hann er jafnan til viðtals i skrifstofunni að Skólavörðustíg 17 á laugardög- konar þjóðnýtingu atvinnurekstr- ar. Erfitt verður fyrir Morg- unblaðið að halda þvi fram, að íhaklsstefnan sigri i brezku kosn- ingunum, hvor flokkurinn sein gengur með sigur af hólmi. Þokast í áttina í landafræði Karls Finhboga- sonar er nefndur þjóðflokkur að nafni Túaregar í Saharaevði- mörkinni. Nú fjytur Eesbók Morg- unbíaðsins fróðleiksgrein um þjóðflokk þennan og néfnir hartn Tuaregs: „En Tuaregs, þjóðflokk- urinn, sem byggir Höggar, láta ekki sjá sig í borginni...... Tuaregs voru áður herskáir." Er þetta upphaf þess, að tekin verði upp i íslenzka tungu hin einfalda enska fleirtölu- mynd? * i þjónustu braskaranna Eftir átta ára linnulausa sam- stjórn Sjálfstæðis- og Framsókh- armanna lýsir Tíminn 25. þ. m. samstarfsflokknum á þessa leið: „Þá reyna þau (þ. e. blöð Sjálfstæðisflokksins) við hvert tækifæri að hamra á þeirri al- gcru lygakenningu,að flokkur- inn sé flokkur allra stétta, enda þótt allt starf flokksins beinist að því að þjóna fá- mennri klíku braskara og stór- gróðamanna í Reykjavík.“ Enginn verður þó jiess var, að linifurinn gangi á milli flokkanna í stjórnarsamstarfinu, enda vill Jón Pálmason óðnr og- uppvæg* ur gera einn flokk úr báðum. AFLIÐ LÍTIÐ fréttablað Laugardaginn í 6. vika sumars. ,Ekki kemur Dawson4 Dawson ætlaði, sem kunnugt er, að bjarga öllu við fyrir Islend- inga, þegar Bretar ■settu löndunarbannið .á islenzka fiskinn. Höfðu íslenzkir ráða- ménn mikið við þenn- ‘an öðling um skeið, ■en síðan hvarf hann skyndilega út úr Is- landssögunni. Minn- ing hans er þvi farin að mást. Á Siglufirði er það þó að verða að orð- taki, að ekki komi Dawson. En sínum Dawson hafa Siglfirð- ingar búizt við úr Reykjavik. Svo er mál með vexti, að Fram- sóknarútgerðarmanni •og frambjóðanda í Reykjavík, Hallgrimi Oddssyni, hafði verið heitið riflegum hluta af fé, sem fara skyldi til atvinnuaukningar á Siglufirði. En það bólar ekkert á garp- inum, þótt langur tími sé liðinn,, siðan honum var ánafnað viðreisnargullið. Af /skipakosti hans er hins vegar það að segja, að vélbáturinn Hærri bíiaskatt! Sagt er, að í bigerð sé að hækka til muna igjaldeyrisskatt af inn- fluttum bifreiðum. Fara bifreiðirnar að verða nokkuð dýrar, ■ef þaér ráðagerðir feoma til framkvæmda Bragi hefur verið i lamasessi undanfarin ár, Islendingur varð fyrir því áfalli í vet- ur, að vatn fraus á vélinni ogallt sprakk, sem sprungið gat, en Áslaug gekk til fisk- veiða frá Akranesi á vertiðinni. — Gerast Siglfirðingar lang- eygðir eftir því, að flotinn komi, og tuldra oft fyrir munni sér, er þeir ganga upp i brekk- urnar og hyggja að skipaferðum inn fjörð- inn: „Ekki kemur Dawson.“ MWMIVWAVAÍAil Á timabilinu frá þvi í októbermánuði í haust til júnímánaðar að ári skulu í fyrsta sinn fara fram í Ken- ýa kosningar til þings, ,sem skipað verður bæði hvítum mönnum og blökkum. Þetta er mikilvæg tilraun fyr- ir alla Afríku, því að hún er svar við kyn- þáttakúgunarstefn- unni í Suður-Afríku. En í framkvæmd- inni er slæmur hæng- ur á. 43 þúsund hvitir landnemar og stjórn- arstarfsmenn í Kenýa eiga að kjósa fjórtán þingmenn, 5,250 þús. blökkumenn, landsins raunverulegu börn, aðeins sex, 120 þús- und Indverjar og As- iumenn fjóra og fólk af arabískum upp- Ráðgáta Mann nokkurn vant- aði um daginn bremsubarka i bíl sinn. Hann leitaði til fyrirtækisins, sem fer með úmboð fyrir verksmiðjur þær, sem bíllinn er frá. Þar kostaði bremsubark- inn 89 krónur. Dag- inn eftir komst hann að raun um, að ann- að fyrirtæki flutti inn varahluti í þessa teg- und bfla með meðal- göngu erlends um- boðsaðila. Þrátt fyrir meðalgöngu hins út- lenda fyrirtækis kost- aði þessi hlutur ekki nema 43 krónur hjá honum. runa tvo. 1 ríkisstjórn, sem þetta þing velur, eiga að vera þrír Norðurálfumenn, tveir Asíumenn og einn blökkumaður. Sókiiaiuöi’k Reykjavík er sem kunnugt er margar kirkjusóknir, og sums staðar ræður sjón- hending sóknaskilum. Ber þá við, að sókna- mörk liggja þvert í gegnum hús, og er það mesta vandamál að greina réttilega á milli, til hvaða sókn- ar fólk það skal telj- ast, sem í slíkum hús- um býr. — Það eru mörg vandamálin i þéttbýlinu. Skref — en stutt stigið iinn, inni ágóðahlut hjá Olíu- um klukkan 3—5. Hann élaginu? Vilja ritstjórar Tím- tekur á móti flokksgjöldum, selur skuldabréf blaðsins og veitir blaðgjöldum móttöku, ef óskað er. ms gefa okkur ávísun á þenn- m ágóðahlut? Þ. Þ. í Austurbænum. FRJALSRI ÞJOÐ nýrra áskrifenda rAV.V-VVV-VVVAVW-WAWV^AftiVW.VAVVW. Lögbrotaferill ríkisstjómarmnar: Leynisamningarnir óbirtir enn 64 frá 16. desember 1943, fyrstu grein, segir svo: í A-deild Stjórnartíðinda SKAL BIRTA lög öll, tilskipan- SAMNINGA VIÐ ÖNNUR RÍKI og eðlis, sem rit eru gefnar af æðsta 66 í lögum nr. ff ir, opin bréf, auglýsingar, aðrar tilkynningar almenns handhafa framkvæmdarvaldsins. í útvarpsumræðunum á dög- unum sýndi Gils Guðmundsson fram á það, að ríkisstjórnin hefði brotið þetta lagaákvæði með því að birta ekki samninga þá, sem Kristinn Guðmundsson utanríkisráðherra gerði við Bandaríkjastjórn í fyrra um framkvæmd hernámssamnings- irjs. Enda bótt ríkisstjórninni hafi hannig verið ótvírætt sannað í áheyrn allrar ’þjóð- HAFÞÓR GUÐMUNDSSON dr, jur. Málflutningur, lögfræðileg | aðstoð og fyrirgreiðsla. | Austurstræti 5, V. hæð. } Sími 7268, heimasími 80005. j arinnar, að leynisamningar við önnur ríki eru bannaðit að íslenzkum lögum og dráttur liennar á bví að birta viðbótarsamninginn óum- deilanlegt lagabrot, bólar alls ekki á bví, að hún ætli að bæta fyrir afglöp sín og yfirtroðslur við landslög með bví að birta samning- inn. Nú getur hún ekki borið því við, að hún viti ekki um þessa lagaskyldu sína. Þessi framkoma ríkisstjórn- arinnar er talandi dæmi ura það, hvernig hún brýtur lög og rétt, þegar hún þykist þurfa að dylja verknað sinn eða koma því fram, er henni þóknast. (Samanber kosningu Vilhjálms Þórs í Áburðarverksmiðju- stjórn). Siíkt virðingarleysi ríkisstjórnar fyrir landslögum mun hvergi þekkjast í Vestur- Evrópu né í þeim löndum öðr- um, þar sem lýðræðishugsjónir eru virtar. Það verður að leita til Mið-Ameríku eða Suður- Ameríku til þess að finna lýð- veldi, þar sem slíkir atburðir gerast. ----♦----- PrentaradeHan óleyst Þegar blaðið fór í prentun, var allt í óvissu um bað, livort nýir samningar myndu nást i milli prentara og prentsmiðju- eigenda um kaup og kjör, áður en gömlu samningarnir ganga | úr gildi. Verði ekki komið á | sánikomulag að morgni hins 1. júní, stöðvast vinna í prent- smiðjum. Þegar þetta er skrifað, er því ekki víst, hvort FRJÁLS ÞJÓÐ getur komið út í næstu viku.

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.