Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 28.05.1955, Blaðsíða 7

Frjáls þjóð - 28.05.1955, Blaðsíða 7
Laugardaginn 28. maí 1955 FKJÁLS ÞJÓÐ Áskorun til íslenzkra mæðra Tnf til vill er það' ekki í mín- um verkahring að skrifa greinar um uppeldismál í blöð- in. En svo lengi má brýna deigt járn, að bíti um siðir, og ég get ekki stillt mig um að hætta mér út á hinn hála völl rit- mennskunnar og senda nokkur orð sem áskorun til allra ís- lenzkra mæðra. Það er mikið rætt og ritað um unglingana og ekki að á- stæðulausu. En ég hef verið að undra mig á þvi, hve sjaldan er minnzt á yngri börnin í beinu sambandi við vandamál unglinganna. Að mínu áliti er unglingur á villigötum bein af- leiðing mistaka í uppeldi barasins. En það var ekki meiningin að fara að skrifa um uppeldismál almennt, heldur aðeins eitt af hinum óteljandi vandamálum, er steðja að upp- alendum nú í dag, og það af þeim, er hlýtur að liggja þyngst á hjarta hverrar móður á þess- ari stríðsöld. ★ TTafið þið hugleitt, hvaða af- leiðingar það getur haft, að barnið skuli vera farið að leika sér að því að þykjast drepa menn, um leið og það kemst á stjá? Og þegar barnið stækkar, fær það að fara i kvikmyndahús á sunnudögum. Hvað sér það þar? Morð, morð og aftur morð. Hvert er mark- miðið? Hvert stefnir? Til glöt- unar. Barn, sem leikur sér að þvi að drepa menn, frá því það fer fyrst að skynja hlutina í kring- um sig, horfir á svona sér til skemmtunar og sunnudagsupp- byggingar, að menn eru myrtir á kvikmyndatjaldinu, — því finnst um síðir ekki annað eða meira að drepa menn heldur en að aka bíl eða mjólka kýr. Hvernig á barnið allt í einu að skilja mun góðs og ills, ef bví er ekki kennt það í bernsku? Það eru leikirnir, sem fyrst og fremst móta barnssálina. Einmitt leikirn- ir eru öruggasta leiðin að hjarta barnsins. Barnið lifir sig inn í leiki sína, fyrir því er leikurinn, ímyndúnin, raunveruleiki. Það getur ekki skilið, hversu oft sem við segjum því það, að maðurinn í bíóinu sé ekki dauður, þó að þau sjái hann detta og veltast í blóði sínu. Eflaust mun nú einhver segja, að þetta séu öfgar, en það er ekki rétt, því miður. Ég á ekki við, að hvert mannsbarn, sem nú er að alast upp á ís- landi, verði harðsvíraður glæpamaður, morðingi eins og þeir, sem dregnir eru fyrir lög og dóm og látnir taka út sína hegningu. Ég á aðeins við það, að við erum að framleiða her- menn, menn, sem geta myrt milljónir, án þess að þeim detti nokkurn tíma í hug, að þeir séu að gera eitthvað rangt. ★ IT'innst ykkur ekki ósmekk- legt að tala um framleiðslu á mönnum. Jú, vitanlega. Það finnst mér líka. En hvað er það annað, þegar við látum taka drengina okkar og hervæða ungar sálir þeirra, stöndum aðgerðarlausar hjá meðan stríðsundirbúningur og áróður flæðir yfir landið okkar í gervi leikfanga og kvik- mynda? Litli drengmrinn þinn, sem leikur stríðsleik alla sína bernsku, á sér að öllum lík- Mjarakaup : 10 bækur fyrir 85 kr. Eftirtaldar 10 bækur eru seldar allar saman fyrir kr. 85,00: Drottningin á dansleik keisarans, hugðnæm ástarsaga eftir hinn heimsfræga rithöfund Mika Waltari. — í kirkju og utan, ræður og ritgerðir eftir sr. Jakob Jónsson. íslandsferð fyrir 100 árum, ferðasaga þýzkrar konu, sem heimsótti ís- land fyrir éinni öld síðan. — Myrkvun í Moskvu, endur- minningar hins kunna brezka fréttamanns, Paul Wintertons, fré margra ára dvöl í Sovétríkjunum. — Silkikjólar og glæsimennska, spennandi skáldsaga eftir Sigurjón Jónsson. Sumarleyfisbókin, leiðbeiningar um ferðalög og útivist, smásögur, söngtextar o. fl. — Svo ungt er lífið enn, heill- andi skáldsaga frá Kína eftir kunna ameríska skáldkonu, Alice T. Hobart. — Undramiðillinn Daniel Home, frásagnir af miðilsferli frægasta miðils í heimi. — Uppreisnin á Cayolte, óvenjulega spennandi saga um uppreisn og voveif- lega atburði á sjó. — Við skál í Vatnabyggð, nútímasaga frá Bandaríkjunum, dularfull og spennandi, Framantaldar bækur eru samtals tæpar 2000 bls. Sam- anlagt útsöluverð þeirra var upphaflega kr. 254,00, en nú eru þær seldar fyrir aðeins kr. 85,00, allar saman. Hér er því um að ræða óvenjulegt tækifæri til að gera góð bóka- kaup. PÖNTUN ARSEÐILL: Gerið svo vel og sendið mér gegn póstkröfu 10 bækur fyrir samtals kr. 85,00, samkvæmt auglýsingu í Frjálsri þjóð. (Nafn) ................................. (Heimili) .............................. Útfyllið pöntunarseðilinn og sendið hann i bréfi. Skrifið greinilega. llók tun ar k ajVurin n Skólavörðustíg 17! -— Reykjavík. — Pósthólf 561. WWMWWWWWVWWWWWWWWWWSVWWWWWS indurn ofurlítinn draum um að verða einhvern tíma stór, ganga í her og drepa marga, marga menn. Maður getur grátið af skömm og vanvirðu við tilhugsunina eina saman. íslenzkar mæður, hvað get- um við gert? Stöndum við ekki varnarlausar gegn þessum ó- skapnaði og þeim glundroða, er ríkir í uppeldismálum þjóðarinnar? Nei, við erum ekki varnar- lausar, ef við aðeins minnumst þess, að uppeldismálin eru í okkar höndum. Við megum ekki gleyma, að það er næst- um allt hægt, ef viljinn er nógu sterkur og samheldnin nógu mikil. Og við verðum ætíð að hafa það hugfast, að það erum við, sem erum að skapa næstu kynslóð og að við getum að nokkru leyti kennt sjálfum okkur um, hvernig komið er. En enn þá er ekki of seint að taka í taumana. Við meg- um ekki láta börnin okkar alast upp af sjálfu sér. VIÐ eigum að ala bau upp. VIÐ berum ábyrgðina. Það er sama, hve miklar annirnar eru, við höfum alltaf tíma til að tala við börnin okkar, hvort sem við stöndum við þvottabalann eða eldavélina eða liggjum á fjórum fótum í óhreinu gólfinu. Við meg- um aldrei gleyma bví, að það erum við, sem vinnum göfugasta og mikilvægasta starfið í bjóðfclaginu, upp- eldisstarfið. Látum ekki dýrtíð, annir og Vefarinn mikli — Framhald af 3. síðu. að köngurlóaættin krefst við- halds eins og annað jarðarlíf. Honum er betra að gæta allrár varúðar. Þess vegna verður hann að rækja sitt ætlunar- jafnvel allsleysi trufla okkur í starfinu. Látum ekki morð- varga og stríðsæsingamenn eyðileggja allt okkar ævistarf og grafa ræturnar undan ís- lenzku þjóðfélagi. Spyrnum við fótum og hættum að kaupa drápstæki að leikföngum fyrir börnin okkar. ★ ‘t’n hvað skal gera, á meðan gluggar verzlana eru full- ir af skrautmáluðum skotvopn- um? Ekki dugar, að ein og ein móðir banni barni sínu að leika sér með leikföng, sem flest önnur börn leika sér að. Barnið verður afskipt og fer í felur með leiki sína, og er þá verr farið en heima setið. Það, sem við getum og eigum að gera, er að standa saman eins og einn maður og hætta ALLAR að kaupa þessi leikföng. Því má ekki afgreiða þetta mál á sama hátt og „hasarblöðin“, sem nú eru sem óðast á undan- haldi? Það hlýtur að vei'a áhuga- mál hverrar móður að gera barnið sitt að nýtum og góð- um þjóðfélagsþegn. Eða á það að verða hlutskipti íslenzki-a mæðra að ala upp stríðsmenn, morðingja? Ég spyr. 29. apríl 1955. Þ. S. G. tJr víðri verold Framh. af 4. síðu. Hugmyndin mikla. Ifm þessar mundir átti járn- U brautarfélag í Angóla í þvargi við erlenda hluthafa, og það fékk Reis til þess að jafna ágreinings- atriðin. Þetta félag átti i fórum sinum meira en eina milljón króna i gulli, er ætlað var til greiðslu á skuldum. Reis lét kjósa sig formann félagsstjórnarinnar, og síðan aflienti liann námafélagi sínu gullið. Þetta komst þó upp, og liann var settur í gæzluvarð- hald. Þetta var í júlímánuði árið 1924. í fangelsi las Reis það i blöð- um, að Þýzkalandsstjórn liefði látið prenta milljarða marka til þess að reyna að fleyta fjármál- um lands síns. Og nú fékk hann vini sina til þess að afla vitneskju um fjármálastefnu Portúgals- banká. Þá koin i Ijós, að bank- inn hafði látið prenta miklu meira af seðlum en heimilt var að lögum. Mest af peningunum var gert i Portúgal, en 500 og 1000 escúdóa seðlar hjá Watcrlovv & Sons í Lundúnum. Reis hafði komið aúga á nýja fjáraflaleið. Ævintýrið mikla hefst. unni í þágu nýlendustjórnarinnar í Angóla. Sjálfur falsaði Reis öll skjölin, nema hvað skilriki feng- ust frá sendiherra Portúgals í Haag. Bankánn stofnaði liann til þess að koma liinum nýju seðlum skjótt í umferð á þann hátt, að ekki vekti tortryggni, og honum stýrði liann sjálfur. Marang sendi hann hvað eftir annað til Lund- úna eftir meiri peningum. Að kaupa þjóðbanka. Mokkrum mánuðum siðar var Reis sýknaður. Hann hófst þegar handa og valdi sér þrjá að- stoðarmenn — Hollendinginn Karel Marang van Ysselveere, José Bandeira, bróður sendilierra Portúgals i Haag, og Þjóðverj- ann Gustav Hennies, sem haft liafði með höndum fjármálastörf i Suður-Ameríku. Marang og Bandeira blekkti hann þó með því, að hann ynni að seðlaútgáf ¥afnframt þvi sem Reis sýslaði * þetta, keypti hann i kyrrþey hlutabréf þjóðbankans, og brátt átti liann orðið svo mikið undir sér, að sú stund nálgaðist, að liann gæti sölsað undir sig aðalbanka- stjórastarfið. í októbcr 1925 liélt liann til Angóla og átti þar miklar við- ræður við nýlendustjórann um stórframkvæmdir, en nafn hans liafði liann falsað á Lundúna- skjölin. Hét Reis fé til járnbraut- ar frá koparnámunum við Bembe til strandar og nýlendubyggðar fyrir mörg þúsund Portúgala. En meðan þessu fór fram, höfðu bankastjórar þjóðbankans upp- götvað, að Reis vann að þvi að steypa þeim af stóli. Það var undirrót þess, að gerð var lúis- rannsókn hjá banka lians. Fangelsi — og aftur fangelsi. verk eftir hálfgerðum króka* leiðum. I Áður en köngurlærnar para sig, spinnur karlanginn ofur- lítið net, og við það safnar, hann frjói sínu, er hann síðan tekur til geymslu í belg við kjálka sér. Að loknu þessu' dundi fer hann að reyna að nálgast Sigríði stórráðu, en það er meiri háski en mann skyldi gruna. Liggi illa á húsmóður- inni eða þyki henni karlinn’ ófýsilegur, leggur hún hann í einelti, og nái hún honum, drepur hún hann og étur. En jafnvel þótt hún taki honum vel í fyrstu, er vanséð, hvernig karl kemst frá ævintýri sínu. Hann reynir að skjótast burt sem hraðast að ætlunarverki sínu loknu, því að annars fær hann rekkjulaunin goldin í heldur ógirnilegri mynt. Eins er betra fyrir hann að spjara sig, því að annars er hann dauðans matur. Svo harð- ur er húsaginn á því heimiii. • Qú er bót í máli, að karlinn ^ er laus allra mála, ef hann kemst heill á húfi frá þessum stói-ræðum. Húsfreyjan gerh' sér net og bú og býr um eggin í sérstöku hreiðri. Sumar köngurlær bera þó eggin með sér, en aðrar láta þau í jarð- holur, undir steina eða klukk- ur milli laufa í námimda við veiðinetið. Þegar ungarnir skríða úr egginu, eru þeir lif- andi eftirmynd foreldranna. Þeir stækka, en breytast lítið, þótt þeir hafi hamskipti nokkr- um sinnum, áður en þeir ná fullum þroska. Meðan þeir eru smáir, hefur móðirin þá stund- um á baki sér, og ef til vili hefur lesandinn einhvern tíma séð það sem barn á berjamó, hvernig köngurlóarmóðir, sem skyndilega hefur orðið fyrir ó- næði, grípur börnin sín í fang- ið og forðar sér með þau í of- boði. En hún flýr ekki fyrr en hún hefur bjargað ungviðinu. Hún er grimm, en elur í brúnu brjósti hina sömiu móðurást alls óspillts kveneðlis. Annars getur verið lærdóms- ríkt að athuga viðbrögð köngurlóa, þegar hættu ber að höndum. Þær eiga sína óvini og þá skæða, til dæmis ýmsa fugla. Beri að hættu, flýja þær auðvitað í snatri, ef þess er kostur. Oft fleygja þær sér til jarðar á þræði. En ekki er það þó alltaf. Þær geta átt það til að beita brögðum. Stundum liggja þær grafkyrrar sem dauðar væru og reyna á þann hátt að forðast að vekja á sér athygli. — Komist þær, greyin, sem flestar heilar á húfi frá óvinum sínum í sumar. Uú var liinn mikli framkvæmda- maður tekinn fastur. En liann ýar ekki af baki dottinn. I fang- elsinu tókst honum að falsa marg- visleg skjöl, sem áttu að sanna, að bankastjórar þjóðbankans væru sökudólgarnir, en sjálfur -sætti hann pólitiskum ofsóknum Portúgalska þjóðin skiptist í tvo hópa — meb honum og móti. Og í fimm ár var málið á döfinni. £ maimánuði 1930 meðgekk Reis loks og var dæmdur i tuttugu ára fangelsi. Árið 1946 var liann látinn laus og fór til Braziliu. En honum var ekki lileypt í land, heldur endur- sendur, þótt hann krefðist Úr- skurðar hæstaréttar. í mörg ár var hans siðan að engu getið, En nú er hann aftur kominn i fangelsi. Fyrir fáum mánuðmn var hann dæmdur til fjögurra árit tukthúsvistar fýrir ofur lágkúru- leg svik i sambandi við kaffisölu.

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.