Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 28.05.1955, Blaðsíða 4

Frjáls þjóð - 28.05.1955, Blaðsíða 4
FRJÁLS ÞJÓÐ Laugardaginn 28. maí 1955 * FRJÁLS ÞJÓÐ Útgefandi: Þjóðvarnarflokkur íslands Ritstjóri: Jón Helgason, sími 6169. Afgreiðsla: Skólavörðustíg 17. Rvík. Sími 2923. — Pósthólf 561. Áskriftargjald kr. 6,00 á mánuði. — Verð í lausasölu kr. 2,00. Félagsprentsmiðjan h.f. Breytt kjördæmaskipun Úr vííðri reröid Portógalinn, er ætlaði aö kaupa þjóðbanka þessi síðustu misseri hafa íslendingar hlotið ríkulega uppskeru fullþroskaðra ávaxta af limríku tré íslenzkrar fjármálastarf- semi: Átján milljónir í Austurslræti, 1200 þúsund í Olíufélaginu, 1100 þúsund í Ingimarsskólanum, nokkur hundruð þúsund hjá Helga Benediktssyni og auk þess okurmálin, Vatneyrarmálið (sem virðist hafa týnzt í rannsókn), og mörg fleiri glóaldin, er ekki hafa verið borin fram á fati. En þótt þetta sé stórmannlegt á ís- lenzka vísu, vantar samt þann rómanska tignarsvip er ger- ir fjármálahneykslið að ódauðlegu ævintýri. Við skulum því litla stund bregða okkur suður í Portúgal, þótt úr ýmsu sé að moða heima fyrir. Innan Framsóknarflokksins hefur verið látinn í Ijós ótti við það, að flokkurinn tapi fylgi í næstu kosningum. Aðalblað Framsóknarflokksins, Tíminn, tilnefndi í forystugrein í fyrra- haust sjö eða átta þingsæti, er það sagði í hættu. Erindrekar Framsóknarflokksins, sem á ferðalagi eru um landið, hafa talað óspart um þessa hættu, og í útvarpsumræðunum á dögun- um kom einnig fram hjá ræðu- mönnum Framsóknarflokksins, að hugsanlégt væri, að Sjálf- stæðisflokkurinn næði meiri- hluta þingmanna í næstu kosn- ingum. Nú vita allir, að Sjálf- stæðisflokkurinn hefur verið ' og er í miklum minniliiuía ! í landinu. Hann hefur ekki I nema rúman hriðjung kjós- enda á bak við sig. Engum dettur í hug, að hann hafi unnið á síðustu misseri. Kvíði Framsóknarforingj- ( anna byggist á því, að hann I hafi tapað tiltölulega minna i en Framsóknarflokkurinn í ! kjördæmuin úti á Iandi og geti með fjáraustri í fá- mennuni kjördæmum svælt ' til sín meirihluta þingmanna með stórum minnihluta at- kvæða. I útvarpsumræðunum á dög- unum gerði Gils 'Guðmundsson Framsóknarflokknum tilboð fyrir hönd Þjóðvarnarflokksins. Hann hét samvinnu Þjóðvarn- arflokksins við* Framsóknar- fiokkinn um það að breyta á sanngjarnan hátt kjördæma- skipuninni, ef raunverulega teldist hætta á því, að einn flokkur næði, í skjóli fjármagns síns og smæðar kjördæmanna, meirihluta meðal kjósenda í landinu. Þjóðvarnarflokkur íslands er algerlega aíidvígur því, að lögum sé skipað með tilliti < til flokkshagsmuna. En sé raunveruleg hætta á því, að stjórnmálaflokkur fái kos- • inn meirihluta þingmanna með aðeins þriðjung at- kvæðamagnsins í Iandinu á bak við sig, bá er lýðræðið sniðgengið og rík ástæða til - mótaðgerða. Slik kjördæmabi-eyting, sem Þjóðvarnarflokkurinn . hefur boðizt til að vinna að méð Framsóknarflokknum, þarf ekki að rýra sanngjarnan hlut landsbyggðarinnar. Vegna sér- eðstöðu Reykjavíkur til áhrifa á stjórnarfarið, umfram beinan atkvæðisrétt íbúanna, má eðli- legt heitá,- að þar þurfi fleiri kjósendur bak við hvern þing- mann en í afskekktum héruð- um. Vandinn væri þá að finna eðlilegt 'hlutfall þar á milli, en minna má á, að með uppbótar- kerfinu fær Reykjavík nú raunverulega 11—13 þingmenn, auk þess sem þorri allra þing- manna er þar búsettur. Eðlilegt virðist, að kjördæmi Sitan R^ykjáý&uf ' yrðu thuh; stærri en nú tíðkast, því að með þeim hætti má bezt verjast því, að skefjalaus áróður og fjár- austur úr kosningasjóðum geti riðið baggamuninn með örfáum atkvæðum. Peningakosningum af því tagi, er Sjálfstæðisflokk- urinn hefur tekið upp, er mikl- um mun örðugra að koma við í stórum kjördæmum. Framsóknarflokkurinn hefur ekki enn svarað tilboði Þjóð- varnarflokksins, enda eðlilegt, að hann þurfi nokkurt ráðrúm til þess að velta málinu fyrir sér. En álíti leiðtogar Fram- sóknarflokksins í rauninni yfirvofandi þá hættu, að Sjálfstæðisflokkurinn geti í skjóli kjördæmaskipunar- innar marið meirihluta þingsæti út á það eitt, að fylgi hans liafi hrakað hlutfallslega minna en Framsóknarflokksins, þá er hess að vænta, að Fram- sóknarmenn hafni tilboðinu ekki, án þess að kannað sé, hvaða breytingar flokkarnir gætu orðið ásáttir um. ★ Við vegamót ? Fyrir nokkru birtist í Þjóðviljanum athyglisverð heil- síðugrein um nauðsynina á því, að vinstriflokkarnir þoki til hliðar ágreiningsmálum, er gerir samstarf þeirra ókleift, og taki upp stjórnarsamvinnu á vinstri grundvelli. Ber það til tíðinda, að í þessari Þjóð- viljagrein er rækilega bent á, að vegna Moskvutrúar sinnar hafi kommúnistar verið einangraðir í þjóðfélaginu og leiðtogar Framsóknarflokksins og Al- þýðuflokksins síðan ginntir af bragðarefum íhaldsins til sam- ' vinnu við það. Síðan bendir greinarhöfund- ur á, að sumir hafi dálæti á Norðurlöndum, aðrir á Ráð- stjórnarrikjunum og enn aðrir hafi mætur á bandarísku þjóð- inni. Síðan segir: „Vinarhugur til annarra landa er eðlilegur, en það er hins vegar óeðlilegt, að við- horf til erlendra ríkja skipi íslendingum í flokka eða varni þeim að gcta unnið saman. Þar eiga íslenzk sjónarmið ein að ráða. Vinstriflokkarnir fjórir eiga samleið, a. m. k. eiga kjós- endur þeirra samleið, hvað sem leiðtogum þeirra líður. Leið þeirra liggur í allt. aðra átt en leiðir íhaldsmanna.“ Það er nýstárlegt, að slík ummæli birtast á síðum Þjóð- viljans. Þar kemur hvort tveggja greinilega fram, að Moskvutrú hinna innlifuðu kommúnista sé bölvaldur ís- lenzks þjóðfélags og sagt skýru'm orðum, að íslenzk sjónarmið eigi .ráða fl'okkaskiptmgu. ; , í Stóra-AVincliesterstræti 26 í Lundúnum er gamalt og virðu- legt fyrirtæki, Waterlow & Sons, sein prenlar peningaseðla fyrir erlend riki. Eins og gefur að skilja, þarf slíkt fyrirtæki oft að umgangast viðskiptavini sína af skilningi og nærgætni, því að við ríka er að etja. Hjá þcssu fyrir- tæki er það, að við hefjum Portú- galsför okkar. Gestur hjá Waterlow. pjórða dag désembermánaðar 1924 kom virðulegur, hollenzk- ur kaupsýslumaður, Karel Marang van Ysselveere, á fund herra Vil- hjálms Waterlows og kynnti sig sem sérlegan erindreka portú- gölsku rikisstjórnarinnar. Hann sýndi trúnaðarskjöl sin og tjáði forstjóra peningaprentsmiðjunn- ar, að þjóðbankinn portúgalski þyrfti tafarlaust að láta prenta 200 þúsund 500 escúdóa seðla. Af stjórnmálalegum ástæðum yrði þetta að fara mjög leynt, og þess vegna hefði forstjóri þjóðbankans fremur kosið að láta leynilegan erindreka fara með jicssi mál en fela þau umsjá portúgalska sendi- ráðsins. Villijálmur Waterlow var fús til þess að taka að sér prentunina, enda staðfesti forstjóri jijóðbank- ans í Lissabon þessi tilmæli og gerðir væru venjulegir samning- ar. Hollendingurinn lineigði sig kurteislega og liét þvi, að öll gögn skyldu þegár i stað koma frá Lissabon.- Framhald sögunnar. Mæstu vikur bárust hin virðu- legustu skjöl frá Lissabon, allt trúnaðarmál. Meðal þeirra var bréf mcð innsigli og undirskrift Camachos Rodrigues, forstjóra þjóðbanka Portúgals, og umboð til lianda Marang að taka við pen- ingunum og koma þeim til Lissa- bon, þar sem þeir skyldu afhend- ast trúnaðarmönnum ])jóðbank- ans og ríkisstjórnarinnar og send- ast síðan til portúgölsku nýlend-. unnar Angóla i Vestur-Afriku. Þar sem þá átti einvörðungu að i.'ota i Angóla, voru notuð sömu mót og númer og á seðlum, er áð- ur höfðu verið prentaðir fyrir Portúgal. Sjálfur ætlaði þjóðbank- inn að láta yfirprenta þá með orðinu „Angóla“. Sanmingurinn um prentunina kom undirritaður af landstjóranum i Angóla og þekktustu bankamönnum Portú- gals. Síðan voru prentaðir seðlar, sem að verðgildi jafngiltu um fimmtíu milljónum íslenzkra króna, og afhentir Marang, er flutti þá til Lissabon i farangri, sem var ekki tollskoðaður, þvi að maðurinn var heiðurs-ræðismað- ur Persa i Haag. Á næsta ári voru prcntaðir á sama hátt seðlar, sem námu ti- faldri þeirri fjárhæð, er byrjað var með. Borgin hrynur. pimmta Mag .deseiabermánaðar 1925 gerði, po.rtúgáláka reglan lnisrannsókn í Óportó hjá útbúi nýs banka, er gerzt liafði mjög umsvifamikill. Fyrirtæki þetta var grunað um ólögmæta meðferð erlends gjaldeyris. Við húsrannsóknina fundust ekki aðeins sterlingspund og dollarar, heldur einnig kynstrin öll af 500 escúdóa seðlum þjóð- bankans — mörg þúsund bindi. Allt geymslurými var fullt af slíkuin seðlum. Sérfræðingar sáu þegar, að seðlarnir voru ekki falsaðir, en samt var liald lagt á þá, og þegar þeir voru bornir saman við sams konar seðla, er þjóðbankinn hafði sjálfur í fór- um sínum, fundust fjórir seðlar með sama númeri. 7. desember komst allt i upp- nám i Portúgal, því að þá fluttu blöðin tíðindin. Fólk þyrptist í bankana með 500 escúdóa seðla, er það heimtaði innleysta, portú- gölsk mynt féll óðfluga á erlend- um peningamarkaði og Portúgals- stjórn sat dag og nótt á ráðstefn- um. Rannsókn málsins leiddi i ljós, að hinn nýi banki hafði verið stofnaður með hinum sviknu pen- ingum, en auk þess hafði glæfra- maðurinn, sem að þessu stóð, keypt ókjörin öll af hlutabréfum í mikilvægustu fyrirtækjum Portúgals, sölsað undir sig mikl- ar jarðeignir og liafizt til mik- illa valda. Loks hafði hann kórón- að verk sitt með því að kaupa FYRIR hálfri öld voru ítalir ein frjósamasta þjóö heims. Árið 1901 fœddust þar 32,1 bar?i á hverja þúsund íbúa. Árið 1936 var þessi tala komin niður í 22,4. Árið 1953 var talan 17,2 á hvert þúsund. Barnsfœðingum á Ítalíu hefur því fœkkað um nœr helming á rösklega fimm- 'tíu árum. ★ BANDARÍSKAR rannsóknir, sem gerðar voru í síðasta stríði, sýndu þá furðulegu niðurstöðu, að aðeins 12— 20% hermanna, sem sendir voru til áhlaupa eða vörðust í fremstu víggröfum, hleyptu nokkru sinni skoti úr byss- um sinum. Sjáljur Marshall hershöfðingi stjórnaði rann- sókn á þéssu fyrirbœri. Hann komst að raun um, að menn, sem pnjddir voru œðstu heiðursmerkjum fyrir hug- prýði og hreysti, vorú í hópi þeirra, er aldrei skutu. Með því að koma hermönnunum til þess að öskra og œpa sig mcginhlutann af hlutabréfum þeim í þjóðbanka Portúgals, er voru í einkaeign. Hefði liann get- að haldið iðju sinni áfram svo sem einum mánuði lengur, hefði hann verið búinn að ná þeim tök- um á þjóðbankanum, að honum var i lól'a lagið að ryðja öllum hindrunum úr vegi. Maðurinn að tjaldabaki. Pá, sem þessu öllu stýrði, heitir Arthur Yirgilo Alves Reis, fæddur i Lissabon 1896, sonur tollþjóns þar. Að loknú verk- fræðiprófi í I.issabon komst hann í stöðu i Angóla með þeim liætti, að hann falsaði handa sér próf- skirteini frá Lundúnaháskóla, þvi að enskmenntaðir voru þá mest metnir. Hann kom til Angóla i þjón- ustu járnbrautanna árið 1916, en tveimur árum siðar var liann orð- inn forstjóri járnbrautanna þar. Litlu siðar varð hann yfirmaður allra ríkisframkvæmda i nýlend- unni, þá 25 ára að aldri. í Angóla eru demantanámur og gullnámúr, og landið er gott til gúmræktar og baðmullarræktar. Þegar Reis kynntist landinu, liugði hann á stórvirki. Hann vildi virkja vatnsföll, leggja járn- brautir um þvert landið og hefja stórfenglega námavinúslu. Hann sagði þvi af sér hinu liáa embætti, varð sér úti um einkaleyfi til þess að kanna námaauð landsins og stofnaði lilutafélag til fram- kvæmda. En það reyndist honum örðugt að fá fjármagn til athafna. Hann hafði ásett sér að ná í sex millj- ónir sterlingspunda, enhann fékk hvorki áheyrn hjá bönkum i Eng- landi né Hollandi. mátti fá upp undir helming þeirra til þess að skjóta. Eina skýringin, sem fannst á þessu fyrirbœri, var sú, að manndráp vœru svo andstœð eðli og lífsviöhorfum flestra manna, að þeir gœtu ekki fengið sig til þess að skjóta á menn, þótt þeir hefðu verið þjálfaðir til hernaðar og vœr'u sjálfir í lífsháska á vígvelli. ★ FLOTASTJÓRNIN danska aug- lýsti fyrir nokkru eftir ung- um Fœreyingum í sjóliðið, og var svo að orði komizt i auglýsingunni, að ungir Fœreyingar gcetu komizt í góða framtíðarstöðu í þeirri þjónustu. Þessi auglýsing hefur valdið mikilli hneyksl- un í Fœreyjum, þar sem nienn telja það œskumönn- um lítinn framaveg að gerast málaliðar annarrar þjóðar. En hið raunverulega atvinnu ástand i Færeyjum er áþann hátt, að hundruð , manna verða gð ráðast i$}eiifik, norsú og 'ensk skip, ,, lögJlb trtyltta, er þéir■gerðú'áhltiup, * Framh. á 7. síðu. * tflaryt Afnátt +

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.