Frjáls þjóð

Tölublað

Frjáls þjóð - 07.07.1956, Blaðsíða 3

Frjáls þjóð - 07.07.1956, Blaðsíða 3
lamgarv-'^inn. 7. júli 1956. FR3ALS J'JÖÐ Þj65 og saga X>ah4kcHH<iHarkuf(ir á VeM- ÁjctÍufh fyti? 130 árum i þriðja tug nitjándu aldar valt á ýmsu á íslandi. Tíð- arfar vár nokkuð misbresta- samt, en þó með þeim hœtti, að á skiptust góðir kaflar og örðug véðrátta. Þrátt fyrir þetta var hagsæi'd með meira móti í landinu, enda höfðu menn í fersku minni til samanburðar vandræðin á árum Napóleons- styrjaidanna, er hungur var í landi, svo að viða sá stórlega á íólki. Um miðjan þennan áratug barst ginklofaveiki i ungbörn- iim, sem iengi hafði legið í landi i Vestmannaeyjum, upp á land og varð viða að meini á j Suðurlandi, en sá sjúkdómur á rætur sínar að rekja til srlertingar við fiður fýls, þótt það væri ókunnugt þá. Um Norðurland varð nokkur far- ■aldur að kynsjúkdómum, og viða um land herjaði landfar- sótt, sem vafalaust hefur verið inflúenza, og varð börnum og öldruðu fólki að fjörtjóni. En ísland var þá land marghátt- aðra sjúkdóma og barnadauða, svo að slíkt þótti ekki stórtíð- indum sæta. Það var frernur vorhitgur í mannfólkinu en hitt, þótt þeirrar mikiu vakn- ingar, sem varð nokkru síðar, væri ekki fekið að gæta að mun. k þessum árum var uppi sú skoðun, að hin forna Eystribyggð á Grænlandi hefði verið á austurströnd landsins. Scoresby hinn enski hafði þá nýlega siglt inn i fjörðinn Öll- umlengri, þar sem nú er nefnt Scoresbysund, og talið sig finna þar minjar mannabyggðar, og allmörg hvalveiðiskip höfðu komið upp að íslausri strönd á þessum slóðum. Var það skoðun margra á íslandi og víðar, að íslenzki kynstoíninn ! kynni enn að halda velli í ein- j angrun í Eystribyggð, og fýsti; því margan að freista bess að sigla til austurstrandar Græn- lands og leita uppi byggðina, scm þeir töldu vist, að væri á þeim slóðum. Það má telia vitnisburð um mikið áræði og framkvæinda- hug, að nokkru eftir haust- leitir árið 1825 settust tveir íslenzkir kaupmenn á Vest- fjörðum niður og skrifuðu stjórnarráði Dana bréf, þar sem þeir buðust til þess að sigla til Eystribyggðar á Græn- landi, ef Danastjórn vildi veita þeim þann styrk, sem þeir töldu sig þurfa að fá til þessa fyrirtækis. Kaupmenn þessir voru Frið- rik Jónsson Svendsen og Ólafur Þórðarson Thorlacíus. Hafa þeir sannarlega haft húg á þvi að brjotast i ýmsu, er þeir gengu fram fyrir skjöldu og buðust til slíkrar landkönnun- arferðar á ókunnar slóðir með þeim fararbúnaði, sem íslenzkir menn gátu átt völ á fyrir 130 árum. T\anska stjórnin velti þessu tilboði fyrir sér næstu ár- in, og veturinn 1828 kom loks úrskurður hennar. Sá styrkur, sem Danakonungur bauð til þessarar landkönnunarferðar, voru fimmtán skotvopn og eitt hundrað pund af púðri. Að öðru leyti virtust kaupmenn- irnir vestfirzku eiga að kosta ferðina sjálfir. Hins vegar var þeim heitið þúsund ríkisdölum í verðlaun, ef þeir gætu tekið land á austurströnd Grænlands vestur af íslandi eða þaðan suður um til Hvarfs, og gefin von urn tvö þúsund ríkisdali til viðbótar, ef meiri árangur yrði af þessari rannsóknarferð. För- in skyldi farin sumarið 1829 og endurtekin 1830, ef mistök yrðu. Kaupmennirnir vestfirzku treystu sér þó ekki til þess að íirvttVjukór ft. f . 17. »f. K A U i» >1 A \ \ A IIÖ F \ hcldur söngskemmtun í Austurbæjarbíói þnðjudag- ínn 10. júlí ki. 7 síðdegis. — Kirkjutónleikar verða í Dómkirkjunni miðvikudaginn 1 1. júlí kl. 9 síðd. i,., Aðgöngumiðar fást hjá |§! Bókav. Sigfúsar Eymunds- !§ sonar, Hljóðfærav. Sigríðar Helgadóttur Vesturveri og í Austurbæjarbíói. Ennfremur syngur' kór- inir'i Selfossbíói 6. júlí og i Bcejarbiói Háfnarfirði 8. júlí. hefja landkönnunarferð á ísa- slóðir við svo lítilfjörlega fyr- irgreiðslu. En áhugi þeirra á þessu máli var samur og áður. Þeir skrifuðu dönsku stjórn- inni annað bréf þegar í ágúst- mánuði þetta ár, og um haustið fór Friðrik sjálfur til Kaup- mannahafnar til þess að flytja málið. Virðast þeir félagar hafa farið fram á peningastyrk og fyrirheit um skaðabætur, ef þeir yrðu fyrir tjóni. Friðrik skrifaði hlutaðeig- andi stjórnardeild hvert bréfið á íætur öðru og segir meðal annars frá því, að árið 1828 hafi skipstjóri á skipi hans séð auðan sjó með löndum fram við Grænland. En engan ár- angur báru þessir eftirgangs- munir allir. 'IT'riðiik og Ólafur létu þó •*- ekki aftra sér. Sumarið 1830 bjuggu þeir skipið Thykvebay og hugðust kom- ast á þvi upp aö austurströnd Grænlands. Skotvopn þau, sem danska stjórnin vildi láta í té, höfðu verið send til ís- lands, en annað tvegg.ia hafa þau ekki komizt þeim félögum i hendur i tæka tíð eða þeir ekki viljað þiggja þau, þvi að Bjarni Thorsteinsson amt- maður seldi þau síðar á upp- boði. En það er af þessari tilraun vestfirzku kaupmannanna að segja, að skip þeirra náði hvergi landi á austurströnd Grænlands. Hafa ísar vafa- laust bannað siglingu upp að ströndinni. Þeim Friðrik og Öiafi auðn- aðist því ekki að inna af hönd- um neina landkönnun, er gildi hefði á Grænlandi. En hiðíang- vinna þjark þeirra við Dana- stjórn og tilraun sú, sem þeir gerðu að lokum á eigin kostn- að, sýnir, hvílíkt áhugamál þeim hel'ur verið þetta. Ekki munu þeir félagar þó hafa endurtekið tilraun sína, enda snerist brátt annað fyrir hjá Friðriki. • TT'riðrik sá, sem mest kemur við þessa sögu, var sonur Jóns sýslumanns Sveinssonar lögmanns Sölvasonar, en móðir hans var Soffía Erlendsdóttir ísfirðingasýslumanns Ólafs- sonar frá Stað í Grunnavik. Friðrik var hálfbróðir Kjart- ans Isfjörðs, er kaupmaður var á Austfjörðum, og lærði hjá honum verzlunarstörf. Um eða laúst eftir 1820 settist Friðrik að á Flateyri við Önundarförð og gerðist kaupmaður þar. Hann lét reisa þar hús það, sem seinná var kennt við Torfa skipstjóra Halldórsson, og hlaðá við það skáns eða svalir úr grjóti, er sótt var suður í Vatn- eyrarhlíð við Patreksfjörð, Orðsending frá Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra Þar sem ákveðið hefur verið að veita innflutnings- og" gjaldeyrisleyfi fýrir 30 bifreiðum frá Ítalíu handa fötluðu og lömuðu fólki •— og óskað er eftir að stjórn félagsins mæli með hverjir skuli fá bifreiðarnar, biður stjórnin þá sem hug hafa á að fá leyfi, að senda umsóknir til: Styrktarfélags límiaðra og fatlaðra, Sjafnargötu 14, Reykjavík, fyrir 14. júlí n.k. og verða umsóknir senr síðar berast ekki teknar til greina. Þeir sem sent hafa umsóknir til Innflutningsskrifstof- unnar ásamt læknisvottorðum skulu skrifa bréf til félags- ins og nægir að vísa til fyrirliggjandi umsókna, en aðrir sem fengið hafa neitun um innflutningsleyfi skulu nú senda umsóknir sínar til félagsins ásamt vottorðum. Þar sem i þetta sinn er eingöngu um mjög fáa bíla að að ræða, sem veitt verða leyfi fýrir, er tilgangslaust fyrir aðra en þá sem mjög brýna þörf hafa fyrir bifreið, að senda umsóknir. Þeir sem þúrfa á bifreið að halda atvinnu sinnar vegna munu að öðru jöfnu ganga fyrir. Þeir sem fengið haí’a inn- flutningsleýfi árið 1953 og síðar geta ekki fengið leyfi nú. Stjórn Styrktarfélags lamaðra og íatlaðra. Augíýsíng nr. 5 -1B56 j'á J^Mijlcitnin&óábrijátí ojiuuu Sainkvæmt lieimild í 22. gr. reglugerðar frá 28. desern- ber 1953 um skipan innflutnings- og gjaldeyrismála, fjár- festingarmála o. f 1., hefur verið ákveðið að úthluta skuli nýjum skömmtunarseðlum, er gildi frá 1. júlí til og með 30. september 1956. Nefnist hann „ÞRl-DJI SKÖMMTUN- ARSEÐILL 1956“, prentaður á hvítan pappir með svörtum og rauöum lit. Gildir hann samkvæmt þVí, sem hér segir: REITIRNIR: Smjörlíki 11—15 (báðir. meðtaldir) gildi fyrir 500 grömmum af smjörlíki, hver reitur. REITIRNIR: SMJÖR gildi hvor fyrir sig fyrir 250 ’grömrrt- urn af smjöri (einnig bögglasmjöri). Athuga verður, að auða reitinn, sem er ofan við smjöf- reitina, má ckki skcrða. Verðið á bögglasmjöri er greitt niður jafnt og mjólkur- og rjómabússmjör, eins og verið hefur. „ÞRIÐJI SKÖMMTIJNARSEÐJLT, 1956“ afhendist að- eins' gegn því, að úthlutunarstjóra sé samtíniis skilað stofni af „ANNAR SKÖMMTUNARSEÐILL 1956“ méð árituðu nafni og heimilisfangi, svo og fæðingardegi og ári, cins og form hans segir til um. Reykjavík, 30. júní 1956. InnfKutningsskrlfstofan Hamr lét og gera á Flateyri skipakví, er þilskipum v7ar fleytt inn í á haustum til vetr- ai’lægis. Og á hans vegum voru smíðuð þau tvö þilskip, sem einna fyrst voru smiðuð hér á landi. Lét hann sækja í þau rekavið norður á Hornstrandir. Hét annað Föðurlandið, en hitt Eifíkur rauði, og er það nafn vitni um þáð, hve hugsætt hon- um hefur verið Grænland og sá maður, sem þangað réðst fyrstur til landnáms. Nálægt 1833 urðu þáttaskil í ævi Friðriks. Fram að þeim tírna hafði honum gengið allt í vil, en þá tók að brydda á geðveiki hjá honum, og mun það hafa verið kynfylgja frá móðurömmu hans danskri, sýslumannSfrúnni. Magnaðist geðveikin skjótt, og lýsti hún sér svo, að ’ Friðrik taldi sig borinn til .þess að þjást fyrir þjóð sína og mannkyn allt, og skyldi hann með því létta öll- um syndum af hrjáðum lýð. Þjáði hann sjálfan sig, svefti: sig og barði sig sv'ipum og gleypti hluti úr málmi. Var loks farið með hann til Dan- merkur til lækninga árið 1834- eða 1835, og var þá fjárhag hans svo komið, að hann varð gjaldþrota. Fjórum árum síöar kom hann aftur til Önundarfjarðai’ og settist að á Flateyri. Sneri hann sér þá einkum að búþ skap, en var þá bæði drykkþ felldur og vangæfur á skapsf- munum. Hann andaðist 1856. { Svo raunaleg urðu síðari áý þess manns, sem ætlaði að fetý í fótspor Eiríks rauða og annj- arra sæfara fornra og finnþi Eystribyggð að nýju. ■',

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.