Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 12.07.1958, Page 2

Frjáls þjóð - 12.07.1958, Page 2
2 cHaugardaginn 12. ful 1958 FRJÁLS ÞJÓÐ Eru nú íyririiggjandi í eftirtöidum stærðum GASOLÍUTÆKI Gerð A-2 — A-4 — A-8 — A-18 10 ferm. katla 15 ferm. — 30 ferm. — 65 ferm. — Ennfremur LOFTHITUNARKATLAR fyrir 400—800 m hús. Brennarinn Vandið val á kynditækjum fyrir hás yðar Rcynsilan sviiir. að REXOIL reynist bezt ISLANDS Frumsýning í Leikhúsi Heimdailar: HALTU MÉR - SLEPPTU MÉR Leikhús Heimdallar er nú tekið til starfa eins og undan- farin sumur. Frumsýning fór fram í Sjálfstæðishúsinu á þriðjudagskvöld síðastliðið, og var sýndur gamanleikur, sem í þýðingu hefur hlotið nafnið Haltu mér — slepptu mér! Leikurinn er franskur að ætt- erni — enda er efnið þesslega meðhöndlað — og faðirinn sagður heita Claiule 3Iagnier, sem undirrituðum er reyndar með öllu ókunnur og verður bví eigi nánar kynntur. En Islenzka þýðingin, sem er verk hárusar Pálssonar leikstjóra, er gerð eftir enskri staðfærslu leiksins. íslenzka nafnið, Haltu mér — slepptu mér! finnst mér satt að segja kauðalegt, og held ég vel hefði farið á að útfæra það þannig að sleppa nafninu, en halda leiknum. Hann er nefnilega fyndinn og bráðskemmtilegur. Efnið er hið forna og nýja vandamál, þegar þriðja aðilanum skýtur upp í hjónabandinu. Hirði ég ekki að lýsa því nánar, en rás leiksins er mjög fjörleg allt til enda, því að höfundurinn hefur átt í pokahorninu næga eftir Cdíaude hlfja^niev fyndni í öll fimm atriðin, og reyndar hefur leikstjóri víða undirstrikað hana mjög kunn- áttulega. Leikstjórn Lárusar Pálssonar er einnig að öðru leyti mjög góð.' Ég minnist ekki neinnar misfellu, sem hnotið yrði um, en eftirtektar- vert er, hversu vel leikurinn rúmast á litlu, þröngu sviði Sjálfstæðishússins. Maður tekur varla eftir neinum þrengslum. Sviðið hefur Magnús Pálsson annars búið haganlegum, einföldum, en mjög fallegum tjöldum. Lárus Pálsson hefur auk leikstjórnar á hendi eitt af þrem hlutverkum leiksins. Lárus var lítt áberandi á svið- inu það leikár, sem nú er ný- lioið, en þvi betur nýtur hann sín nú, þegar hann lætur sjá sig aftur og hefur fengið tima til að staldra vúð og hu.g- leiða, hvar hann er staddur. Hann leikur nú fremur leiðin- legan eiginmann af mikilli kímni. Helga Valtýsclóttir leikur eiginkonuna. Helga er raunar fyrst og fremst skapgerðar- leikkona, en það fer ekki hjá því, að vandvirkni hennar, yf- irvegun á hverju tilsvari og hreyfingu, beri ávöxt, hvert svo sem hlutverkið er. Leikur hennar nú er enn ein sönnun þess, hófsamlegur og fágaður. Rúrik Haraldsson er þriðji leikarinn. Mér hefur ailtaf fundizt Rúrik bráðskemmti- legur gamanleikari, og svo er enn í þetta sinn, að leikur hans er fyndinn og öruggur. En þess utan lízt mér svo á, að Rúrik megi fara að gá að sér að staðna ekki í nákvæm- lega sömu töktum og áherzl- um, hvaða persónu sem hann leikur. Og vafalaust væri hon- um hollt að fá stöku sinnum alvarlegri hlutverk til með- ferðar en þau, sem hann hef- ur einkum farið með um nokkurt undanfarið skeið. Það fer varla milii mála, að sýning þessa gamanleiks er sú bezta, sem sézt hefur í Leikhúsi Heimdallar, enda er því ekki að leyna, að fram til þessa hefur ekki tekizt sér- lega vel til um leikritavai. Fátt er jafnóskemmtilegt og horfa á gamanleik, sem vant- ar í allt gamanið. En hér er sem sagt á ferðinni gaman- leikur, -sem vissulega kafnar ekki undir því nafni. H. H. Biðjið alls sáaöar une fsessar vistsælsi íegiEBedér; Siiialco Spur Cola Engiíeröl (Ginger Aíe) Appelsín Sódavaín Maltexírakt Pilsner Biór Hvítöl IS.F ÖlgerHiEi £gill Skallagrímsson Sími 1-13-90. Pan American World Airways Inc. Tii Osló — Stokkhólms — Helsinki alla þriðjudaga. Frá Helsinki — Stokkhólmi og Osló alla miðvikud. Fiugfar: Aðra leiðina: Báðar leiðir: Keflavík—Osló kr. 2278.00 kr. 4101.00 Keflavík—Stokkhólmur kr. 2972.00 kr. 5350.00 Keflavík—Helsinki kr. 3820.00 kr. 6873.00 Farmiðar frá útlöndum og heim til íslands mega greiðast hér. Sæti laus fyrir næstu ferðir. Allar nánari upplýsingar hjá umboðsmönnum okkar. G. HeEgason & Melsted h.f. Hafnarstræti 19, sími 10275 og 11644. §k4»iai5aiiiBiiar§íedlar Afhending skömmtunarseðla fer frarn í stræti 20 alla virka daga kl. 9—12 og 1- laugardaga kl. 9—12. Uthlutunarskriístoía Reykjavíkur. Hafnar- -3 nema Veiðimensdirnir - Framh. af 1. síðu. þurft að sökiun að spyrja. Slík- ur veiðimaður sem hann hefði með engu móti getað síillt sig um að renna í liið forboðna vatn! Því spyrja menn nú hvern annan kankvísir á svip, hverjar muni verða lyktir á þessum málarekstri.

x

Frjáls þjóð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.