Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 23.08.1958, Blaðsíða 3

Frjáls þjóð - 23.08.1958, Blaðsíða 3
ejCaugarJaQÍnn 23. áairii Í933 9 ■’gjFY AFGREIÐSLA: INGÖLFSSTRÆTI S SlMI 19985 PÓSTHÓLF 1419 Útgefandi: Þjóðvarnarjtokkur Isla-iids. Ritstjóri: Jón Helgason, sími 1-6169. Fra'rnkyæmdarst jóri: Jón A.'Guðniiindsson. Áskiiftargjcíd kr. 9.00 ó Tr.cr.uói, árgjclc 1958 kr. 99.00. Verð i Icuscsölu kr. 3.C€. Félcgsprenísniðjcn h.i. T7>rá því var skýrt í síðasta blaði, að þegar eftir för bandaríska kjarnorkukaf- bátsins Nautilusar undir norðurheimskautsísinn hefðu menn þeir hér á landi, er gert hqfa sér að gróðavegi sð standa fyrir hernaðar- framkvæmdum í þágu her- námsliðsins', eygt rökstuddar jikur til þess, að Banda- ríkjamenn myndu heimta kafbátastöð í Hvalfirði, þar sem yrði eins konar heimahöfn kjarnorkukaíbáta þeirra hérna megin Atfánts- hafsins, Rússum til ógnunar í stríði og f-riði. Gorhljóðið í hröfnunum leyndi sér ekki. Þarriá vöknuðu hjá þeim vonir um nýja krás. Með mjög faglegu orðalagi, sem benti til þess, að þeir væru þegar farnir að skrafa og .bollaleggja um þessa hluti við hernaðaryfirvöld og sér- fræðinga á Keflavíkurflug- velli, breiddu þeir sig út yfir nauðsyn Bandaríkja- manna á slíkri kafbátastöð, ;fáum dögum eftir för Naut- ilusar, og leiddu að því öll rök, að borið hlyti að verða r.iður á íslandi, þegar henni yrði valinn staður. Ekki skorti viðbragðsflýti né vítt kok. u er svo komið, að þetta er ekki aðeins hug- leikið og vonsælt um- ræ.ðuefni í kvöldboðum hjá eigendum hermangsfélaga eða fagnaðarerindi til boð- unar í kaffihúsum. Stærsta hermangarabiað landsins, Morgunblaðið, gat ekki lengur orða bundizt: Nauð- synlegt að gera sér ljósar breytingar þær, sem ferðir kjarnorkukafbáta undir heimskautsísinn valda á hernaðargildi Islands! Hermangsmamma er að kalla börnin sín: Verið við- búin —- skot — og kapp- hlaupið hefst. Um að gera að ná sér vel upp í startinu! T-|.að væri mikil þjóðar- v-*- ógæfa, ef hermangararn- ir gæfu gaum því, sem nú kann að vera í aðsigi. Alþýða manna á Suðvesturlandi ætti að minnsta kosti að gera sér í hugarlund, hvernig andrúmsloftið ýrði, jafnvel þótt ekki kæmi til styrjald- ar, þegar þríhyrningurinn væri fullkomnaður: Her- ílugvöllur með skæðustu manndrápstækjum á Reykja- nesskaga, í Hvalfirði stöð kjarnorkukafbáta, sem ætlað væri það hlutverk að skjóta eldflaugum, hlöðnum hel- sprengjum, af íshafinu inn yfir Rússland, og þunga- vatnsverksmiðja í Hvera- gerði. Skorti menn ímyndunar- afl til þess að gera sér nokkra grein fyrir því, ætti þeim að minnsta kosti að vera ljóst, hvaða heimsókna væri von á slíkar slóðir, ef ófriður skyíli á. Því hefur oft og nógsamlega verið lýst, að Rússar láta'sér ekki allt fyrir brjósti brenna, og mannslífin eru ekki að jafn- aði hátt metin hjá þeim. Það væri heimskuleg oftrú á miskunnsemi þeirra og vorkunnlæti, ef á það væri treyst eða upp á það vonað, að slíkir harðjaxlar hlífðust við að eyða það land og brenna þá þjóð í atómeldi, sem léð hefur sig öðru stríð- andi stórveldi til alls þess, sem geigvænlegustu varð .gegn Rússlandi stefnt — i framleiðslu og .um aðstöðu til árása í lofti og í sjó. Hvernig getur nokkur íslendingur látið sér íil hugar koma að ganga af fúsum vilja út í slíkt ævintýri, sem kafbáta- stöðin væri, og 'nvaðan er runnin sú reginheimska að búast við því, að synda- gjöldin ýrðu umflúin? kjóðinni ber að vakna, þegar tekið er að ræða bæði leynt og ljóst um höf- uðárásarstöð kjarnorkuknú- inna kafbáta Bandaríkja- manna svo til rétt við inn- sigli.nguna til höfuðborgar- innar. Hún á ekki að rumska — hún á að glaðvakna og rísa upp til einróma mót- mæla gegn glæpsamlegum bollaleggingum og ráða- gerðum. Báglega er að minnsta kosti andlegu. ástandi hennar komið, ef hún skeytir því engu og læt- ur viðnámslaust leiða sig á bál, alla í eir.ni Iest, fórna,' sér eins og dýri á blót- stalli herguðsins. Og enda- sleppur yrði þá líka fögnuð- ur hermangaranna yfir gróðanum af því að sprengja kafbátakvíar inn í hlíðar Reynivallaháls og Hval- fjarðarstrandar og lítt þekkjanleg bein hinna sjálfumglöðu, sölufúsu stjórnmálamanna frá lík- amsleifunum annarra, sem minni eru fyrir sér, í sviðn- um rústum þeirra staða, sem eitt sinn voru borg eða bær með liíi og starfi. Margt hafa íslendingar sætt sig við í trúgirni og sinnuleysi, en stöð kjarn- orkukafbáta, sem héðan ætti að senda af öðru mesta herveldi heims til eyðingar hinu, ætti þó að vera sá biti,. sem þeir gleyptu ekki orða- laust. Vei þeim, ef þeir gera það. Fornar töfralækningar eða læknavísindi? | Lucknow, höfuðborg imlverska fylkisins Uttar Pradesii á liin- imi miklu sléttum við Gangesfljót sunnan Himalajafjalla, 1 iiefur verið ókyrrð mikil að undanförnu. í þessari borg, sem er íslendingum lítt minnisstæð, þótt þar búi hálf milljón manna, liafa búðir verið Iokaðar, lilerar fyrir gluggum og markaðs- torg auð, en stúdentar hafa farið um götur með liróp og köll í hátalara, og stundum liefur slegið í hardaga. Hér hefur nefnilega legið við á þá eins og efni i skottulækhá, hálfgildings byltingu. Ekki hafa en i ajúrveda-skólanum sæta stúdentarnir þó verið að afhrópa þeir álasi fyrir að íáta ánetj- neinn stjórnarherra eða steypa ast af hinum nýju hugmyndum aí stóli íurstaættum. Þeir hafa læknaskólans. Einum stúdent- ekki verið að heimta betri kjör anna datt í hug að spyrja: „Gild- eða egna til trúarstyrjaldar né ir ekki einu, hvort lyfið er hitað tungumálaþrætu. Óeirðirnar í yfir eldi, sem kyntur er með Lucknow snúast um heilbrigðis- þurrkaðri kúamykju eða e.in- mál, oy i þeim' hefur lögreglan hverju öðru?“ Lærifaðirinn beitt : kotvopnum til þess að hafa 'svaraði: „Þú verður að trúa því, hemil á lýðnum, og margir hafa særzt og einhverjir beðið bana. sem þér er kennt. V'ið ajúrveda-lækningar eru notaðar meira en eitt þúsund jurtir, jarðefni og málmar. Sam- kvæmt þei.m fræðum á til dæmis að nota gimstsina til þess að auka þrótt karlmanna, en með því að gimsteinar eru torfehgnir öðrum en a.uðmönnum, hefur sú linun verið á gerð, að í þéírra lækningar eigi að lúta í lægx-a skeljar. Eigi að haldi fyrir vestrænum læknisfræð síður **eymir fólk til ajúrveda- um. Til þéssa hefur hvort tveggja læknauna' en vesalings lækna- dafnað hlið við hlið. 1 Indlandi efnin’ sem neydd haía verið fil T æknar t\regg.ia jfieb"o. l|ér heíur sem sé orðið ái-ekst- ,ur á milli vestrænna lækna- vísinda og fornrar, indverskrar kunnáttu á því sviði. Um það er deilt, hvort hinar görnlu töfra- eru 92 þúsund Iæknar lærðir á vestr'æna vísu og 96 þúsund læknar með viðurkennd í'éttindi, sem einvörðungu hafa, kunnáttu í því, sem kallað er lífsspeki, en heitir á sanskrit ajúrveda. Þeim læknanna, sem byggja á hinum fornu fræðum, er að sjálfsögðu í nöp við hina., sem hafa yísindin í bakhöndinni, og vísindamennirnir fyrirlita ajur- veda-menr.ina og allt þeirra kukl. Þarna lýstur saman hugmynd- um og viðhorfum tveggja heirna, og það veldur eðlilega ta.lsverð- um árekstrum. Forsætisráóliei'rann ajúi'vecla-maður. jgjálfur forsætisráðherra fylkís- ins, dr. Sampúrnanand, hef- ur haldið hlífiskildi yfir ajúr- veda-mönnunum og gert þeim vel til. Hann er háskólagenginn og las stærðfi'æði, eðlisfræði og efnafræði við háskólann í Alla- habad, en stundaði tíka ajúrveda- fi'æði og hefur stundum neytt þeirrar kunnáttu sinnar, þegar vinir lians hafa lasnazt. Fyrir fjórum árum stofnaði fylkis- stjórnin ajúrveda-háskóla i Luckno'w að hans frumkvæði, en þó með þeirn hætti, að stúdentar i honum taka einnig nokkui'n þátt í læknisnámi i læknaskóla borgarinnar. Þétta hefur haft þær afleið- ingar, að ajúrveda-stúdentarnir hafa ruglazt í ríminu. Þeir sækja á morgnana kennslustundir með tóif hundruð ’ stúdentum, sem stunda fast nám í læknaskólan- um, og kynnast þar nýtizku lyfjafræði, sýklafræði, sjúk- dömagreiningum, skurðlækn- ingum og mörgu öðru, en halda síðan síðdegis í ajúi'veda-skól- ann, þar sem öll vizka um líf og heilsu mannanna er sótt í tvö þúsund ára gömul sanskritar- ljóð. HvaS er sannleikur?. þeim mun meira sem stúdent- arnir hafa kynnzt vísindum læknaskólans, þvi áttavilltari hafa þeir orðið. Það, sem. þeim er kennt á morgnana í Iækna- skólanum, er rifið niður og vísað á bug á kvöldin í ajúrveda-skól- anum. I læknaskólanum er íitið þess að kynnast fræöum tveggja heima, eru farnir að draga í eía raungildi gömlu töfraráðanna. Uppreisn a.júrveclíi- stúdenta. Sjegar fjölmargir ajúrveda-stúd- * entar voru með öllu búnir að missa trúna á þau fræði, sem þeim var aðallega ætlað að læra, hófu þeir mótmæli gegn því, að þeir væru togaðir þannig á milli tveggja heima og kröfðust þess, að þeir yrðu að öllu ieyti látnir stunda nám í læknaskólanum. Hr Sampúrnanand svaraði n^ð þvl að skipa nefnd, er hann sjálfur veitti forystu til þess að finna lausn á þessum vanda. Nefndin komst að þeirri niður- stöðu, að ekki væri hollt að blanda hinum austrænu og vest- rænu íræðum saman. Ajúrveda- stúdentarnir áttu að hætta að sækja kennslustundir i lækna- skólanum. Þá sauð upp úr. Tveir ajúrveda-stúdentar hófu matar- verkfal), sem er áhrifarík mót- mælaaðferð í Indlandi siðan á dögum Gandhís. Smám saman hai'ðnaði deilan og breiddist út. Allshei'jarverkfall var boðað í borginni og óeirðir hófust. Dr. Sampúrnanand sneri þá við blaðinu, er í óefni var komið, og gaf kost á því, að ajúrveda- stúdentar, sem sótt höíðu kennslustundir i læknaskólanum, hyrfu algerlega að námi þar, ef þeir gætu allir orðið ásáttir um það. Um það náðist að sjálf- sögðu ekki samkomulag meðal stúdentanna, enda voru fon-áða- menn læknaskólans ekki áfjáðir að taka við þeim, þar sem þeim þótti undirbúningsmenntun þeirra léleg. Og við það situr, og fylgismenn nýrra og gamalla fræða fara í fylkingum um göt- ui' sléttuborgarinnar við Ganges og láta óíriðlega. Borg kjarnorkubrunans ^nemata morgúns sjötta dag á gústmánaðar þyrptust þrjátíu w þúsund pílagrímar út í Nakajíma-skemmtigarðinn í Híró- sjíma með blómsveiga, stafi og hvítar pappírsræmur, sem voru vafðar þannig, að þær liktust fljúgandi trönum. Tungl mar- aði enn í skýjum á gráíölum bimni, ekki bærðist hár á Iiöfði og heitur dagur virtist í vændum. Smávaxinn Japani gáði til Iofts og mælti: „Á svona morgni var það, sem þeir köstuðu sprengjunni." Mannfjöldinn flykktist að af- arstórum haugi, sem orpinn hef- ur verið yfir leifar tugþúsunda óþekkjanlegra líka, er fundust í rústum borgarinnar áriö 1945, 1 eftir að henni hafði verið eytt 1 með bandarískri kjarnorku- | sprengju, sem kostaði 71,379 | menn lífið. Þar hrúgaði fólkið saman kynstrum af grænumsveig um, og stöfum með pappírsræm- um var stungið niður í jörðina. Bjöllu var hringt, og síðan var þögn í eina mínútu, nema hvað margar konur gátu ekki kæft ekkastunurnar. Siðan sleppti Tadaó Watanabe lausum átta hundruð dúfum, og tíu svart- klæddir Búddhaprestar hófu bænarákall, sem þeir linntu ekki, fyrr en að kvöldi, er sólin gekk til viðar. 641 fljúgandi trönur. RÆfannfjöldinn dreiíðist. Sumir • fóru i endurminningar- höll friðarins, þar sem meðal annars er varðveitt safn, sem sýnir ógnir kjarnorkubrunans i Hirósjima. Aðrir gengu að likn- eski skólastúlkunnar Sadakó Sasaki, sem var tveggja ára, er Hírósjíma var eytt. Hún var stödd tæpan kílómetra frá sprengjustaðnum og slapp ó- sködduð, þótt furðu gegndi. En vorið 1955, mánuði áður en hún átti að Ijúka gagnfræðaprófi, ! k.omu í ljós einkénni „atómveik- innaf“. 1 sjúkrahúsinu eyddi hún j tímanum við að búa til fljúgandi trönur úr pappírsræmum, því að það er þjóðtrú í Japan, að sjúklingur, sem getur búið 1il þúsund trönur, fái aftur heils- una. Sadakó Sasakí gat aldrei búið til nema 644 trönur. — Þá dó hún. Svívirðilegt athæfi — mannkynsglæpur. |jennan minningardag gætt i “ mikillar gremju í japönsk- um blöðum. 1 forystugrein í Tokíó-blaðinu Jómíúrí Sjimbún stóðu þessi orð: „Við vonum, að þessir eftir- minnilegu atburðir minni þá, sem áttu hlut að því, að sprengj- unni var varpað, á það, að þeir eru sekir um svívirðilegt athæfi, sem Japanir munu aldrei gleyma.“ Watanabe borgarstjóri sagði: „Við teljum kjarnorkuárásina á Hírósjíma mannkynsglæp, I hvaða tilgangi sem hún var gerð.“ Enn eru menn að deyja í Jap- an af völdum sjúkdóma, sem eiga rætur að rekja til hel- sprengjuárásanna á Hírósjíma og Nagasakí. Síðastliðið ár dóu 36, en tuttugu árið þar áður, og á þrettán ,árum hafa fæðzt í Hírósjima 32. þúsund börn andr vana eða vansköpuð. Það er sjötti hhiti allra barna, sem þar?; hafa fæðzt. :

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.