Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 23.08.1958, Side 4

Frjáls þjóð - 23.08.1958, Side 4
-ioCaugarcfaginn 23. áýUrf 1958 ~ FRJALS ÞJÖð Gestur i sveits INIábúarnir í dalnum — gamli bóndinn og hrafninn að var logn í dalnum, en uppi á fjallinu náði vind- urinn sér. Ég sá, að það mundi vera hvasst þar uppi, því að lækirnir fengu ekki að renna eðli sínu samkvæmt fram af bjarginu, heldur þeytti vindur- inn bununum öfugum upp á brúnina. Þarna uppi, þar sem golan var snörpust, voru fimm hraínar á flökti. Þeir flugu snös af snös, svifu í löngum bogum og görguðu hátt, og ég þóttist vita, að þetta væru ung- ar — fimm systkini í æsku- blóma, sem væru að leika sér að því að láta storminn við hamrana bera sig uppi. Þau brýndu goggana, hoppuðu út á hlið, hölluðu undir flatt og flugu svo nýjan spöl með miklu gargi og' hávaða. Það stirndi á kolsvört brjóst og bláslikjaða vængi í sólskininu. Ég undi mér lengi við að horfa á leik hrafn- anna og óskaði mér þess, að ég skildi mál þeirra. En nú er ekki framar uppi maður á íslandi, sem kann hrafnamál, hugsaði ég. Hér kunna menn ensku og þýzku og frönsku og rússnesku, og Sören Sörensson kann sanskrít og Jóhann Hannesson kínversku og Guðmundur Þor- láksson grænlenzku og Kjartan Ólafsson túngumál, sem nefn- ist úrdu, en enginn skilur fram- ar hrafnamálið, sem hljómað hefur á hverju bæjarhlaði á ís- landi í þúsund ár. ★ flaug taminn hrafn á undan skrúðgöngunni. — Norræn.ir menn, Gyðingar, Grikkir, Róm- verjar og Egyptar hefðu haft hrafninn í metum, Nói gamli hefði sleppt hrafni út um glugga arkarinnar á fertugasta degi til þess að leita frétta um það, hvort flóðinu væri ekki tekið að linna, á sama hátt og Flóki Vilgerðarson sleppti hröfnum sínum sér til leiðbein- ingar á siglingunni yfir úthafið. Sjálfur Jehóva hefði kjörið hrafninn til þess að færa Elíasi spámanni mat að læknum Krít. „Og hrafnarnir færðu honum brauð og kjöt á morgnana og brauð og kjöt á kvöldin, og úr læknum drakk hann.“ Alla þá, sem íslendingar hugðu vitrasta, töldu þeir skilja mál hrafns- ins, líkt og sjálfan Óðin alföð- ur, og hafa af honum vitneskju um orðna hluti og óorðna. Þor- leifur Skaftason var einn þeirra og hafði þá fregn síðasta af hröfnum, að hann myndi liggja dauður í mýrarlæk að aftni. — Já, — það var ekki komið að tómum kofunum hjá gamla bóndanum, þegar talið barst að hrafninum, og þegar ég hafði orð á því, að hann gæti áreið- anlegá skrifað doktorsritgerð um hrafninn, sagði hann með sömu hægðinni og áður: „Lítið fer fyrir ritmennsk- unni minni, en við hrafninn höfum við búið svo lengi hérna í dalnum, að við vitum orðið sitt af hverju hvor um annan — og þarna kemur þá mjólkur- sopinn þinn.“ ★ g hitti gamla bóndann í bað- stofu, þegar ég sótti mjólk- ina næsta dag. Hann lá aftur á bak í rúmi sinu og hafði hendur undir hnakkanum, en reis upp og settist framan á, þegar ég kom — fór sér þó ekki óðslega að neinu. Við skiptumst fyrst á nokkrum orðum um veðrið og töðufallið, og svo barst í tal brúargerð í sveitinni. Ég heyrði það á gamla irjíanninum, að hann dró í efa, að brúarstæðið hefði ver- ið sem heppilegast valið. Og svo upp úr þurru eftir alllanga þögn: ,,Hann hefur kunnað laklega kristindóminn sinn, presturinn fyrir sunnan, sem lét steypa undan hrafninum, þegar hann gerði sér hreiðrið í kirkjuturn- inum hér um árið. Ég hefði ekki viljað sitja undir blessuninni hjá honum sumarið það. O-já, — Heródes lét myrða börnin.“ Þennan dag sagði bóndinn mér, að hann gæti næstum því trúað, að hrafnar vissu fyr- ir náttúruhamfarir, og hann þyrði ekki að vísa því á bug, að hrafnar hefðu bjargað lífi fólks, þegar yfir vofðu válegir at- burðir. Hví skyldi andrúmsloft- ið ekki geta verið þrungið svo mikilli vá, þegar illt væri í að- sigi, að jafnnæmur fugl og hrafninn skynjaði það? Og svo sagði hann mér söguna af því, þegar góðkvendið Vilborg Herj- ólfsdóttir, sem og hyglaði oft bæjarhröfnunum og gaf fátæk- um mönnum vatn í forboði föð- ur síns, sat úti á hlaði í Herj- ólfsdal í Vestmannaeyjum og gerði sér skó og hrafn kom fljúgandi og hnuplaði frá henni öðrum skónum. Tók hún þá að elta hrafninn til þess að ná skó sínum, en fuglinn flögraði und- an, unz hún var komin spotta- korn frá bænum. Þá féll skriða úr fjallinu yfir bæinn og þá, sem í honum voru, en Vilborg hélt lífi og bjó síðan á Vilborg- arstöðum. „Sjálfsagt góður kvenkostur, hún,“ sagði gamli maðurinn, stakk höndum undir rasskinnarnar, reri dálítið og horfði upp um þiljurnar í bað- stofunni. ★ ftir þetta átti ég nær dag- lega tal við gamla bónd- ann um hrafna, en oftast var það þó ég, sem hóf þær umræð- ur. Einu sinni sagði hann mér af hvítum hröfnum, sem brygði fyrir í Færeyjum, en taldi, að þeir hefðu líka stöku sinnum sézt hér á landi. Víða væri sú þjóðsaga til, að allir hrafnar hefðu verið hvítir í öndverðu og Rómverjar hefðu talið svarta haminn til kominn, þegar Apollón bannfærði hrafninn, sem ginnti hann til þess að reka í gegn unnustuna með spjóti, er henni varð á að gera gælur við annan. Hann sagði líka, að síðasti höfðingi Pikta, horfins þjóðflokks, sem átti heima á Bretlandseyjum og hefur látið eftir sig merkileg mannvirki, hinar svonefndu Piktaborgir og' fleira, hefði heitið Hvíti-Hrafn. „En líklega eru hvítu hrafn- arnir ekki annað en einhvers konar mistök hjá náttúrunni, svona eins og þegar menn fæð- ast með sex tær,“ sagði hann. „Hvítingjar eru víða til í ríki náttúrunnar — vantar líklega í þá litarefnið.“ ★ amli maðurinn fylgdi mér niður fyrir tún, þegar ég' fór burt eftir nær hálfs mán- aðar veru í tjaldi mínu. Ég held, að ég hafi notið hjá hon- um hrafnsins. Hrafnarnir voru enn á flögri við klettana, og nú var komið í þá einkennilegt hljóð. Það hvomsaði í þeim eins og þegar vatn vellur upp um þröngt op. Gamli bóndinn skyggndi hönd yfir auga, dálítið hokinn í hnjáliðum og lotinn i herðum. „Hann ber vatn í nef- inu, skarnið," sagði hann. „Það þótti boða regn hér áður — ekki tekur þó Teresía líklega mark á því.“ Og þetta veit ég síðast um gamla manninn og hrafnana — hann stóð þarna með hönd fyr- ir auga og gaf til skiptis gætur að hátterni bæjarhrafnanna og ungviðis þeirra og blikunni út til hafsins. Því að nú bar mig' áleiðis þangað, sem enginn skeytir um fugl Óðins og Seifs, Nóa og Flóka Vilgerðarsonar, bjargvætti Vilborgar Herjólfs- dóttur, viðmælanda séra Þor- leifs Skaftasonar, trúnaðarfugl Jehóva og vin spámannanna, nema hvað þar hefur verið lagt fé til höfuðs honum. TT’g hafði orð á því við gamla bóndann á bænum, þegar ég sótti mjólkina, hvort hon- um væri ekki illa við, að hrafn- inn verpti þarna í klettunum og hræddur um, að hann freist- aðist til þess að leggjast á ung- lömbin á vorin, þegar gráðugir ungarnir í hreiðrunum heimt- uðu mat og meiri mat. Gamli bóndinn renndi augum upp í hamrana ofan við bæinn, leit svo með hægð á ,mig og sagði: „Aldrei veit ég til, að þeir hafi unnið mér tjón, greyin, en oft hafa þeir verið mér til skemmt- unar og stöku orðið mér að liði. Nei, — ekki held ég, að ég amist við þeim.“ Og svo hófust langar sam- ræður um hrafninn. Gamli bóndinn sagði, að hrafninn væri eiginlega fugl íslands, því, að um hann væri getið fyrstan fugla í sögu þessa lands, og hann byggist við, að þá væri saga íslands öll, ef þar gætti ekki framar hrafns. En ekki þar fyrir — víða hefði virðing verið lögð á hrafninn. Hans væri sjö sinnum getið í Gamla testamentinu, og hvar sem merkileg menning hefði þróazt, þá væri hrafnsins getið. Hann hefði verið fregnberi Óðins og Apollóns og fugl Seifs. Nor- mannar hefðu haft hann í merki sínu, þegar þeir fóru með báli og brandi um England, og þegai' Ágústus keisari .. kom heim úr sigursælli herför, Landhelgismáliö i erlendum blööum Dagur, sem vekur geig Þessa dayana er skrijað um landhelgismál íslendinga í blö& um alla Vestur-Evrópu. Þessi blaðaskrij eru nœr einróma íslend- ingum öndverð. Fátt eitt aj þeim hejur birzt í íslenzkum blöð- um, nema þá helzt glejsur, sem upp hafa verið teknar í einhverju áróðursskyni til þess að ala á pólitískri togstreitu innanlands. Eigi að síður er íslendingum hollt að vita, hvað sagt er og bolla- lagt um þetta á erlendum vettvangi. — FRJÁLS ÞJÓÐ birtir hér grein úr sœnsku timariti, Svenska vástkustjiskaren, og er höjund- urinn ábyrgðarmaður blaðsins, Georg Áberg. Greinarhöfundur er að sjálfsögðu andstœðingur landhelgisstœkkunarinnar og tek- ur hispurslaust til orða, en heldur sig viö ejnið aj rólegri hlutlægni. íslandi heppnaðist að ýtá rækilega við útgerðarsamtök unum með þeirri ákvörðun sinni að færa enn út fiskveiði- takmörk sin — að þessu sinni í tólf sjómílur. Örlagadagsins, 1. september, er beðið með vax- andi spennu og ókyrrð í ærið mörgum Vestur-Evrópulönd- um. Eðlilega hafa viðbrögðin orðið hörðust og heiftúðlegust í togaraútgerðarlöndunum, svo sem Englandi, Vestur-Þýzka- landi, Hollandi, Frakklandi og víðar, þar sem íhugað er að beita mjög ströngum aðgerðum við tilteknar kringumstæður. Fulltrúar útgerðarsamtak- anna hafa fyrir nokkru komið saman í Haag til þess að-leggja áherzlu á, hvern kvíðboga fiskimenn beri fyrir framtíð- inni, og þar var samþykkt mjög harðorð ályktun, er beint var 1 til ríkisstjórna hlutaðeigandi landa og óskað aðgerða af ein- hverju tagi. Öllum er að sjálf- sögðu ljóst, áð þetta getur hrundið af stað atburðarás, sem hefur í för með sér stórpólitísk átök. Hugsanlegt er ef til vill, að fiskiskipin verði látin njóta herverndar, er þau veiða á svæðum, sem áður voru alþjóð- leg, en íslendingar leggja nú undir sig. Hættan við þetta er þó sú, að'voldugt tólfmílnaríki skerist í leikinn hinu hlutfalls- lega litla fslandi til styrktar. Erfitt er að sjá nú fyrir, hvaða afleiðingar það gæti haft. í vissu sambandi hefur verið um það rætt að beita ísland fjárhagslegum þvlngunum á þann hátt, að sala íslenzkra sjávarafurða yrði algerlega stöðvuð meðal annarra fisk- veiðiþjóða. Jafnvél þótt slíkar aðgerðir væru kannske álitlegar frá vissu sjónarmiði, er eigi síður vafasamt, hvort þær yrðu nægjanlega áhrifaríkar. Hér ber líka þann skugga á, að hinn stóri bróðir í austri, sem er svipaðrar skoðúnar í land- helgismálum, ylli ókyrrð. Hvað er því til hindrunar, að slíkt ríki kaupi allar sjávarafurðir íslendinga? Svíþjóð tók því miður ekki þátt í fundi útg'erðarsamtak- anna í Haag. Fundinum var þó gefið til kynna, að við stæðum fast á því, að útfærsla fisk- veiðitakmarka, sem snerti hags- muni annarra ríkja, gæti þá fyrst átt sér stað, er samkomu- lag hefði tekizt um það milli landa, er þetta varðaði. Noregur átti ekki heldur neinn fulltrúa á Haag-fundin- um. Útgerðarmenn og fiskimenn í því landi eiga nú örðugt um vik, því að þar er skoðanamun- ur •mikill. Þar eru ákafir mál- svarar þess, að Noregur fari að dæmi íslands. Aðrir fullyrða aftur á móti, að slík ákvörðun myndi verða fiskveiðum Norð- manna til tjóns í framtíðinni. Þegar svo er ástatt, er skiljan- legt, að Noregur átti erfitt með að taka þátt í mótmælaráð- stefnu. Danmörk átti íulltrúa á fund- inum, og þeir túlkuðu afdrátt- arlaust þá skoðun danskra fiskimanna, að slík útfærsla ifiskveiðitakmarka væri óheilla- l vænleg. Dönsku fiskimennirnir hafa líka með meðalgöngu sam- taka sinna mótmælt eindregið við dönsku stjórnina þeirri ákvörðun hennar að ganga til móts við kröfur Færeyinga um að þeim verði leyft að fylgja fordæmi fslendinga. Hinn 1. september 1958 nálg- ast samt sem áður og vekur geig. Samtök sænskra fiskimanna á vesturströndinni hafa átt við- ræður við hina konunglegu fiskimálastjórn um fiskveiði- takmörkin og lagt áherzlu á þær afleiðingar, sem hinar ís- lenzku ráðstafanir geti haft fyrir sænskar fiskveiðar. Við munum ekki ræða þetta nánar hér, en nefna má aðeins, að við bentum á, að síldveiðarnar fóru fyrir nokkrum árum að öllu leyti fram fyrir innan hin komandi tólfmílnatakmörk. — Línuveiðar, sem nýlega hófust við ísland og gefið hafa til- tölulega góða' raun, geta farið í hundana jafnskyndilega og þær hófust. ískyggilegust er þó hættan, sem á því er, að hinar íslenzku ákvarðanir hleypi af stað skriðu og hvert landið af öðru reyni að verja sig og bæta sér upp skað- ann með því að lýsa yfir út- færslu. Við skulum þó vona, að svo langt færist skörin ekki upp í bekkinn.

x

Frjáls þjóð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.