Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 20.12.1958, Blaðsíða 1

Frjáls þjóð - 20.12.1958, Blaðsíða 1
Stórfeilt vinnutap vegna þröngsýni unt búðartíma Aldrei kemur það eins glöggt fram og í jólamánuð- inum, hvílík plága það er, að búðir skuli ekki vera opnar nema um það leyti dags, sem flestir eru bundnir við vinnu. T\ro daga rétt fyrir jólin eru búðir að vísu lengur opnar, en Ir shýrslu stjómur S.IB.z Hroðaleg mistök við fisk- framleiðsluna 1957 Haunasðga, sem kaupendur þekkja, en íslendingum liefur ekki veriö sögð það er allsendis ónóg. Eitt af stórfyrirtækjum bæjarins, Loftleiðir, hefur í ár gripið til þess ráðs að gefa öllu starfsfólki sinu leyfi frá vinnu í tvo daga í desember- mánuði, því að það var orðið þreytt á beiðnum þess um að fá að skreppa frá til þess að fara í búðir. Því þótti skárra að gefa fóíkinu eftir daga til skiptis. Þetta er talandi tákn þess, hve mikil nauðsyn væri á því, að búðir væru opnar ein- hverja stund eftir almennan vinnutíma, og það var alveg hárrétt, sem Sveinn Ásgeirs- son hagfræðingur, formaður Neytendasamtakanna, hélt fram, ásamt öðrum fleiri, í viðræðum í útvarpsþætti Sig- urðar Magnússonar nú fyrir skemmstu. Þetta þyrfti ekki að auka verzlunarkostnað né lengja vinnutíma búðarfólks, því að það gæti auðvitað fengið frí frá störfum þessum til uppbótar á öðrum tímum dags — og þá gæti það meðal annars farið sjálft í búðir að þörfum. Víða um lönd eru búðir opnar utan hins venjulega vinnutima. f Bandaríkjunum er f jöldi búða opinn á kvöldin. I Ráðstjórnarríkjunum eru búðir opnar á sunnudögum. Þannig mætti draga að dæmi úr mörgum löndum. Hér á landi hefur búðartíminn verið felldur í heimskulega þröng- ar skorður, svo að stórbagi er að fyrir almenning, vinnutap fyrir marga, bæði daglauna- menn og atvinnuveitendur, og vafalaust einnig tjón fyrir kaupmer.n. Það er kominn tími til þess, að þetta verði fært í skynsam. legra horf, er betur samrým- ist nauðsyn þjóðfélagsins. . I þessu blaði hefur oftlega verið rætt um nauðsyn vöruvöndunar, sem sannast sagna er mjög áfátt á landi hér. Þessu hefur þó ekki venð vel tekið af öllum, og blaðið hefur jafnvel verið lögsólt og sektað samkvæmt fráleitri meiðyrðalöggjöf fslendinga fyrir djarfyrði á þessu sviði. Ef litið er hins vegar í skýrslu um afurða- söluna starfsánð 1957—1958, sem stjórn Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna hefur gefið út, virðist það þó ekki horfa til þjóðþrifa að veikja aðhald um sóma- samlega meðferð á fiskafurðum okkar. 700 milfjönir íslcndingar . eru fámenn þjóð — ein af minnstu þjóð- um heims. Sxðan unninn var bugur á margvíslegum, skæð- um sjúkdómum, sem áður kröfðust mikilla mannfórna, hefur þjóðinni þó hraðfjölg- að. Á þessari öld hefur mannfjölgunin orðið svo mikil, að nærri lætur, að mannfjöldinn hafi tvöfald- azt á fimmtíu árum. Lengst af þessu tímabili var þó berklaveikin skæð ungu fólki, en virðist nú hafa ver- ið kveðin í kútinn að mestu leyti. En skyldu íslendingar ætíð vera dæmdir til þess að vera fámenn þjóð, fyrst mann- fjöldinn tvöfaldast á hálfri ö!d? Ilvað skyldu Islending- ar verða orðnir fjclmennir árið 2555, ef slík mannfjölg- un héldist næstu fimnx hundruð ár? Menn æt.tu að reyna að gizka á hað. Þeir munu þó varla geta rétt, ef þeir reikna ekki dæmið. íslendingar verða nefnilega orðnir nær 700 millj. árið 2550 mcð söifiu fjölgun og verið hefur á þessari öld — fjölmennari en' Kínverjar, stærsta þjóð heímsins, eru nú í dag. Landið okkar er stórt, mið- að~ við þann f jölda, sem nú er á því, en þegar við hugs- um tíl niðjanna, þá er ljóst, að við megum ekki smækka það með Iandeyðingu né af- sali neinna réttinda á sjó eða iamdi. I þessari skýrslu er vafalaust sagt ýkjulaust frá stórfelldum mistökum, sem oi'ðið hafa á síð- ustu misserum, og miklu tjóni, er við höfum orðið fyrir af þeim sökum og ekki er búið að bíta úr nálinni með. Er þetta sorgar- saga, sem hljótt hefur verið um, þótt hún þurfi að verða.lands- mönnum kunn til alvarlegrar á- minningar. Telur blaðið sér bæði skylt og heimilt að segja þjóðinni, hvað gerzt hefur, enda er þess hvergi getið, að skýrsla stjórnar S. H. sé trúnaðarmál. Hér verður og ekki bót á ráðin, nema þeir, sem að framleiðsl- unni starfa, viti, hvar við stönd- um. Hér er ekki yfir neinu að þegja, því að viðskiptavinum okkar er fullkunnugt um, í hverju okkur er áfátt. Pólíandssíldin. Þessi saga hefst á síld, sem fryst var til sölu í Póllandi 1957, er opnazt höfðu mögu- leikar til þess að selja þangað mikið magn af þeirri vöru. — Frystar höfðu verið framan af því ári 2500 smálestir af síld, en „þegar skoðunarmenn kaup- enda korau til þess að taka út þessa oíl-u, kom í Ijós, að mikið af hen: i var skemmt eða gallað (röng beyging orða leiðrétt af blaði .:). Skemmdii'nar orsök- uðust ■ svokallaðri sjálfsmelt- ingu, sem má sjá með því að opna viðinn á síldinni.“ Hér a landi er oft talað um, að þæ-i' vörur, sem við fáum frá svokö 11 uðuni j árntj aldslöndum, séu lélegar, cn bersýnilega væri okkur full þörf á bví að hug- leiða einnig, hvernig sú vara er vcrkuð, sem við ætlum að , láta í siaðinn. Milljónir 1954 — enn nýjar kvartanir. Og áfram er haldið í skýrsl unni: ,,Miklar og alvai'legar kvart- anir hafa borizt á framleiðslu ái'sins 1957. Ber fyrst að nefna kvartanir frá Bandaríkjunum um súr- og slagvatnslykt í blokkfi-ystum fiski. Er þess skemmst að minnast, að fi-ysti- húsin ui'ðu fyrir milljóna króna tapi árið 1954 af þessum ástæð- um . . . Einnig var kvartað um vankantaðar, ósléttar blokkir og hringorma í þorskflök- um . . .“ Ellefu hundruð smálestir af heilfrystum flatfiski voru seld- ar til Englands. „Hafa þeir (kaupendur) aldrei borið fram jafnharkalegar kvartanir um lé- leg gæði eins og nú. Telja kaup- endur þennan fisk algerlega ó- söluhæfan og hafi þegar spillt svo fyrir sölu á íslenzkum, frystum flatfiski, að tjónið verði ekki metið til fjár. Ef ekki verður bætt úr þessu, er sýnt, Framh. á 11. síðu. Jólasveinar einn og átta . . . Sendiboðar Bókhlöð- unnar og Flugfélagsins Bókhlaðan á Laugavegi 47 og Flugfélag íslands hafa í sam- einingu tekið upp þá nýbreytni að senda syngjandi jólasveina í ýmis bæjarhverfi til þess að skemmta börnum og unglingum — og vekja athygli á þeim fyr- irtækjum, sem að þessu standa. Bókhlaðan þarf að vekja at- hygli á verzlun sinni og Flug- félagið vill minna á starfsemi sína og happdrættisskuldabréf- in, sem það er að selja. Voru vinningar áður 254, en nú hefur 102 aukavinningum verið bætt við. Eru þetta allt flugferðir, ýmist innan lands eða til ann- arra. Jólasveinarnir voru fyrst á ferð á sunnudaginn var og óku þá á sleða um miðbæinn og staðnæmdust á Arnarhóli. Bókhlaðan á Laugavegi 47 hefur auk þess tekið upp aðra nýbreytni, þar sem hún mun senda jólasveina á aðfangadag á milli klukkan tvö og sex með bækur, sem keyptar eru í búð- inni, heim til viðtakenda.-Bók- hlaðan býr um þessa pakka, cf óskað er og bækurnar eru keyptar eigi síðar en 22. desem- ber. Blaðið vill vekja athygli á hinum stórsnjöllu ádrepu Þórodds Guðmundssonar frá Sandi, Lundur Fanneyjar, er birtist á 7, og 9. síðu blaðsins í dag. Eíirhjjuturu ug fjullstindur ■ •; ■ " Þaaxiig 'teiicnaði Guojóu heitinn Samúelsson, hu .aniexMx-.ri rik'jsins, Mallgrimskirkju á Skóia- vörðuhæð, og við hliðina á kirkjunni sjást drangarnir fyrir ofan Hraun í Öxnadal. I^xkingin leynir sér ekki. — Myndin er tekin úr bók Jó.iasar Jónssonar uni Guðjón Samúelsson cg verk hans. j

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.