Frjáls þjóð - 20.12.1958, Side 5
pfcJAlS
þjóö
AFGREIÐSLA:
INGÓLFSSTRÆTI 8
SlMI 19985
PÓSTHÓLF 1419
<=Haugarc[acfinn 20. áci. /938
Ctgefandi:
ÞjóSvarnarflokkur Islanda.
Ritst jóri:
Jón Helgason, sími 1-6169.
Framkvæmdarstjóri:
Jón A. GuSmundsson.
Áskriftargjald kr. 9.00 á mánuði,
árgjald 1958 Icr. 99.00.
Verð 1 lausasoiu kr. 3.00.
Félagsprentsmiðjan h.í.
Skip á skeri, |>ras I fjöru
Qkipið hefur borizt inn í
brimgarðinn, og öldurn-
ar brotna á því. Sjórinn
gengur yfir þilfarið með
þungum sogum, og viðbúið
er, að skipið brotni þá og
þegar. Björgunarsveitin er á
vettvangi, en það verður töf
á því, að línu sé skotið yfir
skipið. Forystumennirnir
hafa sagt af sér þarna í brim-
fjörunni, og nú verður öll
björgunarsveitin að þinga
um það, hverjir eig'i að taka
að sér hlutverk þeirra ■—■
hverjir skuli segja fyrir
verkum, hver pigi að skjóta
línunni og hvernig eigi yfir-
leitt að standa að björgun-
inni. Og sýnist sitt hverjum,
og ekki er Ijóst, hvernig þess-
ari þráttan lýkur. Á meðan
rambar skipið á skerinu og
liggur undir stöðugum áföll-
um.
★
[vað er maðurinn að fara?
kunna lesendur að
spyrja. Þetta hljóta að vera
einhverjir hugarórar. Slíkt
hefur aldrei gerzt, þegar
nauðstöddum í sjávarháska
reið á skjótri björgun — og
getur ekki gerzt.
Lesandinn hefur alveg rétt
fyrir sér. Slíkt og annað eins
gæti ekki gerzt við þær
kringumstæður. Hver maður
i björgunarsveit myndi skipa
sér á sinn stað orðalaust og
ganga hiklaust til verka,
jafnvel stofna sjálfum sér í
hina mestu hættu, án þess
að mögla eða metast um hlut-
ina.
En þegar þjóðarskútunni
liggur við strandi og fram-
tíð sjálfrar þjóðarinnar er í
voða, gerast þeir atburðir,
er á líkingamáli má lýsa með
þessum hætti, án þess að
nokkur dráttur sé málaður
dekkri lit en atvikin gefa til-
efni til.
ir
6etta cr voðaleg saga.
Verkamaðurinn og bónd-
inn virða hina pólitísku
björgunarsveit, alþingi ís-
lendinga, og tilburði hennar
fyrir sér með sívaxandi
furðu. Þeir hafa ekki hug-
boð um, hvers vegna síðasta
ríkisstjórn sundraðist, enda
hefur ekki verið haft fyrir
því að skýra það, og þeir
skilja hvorki upp né niður
í hugsanaganginum, sem
stjórnar athöfnum og at-
hafnaleysi stjórnmálamann-
anna. Hver meðalgreindur
maður sér bara, að allt er
í voða, og þá virtist það
leggja næst, að stjórnmála-
mennirnir brygðust við hart
og títt og hæfu björgunar-
starfið tafarlaust, en létu all-
an meting og þref um völd
og vegtyllur niður falla, unz
betra tóm væri til þess að
í'ífast.
En það er ekki einu sinni
svo vel, að flpkkarnir standi
saman innbyrðis, hvað þá,
að þeir geti komið sér sam-
an út á við. Hver höndin er
upp á móti annarri inn á
við, svo að þeir eru eins og
hálfsundrað hræ. Einn vill
engu sinna nema hann hafi
af því þennan eða hinn á-
vinninginn, einn vill hlaða
undir þessa stéttina á kostn-
að hinnar eða þetta hérað
eða kaupstaðinn eða lands-
hlutanr, upp á reikning ann-
arra. Alls konar aukaatriði
eru efst á blaði óska og skil-
mála, og svo er barizt eins
og þegar menn verða óðir i
myrkri. En hið stóra mál —
björgun þjóðarinnar frá yfir-
vofandi hættu — gleymist í
öllum fyrirganginum.
A\ll þau vandkvæði, sem
nú steðja að þjóðihni,
eru sjálfskaparvíti, ef land-
helgisdeilan er undanskiliu.
Við búum við heimatilbúna
verospennu og heimatilbúin
fjárhagsvandræði, og þeir,
sem þau hafa brugg'að þjóð-
inni umfram alla aðra ein-
staklinga, eru einmitt for-
sjármenn hennar á margvís-
legum sviðum. Og þegar þess
er gætt, að þeir hafa magnað
seið sinn nú í nær tvo ára-
tugi, þá er það ekki óskilj-
anlegt fyrirbæri, að þeim
fallast hendur, þegar í harð-
bakkann slær. Það mætti
kraftaverk heita, ef þeir um-
. ventust skyndilega á hætt-
unnar stund og birtust nú
sem nýir menn. Óþreyttir af
glímunni við verðbólguna og
meofjárhag landsins í fyllsta
blóma, höfðu þeir ekki þrek
Og forsjálni til þess að halda
i horfinu, eins óg allir mega
sjá, og væri það þá ekki
kraftaverk, ef þeir tækju sig
svo skyndilega á?
Og straumar falla ekki á
þann veg, að mikillar yfir-
bótar sé að vænta af gömlu
flokkunum. Og þá á þjóðin
eftir einn leik: taka af þeim
völdin, næst er tækifæri
býðst til þess, og efla nýja
menn til nýrra úrræða og
nýrra vinnubragða. Eða vill
hún kannske heldur halla sér
í dauðans skaut með gömlu
stjórnmálaforingjunum sín-
um og láta allt velta þang-
að, sem velta vill?
komnar.
Verzlunin Brisíoi
Bankastræti.
Gerizt áskrifendur að
FRJÁLSRI ÞJÖÐ.
JÓLAHANGIKJÖTID
Svínakótelettur
Svínasteikur
Hamborgarhryggur
Beinlausir fuglar
Wicnarschnitzel
Úlbeinuð og fyllt læri eítir pöntun.
Gerið pöntun í hátíðarmatinn tímanlega.
KJÓTBUI
Skólavörðustíg 12, símar 11245 og 12108.
Vesturgötu 15, sími 14769.
Þvervegi 2, sími 11246.
Vegamótum, sími 15664.
Fálkagötu 18, sími 14861.
Bavmahlíð 4, sími 15750.
Langholtsvegi 130, sími 32715.
Hlíðarveg 19, sími 15963.
Borgarholtsbraut 19, sími 19212.
Aldahvörf í Eyjum
eftir hinn landskunna sjósóknara, ÞORSTEIN
JÓNSSON í Lauíási. í bókinni er rakin þróunar-
saga vélbátaútgerðarinnar í Eyjum frá upphafi
vélbátaaldar 1906 til ársins 1930.
Þá segir í bókinni frá „gamla tímanum“, er sjór
var sóttur á áraskipum, útilegum og svaðilförum.
Bókina prýða 25Ö myndir af formönnum, braut-
ryðjendum vélbátaútgerðarinnar og staðháttum
í Vestmannaeyjum.
ALDAHVÖRF í EY.TUM er ómissandi bók
öllum er bjóðlegum fróðleik unna.
ÚTGEFANDI
Fyrir telpur og drengi:
Úlp.ur ...... frá kr. 292.00
Peysur....... — — 128.00
Skyrtur, misl. — —■ 78.00
Skyrtur hvítar — — 92.00
Nærföt, settið — — 17.00
Náttföt . .
Belti .. . .
Slaufur
Bindi . . . .
Vasaklútar
Vettlingar
Sokkar . . . .
------41.00
— — 23.50
— — 27.00
28.00
— — 3.50
— — 29.85
— — 10.00
Barna-handklæði kr. 48.00
Barna-gallar .... — 271.00
Barna-útiföt .... — 278.00
Barna-gammosíur — 75.00
Barná-snjóbuxur — 90.00
Fyrir herra:
Kuldajakkar .... kr. 518.00
Úlpur ............ — 795.00
3uxur, stakar . . — 253.00
Manchett-.skyrtur — 119.00
Slaufur .......... — 27.00
Bindi ............ — 48.00
Treflar ........... — 30.00
Peysur ........... — 261.00
Innisloppar .... — 557.00
Náttföt .......... — 170.00
Nærföt, settið . . — 40.00
Sokkar ........... — 10.50
Vasaklútar....... — 9.00
Fyrir dömur:
Frotte sloppar .. kr. 419.00
Peysur ........ — 55.00
Buxur, stakar . . —- 350.00
Náttföt ....... — 139.00
Slæður ........ — 41.00
TOLEDO h.£.
Fischersundi og Laugavegi 2.