Frjáls þjóð - 20.12.1958, Síða 6
6
<jCaugarda^Inn 20. deó. 1958 — F
RJALS ÞJDÐ
r *
BÆKUR A JOLAMARKAÐI
Upphaf nýrra íslendingasagna
Guðmundur G. Hagalín er
upphaf smaður nýrrar bók-!
raenntagreinar á landi hér, þar'
sem er listræn ævisagnaritun
alþýðumanna. Hann reið þar á
vaðið með ævisögu Sæmundar!
skipstjóra Sæmundssonar,
Virka daga, en fylgdi þeirri
bók eftir með Sögu Eldeyjar-j
Hjalta og síðan mörgum bókum
af svipuðum toga.
Það er að sjálfsögðu ekki
heiglum hent að skrifa þannig
ævisögur annarra manna, sem
kunna misjafnlega að segja frá
og draga það fram, sem varpar
skæru Ijósi yfir ævi þeirra og
æviviðburði og samtíð og gæð-
ir söguna lífi og gliti, svo að
úr verði bók, sem fangar huga
lesandans. En þennan vanda
tókst Guðmundi að leysa af
höndum svo vel, að Virkir dag-
ar og Saga Eldeyjar-Hjalta
urðu eftirlætisrit, sem fyrir
löngu eru uppseld.
Það var því ekki vonum fyrr,
að Norðri gaf í haust út nýja
útgáfu af Virkum dögum og
fyllri hinni fyrri að því leyti,
að henni fylgir tímatal, rétt eins
og íslendingasögum hinum
Á feri unt fjórar álfur
Guðni Þórðarson: Á ferð um
fjórar álfiir. Bókaútgáfan
Fróði.
íslendingar gera víðreist nú
orðið. Það þótti nokkurt ferða-
lag áður að fara um nálægustu
Evrópulöndin. Nú þykir ekki
ferðalag nema heimsálfa á milli.
Guðni Þóroarson, blaðamaður,
hefur ferðazt til fjögurra álfa
og skrifað bók um sínar reisur.
Þatta er um margt eiguleg bók,
mjög vönduð að frágangi og
myndprýdd betur en nokkur ís-
lenzk ferðabók hefur verið til
þessa. Allar eru myndirnar, eitt
hundrað alls, teknar af höfund-
inum sjálfum, og þótt það sé
líklega nokkuð mikið upp í sig
tekið að staðhæfa, eins og gert
er á umslagi bókarinnar, að all-
ar 100 séu úrvals myndir, er
óhætt að fullyrða, að þarna eru
margar ágætismyndir á alþjóð-
legan mælikvarða. Þær eru og
flestar ágætlega prentaðar, og
þeim er smekklega fyrir komið
í bókinni. En kosið hefði ég
texta með þeim öllum.
Guðni Þórðarson kemur víða
við og hefur frá mörgu að
.segja, sumu ærið fróðlegu, eink-
um frá hinum umdeildu lönd-
um við botn Miðjarðarhafs,
þessum löndum, sem stórveldin
hafa lagt svo heita olíuást á,
að stöðugt liggur við íkveikju,
sem gæti orðið að veraldarbáli.
Mjög æskilegt hefði verið að
birta í bókinni uppdrátt af þess-
um landsvæðum, lesendum til
glöggvunar. Hér og þar hnýtur
maður um ambögulegar setn-
ingar, en í heild ætla ég, að
bókin sé skrifuð á þokkalegu
blaðamáli, og sumir kaflarnir
eru snoturlega „kompóneraðir“
ÞrjárbækurÆgis-
útgáfunnar
Ægisútgáfan hefur gefið út
þrjár eftirtaldar bækur:
Dropi í hafið, skáldsaga eft-
ir norska konu í þýðingu Skúla
Jenssonar, Um saltan sæ, frá-
sagnir um sjóslys og afreks-
verk og þrengingar á sjó, og
Suður um heiðar, ungiingabók
eftir Gunnar M. Magnúss, og er
það þriðja útgáfa bókarinnar.
Suður um heiðar er skreytt
teikningum, sem Þórdís
Tryggvadóttir hefur gert.
og mega heita vel skrifaðir. Ég
'nefni sem dæmi Með Aröbum
jyfir eyðimörk, Bagdad, Ala-
bama og í villta vestrinu. Eitt-
hvað mun áfátt þekkingu höf.
á fornbókmenntum vorum, ef
dæma má af kaflanum Á slóð-
um Væringja. Iiippodrom hét
paðreimr en ekki paðreim á
máli forfeðra vorra, keisara-
hallirnar í Miklagarði nefndu
þeir Laktjarnir, en ekki Laka-
tjarnir, og ekki hygg ég það rétt
hjá höf., að Snorri tali um Ægi-
sif (ekki Ægissif) í Heims-
kringlu, þótt ég þori ekki að
fullyrða þetta. En sparðatíning-
ur af þessu tagi þurrkar ekki
út þá staðreynd, að bók Guðna
er um margt fróðleg. Þó eru
það einkum ljósmyndirnar, sem
í minni festast. Faðir og sonur
stritandi undir þungri ár á
hinni miklu móðu Níl, rollur
röltandi eftir aðalgötunni í An-
nam, fúllyndur úlfaldi með
Arabasnáða á baki, blindur betl-
ari sagandi á fornfálegt
strengjahljóðf^ri, brot af jón-
ískri marmarasúlu í Delfi. Þess-
ar myndir og margar aðrar
segja meiri sögu en langt les-
mál. Ljósmyndavélin hefur ver-
ið Guðna Þórðarsyni góður
förunautur á flakki hans um
fjórar álfur.
Sigurður Þórarinsson.
Snotur myndabók
ti( gjafa
Töfralandið fsland heitir lítil
myndabók, sem Myndabókaút-
gáfan hefur gefið út. Hefur dr.
Sigurður Þórarinsson skrifað
formála, en Árni Óla blaða-
maður samið lesmálið, sem þýtt
er á dönsku, ensku og þýzku.
Alls er bókin 64 blaðsíður, og er
stór mynd á hverri síðu.
Myndirnar eru af ýmsu tagi.
Sumt eru landslagsmyndir, af
jöklum, hverum, fjöllum, foss-
um og öðrum sérkennilegum
stöðum, aðrar eru af bæjum og
byggðum, nokkrar af fólki,
byggingum og þjóðlegum hátt-
um. Þarna er því sitt af hverru
tagi, og eru myndirnar eftir
ellefu ljósmyndara, alla-þekkta.
Þetta er snotur bók og þægi-
leg til gjafa handa útlendum
kunningjum
Undarlegir fiskar
Undarlegir fiskar. Ljóð. Ijóð hans. Stundum verða lit-
fornu, nafnaskrá og eftirmáli
höfundar — sagan um það,
hvernig Virkir dagar urðu til.
Er sá eftirmáli góður bókar- J
auki, þó að ekki sé hann lang-
ur. Hann er sagan um það,'
með hvaða atburðum Guð-!
mundur hófst handa um að
skrifa hinar nýju íslendinga-
sögur, við ótrú margra á því,
að hákarlaskipstjóri ætti sér
ævisögu, sem vert væri að
skrifa og fólk fengist til að
lesa.
En Guðmundur og hákarla-
skipsYórinn unnu frægan sig-
ur, sem markaði spor í bók-
menntum landsins. Síðan hafa
margir spreytt sig á svipuðum
verkefnum, að vísu með mis-
jöfnum árangri eins og líklegt
var, en sumum tekizt vel. En
að fjöri og gamansemi og ágæt-
um mannlýsingum ber Virka
daga enn hæst.
J. H.
Jóhann Hjálmarsson.
Fyrir tveimur árum kom út
Ijóðabók eftir seytján ára pilt,
Jóhann Hjálmarsson. Það leyndi
sér naumast að þarna var nýtt
skáld á ferðinni. Kvæðin voru
misjöfn, en í þeim flestum var
einhver vottur af skáldskap. Ég
vil nefna lítið dæmi um skáld-
skap þeirrar bókar, það er ör-
stutí ljóð: Söknuður.
Rauðklædd kona á hvítum jó
þej'sir yrfir gula jörð.
Ég blómið bláa
hneigi mína krónu
Gleym-mér-ei.
Kvæðið er ekki stórt, en það
bregður upp glöggri svipmynd.
Jóhann yrkir mikið í litum og
setur það sérkennilegan blæ á
Folft og saga -
íornt og nýti
Fólk og saga heitir nýjasta
bók Benedikts frá Hofteigi.
Nafnið bendir til þess, um
hvað hún fjallar. Norðri gefur
hana út.
Benedikt skiptir þessari bók
sinni í tvo hluta, og er fyrri
hlutinn um þekkta atburði, svo
sem hina frægu ferð Árna
Oddssonar úr Vopnafirði á
Þingvöll og feril Herlufs Daas
hér á landi, dauða Reynistaðar-
manna á Kili og örlög séra Odds
í Miklabæ. Er stofninn í sumu
þessu gömul útvarpserindi. Síð-
ari hlutinn er um ýmsa menn,
sem samtíðin leit smáum aug-
um, hrakningsmenn og vand-
ræðaskáld.
f fyrra hluta bókarinnar
kemst Benedikt í ýmsum grein-
um að allt annarri niðurstöðu
um menn og málefni en annars
hefur verið eins konar löggilt
söguskoðun. Tann telur Herluf
Daa verið hafa góðan og mild-
an s^jórnanda, hann álítur, að
ekkert afbrot hafi verið drýgt
á Kili og likaránið sé hugar-
burður einn, og hann heldur því
fram, að séra Oddur í Miklabæ
hafi verið jarðaður í kyrrþeyr.
Er og fyrir því heimild, sem
ekki er hægt að ganga fram hjá,
að lík séra Odds fannst nokkr-
um árum eftir hvarf hans, þótt
dult hafi verið farið með það.
Eflaust er það, að ekki munu
allir vilja gjalda niðurstöðum
Benedikts fullkomið jáyrði,
enda er svo jafnan, þegar menn
brjóta í bág við það, sem lengi
hefur verið trúað, en sumt af
kenningum hans er með þeim
hætti, að þar verður ekkert
sannað til eða frá, heldur verða
menn að hafa það, er þeim þyk-
ir sennilegast. Benedikt skoðar
líka oft menn og atvik í því
Ijósi, sem skáldleg sjón á rök
lífsins og mannlegra viðbragða
býður honum í grun.
Síðari hluta bókar sinnar um
hina kynlegu kvisti skrifar
hann af samúð og næmleik, og
eru þar margir skemmtilegir
sprettir (eins og raunar einnig í
allri bókinni), skáldlega spunn-
inn þráðurinn, með innsýn í
frábrigðilegt sálarlíf.
En stundum vei’ður maður að
hafa allan hugann við, því að
málfar Benedikts er íburðar-
mikið og jafnvel flókið á köfl-
um og orðalag alls ekki hvers-
dagslegt. Geta menn metið það
kost eða löst, eftir því hvaða
kröfur þeir gera um málfar.
Aftast í bókinni er örstuttur
þáttur um ættir, og kann ég
ekki þar um að dæma, enda um
þau atriði fjallað, þar sem ménn
verða tæpast á eitt sáttir.
En þess má að lokum geta, að
það er ærið rithöfundarstarf,
sem Benedikt hefur innt af
höndum síðan hann brá búi á
Jökuldal, og virðist hann stöð-
ugt færast í aukana, þótt árin
færist yfir hann.
J. H.
Ekki a! brauði
einu saman
Út er komin desember-bók
Almenna bókafélagsins. Er það
rússneska skáldsagan, Ekki af
einu saman brauði, og er eftir
Vladimar Dudintsev, en þýð-
andi er Indriði G. Þorsteinsson
rithöfundur.
Bók þessi hefur vakið einna
mesta athygli rússneskra skáld-
sagna, sem út hafa komið á síð-
ari árum, að undantekinni Dr.
Sívagó, bæði í heimalandi sínu
og erlendis. Hún birtist árið
1956 sem framhaldssaga í sept-
ember-, október- og nóvember-
heftum tímaritsins Novy Mir.
Áður en síðasti þriðjungur
hennar var fuJIpren! aður, var
irnir þó um of:
Lítið barn starir forvitnum
augum
á konu með rautt hár
rauðhærða konu
með grænt epli
í gulum kjól
í gulum kjól
Þetta kver hins Ijóðmælta
unglings var með ýmsum lýtum,
en það var prýtt svo mörgum
einkennum skáldskapar, aðekki
varð um villzt. Nú er komin
önnur ljóðabók eftir Jóhann
Hjálmarsson, og það var eigin-
lega hún, sem ég vildi minnast
hér á, lauslega þó. Þessi bók er
í mörgu áþekk hinni fyrri, yrk-
isefni skyld og formið með lík—
um einkennum. Þó voru nokk-
ur Ijóð hinnar fyrri bókar með
rími eða stuðlum, en slíkt finnst
ekki í þessari. Ekki var braglist
Jóhanns með þeim ágætum, að
menn sakni slíks, enda bætti
rímið sjaldan Ijóð hans. Samt
hefði ég kosið meiri hljóm og
betri í sum kvæðin í seinni bók-
inrii, ef þess hefði verið kostur.
Má þar nefna fyrsta Ijóðið í bók-
inni, sem er heldur harzlara-
legt.. Jóhanni tekst oft að ná
fram sérkennum hvers yrkis-
efnis og sleppur að mestu við
marklaust glamur. Þar með er
ekki sagt, að ljóðin séu svipmik-
il, en það er sjaldan þessi þoku-
svipur á þeim, sem er svo al-
gengur í kvæðum. Vafalaust eru
flest þessi ljóð einkum ort til
þess eins að búa til kvæði. Það
bregður varla fyrir skaphita
eða hörku; þau eru köld. Skáld-
ið virðist vita, hvernig hann
vill yrkja og það ræður. Þetta
veldur því, að ljóðin verða ein-
att nokkuð þung í vöfum, það
bregður varla fyrir leik í þeim
nema þá til að þóknast form-
inu, eins og verður í ljóðinu
um menn í gulum sjóstökkum,
en þar held ég listin hafi farið
halloka.
Einn meginþáttur í ljóðum
Jóhanns er þáttur vonbrigða og
ótta, manni kemur stundum í
hug Predikarinn, þótt óskyld-
ur sé. Annað, sem Jóhanni virð-
ist hugleikið er leitin og móðir
hennar, vonin. En ég held, að
Jóhann sé ekki alltaf á sömu
skoðun og sá sem sagði: leitið
og þér munuð finna:
...dökkur himinn
og börn með ótta í augum
Ó við sem héldum að
dagurinn væri risinn.
Það er fjarri sanni, að Jóhann
sé nokkur orðaklaufi, en hann
Frh. á 11. s.
sagan orðin fræg um gervallt
Rússland.
Vinsældir sínar á bókin því
að þakka, að auk þess sem hún
er vel skrifuð og spennandi, eru
sjónarmið höfundarins ólík því,
sem rússneskir lesendur hafa
átt að venjust. Þetta er allhvöss
ádeila á skipulag ýmissa mála
í ríkinu og á þá menn, sem skipa
æðri sæti þjóðfélagsins.