Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 07.02.1959, Page 3

Frjáls þjóð - 07.02.1959, Page 3
AFGREIÐSLA: ENGÓLFSSTRÆTI 8 SÍMI 19985 PÓSTHÓLF 1419 cJ^auqardaq inh /. felrúar 1959 Útgefandi: ÞjóSvarnarflúkkur lslandi. Ritstjóri: Jón Helgason, sími 1-6169. Framkvæmdarstjóri: __Jón A. GuSmundsson. Askriítargjald kr. 9.00 á mánuði, árgjald 1959 kr. 108.00. Verð 1 lausasölu kr. 3.00. FéldgsprentsmiÖjan h.f. E skugga enskra vopna [ 'E'nn hefur komið í ljós, hve ensku vopnavaldi er beitt tillitslaust, þegar lít- il og varnarlaus- þjóð á í hlut. Ensk herskip hafa með valdi meinað íslenzku gæzlu- skipi að gegna skyldustörf- um gagnvart enskum togara, sem ekki virti einu sinni þá landhelgi," sem Englend- ingar þykjast þó í orði kveðnu sætta sig við. Shkur verknaður stingur m^ög í stúf við framkomu Englend- | inga gagnvart öðrum ríkjum, sem akveðið hafa jafnvíða i éða jafnvel miklu víðari ! landhelgi en við, og getur það varla stafað af öðru en því, að þau mega sín nokk- urs, en við ekki. Á lítilmagn- ann skal lagzt. ★ n þótt við séum lítilmagn- ar á vettvangi þjóðanna, þá ættum við samt að geta vakið athygli umheimsins á þeim leik, sem leikinn er við strendur íslnds, meira en gert hefur verið. Við eigum ekki að láta það liggja í þagnargildi, hvernig full- ! veldi Iandsins er æ ofan í ! æ rofið af enskum herskip- um, sem jafnvel hika ekki ! við að sigla í leyfisleysi fast upp að ströndinni, ef þeim ! býður svo við að horfa. Slíkan yfirgang ber okkur | að kæra á vettvangi þjóða- I samtaka og krefjast djarf- mannlega réttar okkar. Jafn- vel þótt slíkar kærur fái engu umþokað fyrst í stað, vekja þær athygli heimsins á því, 1 sem hér fer fram, og það er okkur í vil, því að svo er fyr- ! ir að þakka, að víða í löndum og líka í sjálfu Englandi eru réttsýnir menn, sem vissu- ' lega munu hrökkva við, ef 1 þeim er kynnt til hlítar, hvernig Stóra-Bretland beit- ir afli sínu við dvergþjóðina I íslenzku. Þegjandi megum við alls ekki taka þeirri valdbeitingu og þeim ertingum og móðg- unum, sem við höfum nú sætt í marga mánuði, því að fáir munu leggja okkur lið, ef við berum okkur ekki að því sjálfir að berjast af festu og án afláts fyrir málstað okk- ar. ★ itrasta vopnið í þessari deilu, sem varðar bók- staflega lífsaðstöðu íslend- inga, hefur þó ekki enn ver- ið nefnt, og því hafa engir viðburðir verið hafðir við að beita. Það liggur þó í augurn uppi, jafnvel þótt menn vilji ekki taka önnur rök til greina, að íslendingar eiga ekki samleið í hernaðarsam- tökum með þeim þjóðum, er snúa sjálfar vopnum sínurn gégn íslendingum. Það er smán, að íslendingar skyldu ekki gera ráðstafanir til þess að losa sig úr Atlantshafs- bandalaginu, þegar ein bandalagsþjóðin sendi hingað herskip til þess að ógna okk- ur. Það er forsmán, að setu- liðinu bandaríska skyldi ekki tafarlaust vísað úr landi, þegar það lét ensk herskip sigla á næturþeli upp undir hafnarmynni í Keflavík, rétt við radarstöðvar flugvallar- ins, án þess að það hefðist neitt að. Málin standa nefnilega þannig, að Englendingar og vesturveldin yfirleitt þyrðu miklu síður að beita íslend- inga yfirgangi, ef þeir létu ekki halda sér i viðjum í hernaðarsamtökum og rækju hernámið af höndum sér. Það er svo áhættulaust að gera sér dælt við þann, sem lætur binda sig. Undrið á SeyS- isfir&i I A nnað gætum við einnig gert í sama skyni. Við gætum boðið hingað blaða- ! mönnum og starfsmönnum frá fréttastofum, kynnt þeim ! málstað íslands og nauðsyn ' þjóðar, sem lifir nær ein- I vörðungu á sjósókn, á því að ' njóta fiskimiða sinna, og far- ! ið með þá út á miðin og sýnt I þeim vígdrekana ensku, sem I beitt er gegn varðbátunum I okkar. Við eigum sendiráð ! úti um öll lönd, og þau eru I varla svo kafin í verkefnum, ,! að þau gætu ekki gefið sér il tíma til þess að velja til :( slíks heimboðs menn í áliti í ! sinni stétt og með þá aðstöðu, 1 að þeir fengju að segja það, 1 sem þeim býr í brjósti, þeg- I ar þeir kæmu heim úr ís- [ Jandsförinni. egar menn hugleiða, hvernig tugum milljóna hefur verið varið til fram- kvæmda á Seyðisfirði, án þess að atvinnufyrirtækin þar hafi staðizt árinu leng- ur, þrátt fyrir stöðuga hjálp umfram önnur fyrirtæki af sama tagi, þá vaknar sú spurning, hvort alls ekkert hafi í upphafi verið skeytt um rekstrargrundvöll þeirra. Getur það verið, að þessari fúlgu allri hafi verið ráð- stafað án þess að búa jafn- framt svo um hnútana, að fyrirtækin gætu starfað nokkurn veginn og unnið framleiðslunni gagn, ein- göngu í því skyni að dorga eftir atkvæðum á Seyðis- firði? * * **' Menn verða að svara þessu Klofningur kommúnistaflokksins danska h tökum þeim, sem í mörg ár hafa átt sér stað bak við tjöldin n í kommúnistaflokkrium danska, lauk með klofningi síðastlið- ið liaust. Flokksþing var lialdið í októberlok, en nokki-u áður en það kom saman, var augljóst orðið, að liinn gamli foringi flokks- ins í tuttugu og- finim ár, Axel Larsen, hafðt verið ofurliði bor- inn, þvi að andstseðingar lians höfðu lagt undir sig blaðið og flokkskerfið og beittu aðstöðu sinni til þess að bægja fylgis- möimurn lians frá kosningu á flokksþingið, sviptu liann trúnað- arstörfum, áður en þingið kom saman, og meinuðu Iionuni að talá máli sínu. Axel Larsen var því í rauninni dæmdur, áður en flokksþingið kom saman. Ritari kommúnista- flokksins í Hollandi, de Groot, hafðí ráðizt á hann í hollenzka kommúnistabiaðinu DeWaarheid og bórið honum á brýn flokks- svik, og þessi grein var endur- sögð í Pravda. Þá tók miðstjórn danská kommúnistaflokksins sig tii 19. október og svipti hann formennsku í þingflokki danskra kommúnista. Flokksstjórnin beið þess ekki, að flokksþingið kæmi saman, heldur flýtti sér að út- skúfa honum, jafnskjótt og hann hafði verið fordæmdur í Móskvu, og gera aðrar ráðstafanir til þess, að hann kæmi þar sem minnst- um vörnum við. Henging á leiksviði leppalúða. Rxel Larsen sá nú, að svo hafði n verið um hnútana búið, að hann gat ekki sigrað á flokks- þinginu. Kvöldið eftir að hann var sviptur formennsku þing- flokksins, lét hann mynda sig með snöru um hálsinn, hangandi í gálga í leikhúsi, þar sem sýndur var um þær mundir söngleikur- inn „Garmar og larfar", og lét skopleikarann Ósvald Helmuth standa þar við hliðina á sér. Þessa mynd lét hann svo Kaup- mannahafnarblöðunum í té, svo að danskur almenningur þyrfti ekki að velkjast í vafa um, hvernig hann taldi, að málin stæðu og með sig væri farið. Þetta var grimmileg herferð og vakti að sjálfsögðu meiri athygli en orð hefðu megnað. Meirihluti miðstjórnar kommúnistaflokks. ins ærðist og rak Larsen í bræði ’ úr öllum trúnaðarstöðum. Það var jafnvel lagt bann við því, að hann léti sjá sig í þinghúsinu. Rúmlega Vi á Iivert ár. R flokksþinginu fór allt eftir ** mtelisnúru. Ritari flokksins, Poul Thomsen, flutti skýrslu miðstjórnar, og géstir frá fjórtári löndum, þar á meðal Rússlandi og Kína, fluttu þrumuræður um bölvun endurskoðunarstefnunn- ar, sem kommúnistar nefna svo. Margir þingfulltrúar fóru þess á leit, að Larsen fengi að gera eftir því, sem þeim virðist rökrétt. Hafi þetta átt að vera upphaf blómlegs at- vinnulífs þar eystra, þá hafa að minnsta kosti miklar reikningsskekkjur verið í á- ætluninni — reiknings- skekkjur af svipuðu tagi og þegar ráðizt' var í Hærings- kaupin, byggingu Faxaverk- smiðjunnar og glerverksmiðj- unnar og Grímsárvirkjun- ina. En hvað er þá að segja úm þá fórsjármenn þjöðar- innar, sem byggja ' fram- kvæmdir, sem samtals hafa kostað hundrað milljónir eða meira með nútíðargengi, á slíkum reikningum? Kniul Jespersen, sem ruddi Axel Larsen brott sanikvæmt sldpun frá IMoskvu. grein fyrir>afstöðu sinni, en gegn hörðum andmælum var málfrelsi flokksformannsins bundið við fimmtán mínútum. Það var % úr mínútu á hvert ár, sem Lar- sen hafði verið forystumaður danskra kommúnista. Var það loks samþykkt á flokksþinginu með 89 atkvæðum gegn 69. Þessar mínútur notaði Larsen til þess að vara flokkinn við þröngsýni, kreddufestu og trúarblindu og fór þá meðal ann- ars þeim orðum um blinda hlýðni við kommúnistaflokkinn rúss- neska, að danskir kommúnistar mættu ekki apa allt eftir, sem annars staðar væri gert, útiloka önnur viðhorf en þau, ssm uppi vænt með öðrum kommúnista- flokkum, né leggja ævinlega blessun sína yfir allt, sem væri sagt og gert af kommúnistafor- ingjum annarra landa. „Enginn flokkur er gallalaus, hvorki sá fjölmennasti né fámennasti", sagði Axel Larsen. Larsen hlaut stuðning all- margrá þingfulitrúa, en meiri- hlutinn var honum samt andvíg- ur, og á síðasta degi þingsins var felld tillaga, sem túlkaði skoðan- ir hans. Aftur á móti var samþykkt á- lyktun, þar sem lögð var áherzla á samstöðu kommúnistaflokka og forystuhlutverk Rússlands, en fordæmd öll endurskoðun á stefnunni og júgóslavneski kommúnistaflokkurinn kallaður andkommúnískur. Stefna Lar- sens og starfsaðferðir var talin fnesta hættan, sem steðjaði að hugmyndafræði danska komm- únistaflokksins. Larsen Iét ekki kúgast. Pnginn fylgismanna Larsens 44 þáði sæti í stjórn flokksins né öðrum trúnaðarstöðum. Lar- sen hélt áfram að gera grein fyr- ir viðhorfum sínum, þar sem hann fékk því við komið, til dæmis í flokksfélögum, þar sem honum var ekki meinað það. 1 þessum ræðum dró hann í efa, að samþykkt flokksþingsins stydd- ist við vilja meirihluta danskra kommúnista, og sagði, að lítil klíka hefði ekki vald til þess að skipa sér fyrlr verkum. Þessu gazt hinni nýju mið- stjórn ekki að, því að hún taldi samþykkt flokksþingsins bind- andi fyrir alla danska kommún- ista. Sakaði hún Larsen um upp- reisn gegn flokkslögunum og rak hann einróma úr flokknum. Jafnframt varaði hún hann þó við að stofna nýjan flokk. Sá maður, sem í fjórðung ald- ar, hafði borið höfuð og herðar yfir aðra flokksbræður sína og séð flokknum furðuvel farborða, þegar óbyrlega blés, var nú rek- inn með smán. Það kom líka á daginn, að hér var djarft teflt. Sum flokksfélög kommúnista og margir einstaklingar hétu á Lar- sen að halda áfram stjórnmála- starfi. . 14000 nöfn — nýr flokkur. Wuttugasta og annan dag nóv- * embefmánaðar kom Larséri til fundar við 76 kommúnista til þess að ræða stjórnmálaviðhorf- ið. Þeir urðu á einu máli um að ganga ekki til samvinnu við jafn- aðarmannaflokkinn, en jafnein- dregið töldu þeir, að síðasta flokksþing kommúnista hefði ekki verið fært um að marka rétta stefnu. Því var afráðið að kanna, hVe byrlega blési um stofnun nýs sósíalistaflokks og hefjast handa um söfnun undir- skrifta til undirbúnings þeirri flokksstofnun. Skorað var á Axel Larsen að afsala sér ekki þingsæti sínu, enda þótt mið- stjórn kommúnistaflokksins hefði krafizt þess, að hann gerði það. Flokkurinn var til bráðabirgða skírður Þjóðflokkur sósíalista, og það nafn tilkynnti Larsen þinginu. En jafnframt krafðist hann þess af fylgismönnum sín- um, að þeir söfnuðu uridirskrift- um fjórtán þúsund manna, ef hann ætti að halda áfram þing- mennsku til frambúðar. Þessi söfnun fer nú fram, og hafa þeg- ar nokkur þúsund manna innrit- að sig í hinn nýja flokk. Allvíða hafa verið mynduð flokksfélög, og stjórnir kommúnistafélag- anna í Hvidovre, Middelfart og ISilkiborg hafa géngið í flokkinn. Meðal fylgismanna Larsens eru flestir helztu verkalýðsleiðtogar, sem áður voru í kommúnista- flokknum, þar á meðal formaður prentarafélagsins í Kaupmanna- höfn, Willy Brauer, er sæti á í bæjarstjórn Kaupmannahafnar. Sjálfur fór Axel Larsen i fundaleiðangur um alla Dan- mörku eftir áramótin. Útvarpsræða Larsens. Ctefnuskrá hins nýja ílokks hef- ** ur ekki enn verið samin. En fyrir skömmu flutti Axel Larsen útvarpserindi, sem hann nefndi: „Er marxisminn úreltur?" Af þessu erindi má glöggt ráða við- horf hans. Axel Larsen tók þar eindregna afstöðu með sameign- arskipulagi og tók undir kenn-. ingar Marx og LenínS, en bætti því við, „að um langt skeið hefðu þær ekki þróazt með þjóðfélög- unum, verkalýðshreyfingunni til mikils tjóns.“ Hann fordæmdi vanabundinn hugsunarhátt og blinda trú á það, að „einhverjum flokki eða einhverri flokksfor- ustu gæti ekki skeikað.” En hann hallmælti lika „endurskoðun, sem á sér ekki annað markmið Framh. á 6. síðu.

x

Frjáls þjóð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.