Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 07.02.1959, Blaðsíða 4

Frjáls þjóð - 07.02.1959, Blaðsíða 4
4 oCaucjarJaginn 7. pelmíar 1959 — FRJALS ÞJQ£> þecfar búrií á HetitAMöluj/n kmn4i á húA^eifjuha i gömlum bréfum, sem varð-j veitzt hafa, er víða getið umj slys, sem varð í Mýrdal vetur- inn 1832. Hefur þetta slys ver- ið mjög á orði háft á sínum1 tíma, og mun margt valda. Það gerðist með mjög óvenjulegum atburðum og mátti sjálfskap- arvíti heita, þar beið bana rosk- in húsfreyja, sem þótti í fremstu röð í sinni stétt, kona svipmikils bónda af lands- kunnri ætt, og loks þjargaðist barn, sem var í för með kon- unni, þótt með ólíkindum væri, að það skyldi lifa. Einkum er víða getið um þennan atburð í bréfum Bessa- staðasveina, enda var konan, sem fórst, nýlega orðin tengda- móðir eins stúdentsins úr Bessastaðaskóla. Öðrum þræði þótti þessi at- burður þó háðulegur, og er mjög á þá strengi slegið í bréf- unum, því að ekki varð slysið úti á víðavangi í vondu veðri né á neinum þeim stað, þar sem fullorðnu fólki þykir háski bú- inn, heldur í búri húsfreyju sjálfrar. Eigi að síður var þetta mjög sviplegt slys, sem nokkra léttúð þurfti til að gera að gam- anmálum. T Tm þetta leyti bjó Einar Þor- steinsson, bróðir Bjarna amtmanns á Arnarstapa, að Ketilsstöðum í Mýrdal. Hafði hann búið þar nokkuð á annan tug ára. Einar var bróðurson- ur séra Jóns Steingrímssonar, eldklerksins á Prestbakka, og dóttursonur Bjarna sýslu- manns Nikulássoar og í þá ætt kominn af Hansi Krúm- bekk hinum enska, sem settist að undir Eyjafjöllum í lok sextándu aldar eða þar um bil. Móðir Einars, Guðríður Bjarna- dóttir, var tvígift og hafa báðir bændur hennar, Þorsteinn Steingrímsson í Kerlingardal og Þorsteinn Eyjólfsson í Vatns- skarðshólum, orðið mjög kyn- sælir, en börn átti Guðríður ekki nema með fyrri manni sín- um. Einar Þorsteinsson átti þrjár konur og lifði til hárrar elli. Fyrsta kona hans hét Sigríður Guðmundsdóttir, og það er ein- mitt frá hennar ævilokum, sem hér segir. Þau áttu allmörg börn, og meðal dætra þeirra voru Guðríður sú, sem um get- ur í Skrifaranum á Stapa — hún var meira en hálfa öld hjá föðurbróður sínum, Bjarna amt- manni — og Steinunn, sem giftist einmitt um þetta leyti Birni, syni Jóns sýslumanns Guðmundssonar í Vík — þess, sem „með vopnaða Mýrdæli víkingsins beið og virki hjá Jökulsá hlóð“ á valdadögum Jörundar hundadagakonungs, þótt tvennum sögum fari raun- ar af því, hvort hann gerðist svo harðsnúinn andstæðingur ævintýramannsins, á meðan hann var „hæstráðandi til sjós og lands“ eða ekki fyrr en eftir að honum var steypt. Björn var á þessum árum nefndur Litli- Björn af kunningjum sínum, en síðar á ævinni Roða-Björn^ vegna hátta sinna í mataræði.j Hann varð prestur á ýmsum stöðum, en naut Steinunnarj Einarsdóttur skamma stund, því að þau skildu. TTaustið 1831 lagðist vetur snemma að, en síðan brá til votviðra, og var oftast þíðviðri fram á góu. Rigningasamt er í Mýrdalnum, og hefur þar sjálf- sagt verið mikið úrfelli. Þetta haust bar svo til á Ket- ilsstöðum, að búrið hrundi. Hef- ur það sjálfsagt verið fornt og laslegt. Komið var fram undir veturnætur, er þetta gerðist, svo að skammur tími var til stefnu til þess að koma upp nýju búri. En búrlaust gat Ket- ilsstaðaheimilið ekki verið. Lét Einar bóndi því hendur standa fram úr ermum og hrófaði í skyndi upp nýju búri. Viði hafði hann ekki nema ótrausta, en eigi að síður skaraði hann áreft- ið hellum, eins og títt var þá þar um slóðir, og þakti síðan torfi. Þótti nú bætt úr því ó- happi, er hent hafði. Leið svo og beið hinar næstu vikur, án þess að nokkuð bæri til tíðinda. Allt gekk sinn vana- gang, og engan uggði, að mann- hætta væri að ganga um húsin á Ketilsstöðum. K etilsstaðaheimilið var all- , mannmargt. Sjálf voru hjónin mjög jafnaldra, húsmóð- irin hálfsextug, en Einar fáum misserum eldri. Heima voru fjögur uppkomin börn þeirra, vinnufólk og tíu ára gömul telpa,- sem þar var í fóstri, Guð- finna Jónsdóttir. Nú gerðist það kvöld eitt um miðjan janúarmánuð, að Sigríð- ur húsfreyja fór fram í búr til þess að setja upp mjólk og skammta fólkinu. Hafði þá ver- ið þíðviðri um skeið og ef til vill slagviðri. Fór Guðfinna litla með henni, og fjdgdi þeim svartur rakki, sem ætlað hefur að vita, hverju honum yrði hyglað í búrinu fyrir fylgispekt sína við húsmóðurina og fóstur- dóttur hennar. Engar frekari sagnir eru um það, hvað þær aðhöfðust í búr- inu, en töf varð á, að þær kæmu aftur inn til fólksins, sem sat í baðstofu. Þegar það fór að lengja eftir þeim, stóð einhver upp og gekk fram. Honum brá í brún, því að aðkoman var ekki góð. Búrþekjan hafði öll fallið niður í tóftina, og hafa viðirn- ir sjálfsagt brotnað undan þunga hellutróðsins og vatns- ins, sem safnaðist í torfið i rigningunni. Húsmóðirin og telpan, sem með henni hafði farið fram, sáust hvergi, og þótti þá þegar enginn vafi leika á því, að þær hefðu orðið und- ir þekjunni. lVrú varð uppi fótur og fit, og ^ ' var þegar hlaupið að rjúfa þekjuna og rífa upp úr tóftinni. Myrkur var á, og enginn vissi, hvar helzt skyldi leita, svo að talsverð bið hefur vafalaust orðið á því, að konan og telpan fyndust. Loks fundust þær þó, og var þá konan dáin, en telpa lifandi og lítt eða ekki sködduð. Hafði konan setið á kláf eða öðru setgagni, er þekjan féll á hana, og kýtzt sarpan þreföld í sæti sínu undan þunganum, og var hún öll marin og lemstruð. Telpan lá við hlið hennar á gólfinu, og' hafði lík konunnar borið af henni þunga hellu- tróðsins og þekjunnar. Hefur hún sjáanlega staðið hjá kon- unni, er þekjan kom yfir þær, og skollið við það flöt á gólfið. Hundurinn hafði aftur á móti kafnað eða marizt undir þekj- unni. Þóttu þessir atburðir mjög sviplegir, og hefur ekki aðeins verið um þá rætt austur í sveit- um, heldur og víða um land. Ekki er laust við, að Einari bónda hafi verið fært það til lasts, af hve lítilli fyrir- hyggju hann hafði hrófað upp búrinu um haustið. „Það var vel byggt,“ segir í bréfi frá Arngrími Halldórssyni, sem síð- ar varð prestur á Bægisá. „Var þá ekki búrdjöfullinn allur inn dottinn — ljót aðkoma!“ sagði aftur á móti Benedikt Þórðar- son, er síðast var prestur í Sel- árdal, þegar hann sagði kunn- ingja sínum fréttirnar. Einar lét samt ekki hugfall- ast við þennan atburð. Að hálf- um níunda mánuði liðnum var hann kvæntur í annað sinn. Gekk hann þá að eiga unga stúlku, Valgerði Einarsdóttur frá Skammadal. En frá Ketils- stöðum fluttist hann þó um sér vel. Með þessu er ekki sagt, að Einar Þorsteinsson hafi ver- ið búinn að hugsa fyrir hag sín- um, áður en fyrri konurnar dóu, en hitt er jafnaugljóst, að hann hefur að minnsta kosti undið bráðan bug að því, þegar þær voru fallnar frá. Þriðja og síðasta kona Einars lifði hann. Hann dó rösklega áttræður árið 1855, og höfðu þau Snjófríður þá eignazt tvö börn. Og Snjófríður fékk í búið annan eiginmann og lifði hvorki meira né minna en 55 ár eftir fráfall fyrri manns síns. Þá voru liðin 137 ár frá fæðingu fyrri manns hennar og 230 frá fæðingu afa hans, Bijarna sýslu- manns. Konan sem dó 1911 hafði með öðrum orðum verið í hjónabandi með manni, sem mundi Skaftáreldana af eigin. raun og var harla nákominn hinum sögulegustu atburðum, er þá urðu, en afi hans var aft- ur fulltíða maður í stórubólu. Lengri var ekki brúin til nú- I tímans frá þessum tveimur þetta leyti og bjó síðan í Kerl- ingardal. Þau Valgerður áttu' stóráföUum í sögu þjóðarinnar. saman fjögur börn, og lifði hið °S enn má bæta við: Fólk> senl elzta þeirra, Stefán bóndi frá' ekki er nema miðaidra, man Króki í Meðallandi, langt fram'Þrið->u konu ™™sins, sem á þessa öld. Að tíu árum liðnum'missti fyrstu konuna’ Þe§ar missti Einar Valgerði. En hann' búrþekjan á Ketilsstöðum fél). hugði ekki á einlífi, þótt hann' niður veturinn 1832. væri um sjötugt. Hann kvænt- ist í þriðja sinn, tvítugri stúlku, systur fyrri konunnar, Snjófríði T7n hver var svo telpan, sem náðist lifandi undan rof- Einarsdóttur, en þó varð að inu? þessu sinni rúmt ár á millij Því er fljótsvarað. Hún var kvenna hjá honum. Efnaðii-j dóttir séra Jóns Austmanns á bændur áttu á þessum tímum Ofanleiti í Vestmannaeyjum, völ ungra stúlkna af bezta en hann var dóttursonur séra stofni, þótt aldurhnignir væru,j Jóns Steingrímssonar og þeir því að meira var litið á efna- Einar Þorsteinsson þess vegna hag eiginmannsins og þjóðfé- j þremenningar að frændsemi. lagsstöðu en aldur. Það þótti alls^ Hann átti skaftfellska konu og ekki slæmur kostur fyrir unga^ hafði eitt sinn verið aðstoðar- stúlku að giftast rosknum og prestur 1 Mýrdal. , jafnvel öldruðum manni, sem átti gott bú og var í góðu áliti, og að eiginmanninum látnum náðu ekkjurnar' svo iðulega í unga menn, þótt þær væru þá farnar að fella fegurstu fjaðr- irnar. Forsjálir bændur voru oft farnir að hyggja að nýju konu- efni handa sér, áður en hin fyrri dó, og jafnvel búnir að leggja drög að því, einkum ef konan var heilsuveil éða hrum orðin. Mannsævin var þá oftast styttri en nú er og dauðinn skjótari til höggs, svo að þess háttar fyrirhyggja gat komið Guðfinna fór heim til for- eldra sinna í Eyjum, nokkru. eftir að Einar fluttist að Kerl- ingardal, og þar var hún síðan alla ævi. Hún varð kona Árna alþingismanns Einarssonar á Vilborgarstöðum og dó litlu fyrir aldamótin. Sonarsynip hennar voru Brynjólfur söng- stjóri, Árni útgerðarmaður og Leifur tannlæknir Sigfússynir. (Helztu heimildir: Lbs. 302 fol., prestsþjónustubækur og spknarmannatöl Sólheima- þinga, Reynisþinga og Vest- mannaeyja, Blanda, AnnálL nítjándu aldar.) Gerum við bilaða krana og klósettkassa. Vatnsveita Reykjavíkur Símar 13-13-4 og 35-1-22. (Geymið auglýsinguna). HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA fSLANDS DREGIÐ VERÐUR Á ÞRIDJUDAG í 2. FLOKKI. 84.5 vinningar að uppliæð kr. 1,09.1,OOO,oo IIAPPDKÆTTI HASKOLA ISLAADS

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.