Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 29.08.1959, Blaðsíða 4

Frjáls þjóð - 29.08.1959, Blaðsíða 4
 FRJALS Þ J DÖ VeJ tur-íátehjki ^iUuÁa^narím í UiHderÁleij TTér um bil öld.er liðin síðan fslendingar tóku að flytj- ast til Kanada. Á þessum tíma hafa þeir komið þúsundum saman, og margur hefur lagt fram drjúgan skerf til þessa nýja fósturlands síns. Einhver einstæðasti skerfur- inn er frá Stefáni Kolbeinssyni í Kindersley í Saskatchewan- fylki. í apríl síðastliðnum eignaðist háskólinn í * Saskat- chewan fyrir hans tilstuðlan fjögur ómetanleg Amati- hljóðfæri, knéfiðlu, lágfiðlu og tvær fiðlur. Að baki þessu er löng saga. Stefán Kolbeinsson, sem nú er sjötugur, kom ungur frá íslandi til Manitoba og síð- ar til Saskatchewan og settist að í Kindersley. Hann hafði mikið yndi af tónlist, og með- an hann var enn að brjóta land, seldi hann reiðhjólið sitt til að kaupa sér fyrstu fiðluna. Það leiddi til þess, að hann varð einn þekktasti hljóðfæra- safnari í heimi. Árum saman verzlaði hann með fiðlur líkt og aðrir bænd- ur verzluðu með hross. Hann fór að þekkja fágæt hljóðfæri við fyrstu sýn, og leit hans að þeim bar hann til fremstu safnara í Norður-Ameriku og Evrópu. ★ Cé leikmaður spurður, hver ^ sé frægasti fiðlusmiður, sem uppi hafi verið, mun hann undir eins svara ,,Stradivari“. En sé einhver, sem þekkingu hefur á tónlistarsögu, spurður hins sama, mun hann í sömu andrá og Stradivari nefna Amati. Hann mundi einnig skýra frá því, að Nicolo Amati, sá sem helztur var þeirrar ætt- ar, hefði einmitt kennt Stradi- vari að smíða fiðlur. Það er fágætur töfrahljómur í nafn- inu Amati, og safnarar leita um viða veröld að þessum frægu strengjahljóðfærum, sem smíð- uð voru á 17. öld í borginni Cremona á Ítalíu. Háskólinn í Saskatchewan greiddi tuttugu þúsund dali fyrir Amati-hljóðfærin fjögur. Leikmenn standa á öndinni, er þeir heyra slíkt verð, og það gera safnarar raunar líka, en af alveg gagnstæðri ástæðu. Þrefalt þetta verð mundi safn- ara þykja kjarakaup. Hver einasti safnari veit, að Stefán bóndi Kolbeinsson seldi háskól- anum í heimafylki sinu þessi fjögur dýrmætu hljóðfæri fyrir minna en hann greiddi fyrir þau. ★ T^að var fyrir draumsýn Stef- ■*• áns, að háskólanum gafst kostur á að eignast Amati- hljóðfærin. Foreldrar hans léku ekki á hljóðfæri, en höfðu yndi af góðri tónlist. Þau höfðu flutzt til Manitoba frá íslandi. Stefán settist að í Kindersley árið 1908 og hefur búið þar æ síðan. Nokkur síðustu árin hef- ur hann dvalizt í Saskatoon að vetrmum til. Á sumrin er hann enn þá á býli sínu, þar sem hann stundar allmikla korn- rækt. Þegar hann hafði keypt fyrstu fiðluna si'na fyrir reið- hjólsverðið, lærði hann af sjálf- um sér að spila og lék svo fyrir dansi í gamla daga. Kaup einn- ar fiðlu leiddu til kaupa á ann- arri betri. Eftir því sem hagur hans dafnaði, urðu fiðlurnar sífellt betri. Honum varð á- stríða að eignast hin beztu hljóðfæri, og hann öðlaðist þekkingu til að greina á milli. Vetrunum eyddi hann við að kynna sér sögu og sjálfa list fiðlusmíðanna, unz svo er kom- ið, að hann er nú þekktur og virtur af helztu söfnurum heims. Fyrir allmörgum árum heim- sótti Stefán Emil Herrmann að heimili hans, sem hann nefnir ,,Fiðludal“, í Connecticut. Herr- mann hefur orð fyrir að vera einn fremsti hljöðfærasali heims og verzla með beztu fiðl- ur veraldar. Meðan Stefán var gestur Herrmanns, heyrði hann kvartett leikin á Amati-hljóð- færi. Þótt það virtist ógerlegt, varð hann þá staðráðinn í að safna og koma upp í Saskat- chewan fjórum slíkum Amati- hljóðfærum. 'C'yrstu Amati-fiðluna keypti ■*• hann fyrir nálega fjórum árum af Davíð McCallum, kon- sertmeistara við Fílharmóníu- hljómsveit Lundúna. Hún hafði verið í einkasafni í Frakklandi og verið smyglað á öi-uggan stað í Englandi, þegar Þjóð- verjar ruddust inn í landið í síðustu styrjöld. Þessa fiðlu smíðuðu Amati-bræður árið 1607. Aðra Amati-fiðluna keypti hann af Daisy Kennedy, sem heimsfræg er fyrir fiðluleik. Þessa fiðlu smíðaði Nicolo Am- ati, sá, sem var kennari Stradi- varis. Það var árið 1670. Se- veik, einn af frábærustu kenn- urum heimsins í fiðluleik, gaf Daisy Kennedy þessa frægu fiðlu, er hún hélt fyrstu hljóm- leika sína í Lundúnum. í fimm- tíu ár lék þessi nafnkunna kona á hana í öllum stærstu hljóm- leikahöllum veraldar. Vera má, að Daisy Kennedy hafi orðið hugfangin af hinni furðulegu leit bónda í Saskat- chewan að Amati-kvartett. Það er staðreynd, að Stefán fór til Lundúna í þeim tilgangi ein- um að gera kaupin. Er þangað kom, biðu 300 manns á undan honum eftir að kaupa fiðluna frægu. En kaupendunum var haldið í skefjum, og einni klukkustund eftir komu bónd- ans frá Saskatchewan var dýr- gripurinn í hans eigu. Ungfrú Daisy skýrði Stefáni svo frá, að hún væri himinlifandi yfir, að hann skyldi hreppa fiðluna, og óskaði honum góðs gengis við að ná saman kvartettinum. ★ lVræst komu kaupin á kné- x ’ fiðlunni. Þetta dýrmæti lá ! I árum saman gleymt og grafið , í Englandi. Það var æsifregn í heimi safnaranna, þegar þarna í höll jarlsins af PLymouth í fundust á hanabjálkanum kné- fiðlan, Stradivari-fiðla og fleiri hljóðfæri. Stradivari-fiðluna keypti Fritz Kreisler, knéfiðl- una Stefán bóndi Kolbeinsson. Hún var smíðuð árið 1690 af Hironymusi Amati. Hún ber sameiginlegt skjaldarmerki ættanna Plymouth og Clive, með því að kona af Plymouth- Þorkell Jóhannesson læknir: Limlesting, krufning lifandi fólks og mannakjötsát" Niðurlag. ,,Góða sögu að segja“. í Bushido-riddurunum (síðu 79—81) rekur Russell ritaða frásögn, er fannst í dagbók jap- ansks herfanga. Hermaðurinn lýsir fjálglega, hversu hann naut þess að vera viðstaddur aftöku flugmanns (ástralsks?). Fór aftakan fram nærri sjávar- strönd. Hann lýsir viðbrögðum fangans, hversu foringi her- deildarinnar skildi höfuð frá> búki í einu höggi og hversu dökkt blóðið sagði SSh . .. SSh ..., er það gusaðist úr hálsæð- unum. Hann endar frásögn sína þannig: Þessa atburðar mun ég minnast alla ævi. Komist ég heim aftur heill á húfi, hef ég góða sögu að segja, og því hef ég ritað þetta. Varðstöðin við Salamua 30. marz ’43. Kl. 10.10, við nið miðnæturbylgnanna. Augljóst er, að þessi keisara- legi stríðsmaður hefur verið frá sér numinn eftir viðburði dags- ins, og hann einsetur sér að festa allt svo vel í minni og unnt er, og því ritar hann ræki- lega um atburðinn í dagbókina (næstum 3 þéttletraðar síður í meðalstóru broti). Hann ritar líkt og trúaður kaþólskur mað- ur, sem hlotið hefur áheyrn páfa og lifað sælustu stund lífs síns, eða eins og heitur tilbeið- andi Marilinnu Monróu, er snortið hefur barm hennar á bíkínibaðströnd, svo að hin ólíkustu dæmi séu nefnd. Hlutdeild lækna og hjúkrunarkvenna. Svo furðulegt sem hugarfar stríðsmanna og lögreglumanna hefur verið í þessum einræðis- ættinni giftist Clive hershöfð- ingja í Indlandi. Þrjú af hinum fjórum Amati- hljóðfærum voru nú fengin — aðeins eitt vantaði. Stefán vissi vel, að Amati-lágfiðlunni yrði erfiðast að ná, því að aðeins fáar slíkar eru enn til í heim- inum og því mjög fágætar. En þegar safnari er einu sinni orð- inn þekktur, hefur hann stöð- ugt samband við heimsmark- aðinn. Stefán fékk hina fágætu Amati-lágfiðlu hjá ítalskri að- alsfjölskyldu, sem á heima i Bandaríkjunum. Þá henti það, sem verst gat komið fyrir. Það leit svo út sem Amati-kvartett mundi aldrei verða til í Kan- ada. Amati-lágfiðlunni var stol- ið frá býli Stefáns í Kindersley. Þjófurinn hefur aldrei fund- izt. Það verður sennilega aldrei upplýst, hvort þjófnaðurinn var framinn í fullri vitneskju um það, að þarna væri fágætt hljóðfæri, margra þúsunda dala virði. ★ ítilsigldari maður hefði nú J kannski gefizt upp við að gera draum sinn um Amati- kvartett að veruleika, en ekki hinn hægláti og ákveðni bóndi. Franskur Amati-kvartett var leystur upp til að fullkomna Amati-kvartettinn í Saskatoon. Sögu þessarar lágfiðlu hef- ur verið auðvelt að rekja, því að fram að þessu hefur hún aldrei komizt úr einkasafni. Fyrir tilstilli Páls páfa V. komst hún í eigu hinnar frægu ítölsku Borghese-ættar. Borg- hese-listasafnið var hertekið af Napóleon mikla, og það er álit- ið, að þannig hafi lágfiðlan í upphafi borizt til Frakklands. Og þannig hefur draumur Stefáns Kolbeinssonar, korn- yrkjubónda í Saskatchewan, rætzt. En draumar, sem ræt- ast, eiga það til að stækka enn. Stefán leggur nú metnað sinn í að ná til Saskatewan eins mörgum góðum fiðlum og hon- um endist ævin til. ★ A uk þess sem hann safnar •^*- góðum fiðlum, safnar hann líka góðum fiðlubogum og smíðar sjálfur fiðlúr. Og það er honum til mikillar gleði, að synir hans tveir hafa áhuga á tónlist. Stuart, eldri sonur hans, er á býlinu í Kindersley, og hann á pípuorgel á loftinu, keypt úr kirkju í Winnipeg. Hann er nú önnum kafinn að breyta því í rafmagnsorgel. Á meðan leikur hann sér til dægrastyttingar á sekkjapípu. Lauren sonur hans stundar nám við háskólann í Saskat- chewan. Hann hefur lagt stund bæði á organleik og tónsmiðar í Lundúnum og Frakklandi. (Þýtt úr The Icelandic Canadian 1959). AD gefnu tilefni er fólk, sem óskar eftir skoðun í Leitarstöð Krabba- meinsfélags íslands, beðið að snúa sér til skrifstofu fclagsins í Blóðbankanum, sírni 16947, en ekki til Heilsuverndarstöðvarinnar. Leifarstöð Krabbameinsfélags íslands löndum, þá er enn furðulegri hlutdeild lækna og hjúkrunar- kvenna í glæpaverkum þessara þjóða. — Læknum, hjúkrunar- konum og hjúkrunarfólki yfir- leitt er ætlað að lækna fólk, lina þjáningar og hugga, en sízt af öllu að deyða heilbrigt fólk, kvelja eða niðurlægja. í hinum gamla læknaeið -Hippó- kratesar, sem er nefndur faðir læknisfræðinnar, segir m. a. á þessa leið: Forskriftir um mataræði vil ég nota sjúkum til bóta, eftir því sem sannast verður vitað og' réttast óg hæfileik- ar leyfa mér, en hafna þeim, er valda kunnu skaðsemd og ama. Ég mun ekki, þótt tilkvaddur væri, láta neinum af hendi banvænt eitur eða veita nokkurt slíkt ráð, né heldur gefa nokkurri konu fóstureyðandi meðöl. Ég vil lifa skíru lífi og frómu og varðveita list mína hreina og flekklausa. — Og enn seg- ir: í þau hús, er ég kem, vil ég koma sjúkum til gagns, þar eð ég firrist allt vitað í-anglæti og táldrátt .... Niðurlagsorð eru á þessa leið: Sé ég í gerðum mínum þessum eiði samkvæmur og r/úfi hann ekki, mégi mér þá hlotnást að njóta góðs af lífi mínu og list, um leið og ég nýt virðingar meðal allra manna um eilífa tíð, en rjúfi ég þennan eið og gerist meinsærismaður, þá verði hlutskipti mitt andstæða þessa. (Eftir dönskum texta, er J. L. Heiberg málfræð- ingur þýddi úr frummálinu). Þetta eru fögúr orð og hrein- ar reglur að lifa eftir, enda er eiður Hippókratesar enn í dag fyrirmynd læknaeiðs velflest- um þjóðum. Fangar notaSir sem tilraunadýr. Hversu var svo háttað lækn- isþjónustu í fangabúðum Þjóð- verja? Aðeins örfá dærni úr bók Russells lávarðar, er glöggt sýna, hve hörmulega læknalið fangabúðanna þverbraut flest grundvallaratriði alls mann- kærleika og læknislistar. Buchenwald voru illræmdar fangabúðir skammt ufan við Weimar. Fangar voru þar not- aðir til læknisfræðilegra til-

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.