Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 29.08.1959, Side 6

Frjáls þjóð - 29.08.1959, Side 6
<8 odautjarcfacjinn 29. aqúit 1959 - FRJÁL5 ÞJÖÐ affu. LENGSTI Framhaldsfrásögn um örlagaríkasta dag heimsstyrjaldarinnar siðari, innrásardaginn 6. júní 1944 ({ayuriHH TT'isenhower og samstarfs- menn hans höfðu gert allt, sem hugsanlegt var, til að tryggja, að innrásin mætti takast með sem minnstu manntjóni. En nú, þegar stund- in var runnin upp — eftir margra ára undirbúning — var áætlunin Overlord ofurseld duttlungum náttúruaflanna. Veðrið var vont. Eisenhower gat ekkert gert annað en beðið og vonað, að veðrið batnaði. En nú, sunnudaginn 4. júní, yrði hann að taka örlagaríka á- kvörðun, áður en dagur væri að kvöldi kominn: að fara — eða að fresta innrásinni. Sigur eða ósigur í styrjöldinni kynni að velta á þeirri ákvörðun. Eisenhower var í hræðilegri klípu. Hinn 17. maí hafði hann ákveðið, að D-dagur yrði einn þriggja daga júnimánaðar — hinn 5., 6. eða 7. Athuganir höfðu sýnt, að búast mátti við, að tveimur lífsnauðsynlegum skilyrðum yrði fullnægt þessa daga: tungl kæmi seint upp og fjara yrði skömmu eftir dögun. Fallhlífarliðið, sem hefja átti innrásina — 22 þúsund Banda- ríkjamenn og sjötta herfylki Breta — þurfti á tunglsljósi að halda. En atlagan gat því að- eins kom.ií5 á óvart, að dimmt yrði fram til þess tíma, sem fallhlífarliðið kæmi á ókvörð- unarstað. Þess vegna þurfti tungl að koma seint upp inn- rásarnóttina. Herliðið, sem flutt var sjó- leiðis, varð að ganga á iand, þegar nægilega iágsjávað var, til þess að sóknartáimar Rommels sæjust. Innrásarfyrir- ætlunin var algerlega komin undir þessari timasetningu. Og til þess að gera málið enn ílóknara þurfti liðið, sem setja átti á land síðar um daginn, einnig á fjöru að halda — og hún varð að vera fyrir rökkur. Þessi tvö nauðsynlegu skil- yrði: tunglsljós og fjara — komu Eisenhower í mikinn vanda. Síðara skilyrðið fækk- aði hugsanleeum innrásardög- uin mður í sex á mánuði — og brjá þeirra var tun’gl ekki á lofti. En þar rnec var sagan ekki cll. í fyrsta iagi óskaði allur herinn eítir löngum degi og góðu skyggni. Birtu þurfti til þess, að landgönguliðið áttaði sig á ströndinni, flotinn og flugherinn sæju skotmörk sín og skipstjóraniir úti fyrir strönchnni kæmust hjá árekstr- um. í öðril lagi þurfti sjór að veta kyrr. Fyrir utan það skipatjón, sem ósjór kynni að valda. gæti sjóveiki dæmt herinn úv ieik, löngu áður en har.n átti að stíga á land. í þriðja lr.gi þurfti á álandsvindi að halda, til þess að skotmökk- inn legði frá ströndinni og skotmörkin sæjust. Og loks þurftu Bandamenn þrjá góð- viðrisdaga eftir D-dag til þess að geta komið auknu liði og birgðum á vettvang. I aðalstöðvunum bjóst eng- inn við, að öllum þessum skil- yrðum yrði fullnægt innrásar- daginn — sízt af öllum Eisen- hower. Að dórni veðurfræð- inga hans voru líkurnar fyrir þvi, að lágmarksskilyrðum yrði fullnægt nokkurn einstakan dag í júní einn á móti tíu. Af hinum þremur hugsan- legu innrásardögum hafði Eis- enhower valið 5. júní, svo að hann gæti frestað árásinni til hins 6., ef nauðsyn krefði. En ef hann gerði það og yrði síðan. að skjóta atlögunni á frest á nýjan leik, kynni svo að fara, að ekki yrði kleift að ráðast á AIJfiLYSING um lausar lögregluþjónsstöður í Reykjavík. Nokkrar lögregluþjónsstöður í Reykjavík eru laus- ar til umsóknar. Umsóknir skulu ritaðar á þar til gerð eyðublöð, er fást í skrifstofu minni og hjá lögreglustjórum úti , á landi. Umsóknarfrestur er til 1. október n.k. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 26. ágúst 1959. ** Sigurjón Sigurðsson. land 7. júní, vegna þess að flot- inn gæti ekki fengið viðbótar- eldsneyti, sem þá þyrfti. Þá yrði um tvennt að velja. Hann gat frestað D-degi, þangað til vel stæði. á fjöru næst — til 19. júní. En þá nótt var tungl ekki á lofii: fallhlífarliðið yrði að hefja árásina í myrkri. Hinn kosturinn var að bíða fram í júlí —- og það var ekki einu sinni eyðandi tíma í að hugsa um svo langa frestun. Margir hinir varkárustu sam- starfsmenn Eisenhowers óttuð- ust svo mjög langa frestun inn- rásarinnar, að þeir voru reiðu- búnir að freista innrásar 8. eða 9. júní. Þeir töidu óhugsandi, að unnt væri að halda íjórð- ungi milljónar manna — sem margir hverjir höfðu þegar fengið vitneskju um innrásar- áætlunina — einangruðum og innilokuðum vikum saman í skipum, í innrásarhöfnum og á flugvöllum, án þess að leynd- armálið síaðist út. En það var Eisenhower, sem varð að taka ákvörðunina. Sunnudaginn 4. júní, kl. 5 f. h. — um það leyti sem Rommel fór á fætur í La Roche-Guyon — tók Eisen- hower örlagarika ákvörðun: vegna óhagstæðra veðurskil- y^rða yrði innrás Bandamanna frestað um 24 klukkustundir. Ef veður batnaði, yrði D-dagur þriðjudagurinn 6. júní. ★ A ð morgni sunnudagsins 4. júní horfði George D. Hoffmann, 33 ára gamall skip- stjóri tundurspillisins Corry, í sjónauka sinn. Löng skipalest sigldi á eftir honum yfir Erm- arsund. Skipin voru á réttri leið og nákvæmlega á réttum tíma. Þau sigldu hægt í ó- tal hlykkjum og höfðu farið meira en 80 milur, síðan þau héldu frá Portsmouth kvöldið áður. Á hverri stundu bjóst Hoffman nú við tíðindum — árás kafbáta og flugvéla eða tundurduflum — því að með hverri mínútu, sem leið, sigldu þeir nú lengra inn á yfirráða- svæði óvinanna. Frakkland var fram undan, aðeins í 40 mílna fjarlægð. Ungi skipstjórinn var ákaf- lega stoltur að stjórna þessari stórkostlegu skipalest. En þar sem hann horfði á hana í sjón- aukann sinn, vissi hann, að hún var eins og sitjandi önd í dauða- færi fyrir óvinina. Á undan honum sigldu tíu tundurduílaslæðarar, á eftir fóru hinir rennilegu tundur- spillar, varðhundar lestarinnar, og loks komu flutningaskipin, hlaðin þúsundum hermanna, skriðdreka, fallbyssna og bif- reiða. Hoffman gizkaði á, að hali lestarinnar væri enn í Portsmouth-höfn. Og þetta var aðeins ein lest af mörgum tugum, sem Hoff- man vissi, að áttu að halda af stað um leið og hann eða síðar um daginn. Þá um nóttina áttu allar lestirnar að hittast á Signuflóa. Samkvæmt áætlun- inni átti tröllaukinn floti 2700 skipa að liggja úti fyrir Norm- andíströndum að morgni hins 5. júní. Hoffman gat varla beðið eft- ir því að fá að sjá þá sjón. Skipalest hans, sem flutti 4. bandaríska herfylkið, átti að fara til staðar, sem Hoffman hafði aldrei heyrt nefndan fyrr, fremur en milljónir annarra Bandaríkjamanna — það var vindblásin sandströnd á Cher- bourgskaga austanverðum, dul- nefnd Utah. Tólf mílum austar var önnur strandlengja, sem Bandaríkjamönnum var ætluð — Omaha. Allt í einu hringdi síminn á stjórnpalli Corrys. Hoffman tók símtólið. „Brú“, sagði hann, „þetta er skipstjórinn“. Hann hlustaði andartak. „Ertu alveg viss?“ spurði hann. „Hefur tiÞ kynningin verið endurtekin?“ Hoffman hlustaði enn stutta stund; síðan lagði hann símtól- ið ú. Þetta var ótrúlegt: allri skipalestinni hafði verið skipað að snúa við til Englands. Hvað hafði gerzt? Hafði innrásinni verið frestað? Engin ástæða hafði verið tilgreind. ■ Nú var það verkefni Hoff- mans og tundurspilla hans að snúa þessari gífuríega miklu skipalest heim til Englands — og það eins fljótt og' kostur var. Fyrst af öllu varð hann að að reyna að ná til tundurdufla- slæðaranna á undan. En það var ekki auðhlaupið að því, vegna þess að stranglega var bannað að nota loftskeyti. — Hoffman gaf skipun um að auka hraða skipsins til þess að sigla fram úr tundurduflaslæð- urunum. Á meðan hófu hinir tundurspillarnir hið geysilega vandasama starf að snúa flutn- ingaskipunum við. Menningarskilyrði - Framh. af 5. síðu. og annarra stétta munu jafnan verða ýmsir, sem takmarkaðan áhuga hafa á góðum bók- menntum og finna litla hvöt. hjá sér til aukinnar menntun- ar. En að vissu marki má bæta smekk manna og glæða áhuga þeirra á því, sem gildi hefur. Það, sem mestu máli skiptir, er þó ef til vill þetta: Enginn, sem vilja hefur og getu til sjálfs- náms og finnur hjá sér hvöt til að lifa menningarlífi, má fara þess á mis, vegna þess að skil- yrði séu ekki fyrir hendi. Hvert gott mannsefni er dýrmætt. Það er skylda þjóðfélagsins og hagur um leið að sjá til þess, að sem fæst þeirra glatist fyrir sinnuleysi eða handvömm. Rósir og nellikur, mjög ódýrt. — Gróðrarstöðin við Miklatorg. Sími 19775. Hjólbarðar og slöngur fyrirliggjandi. — I eftirtöldum stærðum: 560x15 670x15 600x16 750x16 450x17 825x20 900x20 1000x20 FORD-umboðið: Kr. Kristjánsson h.f. Suðurlandsbraut 2. Sími 3-53-00. BÍLLINN Varðarhúsinu sinti 18-8-33 Þar sem flestir eru bílarnir, þar er úrvalið mest. Oft góðir greiðslu- skilmálar. SNJÖ- hjólharðar 1000x20 snjóbarðar 900x20 650x16 600x16 550x15 560x15 600x15 640x15 670x15 520x14 840x13 snjóbarðar BARÐIMIM hf. Skúlagötu 40 og Varðarhúsinu, Tryggvag. Símar 14131 — 23142.

x

Frjáls þjóð

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.