Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 26.09.1959, Blaðsíða 2

Frjáls þjóð - 26.09.1959, Blaðsíða 2
K oCaugarcfaginri .26'. lepE. .195.9 ““ FRJ ALS' Þ" J □ i3 FRJÁLS ÞJOÐ setti núverandi utsvars- o Aímenningur verður ai taka höndum saman um að fá afnumlð spiíEt og úrelt skattakerfi Með grein þeirri um útsvars- og skattamálin, sem birtist í FRJÁLSRI ÞJÖÐ 5. þ. m., var hleypt af stað skriðu, sem segja má, að ekki hafi stöðvazt síSan. I greininni var í fyrsta sinn bent á furðu.leg útsvarsfríð- indi nafngreindra forkólfa SjálfstæSisílokksms, svo sem Gunnars Thoroddsens, Ölafs Thors og Jóhanns Haf- steins, og enn fremur dregin fram hrópleg dæmi um hio óheyrilega ranglæti skattalaganna, sem gerði einstök- um mönnum klerft aS kcmast að mestu eða öllu leyti gndan sköttum, meðan aðrir sveittust blóðinu við að rísa undir drápsklyfjum útsvars og skatta. Önnur blöð tóku brátt undir þessi skrif FRJÁLSRAR ÞJÓÐ- er: Útsýn tveim dögum síðar, 7. þ. m., Tíminn 8. og Þjóð- viijinn 9. þ. m. Æ betur hefur komið í Ijós, að með því að hreyfa við þessum málum hef- ur yerið komið við einhvern aumasta blettinn á valdhöfum bæjarfélagsins og stjórnmála- gæðingum landsins. Það er því ekki að undra, þótt tvennt þyrfti til að hle.vpa af stað þeirri skriðu í skgttamáíun- um, sem nú hefur verið gert: annars vegar skrif FRJÁLSR- AR ÞJÓÐAR, sern ekkert mál- gagna þeirra flokka, sem full- trúa eiga í niðurjöfnunarnefnd og flæktir eru meira og minna í málið, var líklegt til að hefja, og hins vegar yfirvofandi kosn- ingar á komandi hausti. Niðurjöfnunarnefnd og stjórnmáiagæðingarnir h^gja. Jáfnframt uppljóstruninni um útsvarsfríðindi gæðinganna krafðist FRJÁLS ÞJÓÐ svars við spurningunni um það, hverjar ástæður lægju til út- svarsfríðindanna. Niðurjöfnun- arnefnd sendi ioks frá sér svo- nefnda greinargerð 16. þ.m., en þar var ekki leitazt við að svara fyrirspurnininni, eins og ýtar- lega var rakið í síðasta tölu- blaði FRJÁLSRAR ÞJÓÐAR. Á bæjarstjórnarfundi 17. þ. m., þar sem spurzt var fyrir um útsvarsfríðindi hinna nafngreindu for- ystumanna bæjarfélagsins, bar Geir Hallgrímsson því við, að niðurjöfnunar- nefnd væri „þagnarskyld samkvæmt lögum“ og kvað hana „því ekki hafa heimild til að ræða nánar álagningu“ hinna tilteknu gjaldenda. Það má rétt vera, en þá er eftir hlutur þeirra opinberu starfs- manaa og trúnaðarmanna bæjarfélagsins, sem fyrir gagnrýninni hafa orðið. Fullyrða má, að hvarvetna erlendis, þar sem slíkir [ menn feegjn undir þeim rökstudda grun, sem hér er um að ræða, myndu þeir krefjast opinberrar rann- sóknar til þess að rétta hlut sinn. Ekki hefur heyrzt eitt orð um, að forkólfar Sjálfstæðis flokksins hafi óskað eftir slíkri rannsókn, AF ÞEIlíRI STAÐREYND HLYTUR ALMENNING- UR AÐ DRAGA AÐEINS EINA ÁLYKTUN. Spurningin um vinnubrögS niðurjöfnunarnefndar. Þótt engar upplýsingar fengj- ust í ,,greinargerð“ niðurjöfn- unarnefndar um útsvarsfríðindi stjórnmálaforingjanna, varð það ljóst af henni, að algert handahóf ríkti við niðurjöfn- unina. Samkvæmt frásögn nefndarinnar sjálfrar tók hún 6 þúsund gjaldendur af 22 þús- undum út úr vélunum og lækk- aði útsvör þeirra „eftir efnum og ástæðum". Af þessu tilefni krafð- ist FRJÁLS ÞJÓÐ í síð- asta tölublaði fyrir hönd gjaldenda skýrra svara við því, eftir hvaða reglum einstakir menn væru tekn- ir út úr kvörninni og hverjar „ástæður“ væru teknar gildar til lækkunar útsvara. Spurði blaðið, hvar væru eyðublöð og leiðbeiningar nefndarinn- ar, sem almenningur gæti stuðzt við til að leita rétt- ar síns í þessum efnum. Ekkert svar hefur borizt frá nefndinni við þessum fyrirspumum. Þær skulu því hér með ítrekaðar enn. Niðurjöfnunarnefnd má vita það, að henni verður ekki sleppt við svo búið. FRJÁLS ÞJÓÐ mun reyna að sjá fyrir því fyrir hönd þeirra þúsunda gjaldenda, sem um sárast eiga að binda vegna herfilegs mis- réttis og misbeitingar Dæmi um handahófið. Eftir að FRJÁLS ÞJÓÐ hóí skrifin um útsvars- og skatta- málin, hafa margir borgarar bæjarins komið að máli við blaðið, tjáð því þakkir sínar fyrir skrifin og sagt því frá dæmum um ranglæti skatta- laganna og handahófsvinnu- brögð niðurjöfnunarnefndar. Til dæmis hefur blaðið áreiðanlegar fregnir af því, að einstakir menn geti farið til nefndarinnar, kvartað með almennum orðurn undan háum út- svörurn og prúttað útsvar- ið niður um þúsundir króna. Ef réttir aðiljar eiga í hlut, getur sú upp- hæð verið mjög álitleg, sem þannig er velt yfir á næsta gjaldanda. Krefjizt lækkunar! Af þessu tilefni — og með- an engar upplýsingar fást frá niðurjöfnunarnefnd um Klögumálin ganga á víxl Eftir að FRJÁLS ÞJÓÐ setti sprengju undir núver- andi skattakerfi með því að afhjúpa útsvarsfríðindi og skattfrelsi stjórnmálagæð- inga og forystumarina bæj- arfélagsins í greiri 5. þ. m., hefur mátt heita, að ekki hafi lin't keðjusprengingum út af þessum málum. Svo rammt hefur kveðið að, að á bæjar- stjórnarfundi 17. þ. m. fóru bæjarfulltrúar í hár saman út af skatti sínum og útsvör- um. Sjálfur borgarstjórinn, Gunnar Thoroddsen, ávarp- aði þannig Alfreð Gíslason, bæjarfulltrúa, alþingismann (á síðasta ári) og starfandi lækni í bænum: „Ef á að ræða opinberlega skatta og útsvör einstakra manna, verður auðvitað að birta framtöl þeirra. Vill Al- freð Gíslason, að lögum sé breytt og öll framtöl gerð op- inber? Þá myndi þar koma í ljós, að um leið og ég greiði rúmlega 50 þús. kr. í tekju- skatt, þá er Alfreð Gíslason læknir svo atvinnulítill og tekjurýr, að hann getur ekki borið nema 10 þús. kr. í tekjuskatt.“ Eftii'tektarvert er, að Gunnar Thoroddsen gerir hér að umtalsefni tekjuskatt þeirra félaga, en ncfnir út- svör þeirra ekl'i á natn. Hvers vegna? það, eftir hvaða reglum út-| svör manna eru tekin út úr til lækkunar — vill FRJÁLS ÞJÓÐ skora á gjaldendur' bæjarins að streyma á fund nefndarinnar, næst þegar færi gefst, og' krefjast lækk- unar útsvara sinna á sama hátt og þeir, sem fríðindanna njóta. Með því móti undir- strikar almenningur, að hann unir ekki því herfilega mis- rétti, sem beitt er í útsvars- og skattamálunum, og gerir sitt til að sprengja í loft upp liið roína og úrelta útsvars- og skattakerfi, sem við eig- um við að búa. Þeirri baráttu má ekki linna, fyrr en hinn rangláti og úrejti tekjuskatt- ur hefur verið felldur niður og nýir tekjustofnar bæjar- félaga hafa gert útsvör að mestu eða öllu óþörf. (Að marggefnu tilefni er eftirprentun eða endursögrx í Tímanum og Útsýn bönn- uð, nema heimildar sé get- ið). IJtvarpiö Jjað er orðin venja að skamma * útvarpið. En hvað á það ann- að skilið? 1 sumar hefur það ver- ið gersamlega óþolandi. Að venju er meiginhluti efnisins einhvers konar hljómlistargutl. Sumt á að vera „klassiskt“ og þá líklega aðallega leikið fyrir Ragnar í Smái-a og Pál Isólfsson. Mestur hlutinn er þó „jass“, „dægurlög“ og annað því líkt góðgæti, senni- lega ætlað ungu kynslóðinni, sem aldrei er heima á kvöldin til að hlusta og er það eiginlega nokk- uð gáfulegt hjá unglingunum. Ég hef oft hugsað um það, hvort þeir, sem ráða dagskrá út- varpsins, muni nokkurn tíma hlusta á „framleiðsluna". Ég held það komi ekki til mála. Ef þeir gerðu það, mundu þeir vanda sig betur. Ekki ber að skella allri skuld á Vilhjálm Þ. og aði-a forystu- menn útvarpsins. Við, sem hlust- um, eigum okkar sök á ósóman- um. Ef einhver manndómur væri i hlustendum, ættu þeir að stofna félag og gera sínar tillögur um dagskrána, sem Útvarpsráð yrði að taka tillit til. Þá gæti einnig komið í ljós, hvaða fólk hefur mestan áhuga á útvarpsefni og hlutar mest. Að mínum dómi er það einkum fullorðið fólk. Ungl- ingar sitja lítið heima á kvöldin og útvarpið breytir engu þar um. Efni ber þvi að velja að smekk fullorðins fólks sérstaklega. Unglingarnir hlusta á negra- söngva á kaffihúsunum, hvoi't sem mönnum líkar betur eða verr, enda vantar ekki, að nægur gjaldeyrir sé aflögu til að flytja inn alls konar „næturklúbba“- skemmtikrafta, þótt ekki sé til erlendur gjaldeyrir til brýnustu nauðþurfta þjóðarinnar. Fréttir útvarpsins er kapítuli út af fyrir sig. Daglega er út- varpað alls konar erlendu frétta- slúðri, sem ekki kemur okkur Is- lendingum neitt við, en inrxlendar fréttir eru næsta fátæklegar, þegar sleppt er síld£u-fréttum. En þ ð vantar ekki, að samvizku- samlega er framtalin hver síldar- branda, sem kemur á land, sama fréttin venjulega endurtekir þrisvar á dag. En fréttir af Ipnd- búnaði eru næsta fágætar. Skipt- ir það þó miklu meira máli fyrir afkomu þjóðariannar, kvernig geneiæ a8 hvort síldarbáturinn „Vonleysið" fær 37 mál síldar í róðri, eða eitthvað meira eða minna. Ég veit, að fjöldi fólks, jafnt i kaup- stöðum og sveitum, hefur mikinn áhuga á því, hvernig bændum farnast við sin störf, sumar sem vetur, en um það fást litlar frétt- ir í útvarpinu. Meira að segja veðurfréttirnar eru næsta fáorðar um veðurfar i sveitum, enda veð- urathuganir þvi nær eingöngu á annesjum og annars staðar við sjó, að því er ráða má af veður- fréttunum. Ég ætla ekki í þetta slnn, að gera uppástungur um útvarps- efni. Ef til vill geri ég það siðar. En mikið vildi ég óska, að fram- takssamir menn vildu stofna út- varpsnotendafélag, sem mundi geta unnið ómetanlegt gagn til þess að bæta dagskrá útvarps- ins, sem gæti gegnt þvi mikil- væga menningarstarfi, sem því óneitanlega er ætlað að vinna, miklu betur en nú er gert. — Það er nefnilega ekkert svar, sem oít hefur heyrzt, að við, sem erum óánægðir, getum „skrúfað fyrir‘V en til þess greiðum við ekki stór- fé árlega til útvarpsins. Kolbeinn. Eiliöaárnar JJeykvíkingar eiga í bæjarlandi ** sinu djásn, sem margar er- lendar borgir mættu öfunda þá af. Það eru Elliðaárnar, einhver bezta laxveiðiá Evrópu, sem fell- ur til sjávar skammt innan við meginbyggð bæjarins. Hins vegar mega Reykvíking- ar blygðast sín fyrir, hvernig umhorfs er við ána, sem gæti verið ein höfuðprýði og stolt bæj- arins. Á bökkum Elliðaánna eru annars vegar sundurtættar mal- argryfjur, hins vegar eitt ljót- asta hverfi bæjarlandsins. Það er sannarlega tími til kom- inn, að umhverfi Elliðaánna verði fegrað og prýtt. Tilvalið væri að breyta hólmum og bökk- um þeixra i skemmtigarð og trjá- ræktarstöð. Sveinbjörn Jónsson lögfræðingur hefur þegar sýnt, hvaða árangri má ná á þessuni slóðum. Hér með er því beint þeim til- mælum til bæjaiyfirvaldanna að hefjast þegar handa um að vernda og fegra umhverfi Elliða- ánna. Slíkar framkvæmdir ajttu eflauat viatui stuðning þorra bæj- - Ií.

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.