Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 26.09.1959, Blaðsíða 3

Frjáls þjóð - 26.09.1959, Blaðsíða 3
 fnjáls þjóð AFGREIÐSLA: INGÓLFSSTRÆTI 8 SlMI 19985 PÓSTHÓLF 1419 c=£auCfard'aginn 26. iepl. 1959 TJtgefandi: ÞjóÖvarnarflokkur Islands. Ritstjóri: Jón Helgason, sími 1-6169. Framkvæmdarstjóri: Jón A. GuÖmundsson. Askriitargjald kr. 9.00 á mánuöi, árgjald 1959 kr. 108.00. VerS i lausasölu kr. 3.00. Félagsprenísmiðjan h.f. framhoð Þjóðvarnar- flokksins '|7,ins og frá er greint á öðr- um stöðum í blaðinu, býður Þjóðvarnarflokkurinn fram í þremur kjördæmum við kosningar þær, sem fram eiga að fara í haust. Þess er ekki að dyljast, að við undanfarnar kosningar hefur flokknum reynzt róðurinn nokkuð þungur. Kjörfylgi hans hefur hvergi nærri verið í samræmi við þann hljómgrunn, sem hug- sjónir hans og stefnumál hafa fengið. Ber þar vafa- laust margt til. Áróðursvél- ar hinna gömlu og fésterku flokka eru að sjálfsögðu á- hrifamiklar og leitast við með drjúgum árangri að kæfa tiltölulega lágværa rödd Þjóðvarnarflokksins. Andstæðingarnir leggja sig mjög fram um að telja þeim kjósendum, sem hafa mál- efnalega samstöðu með Þjóð- varnarflokknum, trú um'til- gangsleysi þess að kjósa framboðslista hans, þar eð engar líkur séu til, að flokk- urinn fái menn kjörna á þing. Þessi áróður hefur reynzt flokknum háskalegur og valdið því, að fjöldi kjós- enda hefur greitt öðrum flokkum atkvæði, þótt mál- efnalega stæði Þjóðvarnar- flokkurinn þeim næstur. I^ramboð þjóðvarnarmanna nú eru vottur þess, að þeir eru staðráðnir í að halda baráttunni áfram. Hertir í eldi erfiðleika ganga þeir ein- huga og starfsfúsir til þess- ara kosninga og láta engan bilbug á sér finna. Ástæð- urnar eru einkum tvær. Hin fyrri og meiri er sú, að þörf- in á þjóðvarnarbaráttunni er brýnni í dag en nokkru sinni fyrr. Sú barátta má ekki niður falla, heldur verður hún að eflast og hlýtur að gera það. Síðari ástæðan er þessi: Með tilkomu hinnar nýju kjördæmaskipunar eru viðhorf að verulegu leyti breytt frá því, sem var í kosn' ingunum síðastliðið vor. Hníga mörg rök að því, að Þjóðvarnarflokkurinn megi vænta betri árangurs nú en þá. Svo mikið er víst, að vígstaða hans er önnur og vænlegri en áður. T Reykjavík, þar sem bar- -*• átta þjóðvarnarmanna stendur um það að fá á ný kjördæmakjörinn þingmann og þar með möguleika á upp- bótarsæti, hefur þingmönn- um nú verið fjölgað um þriðjung, úr átta í tólf. Sú breyting táknar að sjálfsögðu það, að nú þarf þriðjungi færri atkvæði en í vor til að koma að manni. Fengi F- listinn í haust svipað at- kvæðamagn og í kosningun- um 1953, væri kosning efsta manns listans langsamlega tryggð. Sé miðað við kosning- arnar 1956, þegar flokkur- inn beið ósigur vegna banda- laganna tveggja, sem hétu því að berjast hinni einu og sönnu þjóðvarnarbaráttu, skortir um 400 atkvæði til að fá mann kosinn. Ef hins veg- ar er litið á atkvæðatölu flokksins við kosningarnar á síðastliðnu vori, þegar listinn í Reykjavík hlaut 1500 at- kvæði, en 2350 atkvæði hefði þurft til að fá einn þing- mann kosinn af tólf, er þess ekki að dyljast, að nokkuð skortir á til þess, að kosning megi teljast örugg. En þá er ástæða til að benda á, að við- horfin eru allt önnur nú og aðstaðan ólíkt betri. Því til sönnunar skál bent á þrjár staðreyndir. TTin fyrsta er sú, sem áð- ur hefur verið að vikið, að vegna fjölgunar þing- manna Reykjavíkur þarf nú réttum þriðjungi færri at- kvæði en í vor til að komá að manni. Þá töldu margir vonlaust, að F-listinn fengi mann kosinn, en líta nú allt öðrum augum á það mál. Bætir það vígstöðuna að sjálfsögðu stórlega. í öðru lagi er þess að minn- ast, að í vorkosningunum var öðru fremur kosið um tíma- bundið mál, kjördæmabreyt- ingarmálið. Þjóðmálin al- mennt hurfu þess vegna mjög í skuggann, enda gert ráð fyrir nýjum kosningum í haust, svo sem raun hefur á orðið. Um kjördæmabreyt- inguna voru mjög skiptar skoðanir, og gætti þess á- greinings í flestum flokkum. Vitað er, að ýmsir fylgis- menn Þjóðvarnarflokksins voru andvígir kjördæma- breytingu í því formi, sem hún hlaut, og mótmæltu með því að styðja eina flokkinn, sem gegn henni barðist, Framsóknarflokkinn. Þessir menn fylgja landsmálastefnu Þjóðvarnarflokksins eftir sem áður, og eru margir hverjir aftur komnir við hlið skoðanabræðra sinna í flokknum. Fleiri munu fylgja dæmi þeirra, enda er kjör- dæmamálið ekki lengur á dagskrá. Veri þeir allir vel- komnir til starfa! í þriðja lagi: Ýmsir stuðn- ingsmenn kjördæmabreyt- ingarinnar í Reykjavík litu þannig á, að til þess að tryggja framgang hennar væri rétt að veita Alþýðux WIC NGUM 3IÓÐVARNARMONNUMJ RITSTJÓRI: BERGÞÓR JÓHANNSSBN Fram til baráttu! Sunnudaginn 15. marz 1953 var ÞjóðvaiTavHckkur íslands stofnaður. Höfuðmarkrrhð íians er að berjast fyrir stjórnarfarslegu og efnahagslegu sjálfstæði lands- ms. Flokkurinn er með öllu óháður erlendum stórveld- um og innlendu auðmagm og berst gegn sívaxandi spill- íngu í þjóðfélagi voru, en fynr bættu efnahagskerfi, heilbrigðara atvinnulífi og menningarlegri stjórnmála- baráttu. í þingkosningunum 28. júní 1953 vann flokkurinn mikinn sigur í fyrstu kosningabaráttu, er hann háði, og hlaut 2 þing- sæti. í bæjarstjórnarkosning- unum 1954 jók flokkurinn enn fylgi sitt verulega. Þótt þing- menn flokksins væru fáir, tókst þeim þó að þoka stefnumálum flokksins nokkuð áleiðis. Nú sáu þeir stjórnmálaflokk- ar, er vildu láta telja sig vinstri flokka, að eitthvað varð að taka til bragðs, ef hindra átti áfram- haldandi vöxt Þjóðvarnar- flokksins. Það ráð var tekið að taka upp helztu stefnumál Þjóð- varnarflokksins, meðal annars var samþykkt af Alþýðuflokkn- um og Framsóknarflokknum fyrir kosningarnar 1956, að af- létt skyldi hersetunni, og komm- únistar lögðu Moskvulínuna til hliðar í bili. Var það hald margra, að hinir gömlu flokkar mundu halda loforð sín í her- setumálinu, og Þjóðvarnarflokk- urinn beið mikinn ósigur í þeim kosningum. Loforðin voru þó svikin, jafnskjótt og gömlu flokkarnir voru lausir við þjóð- varnarmenn af þingi. Tylliá- stæðan, sem gefin var, voru Þegar litið er á sögu flokks* íns, sem hér hefur verið stikl- að á, verður ekki hjá því kom- izt að horfast í augu við þessar staðreyndir. í síðustu tvennum þingkosningum hefur fylgi flokksins minnkað af þeim á- stæðum, sem hér hefur verið drepið á. Við munum þó eigi gefast upp fyrr en fullreynt er, hvort ekki megi takast að stöðva fráhvarf það, sem verið hefur frá flokknum síðustu ár- in og snúa vörn í sókn. Ef allir stuðningsmenn flokksins leggj- ast á eitt, getur liann eignazt fulltrúa á næsta þingi, og væri þá til nokkurs barizt. Kosningar þær, er fram und- an eru, geta orðið mjög af- drifaríkar fyrir flokkinn og stefnu hans. Þótt málefnin séu verð mikillar og fórnfúsrar bar- áttu og barizt verði til þraut- Ungverj alandsmálin, en þótt ar, mega menn vita, að því eru hinir hörmulegu atburðir, sem þar gerðust, fyrntust, sát her- inn sem fastast, og jafnvel Al- takmörk sett, hve lengi er unnt að halda uppi blaði og flokki, ef þeir, sem í hjarta sínu styðja þýðubandalagið gerði enga flokkinn, bregðast honum á úr heiðarlega tilraun til að koma slitastundu. honum úr landi. flokknum brautargengi í vorkosningunum, svo að ör- uggt væri, að hann fengi þar mann kjördæmakosinn. Nú er engu slíku til að dreifa. Þótt Alþýðuflokkurinn sé lít- ill, á hann nú af eigin ramm- leik vísa kosningu í tveimur kjördæmum. Þeir kjósendur Þjóðvarnarflokksins, sem studdu Alþýðuflokkinn 1 Reykjavík í vor vegna kjör- dæmamálsins, munu því allir fylkja sér um F-listann í haust. ★ "ÝTmsii: vinstri-sinnaðir kjósendur í Reykjavík, sem hvergi eru fastir í flokki, hugsa fyrir hverjar kosning- ar eitthvað á þessa leið: Hvernig fæ ég varið at- kvæði mínu skynsamlegast, og bezt þjónað þeirri við- leitni að hnekkja ofurvaldi íhaldsins í þessum bæ? Að þessu sinni er svarið tiltölu- lega auðvelt. Allt bendir til þess, að Alþýðubandalagið fái tvo menn 'kosna, Fram- sókn einn og Alþýðuflokkur- inn einn. Flokkar þessir munu hljóta töluvert af um- framatkvæðum, en enginn, þeirra hefur minnstu líkur til að fá fleiri kosna en nú hafa verið nefndir. Þjóðvarn- arflokkinn kann hins vegar að vanta herzlumun til að koma að manni og uppbótar- manni að auki. Baráttan stendur um Gils Guðmunds- son og áttunda manninn á lista íhaldsins, Birgi Kjaran. Reykvískir íhaldsandstæð- Ingar eiga valið, í sumar tók Þjóðvarnar- flokkurinn þátt í þriðju þing- kosningunum. Aðstæður allar voru flokknum mjög erfiðar. Gömlu flokkarnir hliðruðu sér að mestu hjá að ræða þau mál, er mestu vörðuðu þjóðina, svo sem efnahagsmálin og hernámsmálin, en þyrluðu í þess stað upp miklu moldviðri um kjördæmamálið, sem í raun og veru var löngu útséð um, hvernig fara mundi, og má það merkilegt heita, að fátt sást af viti um það mál á prenti í kosn- ingabaráttunni. Einnig var það Þjóðvarnarflokknum fjötur um fót, að þingsæti virtist fyril’- fram vonlaust. Flokknum tókst ekki að halda fylgi sínu frá síð- ustu kosningum óskertu og tap- aði nokkru atkvæðamagni. Þrátt fyrir þá trú og von gömlu flokkanna, að nú lægi ekkert annað fyrir Þjóðvarnar- flokknum en að deyja, hefur flokkurinn ákveðið að bjóða fram við þingkosningar þær, er fram eiga að fara í næsta mán- uði. Ungir þjóðvarnarmenn, félagar og aðrir ungir menn og konur, sem hlynnt eruð stefnu flokksins! Fyrir ylckur er Þjóðvarn- arflokkurinn stofnaður, ykk- ar er að efla hann og byggja upp og gera liann að öflugu vígi í þeirri baráttu, sem þið eigið eftir að heyja í fram- tíðinni fyrir hugsjónum ykk- ar. Látið ekki þetta tækifæri ganga ykkur úr greipum. Tíminn er naumur, kosn- ingastarfið verður því að hefjast strax. Látið vita af ykkur, hafið samband við kosningaskrifstofuna og veit- ið þær upplýsingar, er að gagni mega koma, og þið, sem það getið, leggið fram starfskrafta ykkar. Ungir þjóðvarnarmennl Til staría! X F Nám og atvinna Stúlkur, sem vilja læra gæzlu og umönnun vangefinna geta komizt að í slíkt nám á Kópavogshæli í haust. Náms- tímánn verða greidd laun sambærileg við laun starfsstúlkna. Upplýsingar um nánari tilhögun námsins, verða veittar af lækni hælisins, frú Ragnhildi Ingibergsdóttur og for- stöðumanni hælisins, hr. Birni Gestssyni, Kópavogsbraut 19. Símar 12407, 19785 og 14885. Skrifstofa ríkisspítalanna.

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.