Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 26.09.1959, Blaðsíða 6

Frjáls þjóð - 26.09.1959, Blaðsíða 6
Someiiaí l\tjan: LENGSTI Framhaldsfrásögn um j örlagaríkasta dag j heimsstyrjaldarinnar j síðari, innrásardaginn 6. júní 1944 ({acfuriHH 8. Uti fyrir Frakklandsströnd sást til tólf lítilla skipa stuttu fyrir klukkan 9 e. h. Þau sigldu hljóðlega úti við .sjóndeildarhring, svo nálægt ströndinni, að áhafnirnar gátu greint húsin í Normandí. Skipin voru látin í friði. Þau luku ætl- unarverki sínu og hurfu síðan heim aftur. Þetta voru brezkir tundurduflaslæðarar — fram- varðarsveit voldugasta flota, sem nokkru sinni hafði verið safnað saman. Því að nú klauf fríð fylking skipa öldur Ermarsunds og stefndi að Evrópu Hitlers — afli hins frjálsa heims var loks gef- inn laus taumurinn. 2727 skip af öllum gerðum voru þar í tíu fylkingum, 30 km á breidd. Þarna voru hraðskreiðir árásar- bátar, hæggeng, ryðguð flutn- ingaskip, lítil línuskip, veður- barin olíuflutningaskip, strand- ferðaskip og sægur dráttarbáta. Þarna voru endalausar rað- ir grunnskreiðra löndunar- pramma, heljarstórar fleytur, sumar um 350 feta langar. í mörgum skipunum voru smærri innrásarbátar, samtals yfir 2500 að tölu. Á undan skipalestunum fóru fylkingar tundurduflaslæðara og baujuskipa. Loftbelgir svifu yfir skipunum. Og allt í kring- um þessa stórkostlegu lest skipa, sem hlaðin voru mönnum, byss- um, skriðdrekum, bifreiðum og vistum, var óárennileg fylking yfir 700 hérskipa. Hægt og sígandi sigldi þessi mikli floti yfir Ermarsund. Hann fylgdi nákvæmri umferð- aráætlun, sem aldrei hafði ver- ið reynd fyrr. Skipin streymdu út úr höfnum Englands, sigldu suðu" mcð ströndinni í tveimur röðum pg staíndu öil að sam- komusvæðinu sunnan Wight- eyjar. Þar skipuðu þau sér í fylkingar og sameinuðust lið- inu sem átti að halda til hinna fimm strandsvæða Normandís. Samkomusvæðið var þegar í stað auknefnt „Piccadilly Circ- us“, og þaðan streymdu nú skipalestirnar eftir siglinga- leiðum, sem merktar voru með baujum. Þegar nálgaðist Nor- mandíströnd, klofnuðu þessar fimm leiðir eins og þjóðvegir í tiu rásir — tvær fyrir hvert inn- rásarsvæði, önnur fyrir hraða umferð, hin fyrir hæga. í fylk-1 ingarbrjósti voru fimm skip,1 hlaðin radai-tækjum og loft-1 skeytaútbúnaði, varin af tund- urduflaslæðurum, orrustuskip- um og tundurspillum. Þetta .voru gkip herstjórnarlnnar, sannkallaðar aðalbækistöðvar á floti — taugamiðstöð innrásar- innar. Eins langt og augað eygði, sáust skip, og fyrir mönnunum um borð var þessi sögulegi floti „stórfenglegasta og ógleyman- legasta sjón“, sem þeir höfðu nokkru sinni augum litið. Hermönnunum þótti gott að vera loksins komnir af stað — þrátt fyrir óþægindin og hætt- una, sem beið þeirra. Þeir voru enn taugaspenntir, en þó var eins og fargi væri af þeim létt. Nú hugsuðu allir um það eitt að ljúka verkinu sem fyrst. Á landgöngubátunum skrifuðu hermennirnir bréf á síðustu stundu eða spiluðu á spil, og prestarnir höfðu nóg að gera. Ekki var komið langt út á sundið, þegar margir þeirra manna, sem höfðu brotið heil- ann dögum saman um horfurn- ar á því, að þeir lifðu af innrás- ina, áttu þá ósk heitasta að fá að stíga sem fyrst á land. Sjó- veiki geisaði eins og farsótt í skipalestunum 59, sérstaklega í hinurn völtu og þungu lönd- unarprömmum. Hver maður hafði á sér sjóveikistöflur og einnig lítinn hlut, sem merktur var á birgðalistanum á laggóð- an hátt: „Poki, UppkÖst, Einn“. Þarna kom fram forsjálni her- stjórnarinnar, eins og hún gerð- ist bezt — en þetta reyndist þó ekki nóg. William Wiedefield í 29. herfylkinu minnist þess, að „pokarnir voru fullir, hjálm- arnir voru fullir, og sandinum var hellt úr fötum slökkviliðs- ins og þær fyiltar.“ Sumir reyndu að lesa — hin- ar furðulegustu bækur, sem fjölluðu um allt annað en hern- að. Alan Bodet í 1. herfylki las Ægisgötu, en hann átti erfitt með að festa hugann við efnið, vegna þess að hann hafði á- hyggjur út af jeppanum sínum. Yrði hann nægilega vatnsheld- ur til þess að þola þi'iggja eða fjögurra feta djúpan sjó? Lawr- ence Deery prestur var undr- andi að sjá brezkan sjóliðsfor- ingja lesa kvæði Hórazar á lat- ínu. Deery sjálfur, sem átti að lenda á Omáhaströnd í fyrstu\ sóknarlotunni, var að lesa Ævi i Michelangelos eftir Symonds. | En Kanadamaðurinn James j Gillan opnaði bók, sem öllum þótti eðlilegt, að lesin væri á þessari nóttu: Til þess að róa taugar sínar og bróður síns fletti hann upp Biblíunni, kom niður á 23. sálm Davíðs og las upphátt: „Jahve er minn hirðir, mIg mun ekkerí bresta, ] ,n TZ'lukkan var rúmlega 10.15 •*-*- e. h., þegar Meyer höfuðs- maður, foringi gagnnjósnasveit- ar 15. hersins, þusti út úr skrif- stofu sinni. Hann hélt á mikil- vægustu tilkynningu, sem Þjóð- verjar höfðu komizt á snoðir um í allri heimsstyrjöldinni síðari. Meyer vissi nú, að inn- rásin yrði gerð innan 48 klukku- stunda. Vopnaðir þessari vitn- eskju gátu Þjóðverjar hrundið Bandamönnum í sjóinn. Til- kynningin, sem heyrzt hafði í útvarpi Breta til frönsku neð- anjarðarhreyfingarinnar, var önnur Ijóðlínan í kvæði Ver- laines: „Blessent mon coeur d’une langueur monotone.“ Meyer ruddist inn í borðstof- una, þar sem Hans von Salmuth hershöfðingi var að spila bridge við yfirmann herforingjaráðs síns og tvo menn aðra. „Hers- höfðingi!" sagði Meyer og bar ótt á. „Tilkynningin, seinni hlutinn . .. hann er hér!“ Von Salmuth hugsaði sig um andar- tak og gaf síðan skipun um, að 15. herinn hefði fullan viðbún- að. Þegar Meyer flýtti sér út úr herberginu, leit von Salmuth aftur á spilin, sem hann hafði á hendinni. „Ég er of gamall í hettunni,“ man hann eftir að hafa sagt, „til þess að láta þetta koma mér úr jafnvægi.“ TTutch Schultz, óbreyttur fall- hlífarhermaður í 82. fall hlífarsveitinni, var viðbúinn á flugvellinum eins og félagar hans: hann var í búningi sínum, með fallhlífina lausa á hægra handlegg. Hann hafði svert sig í andliti með kolum og rakað af sér hárið nema mjóa mön frá enni og aftur á hnakka, svo að hann líktist Iroquois-Indiána. í kringum hann lá allur útbún- aðurinn. Skyndilega var hróp- að: „Allt í lagi, höldum af stað.“ Síðan óku vörubílarnir í áttina til flugvélanna, sem biðu úti á flugvellinum. Um allt England streymdi nú fallhlífarliðið um borð í flug- vélar og svifflugur. Njósnar- flugvélarnar voru þegar farnar af stað. í höfuðstöðvum 101 fallhlífarhersveitarinnar í New- bury, fylgdist Eisenhower ásamt litlum hópi liðsforingja og fréttamanna með brottför fyrstu flugvélanna. Hann hafði talað við menn sína í klukkutíma. Hann hafði meiri áhyggjur út af árás fallhlífarliðsins en nokkrum öðrum þætti innrásar- innar. Sumlr foringja hans voru gannfærðir um, að 75% fall ____ cJaucjaraaginn 26. iept. hlífarhermannanna féllu eða særðust. Eisenhower stóð nú á flug- vellinum og horfði- á flugvél- arnar renna eftir flugbrautun- um og takast hægt á loft. Hver á fætur annarri hurfu þær út í myrkrið. Þær hringsóluðu yf- ir flugvellinum, á meðan þær söfnuðust í fylkingar. Nokkrum mínútum síðar heyrðu mennirnir á innrásar- flotanum úti á Ermarsundi flug- véladyninn. Hann varð æ hærri, er hver fylkingin á fætur ann- arri flaug yfir skipalestirnar. í rúma klukkustund flaug flug- vélalestin yfir flotann. Síðan dó hávaðinn smátt og smátt út. Á þilförum skipanna störðu menn upp í næturhimininn. Enginn fékk mælt orð frá vörum. Um leið og síðasta fylkingin flaug fram hjá, sáust ljósmerki ofan úr skýjum. Það var morsemerk- ið þrír deplar og strik: sigur- táknið V. Pritchard — Frh. af 4. síðu: ekki honum einum laginn. Hann hlýtur alls staðar að skjóta upp kolli, hvar sem stórveldi á ná- 1959- FRJALS ÞJDÐ Áskrifendur blaðsins úti um land eru beðnir að minnast þess, að FRJÁLS ÞJÖÐ á allt sitt undir skilvísi kaupenda sinna. Það er því mikil- váegt, að blaðgjaldið sé greitt sem allra fyrst. — Áskriftargjaldið 1959 er kr. 108,00. Nýir áskrifendur geta snúið sér til afgreiðsl- unnar í Ingólfsstræti 8 eða hringt í áskriftar- símann, 1-99-85. in samskipti við smáþjóð, sem hér á sér stað og það jafnvel þótt hún væri ekki svo dverg- smá sem við íslendingar. Eina ráðið til þess að koma í veg fyr- ir árekstra og illindi er því að láta herliðið fara, eins og hug> ur þjóðarinnar stefnir til. 1.i^avi<f S J/óniíon (S do. lij. Þingholtsstræti 18 — Sími 24333. Pantanir: Sendið vinum yðar erlendis þessa fallegu myndabók af landi og þjóð. — Nýjar myndir, betri — fallegri. Fæst í næstu bókabúð. i SLÁTURTfÐIN 1959 Höfum opnað sláturmarkað í húsum vorum að Skúlagötu 20. Daglega nýtt kjöt í heilum kroppum. Heil slátur, mör, lifur og svið. Sláturfélag Suðurlands Skúlagötu 20,

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.