Frjáls þjóð - 16.01.1960, Síða 5
FRJXL5 þj öð - c£a u^ai‘daýiiui 16. jatiúar 1960
*•
Sjálfstæðisbarátta smáþjóðar ér fí eðli sínu
þrotlaus og ævarandi. Hafi smáþjóð ifelazt óskor-
að sjálfstæði eða endurheimt það eiris og íslend-
ingar, hefst varð'veizla sjálfstæðisins, en sá
þáttur sjálfstæðisbaráttunnar hefur.okkar þjóð
a. m. k ekki reynzt auðveldari en aðrir þættir
hennar.
Þegar íslendingar endurheimtu óskorað sjálf-
stæði 17. júní 1944, sýndist lokið þeirri örbirgð
þjóðarinnar, sem staðið hafði nær óslitið, meðan
hún laut erlendu valdi. Þá stóð svo á, að þjóðin
hafði nýverið eignazt gilda sjóði í erlendum
gjaldeyri, og einsýnt virtist, að henni mundi
auðið að búa framleiðslugreinum sínum og at-
vinnulífi þann grundvöll, sem síðan rriætti byggja
á síbatnandi lífskjör og gróandi nienningarlíf.
Svo varð þó ekki, nema að nokku leýti. Að vísu
var nokkrum hluta þess fjár, sem þjóðin hafði
aflað á striðsárunum, varið til að hindra það, að
aðalatvinnuvegur þjóðarinnar hryndi í rúst vegna
skorts á framleiðslutækjum. En auðna þjóðar-
innar var svo lítil, að hún valdi séi’ til forsjár
þröngsýna flokksstreitumenn, sem settu flokka-
Á þessari staðreynd hefur þjóðinríi aukizt
skilningur hin siðari ár, og íslenzkir valdhafar
hafa einnig þótzt bera skyn á þetta. Hvað eftir
annað hafa verið kvaddir til erlendir og inn-
lendir sérfræðingar ríkisstjórnunum til aðstoð-
ar og réðuneytis. Árlega hafa verið gerðar ráð,-
stafanir, sem áttu að verða bjargráð gegn verð-
bólgunni, og stundum a.- m. k. fylgdu þeim þau
ummæli sérfræðinga, að ráðstafanirnar væru
nauðsynleg spor í rétta átt.
. Reynslan hefur hins vegar ótvírætt sýnt, að
allar þéssar ráðstafanir og bjargráð voru spor
i þveröfuga átt-við það, sem verða átti, ýttu und-
ir verðbólguþróunina í stað þess að draga úr
henni og áttu drjúgan þátt í þeirri óðaverðbólgu,
sem nú blasir við á næsta leiti. Á þessari þróun
bera allir gömlu fiokkarnir ábyrgð, og þó Sjálf-
stæðisflokkurinn hvað mesta, bæði vegna langr-
ar stjórnarforystu á þessu verðbólgutímabili
sem stærsti og áhrifamesti stjórnmálaflokkur
þjóðarinnar og einnig með áberandi óheiðarlegri
og óábyrgri stjórnarandstöðu.
í þriðja lagi mun þjóðinni reynast ókleift að
Stjórnmálaályktun 4. lands-
fundar Þjóðvarnarflokksins
og hópahagsmuni ofar þjóðarhag og sýndarvel-
megun um stundarsakir ofar framtíðarheill.
Því varð það, að einungis fjórum árum eftir
að þjóðin hafði fagnað endurheimt sjálfstæðis
síns og haft fjárhagslegt bolmagn til stórvirkja,
sat hún á bekk með örsnauðum stríðsþjóðum,
þiggjandi ölmusu erlends stórveldis.
Hinum ei’lendu fjárgjöfum fylgdu svo þeir
fjötrar, sem aðrar umkomulitlar smáþjóðir höfðu
orðið að reyna, þegar þær lentu út á sömu braut.
Fyrst var þessari vopnlausu þjóð, sem lýst hafði
yfir ævarandi hlutleysi og gert það heit að bera
aldrei vopn, troðið í hernaðarbandalag með göml-
um stríðsþjóðum og hernaðarstórveldum. Því
næst var erlendu herliði fengin dvöl í landinu
á friðartímum undir því yfirskini, að það væri
ætlað til varnar þjóðinni í hugsanlegri heims-
styrjöld.
Fánýti þeirrar kenningar hefur þó orðíð því
Ijósara sem lengra hefur liðið, enda mun herlið-
ið hafa lagt hér stund á flest annað en það, sem
talizt gat hafa nokkurt gildi fyrir yarnir lands-
ins.
Jafnframt þessu og æ siðan hefur erlent fjár-
magn, gjafir, styrkir og lán streymt hingað í
vaxandi mæli, og valdhafarnir hafa opinskátt
haft hersetuna að féþúfu. Afleiðing þess, að er-
lent fjármagn streymdi þannig inn í efnahags-
kerfi þjóðarinnar fyrirhafnarlítið og án sam-
svarandi framleiðslu markaðshæfra verðmæta
gat naumast orðið nema á einn veg í höndum
þeirra, er málum þjóðarinnar stýrðu: Taumlaus
og óheft verðbólga.
Þessari þróun fylgdi svo, eins og vænta mátti,
samkvæmt reynslu annarra þjóða, slík spilling
og iausung i fjármálum og fjármálalifi, að enga
hliðstæðu er að finna í þjóðarsögunni.
Réttarfarið hefur að nokkru leyti fylgzt með
þróuninni, þannig að augljósar sakir þolast án
réttargangs og refsinga siðaðs þjóðfélags, eftir
því hver afstaða valdhafanna er til sakbornings.
Einna þyngst raun hefur það þó orðið vinstri-
sinnaðri alþýðu landsins, að samvinnuhreyfing-
in skuli hafa verið dregin niður i þetta spillingar-
fen, í stað þess að halda áfram að vera alþýðu-
stéttunum brjóstvörn í baráttu þeirra fyrir bætt-
um lífskjörum.
Það virðist nú vera augljóst orðið, að eigi is-
lenzkri þjóð að auðnast að varðveita fjárhags-
legt sjálfstæði, verði fyrst af öllu að grípa á
þessu kýli, hinni uggvekjandi fjármálaspillingu,
og hefja á ný til vegs háttu siðaðra þjóða í því
efni. Verði það ekki gert, er auðsjáanlega borin
von, að nokkrar ráðstafanir i fjármálum og efna-
hagsmálum geti borið þann árangur, er til fram-
tíðarheilla horfi fyrir þjóðfélagið.
Er þá að sjálfsögðu ekki nóg að hreinsa sam-
vinnuhreyfinguna af þessari spillingu, eins og
vonir standa til, að nú Verði gert, vegna þess,
að þar er aðeins um einn anga þessa fyrirbæris
að ræða og engan veginn þann fyrirferðarmesta.
f annan stað er vafalaust, að íslenzk þjóð verð-
ur af erlendu valdi og erlendum lánardrottnum
ekki talin fær um að fara með óskorað fjárfor-
ræði, takist henni ekki af viti og manndómi að
ráða niðurlögum þeirrar verðbólgu, sem nú fer
um þjóðfélagið eins og tortimandi eldur.
varðveita fjárhagslegt sjálfstæði sitt, ef hún læt-
ur fjötra sig i erlendar skuldaviðjar. Núver-
andi forsætisráðherra lýsti yfir í áramótaboðskap
sínum til þjóðarjnnar, að á næstu árum þyrfti
þjóðin að nota 11% gjaldeyristekna sinna til að
greiða með vexti og afborganir af erlendum lán-
um, og væri það meir en tvöfalt við það hámark,
„sem leyfilegt þætti“, enda værum við dýpra
sokknir í þessum efnum en nokkur önnur þjóð
e. t. v. að einni |undanskilinni. Hann sagði enn
fremur, að engrj lánastofnun, sem gegndi því
höfuðhlutverki að lána þjóðum eins og okkur,
þegar örðugleikþr steðjuðu að, væri lengur
heimilt að lána pkkur, nema við breyttum um
stefnu í efnaha^smálum. Var tæpast unnt að
skilja þennan ánamótaboðskap forsætisráðherr-
ans á annan veg| en þann, að ein höfuðástæðan
til stefnubreytinjgar- í efnahagsmálum væri sú
að opna möguleika til að sökkva okkur dýpra
i erlent skuldafep, enda þótt skuldirnar séu nú
þegar tvöfalt þyhgri í afborgun og vöxtum en
leyfilegt þykir, jamkvæmt hans eigin ummæl-
um. Er þessi mcftsögn í hugsun núverandi for-
sætisráðherra í ilullu samræmi við þá fjármála-
speki síðustu árej að taka erlend lán til þess að
kaupa óþarfa o{| lúxusvarning, sem þjóð með
okkar fjárhagsaðstæður hlaut að neita sér alger-
lega um, ef skyniamlegum lögmálum væri fylgt.
Sé skyggnzt uþdir yfirborðið.verður og ann-
að uppi en látið jer í veðri vaka. Hér hefur er-
lent stórveldi með fjárgjöfum, þrásetu hers,
lánum, m. a. úri einkasjóðum forseta síns, og
mörgu fleira sanhanlega seilzt til afskipta og á-
hrifa. Rökrétt framhald þeirrar ásælni verður
hér nákvæmlega hið sama hjá öðrum smáþjóð-
um, sem glatað hafa sjálfstæði sínu: Þegar við-
komandi þjóð er hæfilega djúpt sokkin í skuld-
ir, þegar verðbólga og spilling í fjármálum hefur
grafið um sig og gert þjóðina hæfilega ósjálf-
bjarga, setja hinir erlendu lánardrottnar og sér-
fræðingar þeirra skilyrði fyrir áframhaldandi
lánveitingum. Þau skilyrði hafa ævinlega stuðl-
að að því að koma fótum undir ríka, siðspillta
yfirstétt, en aukið á fátækt og umkomuleysi
alþýðustéttánna. Þannig mun þetta einnig verða
hér. Sé alþýða smáþjóðar beygð af fátækt og at-
vinnuleysi, er land hennar auðunnin bráð því
stórveldi, sem ásælist það til afnota fyrir sig.
Á þessa staðreynd vill Þjóðvarnarflokkurinn
leggja sérstaka áherzlu, áður en gerðar eru þær
breytingar á efnahagskerfinu, sem óhjákvæmi-
legar eru, og skorar á þjóðina að vera vel á
verði nú, því að síðar kanmþað að verða of seint.
Fyrir síðustu kosningar lýstu báðir núverandi
stjórnarflokkar yfir í fyrsta sinn svo samræmdri
stefnu i efnahags- og fjármálum, að varla gat
tilviljun verið.
Samkvæmt þeirri stefnu, sem núverandi
stjórnarflokkar boðuðu fyrir síðustu kosningar
og lýstu síðar yfir, að núverandi stjórnarsamstarf
væri byggt á, virðist ljóst, að athafnir þeirra í
ríkisstjórn munu’. fyrst og fremst mótast af lög-
málum peninganna og óskum auðkýfinga. Af yf-
irlýsingum stjórnarflokkanna um, að útgerðar-
menn og fskeinokunarhringar skuli ekki búa við
lakari hlut en á siðasta ári, að afnema beri verð-
lagseftiríit og vérðhömlur á verzlunarvöru og
að afnema eigi beina skatta, er ekki ljóst, hvern-
ig þeir ætia að fullnáegja þeirri sjálfsögðu rétt-
lætiskröfu Þjóðvarnarflokksins, að allar stéttir
þjóðfélagsins færi fórnir í hlutfalli við mögu-
leika sína, svo að eyða megi verðbólgunni og
koma efnahagslífinu á traustan grundvöll.
Því er ekki að neita, að þrátt fyrir verðbólgu,
sparifjárrýrnun og hvers konar öfugþróun efna-
hagslífsins, hefur íslenzk alþýða verið trú þeim
vísdómi reynslunnar, að efnahagslegt sjálfstæði
og öryggi einstaklingsins væri undirstaða að
lífshamingiju þjóðarinnar og velferð. Þess vegna
hefur henni með þrotlausri elju og löngum
vinnudegi tekizt að búa svo um sig, að fleiri eru
nú í þann veginn að eignast þak yfir höfuðið
en nokkru sinni fyrr. Þó er enn svo ástatt um
vel flesta, að ekkert má útaf bera til þess, að
fjöldinn missi eigur sínar og jafnvel allt, sem
menn hafa til þeirra fórnað. Það þarf ekki að
krefjast ýkjamikilla fórna af launþegum og
verkamönnum til þess, að svo fari, né langvar-
andi atvinnuskort.
Þjóðvarnarflokkurinn vantreystir núverandi
ríkisstjórn í þessu efni. Afleiðingar þess, ef mjög
þrengir að hinum mörgu, sem reist hafa sér
hurðarás um öxl, mundu verða, að eignir þeirra
söfnuðust með auðveldum hætti og ódýru móti
á hendur tiltölulega fárra auðmanna.
4. landsfundur Þjóðvarnarflokksins vill vekja
sérstaka athygli á því, að þróun verðbólgunnar
kann nú að vera komin á það stig, að ókleift sé
að ráða niðurlögum hennar í einurn áfanga,
nema með mjög alvarlegum þjóðfélagslegum af-
leiðingum. Væri því nauðsynlegt að rannsaka í
fullri alvöru, hvort ekki væri æskilegra að
ráða bót á efnahagsöngþveitinu stig af stigi, sam-
kvæmt fyrirframgerðri áætlun.
Það er staðreynd, sem allir stjórnmálaflokk-
ar viðurkenna, að efnahags- og fjármál okkar
eru komin í svo óbotnanlega flækju, að það er
ekki á færi annarra en þeirra, sem hafa i hönd-
um allar upplýsingar ríkisstjórnarinnar og sér-
fræðinga hennar, að bera fram fullmótaðar til-
lögur til úrbóta.
4. landsfundur Þjóðvarnarflokksins áréttar
fyrri stefnuyfirlýsingu flokksins í utanríkismál-
um — tafarlausa uppsögn hernámssamningsins
við Bandaríki N.-Ameríku, brottför hersins og
ævarandi hlutleysi í hernaðarátökum. Enn frem-
ur vísar fundurinn til fyrri samþykkta flokksins
í efnahags-, verkalýðs-, félags-, menningar- og
utanríkismálum og lýsir sig eindregið samþykk-
an þeirri stefnu, sem var skýrt mörkuð fyrir síð-
ustu kosningar.
Landsfundurinn vill leggja áherzlu á, að allir
stjórnmálaflokkarnir, að Þjóðvarnarílokknum
einum undanskildum, hafa haft aðstöðu og tæki-
færi til þess að hafa áhrif á og móta þróun efna-
hagsmálanna og efnahagskerfi þjóðarinnar frá
stríðslokum.
Aðaleinkenni þessarar þróunar eru:
1) Þjóðnýting á öllum taprekstri, sönnuðum og
ósönnuðum, þar sem heilbrigðri,- sjálfsagðri
og nauðsynlegri ábyrgð atvinnurekanda á
eigin atvinnurekstri er velt yfir á almenn-
ing.
2) Bruðl og óráðvendni í meðferð opinberra
fjármuna. Hvert styrkjakerfið af öðru hef-
ur verið fundið upp og almannafé dælt út
í þau, án þess nokkurt eftirlit væri með því,
hvert það fé rynni í raun og veru.
3) Síaukin skattheimta árlega, er bitnar í æ
ríkari mæli á fjölskyldumönnum og þeim,
sem lifa af beinum launatekjum.
4) Auðmýkjandi erléndar fjársníkjur, er hljóta
að stofna sjálfstæði þjóðarinnar í tvísýnu.
5) Herseta og hermang í því skyni að fá fljót-
tekna peninga í gjaldþrotakerfi ráðdeildar-
lítilla og úrræðalausra stjórnmálaforingja,
er hvorki höfðu kjark né karlmennsku til
að takast á við þá erfiðleika, sem smáþjóð
hljóta ávallt að vera búnir.
6) Skefjalitlar lántökur í vestri og austri, sem
þjóðinni er nú þegar að vepða ofviða að
standa undir með eigin gjaldeyristekjum,
eigi hún jafnframt að geta kostað lífsnauð-
synlega uppbyggingu atvinnuveganna i'
samræmi við þarfir vaxandi þjóðfélags.
7) Sívaxandi verðbólga, sem leitt hefur til
mikillar auðsöfnunar á fáar hendur, er mun
enn hafa í för með sér stóraukna gróða-
möguleika braskara og auðmanna, fái hags-
munir þeirra að sitja í fyrirrúmi, þegar
kemur að allsherjarupþgjöri því, sem ekki
verður á frest skotið. Slík stefna mundi hins
vegar skerða enn lífskjör almennings og
leiða til kreppuástands.
Þjóðvarnarflokkur íslands væntir þess, að vax-
andi sé meðal almennings skilningur á þeirri
staðreynd, sem flokkurinn hefur jafnan bent á,
Framh. á 7. síðu.