Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 16.01.1960, Page 6

Frjáls þjóð - 16.01.1960, Page 6
6 cJ.au farJaýiun 16. januar 1960— FRJÁL.S Þj'ÖO orvaldur ThorodcLsen var í senn mikilhæfur og ötull vísindamaður og afkastamikill rithöfundur. Eitt þriggja höfuð- rita hans, Ferðabókin, kom út á kostnað hans sjálfs árin 1913 •—1915, en upplagið er talið hafa verið aðeins fjögur hundruð eintök, Á undanförnum árum hefur Bókaverzlun Snæbjarnar Jónssonar verið að gefa Ferða- bókina út í annað sinn við um- sjá Jóns Eyþórssonar, og eru þrjú bindi komin út, en hið íjórða mun væntanlegt á þessu ári. í ferðabókinni segir frá rann- sóknarferðum Þorvalds um landið á árunum 1882—1898, og er þar sögð ferðasagan, lýst landslagi og náttúrufyrirbær- um og greint frá náttúrufræði- legum athugunum höfundar- ins. En einnig er hér og þar í' þessu riti sagt af búskapai- háttum landsmanna á þessu skeiði, lifnaðarháttum þeirra og viðhorfum og raktir ýmsir at- burðir, sem áður gerðust á þeim slóðum, er leið Þorvalds lá um. Lýsing hans á fólkinu og háttum þess er að vísu oftast fáorð og nær helzt til ein- stakra, afskekktra sveita, en eigi að síður getur verið skemmtilegt að draga saman nokkur atriði hennar til sam- anburðar við það, sem nú er, að 60—80 árum liðnum. Um eitt byggðarlag höfum við þó ekki lengur neitt til saman- burðar, því að það er í eyði íallið. Það eru Hornstrandir. ★ orvaldur ferðaðist um Snær fellsnes sumarið 1890. Þótti honum þar afturför í mörgu í suðursveitum. Fiskur hafði lagzt frá nesinu, en land- búskapur var engu betur stund- aður en áður, jafnvel þokkaleg grasbýli komin í auðn. Þegar hann kom að Dagverðará og Miðvöllum, voru gripir á beit á túnum, sem áður höfðu verið sléttuð af þeim, er þær jarðir sátu, og friðuð fyrir ágangi með vönduðum túngörðum. Þá var líka á þessum slóðum hætt að afla fjallagrasa og sölva, en á Hellnum voru grafn- ar upp mururætur á vorin. Það mun tala sínu máli um það, að þá hafi hjá sumum verið næsta þröngt í búi á þeim tíma ársins. En slíkt var ekkert einsdæmi. Þorvaldur segir frá því á öðr- um stað, að austur í Meðallandi hafi fátækt fólk safnað sér fjöruarfa og gert úr grauta á árunum 1860—1870, en þó þótti sá grautur mjög ill fæða. Þegar Þorvaldur var á ferð austur þar, var enn farið á grasafjall sums staðar í Skafta- fellssýslu, en þó mjög óvíða, og hvannatekja virðist ekki hafa verið með öllu aflögð heldur. Söl, sem áður höfðu ár- lega verið sótt vestur á Eyrar- bakka, voru ekki lengur á borði, nema hvað stöku gaml- ir menn, sem vanizt höfðu þeim í ungdæmi sínu, slægðust eftir þeim. Það, sem útrýmdi hvanna- og grasatekju eystra, voru fyrst og fremst kálgarðarnir. Sölvatekja var þó enn í sjáv- arsveitum Árnessýslu, . en minni en áður. Grasafekjan var þessi ár stunduð á Barðaströnd pg í Steingrimsfirði. i-r • ★ Um Hornstrandir fór Þor- valdur sumarið 1886 og lýsir háttum mamia þar all- rækilega. Þetta var eitt hið arg- asta sumar, sífelld hret og á- felli, iðulega mikill snjór á jörðu hlýjustu mánuði ársins, enda féll peningur mjög næsta vetur, en manndauði varð ó- venjulega mikill af ýmsum sjúkdómum. Þegar Þorvaldur fór suður um í byrjun septem- bermánaðar, var ekki búið að hirða nokkra tuggu, en þá var sólfar að mestu liðið hjá í þröngum víkum, þótt heitt hefði himin. Þetta vonda sumar var þó ekki einsdæmi, hvað heyskapartíð snerti. Sum- arið 1882, mislingasumarið, sem kallað var, náðist ekki inn annað hey á Dröngum, næst nyrzta bæ í Árneshreppi, en fjórar sátur af útheyi. Á þessum árum var enn töluvert stunduð grasatekja á Hornströndum, og sums staðar voru hvannir hafðar til matar, en fáir notuðu sér skarfakál- ið, enda þótt þar væri víða skyrþjúgur í fólki. Þó voru þess dæmi. Bóndi í Hlöðuvík safnaði miklu af skarfakáli til matar og varðist svo skyrbjúgi, þótt heimili í grenndinni, þar sem saltaður bjargfugl var hafður í alla mata, kæmist í ör- þrot vegna sjúkleika. Stórgripir voru afar fáir og skepnur yfirleitt. Á einum stað sá Þorvaldur fimm stúlkur mjólka þrettán ær í kvíum. Víðast voru þó hestar einn eða tveir á bæjum, til þess að reiða heim á hey, en þeim leiddist bersýnilega fásinnið, því að þeir komu hlaupandi, þegar Þorvaldur og Ögmundur fylgd- armaður hans nálguðust með hesta sína, og ánægja þeirra og vinalæti voru svo mikil, að stundum var erfitt að skilja þá frá langferðahestunum. Kýr í Fljótum synti daglega yfir vatnsmikinn ós til þess að njóta samvista við aðra nautgripi. í samræmi við hestafæðina var líka fátt reiðvera á þess- um slóðum: Á öllum Strönd- um norðan Dranga voru aðeins til tveir kvensöðlar. Flest hús voru svo gei'ð, að veggirnir voru hlaðnir úr staurum og mold á milli og bæjargöng flóruð með reka- viðax'drumbum, en þó minna borið af timbri í nýleg hús. Ýmsir hættir voru forn- mannlegir. Fyrir fáum árum var dáinn karl í Skjaldabjarn- arvik, sem alltaf gekk á stutt- buxum, samkvæmt tízku miklu eldri tíma. Kvenfólk notaði enn bæði sköturoð og hákarls- skráp í skó. Bókleg menning var ekki mikil. Þó kunni allt yngra fólk að lesa og flest að skrifa. Aðeins einn maður, Jón Guðmundsson á Bjarnarnesi undir Hornbjargi, keypti blað. Var þó býli hans ekki annað en hamratangi fram í sjóinn, og þar lifði hann einungis á sjáv- arfangi, fugli, káli og grösum. Tveir voru í Þjóðvinafélaginu, Jón og Guðmundur Ólafsson í Smiðjuvík. Rímur voru enn í miklum metum á Norður- Ströndum, en annars ekki til bækur á bæjum, nema guðs- orðabækur. Eitt hið erfiðasta viðfangs- efni, sem Hornstrendingum bar að höndum, var að koma líkum til kirk^u á vetrardegi. Maður dó á þessum árum í Bjarnarnesi, og átti líkið að færast suður að Stað í Grunnavík. Menn lögðu af stað með það á sleða og átti að draga það yfir 600 metra há fjöll suður í Jökulfirði. Þeir hrepptu byl, skildu kistuna eftir á fjallinu, en komust sjálfir nauðulega til byggða. Síðan liðu þrjár vikur. Þá dó annar maður. Efnt var til nýrr- ar ferðar með þetta lík; og fannst þá hin kistan á fjallinu, og tókst að koma þeim báðum suður í Jökulfirði. Þar lentu Yfirreiíl meíi & Þorvaldi Thoroddsen fyrir 60-80 ánim mennirnir í hrakningum á ís- um og urðu að skilja báðar kisturnar eftir. Þó tókst að koma þeim suður yfir, er bátur hafði verið fenginn að láni. ★ '%7‘íða eimdi eftir af ýmiss * konar hjátrú á þessum ár- um, er Þorvaldur Thoroddsen ferðaðist um landið. Einkum gætti þess í Suðurfjörðum, að þar var enn hjá einstökum mönnum megn trú á ýmsa forn- eskju. Þar kveðst hann hafa heyrt skoplegar sögur um drauga og galdra. Sumir gaml- ir menn trúðu því og töluðu um það af lotningu, að séra Sigurð- ur á Rafnseyri hefði verið rara- göldróttur, enda komið fyrir latínudraug af frönsku fiski- skipi, sem aðrir galdramenn í Arnarfirði hefðu verið búnir að gefast upp við. Jón Sigurðsson hafði líka af sumum verið álit- inn göldróttur vestur þar. Stuðlaði ekki sízt að því, að hann var að leggja drög fyrir gömul skinnblöð, sem hann hafði spurnir um. „Þetta er pilturinn búinn að læra,“ sögðu þá sumir. Á Hornströndum var trú á afturgöngur að mestu horfin, en í staðinn komin trú á skottu- lækningar og kynjalyf. Þó létu sumir mikið af draugum og galdramöimum, sem áður voru uppi, en töldu slíkt nú horfið og útaf dautt. Þó hafði nýlega verið í Aðalvík galdramaður, sem hét Finnur og átti að hafa dáið illviðris- og slysfaranótt mikla 1884. En trúin á kunn- áttu hans dofnaði, eftir því sem nær dró heimkynnum hans. Frægð hans var mest í hæfilegri íjarlægð. Sumir urðu líka varir við. „slæðing og ótukt“ úr sjónum, einkum fyrir gavða. Maður á Vopnafirði fór um nótt að vitja lóða sinna. Hann heyrði ógurlegt öskur, skar ,í snati'i á línuna og flýði í land, því að hann hugði þetta naut- hveli, sem rynni á ljósið. En fleiri en þessi Vopnfirðingur höfðu illan bifur á slikum öskr- um á sjó. Sjómenn á Suðurnesj- um heyrðu þau líka stundum og eignuðu þau skrímsli, sem þeir nefndu Skerjakollu. Á Suðurlandi varð Þorvald- ur var við útilegumannatrú hjá stöku manni og vissi dæmi þess, að menn hefðu orðið hræddir við hestaför á óvenju legum slóðum á öræfum, þótzt finna reylcjarlykt af jöklum og annað fleira af því tagi. En þz þótti honum taka í hnúkana, er leitarmaður einn taldi sig hafa séð hnýflóttan hest á Efri- Fróðárdal, auðvitað hestakyn einhverra útilegumanria. í sveitunum milli Horna- fjarðarfljóts og Jökulsár é Breiðamerkursandi þótti Þor- valdi og nokkuð kveða að hjá- trú. ★ i rið 1894 voru einkennileg ■**■ ílát eða baukar í notkun í Hornafirði. Svo var mál með vexti.að þar hafði tuttugu árum áður rekið mikið af bambus- viði. Menn höfðu bútað stöngl- ana sundur og notuðu hólfin á milli liðanna fyrir ílát. Sams konar ílát hafði Þor- valdur séð á Ströndum nokkr- um árum áður, enda hafði þar einnig rekið digra leggi úr bambusreyr. Sérkennilegar skjóður voru líka notaðar á Ströndum. Það voru lúðumagar, sem blásnir höfðu verið út, og var einkuni geymt í þeim fiður og fjálla- grös. í Reykjarfirði við Geir- ólfsgnúp sá hann sjálfur fólk tína grös í lúðumaga. ★ ■Fvorvaldur segir líka frá ýmsu, sem honum þótti til fyrirmyndar. í sambandi við frásögn af ferð sinni um Loð- mundarfjörð og Húsavík eystra sumarið 1894 getur hann þess, að auðséð sé „alls staðar í þess- um héruðum“, og virðist þá eiga við Múlasýslur, að kvenfólk sé þar vel mannað, umgengni á baajum snotur, stofur oft prýdd- ar íslenzkum blómum og fólk þokkalega til fara. ' y Yfirleitt þótti honuni mynd- arlegva norðan lands og austan en annars. staðar. Jarðabótum ■ • sást þó lítið votta fyrir á Aust- urlandi. Hapn rómar sérstaklega Jón bónda Jóakimsscn á Þverá í Laxárdal í Þingeyjarsýslu og kveðst óvíða hafa séð bóndabæ svo þokkalegan og allt jafnvex um vandað, smátt og stórt. Þar getur hann einnig kirkju, sem bóndi hafði látið byggja úr steini, móbergi. í Hemru í Skaftártungu var nýreist snoturt íbúðarhús með járnþaki og steinkömpum úr höggriu móbergi. A einum bæ á Hnappavöllum í Öræfum var stofa með prýðisfögrum rauð- viðarþiljum, sem auðvitað hafa verið úr einhverju skipinu, sem strandað hefur á söndunum. í Þistilfirði sá hann á hverj- um bæ stóra sleða, því að þar var öllu ekið á vetrum, bæði kaup^taðarvörum og heyi af engjum, sem í fjarlægð voru, og hestum beitt fyrir ækið. Hitt var karinske ekki til fyrirmynd- ar,': að á Langanesströndum og sums staðar um Þistilfjörð og Slétiu voru kýr hafðar inni í þæjum í einhverjum kima og rekriar út og inn um bæjardyr. En' þar voru lika traustir tún- garðar og há tréhlið inn að gariga. Þar voru jafnvel sums staðar stauragirðingar kring- um tún og nátthaga. í þessum sveitum voru líka fjáí’bo,rgir úr ótelgdum staur- um og veggjum úr hnausum og' mokað sandi að. í Þistilfirði, á Larigánesi og Sléttu var bráða- pést í sauðfé óþekkt. Okaftafellssýsla var enn sér- M stæð um ýmislegt fleira en náttúru sína. Þar voru til dæm- is enn húsagarðar allvíða fyrir aldain.ótin. Þeir yoru. þó ekki lengur fyrir framan bæjarhús- in, því að þar voru komnir kál- garðar, heldur í hálfhring að húsabaki. Austur i Nésjum var fyrir tiltölulega skömmu búið að byggja hús yfir sauði, er áður höfðu aðeins verið reknir í skjól við kletta eða undir garða. Þar voru riú víða smá- hlöður við einstök hús með kringlóttu, typptu þaki, sem varðist vel regni. í sapdsveitunum var melgres- ið slegið árlega -og melkorn sums' staðar haft til matar, og rætur rifnar upp reiðinga. Kirkjusiðir voru þar sums staðar fornlegir. í Fljótshverfi var sá háttur karla að yppta j hatti sínurn eða taka ofan, þeg- ar hringt var til messu. Við •altarisgöngu stóð fólk upp, þeg- I ar þaö hafði bænt sig í sætum ‘ sínum eftir sakramentið, dró kross með hendinni á brjóstið og .beygði sig þrisvar i hnjá- liðum. ■iP' ,

x

Frjáls þjóð

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.