Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 30.01.1960, Blaðsíða 4

Frjáls þjóð - 30.01.1960, Blaðsíða 4
4____________________ Sveinbjörn Jénsson * Tindala - ími Gísli Konráðsson hefur skrif- að merkilegan þátt um þennan einkennilega en auðnulausa smið, sem Hannes Þorsteinsson sagnfræðingur lét prenta í sögusafninu Huld, er út kom í 2. útgáfu 1935 hjá Snæbirni Jóns- syni. Heimildarmenn fyrir þættinum eru ýmsir mætir menn, auk dómsskjala og gerða- hóka, svo sem Ingimundur hreppstjóri, afi Gests Pálssonar skálds, og séra Pétur, faðir Pét- urs Jbiskups. Ég ætla að endur- segja þennan þátt hér, af því, mér, finnst hann merkilegur og táknrænn fyrir iðnaðinn í land- inu. Bjarni hét maður ríkur, er hm á Stokkseyri. Honum hurfu peningar úr kistu, hálfur annar spesíudalur og 2 sléttir. í stað þeirra voru komnir tveir tin- dalir. Ekki vissi Bjarni gerla hvenær þetta skeði, og sökum sjóndepru kallaði hann aðra menn til. Var þá ími Arnórsson af Rangárvöllum, þá að vist- um í Sandgerði, grunaður um verknaðinn. ími þverneitaði, en er höndla átti hann, var hann strokinn, og þótti það grunsam- legt. Mál var upptekið að boði landfógeta, en lögsögumaður í Kjalarnesþingi fékk ekki annað uPPgötvað en það, að menn ætl- uðu hann sannan að sök um stuldinn og peningafölsunina sökum hagleiks hans. Málið fór til Alþingis 1712 og lögmenn ályktuðu íma rétt- tækan, hvar sem hann hittist. Lýsing af honum var send til allra valdsmanna í landinu og birt á kirkjustöðum og öðrum mannamótum. ími var nú kallaður Tindala- ími og kom Joks fram í Árnesi i Trékyllisvík á Ströndum. Kom hann sér þar í vist hjá Halldóri presti og tók að smíða fyrir hann, en laug til nafns síns. Þótti snilld vera á verk- um hans. Einnig reri hann til fiskjar með húskörlum prests og þótti með afbrigðum liðtæk- ur til hvers sem var. En Sumar- l'iði sýslumaður sendi lýsingu af íma til Árness sem ann- arra samkomustaða. Þóttist þá Halldór prestur sjá, að ími væri hjú sitt og að orð mundi á koma, hvar hann var. Var það þá litlu síðar, að skip mikið sást þar úti fyrir. Lét prestur þá húskarla sína róa til fiskjar og íma með þeim, eftir að hafa talað við hann hljótt. En sagt er að nær hálf vika sjávar (um 3,7 km.) væri til hins útlenda skips, er ími stökk óvænt útbyrðis. Réru húskarlar til lands, en prestur taldi, að æði mundi hafa kom- ið að manninum eða hann feig- ur verið, og var hann talinn dauður. En ími svam fram að skipinu, og drógu skipverjar hann upp á skipið, sem talið var að vera hvalfangaskip Frakkakonungs. Enginn getur sagt, hve lengi ímf var með hvalveiðamönnum, en talið er, að hann reyndist vel, hvatfær og sundmaður mikill, og vildu þeir með engu móti missa hann. En hversu vel sem þeir létu að honum, þráði hann mjög að komast til íslands, en þorði þó ekki að láta á meiru bera en því, að hann vildi sjá föðurland sitt. Gerðu þeir það þá fyrir hann að sigla undir land eystra, og þó ekki allnærri. Klifraði ími þá mastur að hún og renndi sér þaðan á snærisstreng í sjó nið- ur. Þóttust skipverjar þá sjá hvað hann ætlaði sér, og skutu á eftir honum. Sumir segja, að þá fengi hann hagl í kálfann. Engu að síður svam hann til lands, og var það sund firna mikið og háskalegt sökum brims. Komst ími þó á land, feginn mjög. Er sagt, að fyrst hafi orðið vart við íma í Húna- þingi. En þaðan hélt hann á Strandir og kom á bæ, sem Drangar heita. Bóndi var ekki heima, en húsfreyia veitti hon- um gistingu. Bauðst ími til starfa, en húsfreyja kvaðst ekk- ert hafa, nema ef hann kynni til smíða, þvi maður hennar var trésmiður mikill af Alexíusar ætt. ími kvaðst reyna vilja að greiða fyrir smíð bónda. Smíðaði hann þá fyrst gjarð- ir á stórkerald., síðan stafi og síðast botninn, en setti ekkert saman. Var það mjög öndvert atferli annarra smiða. Fór ími burt, en er bóndi kom heim, spurði hann, hver smíðað hefði. Húsfreyja sagði það gest einn verið hafa. Fór þá bóndi og setti saman keraldið og stóð allt heima og féll svo vel, að eigi lak dropa. Þá mælti bóndi: „Mun ég með vissu vita, hver gestur sá var. Mun smíð þessi einskis manns færi, nema Tin- dala-íma, er ég vissi smið bezt- an, áður en hann hyrfi frá Ár- nesi, og uggir mig, að ekki hafi hann þá látizt.“ Barst það síðan út, að ími héldist þar við á Ströndum. Skipaði þá Ormur Stranda- sýslumaður, 1718, að grípa íma. Er þá sagt, að um 30 Trékyll- ingar hlypu saman og eltu hann og ætluðu að kvía hann af á sjávarhamri. En Imi sá það fangaráð að varpa sér í sjóinn ofan. Svam hann svo langt frá landi, eða hvarf þeim sjónum, að hann komst undan. Er nú sagt, að ími væri á laun með Halldóri prestí í Árnesi, þar til hann réði honum að fara á fund Odds lögmanns Sigurðssonar á Narfeyri og var með honum þrjú ár, og önnur þrjú með Ormi sýslumanni Daðasyni í Bæ á Rauðasandi, og síðan að Innra-Fagradal í Dalasýslu. Fara þá litlar sögur af íma, en talið er að þá hafi hann smíðað margt fyrir höfð- ingja þessa, því að hann var jafnan hinn ötulasti starfsmað- ur í hvívetna. En 1726 var á Alþingi höfðað mál á hendur íma um tindalina, e.r menn vissu fyrir víst, að var lifandi og á vist með Ormi oCaufyar daginn 30. janúar 1960 B R: J Á L B Þ JÓÐ Fyrir allmörgum árum skrifaði Sveinbjörn Jónsson forstjóri grein um hinn nafn- kunna Tindala-Ima í Tímarit iðnaðarmanna. Notaði hann frásögnina síðan sem dæmi- sögu um þann aðbúnað, sem hinn ungi iðnaður fslendinga hefur orðið að sætta sig við, en jafnframt iðnaðarmönn- um sjálfum til áminningar. Ekki hefur stórvægileg breyting orðið síðan Svein- björn skrifaði þessa grein. Sagan sjálf verður alltaf í sínu gildi, og varnaðarorð þau, sem aftan við hana var hnýtt fyrir fimmtán árum, eiga enn erindi til lands- manna. FRJÁLS ÞJÓÐ leit- aði því leyfis hjá Sveinbirni til þess að birta greinina, og var það leyfi veitt. Fyrir það kann blaðið . höfundinum þakkir. sýslumanni. Sagt er, að amt- maður skipaði Jón Hjaltalín, sýslumann í Gullbringusýslu, málagarp hinn mesta, að sækja málið. Var ími sjálfur til varn- ar, en honum síðar skipaður málafærslumaður, Jón Þor- steinsson, klausturhaldari að austan. Níels Kier lögmaður hafði dæmt í máli íma á Býjar- skerjaþingi eftir þingskrá, sem var 13 blöð í arkarbroti. En vitnum varð ekki við komið, af því að málið var 12 ára gamalt. í lögréttu þverneitar ími því, er á hann var borið. Málafærslumaður íma krafð- ist þess, að Jón Hjaltalín fram- legði dali þá, er íma var um kennt. Sýndi hann þá tinplötur tvær í ríksdalsformi, með bók- stöfum umhverfis, illa gerð- um, og óþekkijanlegri myndan innan þeirra beggja megin. Krafðist Hjaltalín einnig, að íma væri dæmd refsing fyrir landhlaup. Þá sönnuðu þeir Jón og ími, að hann hefði verið á vist síðan fyrir 6 árum, fyrst með Oddi lögmanni og síðan með Ormi sýslumanni, hefði hann veitt fálka fyrir Orm og fært til Bessastaða. Jón Hjalta- lín taldi íma grunaðan fyrir ÍJjófnað, er hann strauk í öðr- íim fötum en hann átti. ími Ifvað þau hafa verið að láni og ^araði viturlega fyrir sig. Páll Vídalín og Níels Kier dæmdu fma sýknan. En þá skaut Hjaltalín málinu til réttar kon- ungs. En allt fór á sömu leið, ög varð ími laus við mál þetta. Ýmsar sagnir eru til um hag- leik og harðfengi þessa merki- lega ævintýramanns. Það hef- ur verið sagt, að Imi reyndi að smíða sér fjaðraham úr svana- fjöðrum og hafði völtur á öxl- unum. En lítt tókst þetta, þótt það létti honum mikið hlaup hans og jafnvel handahlaup. ími er talinn hafa verið með Ormi sýslumanni um hríð eft- ir málalokin 1726. Er ími reri þá eitt sinn í Bjarneyjum, vildi hann sækja nafar sinn eða ann- að smíðatól til Búðeyjar. Stór- flæði var, og vildi hann ekki X feiða að fjaraði, þó að þá mætti ganga þurrum fótum í eyjuna. fEfði hann og jafnan sund- þunnáttu sína. Lagði hann þá | sundið. En er hann kom miðja leið, réðst að honum allstór sel- úr og vildi rífa hann. Tók Imi þá# það ráð, að hann brauzt um og gerði busl mikið. Stakk sel- úrinn sér þá og vildi sækja að íma neðan frá. En ími stakk sér líka og buslaði enn meir. Hræddist þá selurinn, að því er ími hefur sjálfur sagt. Taldi hann sig aldrei svo voðalegan hafa verið staddan eða í meiri lífshættu komizt en þá. Þó er sagt, að svo mikil hafi dirfska hans verið, að úr Búðey synti hann með nafarinn í munni sér til lands. ími fluttist í Húnaþing um fertugsaldur, kvæntist þar og bjó á Heggstöðum í Miðfirði. Átti hann jafnan þröngt í búi, þótt slyngur þætti, og í hví- vetna vel látinn. Reri hann mikið til fiskjar, og er sagt, að eitt sinn, er hann og margir aðrir sátu að fiski úti á Hrúta- firði, að rynni að þeim stór- fiskavaður mikill. Flýðu allir sem skjótast í land undan vaðn- um, nema ími. Hann sat kyrr sem áður. Hafði hann jafnan smásteina í bát sínum. Háset- um hans óróaðist mjög, en hann beið lags og gætti vandlega hvalanna. Og er minnst varði hæfði ími með stéini blásturs- holu eins hvalsins, er sagður var reyðarhvalur sextugur. Við það rann hvalurinn beint á land í Hrútafirði og varð til bjargar og arðs, bæði íma og öðrum. Var svo talið, að allt lægi dautt fyrir íma, þótt litlu batnaði búsæld hans. Lagðist þá það orð á, að hann myndaði eða steypti peninga, þótt ekki væri um það í grafgötur geng- ið sökum fátæktar hans. Eitt sinn, er ími hafði róið við annan mann, rak á ofsaveð- ur, og hrakti þá langt norður í flóa. Háseti hans dasaðist mjög og lagðist fyrir. Fékk ími þá ekki varið bátinn, svo honum hvolfdi. Drukknaði hásetinn, en ími hugðist lengja líf sitt með því að synda áleiðis til lands, þótt lengra væri þangað en nokkur maður fengi áork- að. En þá bjó í Skjaldarbjarn- arvík Hallvarður Hallsson, vit- ur maður og mikilhæfur og kallaður mangfróður. Hann settist upp þann morgun, er bát- ur íma fórst, og kallaði, að nú hefði slys orðið og einhver væri í voða staddur. Hljóp hann til sjávar, hratt fram bát sínum og reri frá landi, en veður var tekið að lygna. Var sem Hall- varði væri vísað á íma, þar honum tók mjög að daprast sundið, og gat bjargað honum í bát sinn. Var honum hjúkrað vel svo að hann hresstist og fluttist heim að Heggstöðum, eftir þrjá mánuði. Er sagt, að ími byði Hallvarði peninga í bjarglaun, en hann kvaðst ekki vilja nema skíran málm og ekki ætlast til launa, það væri eitt af skylduverkum að bjarga ná- unga sínum og ætti það ekki til fijár að vinna. Framh. á 7. síðu. Svíneyingasögur Þegar fjandmn sálaðist og maðurinn varð óléttur T öllum löndum eru sagðar sögur um afkáralegt fólk ■* og afglapalegt. Á íslandi urðu Bakkabræður tákn þessa fólks. I Danmörku eru sagðar Molbiiasögur, en Færeyingar tileinka Svíneyingum bvílíkar sögur. Auð- vitað þarf að geta þess, að Svíneyingar standa ekki öðrum Færeyingum að baki. Eigi að síður getur verið, að einhver hafi gaman af ofurlitlu sýnishorni af hinum færeysku Svíneyingasögum. Á Svíney höfðu aldrei verið til hestar, og enginn Sviney- ingur hafði séð slíkt undradýr. Svo bar það eitt sinn við, að dauðan hest rak á fjörur þeirra. Allir, sem vettlingi gátu valdið, söfnuðust saman í fjörunni til þess að skoða þetta stóra dýr, sem sjórinn hafði skolað að landi, og enginn gat látið sér til hugar koma, hvers konar skepna þetta eiginlega var. Menn störðu forviða á ferlikið og gátu upp á ýmsu, en þó voru allir jafnnær. Loks var það einn öldungúr í hópnum, sem fann laun gátunnar: Það voru hófar á skepnunni. „Fjandinn er þá dauður — o-jæja, skömmin sú arna,“ sagði hann. ★ Svíneyingur tók sér ferð á hendur á aðra eyju, og þar sá hann sér til miklilar furðu hesta. Hann komst að raun um að þetta voru mestu merkis- skepnur. Menn gátu setið á bakinu á þeim og látið þá bera sig, og menn gátu flutt á þeim táðið á völlinn. Hann sá í hendi sér, að hentugt myndi vera að eiga svona skepnu. Þess vegna tók hann að spyrj- ast fyrir um það, hvernig hægt væri að koma sér upp hesti. Lánið lék við Svíneyinginri: Hann var staddur hjá greiða- fólki. Það gaf honum fræ, sem það sagði honum, að hann skyldi sá, og þá yxi upp af því hestur. Hann yrði aðeins að gæta þess að vökva vel staðinn, þar sem hann sáði því, en bíða yrði hanri næsta árs, því að fyrr gæti hann ekki vænzt þess, að hesturinn kæmi upp. Svíneyingurinn þakkaði fólk- inu innilega heilræði þess og góðfýsi og sneri alls hugar feg- inn á bátnum sínum heim til Svíneyjar. Hann gerði sér mjög tíðrætt um hesta og hestafræ, þegar heim kom, og lét vel yfir för sinni. Fólkið á eynni hóp- aðist kringum hann og hlustaði lotningarfullt á hann. Svo sáði hann hestafræinu í viðurvist granna sinna og vakti yfir blett- inum af mestu samvizkusemi. Mörgum öðrum varð líka oft gengið þangað til þess að huga að því, hvort ekki bólaði á hest- inum. Svo var það loks.einn dag, að menn uppgötvuðu 1M1 blöð, sem

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.