Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 30.01.1960, Blaðsíða 6

Frjáls þjóð - 30.01.1960, Blaðsíða 6
rJa itgafJatyin n 30. janúcu’ 1960 FRJÁLS Þ J Ö Ð Skólafrí - sumarfrí - vetrarfrí Nú steðjar enn eitt vandamál- ið að okkur íslendingum. Við erum búnir að viða að okkur sVo miklu af fiskiskipum, að þeim verður ekki öllum haldið úti á vetrarvertíð, nema hægt sé að ráða hingað 1—2 þúsund útlendinga. Þetta virðist ætla að.bregðast í vetur. Ef til vill má eitthvað bæta úr þessu með því áð hækka kaup sjómanna, en þá kemur fyrst og fremst til álita, hvort framleiðslan þolir haékkað kaupgjald og síðan í öðru lagi, hvort hægt er að fá mörg hundruð íslendinga á: fiskiskjpln, í viðbót við þá, sem fyrir eru, án þess að fella niður mikið af bráðnauðsynleg- um störfum í landi. Nú sitja margar þúsundir ungra manna á skólabekk ali- an vetúrinn. Skólafrí eru hér ]öng, en mættu sjálfsagt vera lertgri að skaðlausu. Og þessi löngu frí eru öll á sumrin, 4—5 mánuði ár hvert. Fjöldi náms- manna hefur ekki annað fyrir sig að leggja til greiðslu náms- kostnaðar en það, sem þeir vinna sér inn í skólafríunum. Sennilegt þykir mér, að sú ævagamla regla, að hafa skóla- fríin á sumrin, stafi af því, að allt fram á þessa öld var mest þörf fyrir vinnu rnanna að sumarlagi, einkum við land- búnað. En mér er sagt, að síð- ustu tvo áratugina hafi bændur ekki talið sig hafa ráð á að taka kaupafólk svo neinu nemi. Hafa þeir leyst það vandamál að nokkru leyti með stóraukn- um vélakosti til heyskapar og jarðabóta. Eitthvað mun hafa'verið gert að því í Vestmannaeyjum og ef til vill viðar að gefa nem- endum gagnfræðaskólanna nokkurra daga frí í mestu afla- hrotunum á vertiðinní. En því þá ekki að breyta skólafríunum, færa þau frá sumri til vetrar, þar sem atvinnuskilyrði gera slíkt hagfellt, bæði fyrir skóla- fólkið sjálft, sem þarf atvinn- unnar, og atvinnurekendur — og rcyn:’ar alla landsmenn —■, | Sfm verða að halda atvinnu- , tækjunurn i gangi, þegar afla- j v.onin er mest, sem er frá ný- j ári og fram í maí? Það kunna að vera á þessu einhverjir agnúar, sem ég kem þó ekki auga á. En ég álít málið þess vert að athuga það gaum- gæfilega. Og þá verður að hafa hugfast, að mgnn mega ekki láta gamlar venjur villa sér sýn. Af breýttu atvinnulífi og lifnaðarháttum leiðir að sjálf- sögðu einnig það, að endur- skoða verður venjuna um „sum- arfríin“ og hvort ekki verður hagfelldara fyrir alla að breyta þeim í ,>vetrarfrí“. K. K. Tilkynning FKÁ SKATTSTOFU REYKJAVÍKUR fe Framtalsfrestur rennur út 31. janúar. — Fram- talsaðstoð er veitt á skattstofunni til kJ. 7 e.h. fimmtudag, föstudag og laugardag til kl. 5. — Áriðandi er að þeir sem vilja njóta aðstoðar skatt- stofunnar við framtal, hafi með sér öll gögn varð- andi skatta af fasteignum, skuldir og vexti. Skattstjórinn í Reykjavík. Engin ábyrgð - Frh. af 8. síðu. izt að öðru leyti í trúnaðar- starfi. En þetta er raunar ekki ný bóla. Hér hefur tugmilljónum áður verið varið í íyrirtæki, sem ekki var rekstrargrund- völlur fyrir, og þegar í ljós kom eftir á, að öllu var á glæ kast- að, var eins og flestir létu sér það lynda. Þeir, sem ábyrgð bera á þess konar glappaskot- um, sitja jafnlmakkakertir eft- ir, iafnvel í ábyrgðarstöðum hjá ríki eða ríkisstoínunum, og í þeirra hendur er lagt, eftir sem áður, að ráða sams konar málefnum til lykta. Þegar miklar fjárhæðir og stórfelld glappaskot eru annars vegar, vii'ðist nefnilega engin ábyrgð vera til á íslandi, og þá er einskis manns álit og mannorð í veði, hvernig sem til tekst. Bifreiðasalan OG LFJGAN ÍNGÓLFSSTRÆTI 9. Símar 19092 og 18966 Kynnið yður hið stóra úrval, sem við höfum af alls konar bifreiðum. Stórt og rúmgott sýningarsvæði. BIFREIÐASALAN OG LEIGAN Ingólfsstræti 9. Símar 19092 og 18966. Tilkynning um atvinnu- leysisskráningu Atvinnuleysisskráning samkvæmt ákvörðun laga nr. 52 frá 9. april 1956, fer fram í Ráðningarstofu Reykjavíkur- bæjar, Hafnarstræti 20. dagana 1., 2. og 3. febrúar, þ. á. og eiga hlutaðeigendur, er óska að skrá sig samkvæmt lögun- um að gefa sig fram kl. 10—12 f.h. og kl. 1—5 e.h. hina tilteknu daga. Óskað er eftir að þeir, sem skrá sig, séu viðbúnir að svara meðal annars spurningunum: 1. Um atvinnudaga og tekjur síðustu þrjá mánuði. 2. Um eignir og skuldir. Reykjayík, 20. janúar 1960. Borgarstjórinn í Reykjavik. Auglýsið í FRJÁLSRI ÞJÖÐ Þorrablótið hafið HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS Sala hlutamiða hefur aldrei í sögu happdrættisins verið meiri en nú í 1. fíokki. Vegna hinna fjölmörgu nýju viðskiptavina, sem happdrættið hefur nú öðlazt, viljum vér taka fietia fram. ★ Dregið verður ■ 2. flokki þann febráar ★ Endurnýjun til 2. fiokks er hafin ★ Viðskiptavinir happdrættisins eiga forgangsrétt á miðum sínum til 5. febrúar í flestum umboðum landsins voru allir miðar uppseldir, þegar dregið var í 1. flokki. Fjölmörg umboð vantaði miða, til að geta annað eftirspurn. Þess vegna var gripið til {iess ráðs að skrifa niður pantanir á biðlista. Þessar pantanir verða afgreiddar eítir 5. febrúar. Þess vegna viljum vér vinsamlegast hiðja viðskiptavini vora að endurnýja sem fyrst, og eigi síðar en 5. febrúar. Eftir þann tíma eiga menn það á hæthi, að miðarnir verði seldir öðrum. HAPPÖHÆTTI HÁSKÓLA ÍSLAIVIDS

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.