Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 30.01.1960, Blaðsíða 5

Frjáls þjóð - 30.01.1960, Blaðsíða 5
F R JX L S P JÖ Ð 'jiCaucfai'dacfinn 30. januat* /960 — Hafmeyjan bg sjómaðurinn Sprenging hafmeyjarinnar er atburður, sem enginn mælir bót, en flestir fordæma eins og að líkum lætur. Menn ýmissa mála hafa dæmt þann verknað þungum dómi, borgarstjóri menningaiþnála hofur g'engið fram fyrir skjöldu, hafmeyj- unni og öðrum listaverkum og menningarverðmætum borgar- innar til varnar og víðtæk lög- reglurannsókn, sem væntan- lega ber árangur, er hafin til þess að geta komið verðskuld- aðri refsingu fram við hinn seka. Listaverk, sem eru listaverk, eru mikils virði, en hversu miklu meira virði er ekki ung- ur sijómaður þessari þjóð. , Það er ekki hægt að komast hjá að bera sama slíka atburði og viðbrögð manna við þeim sem eyðileggingu hafmeyjar- innar og þess, er ungir sjómenn falla ofurölvi fyrir borð og láta lífið eða meyjar landsins hverfa fyrir borð á lífsfleyi sinu af sömu orsökum. Þegar svo ber við, er ekki mikill málarekstur gerður, hvorki af blöðum, útvarpi, frömuðum menningarmála eða stjórnum þeirra, né grafið djúpt með lögreglurannsókn eftir frumor- sökum þeirra atburða. Það virðist vera talinn sjálfsagður hlutur, að vínið valdi sem mest- um skaða bæði á sjó og landi og enginn gerður ábyrgur ‘ fyrir því tjóni. Áfengisbölið er alheims- vandamál, og íslenzka þjóðin hefur verið undir illum áhrif- um þess um aldir, þó að svolít- ið rofaði til um árabil vegna baráttu góðra manna fyrir banni, sem mikla blessun leiddi af sér á meðan þess naut við. 38 ár eru liðin siðan það var eyðilagt með Spánarvínunum svokölluðu (sum voru nú reyndar talin frönsk) og 25 ár 1. febr. 1960 síðan hafin var frjáls SEjla á öllum vínum, hversu stþrk og eitruð sem þau voru. ! Það eri ekki úr vegi að at- huga árangurinn af áfengissæl- unni við v þessi tímamót. Þeir, sem börðiust fyrir að fá vínið inn i landið lofuðu, að nú skyldi verða miijina drukkið af áfengi en nokkr|j sinni fyrr. Efndirn- ar: Sívaxándi drykkjuskapur, er náði háiþarki síðastliðið ár. Áfengisverzlun ríkisins seldi áfengi fyj-ir 176,000,000 kr., þ. e. um ejtt þúsund krónur á hvert mapnsbarn í landinu. — Upphæð, feem mætti vinna stór- virki fyrír á sjó eða landi. Til viðbótar ’ er smyglað áfengi, sem kunjnugir menn fuliyrða að sé að minnsta kosti jafn mik- ið því löglega. Auk þe!ss fer há fjárhæð fyr- ir tóbak óg það oftast hjá sama fólkinu. -i— Þeir lofuðu því, að íslendingar skyldu „læra að drekka“ t. d. á borð við Frakka og hér s^yldi ekki skapast á- fengisvandamál frekar en þar. Niðursta^an er sú, að hjá Frökkumj er drykkjuskapurinn eitthvert stærsta þjóðfélags- vandaifiáþð og það svo, að Sam- einuðu þ*óðirnar hafa orðið að grípa þarlinn í. Dæmi eru til um það, að frönsk skólabörn inn- an 10 árá aldurs hafi með sér áfeng vín i skólann í stað mjólk- ur og heggur ekki nærri því hér, þar sem börn í unglinga- skólum fyrirverða sig ekki fyr- ir að neyta áfengis, hvort held- ur er utan skólans eða á skemmtunum hans, þegar tæki- færi gefst. Lofað var: Því hæg- ara sem er að ná í vínið, því minna drukkið af því. Útkom- an: Því betra sem er að ná í vínið, þvi meira drukkið og meira tjón. Það er miklu auð- veldara að ná i vínið allan sól- arhringinn heldur en að fá keypta mjólk. Áfengissalan síð- astliðin 25 ár, eins og alltaf áð ur, hefur vitnað á móti þeim, sem barizt hafa fyrir henni, og áfengið legið eins og mara á þjóðinni. Siðferðisvitund og ábyrgðar- tilfinning þeirra manna, sem þeim málum stjórna, hefur verið langt fyrir neðan allar hellur og siðferðisþrek þjóðar- innar lamað svo, að hún hefur ekki veitt stjórnendum sínum neitt aðhald í því máli fremur en öðrum. Það væri tímabært nú og vel viðeigandi, að þjóðin vaknaði af þeim Þyrnirósusvefni, er hún hefur sofið í áfengismál- unum, og spyrnti fótum við því böli, sem áfengið veldur henni. Það eru margir einstaklingar, sem eiga þá ósk heitasta, að á- fengið verði gert burtrækt úr landinu, sem er hin eina varan- lega og sjálfsagða lausn, en hafa ekki séð leið til þeirra hluta eða haft trú á, að slíkt væri hægt. Það fólk og allir þeir, sem vilja útrýma áfeng- inu úr einkalífi sinu eða þjóð- félaginu, ættu að taka saman höndum við að byggja upp og gera öflug þau félög, sem berj- ast gegn áfengisbölinu. Er þar fyrst til; að nefna I.O.G.T.-fé- lagsskapinn, bæði fyrir börn og fullorðná, sem verið hefur, er og mun verða öflugasta brjóst- vörnin í bindindis- og bannbar- áttunni. Þá eru það bindindis- félög hinna ýmsu stétta, svo sem: Bindindisfélag ökumanna, kennara o. fl. Öll þessi félög þurfa á fleiri meðlimum að halda og eru reiðubúin að veita hverjum' einstaklingi hjálpar- hönd í baráttunni við áfengið. Menn ættu því ekki að draga það deginum lengur að leita samvinnu hver við annan gegn öflugasta og skæðasta óvini mannlífsins, þar sem vínið er. — Öll meðferð áfengis, til- búningur þess, sala og neyzla er glæpur, sem ekki sæmir sið- AÐALFUNDUR H. f. Eimskipafélag íslands. Aðalfundur hlutafélagsins Eimskipafélags íslands, verð- ur haldinn í fundarsalnum í húsi félagsins í Reykjavik, föstudaginn 3. júní 1960 og hefst kl. 1,30 eftir hádegi. 1. Stjórn félagsins skýrir frá hag þess og framkvæmd- um á liðnu starfsári og frá starfstilhögun á yfirstand- andi ári, og ástæðum fyrir henni, og leggur fram til úrskurðar endurskoðaða rekstursreikninga til 31. des. 1959 og efnahagsreikning með athugasemdum endur- skoðenda, svörum stjórnarinnar og tillögum til úr- skurðar frá endurskoðendum. 2. Tekin ákvörðun um tillögur stjórnarinnar um skipt- ingu ársarðsins. 3. Kosning fjögurra manna í stjórn félagsins í stað þeirra sem úr ganga samkvæmt samþykktum íélags- ins. 4. Kosning eins endurskoðanda í stað þess, er frá fer og eins varaendurskoðanda. 5. Tillögur til breytinga á‘ samþykktum félagsins (ef tillögur koma fram). 6. Umræður og atkvæðagreiðsla um önnur mál, sem upp kunna að verða borin. Þeir einir geta sótt fundinn, sem hafa aðgöngumiða. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum og umboðsmönnum hluthafa á skrifstofu félagsins í Reykja- vík, dagana 30. maí — 1. júní næstk. Menn geta fengið eyðublöð fyrir umboð til þess að sækja fundinn á aðal- skrifstofu félagsins í Reykjavík. Óskað er eftir að ný umboð og afturkallanir eldri umboða séu komin skrifstofu félagsins í hendur til skráningar, ef unnt er, viku fyrir fundinn. Reykjavík, 19. janúar 1960. STJÓRNIN. uðum, kristnum mönnum eða þjóðfélagi. Foreldrar og aðrir1 þeir, sem hugsa um æskulýð og framtíð þessarar þjóðar, ættu að byrgja brunninn áður en barnið er dottið ofan i og gera áfengið burtrækt úr lífi sinu eða varna því, að það nái þar tökum. Óskandi er, að siðferðisvitund þjóðarinnar vakni til meðvit- undar um það, að líf og heilsa ungu sjómannanna og annarra ungmenna er meira virði en steinrunnin hafmeyja og að af- drif þeirra komi meira við til- finningar manna' en slys haf- meyjarinnar margumtöluðu. Gæfa framtíðarinnar er . í hendi þeirrar kynslóðar, er niv lifir og ræður. Algert bind- indi á skaðnautnir er grund- vallaratriði fyrir framtíðarneill. komandi kynslóðar. — Ag( heill æskumanna er bezt unnicS með því, að hver maður, karl og kona, gerist þátttakandi í bind- indisfélagi, því að: „Hvað má höndin ein og ein, allir leggj- um saman.“ Guðjón Bj. Guðlaugssoiiij, Efstasundi 30. tekin voru að gægjast upp úr moldinni. Fögnuðurinn varð meiri en orð fá lýst. Það var ekki um að villast: Hesturinn var tekinn að spretta. Allir gátu séð, að þarna voru eyrun að koma upp. ★ Á Sviney eru fuglabjörg, og þar voru fuglaveiðar stundað- ar af kappi. Fuglinn, sem veidd- ist, var reyttur, og fiðrið var selt konungsverzluninni. Kaupstaðarferðir Svíneyinga voru erfiðar. Þeir urðu að fara alla leið til Þórshafnar, og áttu fáir jafnlanga-leið í kaupstað- inn sem þeir. Nú héldu þeir af stað með fiðrið í sekkjum. En með því að þeir hrepptu storm, dreif mjög yfir bátinn, svo að fiðrið blotnaði. Sú var þó bót I máli, að sól skein í heiði, þeg- ar þeir komu til Þórshafnar. Þeir gátu ekki boðið dönskum kaupmanninum rennblautt fið- ur, svo að þeim þótti ráð að neyta þess, hvílík veðurblíða var í Þórshöfn. Þeir hvolfdu því fiðrinu úr sekkjunum á klappirnar, svo að það þornaði í sólskininu, en gengu sjálfir upþ í staðihn til þess að líta augum þá dýrð, sem þar blasti við þeim. Þegar þeir voru komnir upp í kaupstaðinn, varð þeim litið til sjávar, þar sem þeir áttu hið dýrmæta fið- ur sitt. Sáu þeir þá reyk mik- inn stíga upp og gátu sízt gert sér í hugarlund, hvað væri að brenna. En aðrir menn sögðu þeim, að þetta væri raunar fið- ur þeirra. Vindurinn þyrlaði því upp, þegar það tók að þorna. ★ í annað skipti komu Svíney- ingar til Þórshafnar, og þá sáu þeir eldavél í konungsverzlun- inni. Þess konar gripur var mikil nýjung í Færeyjum, og Svíneyingar höfðu aldrei heyrt getið um þvílikt og annað eins En með því að þeir voru for- vitnir, tóku þeir að spyrja í þaula. Búðarlokurnar sögðu þeim tröllasögur af ágæti elda- véla. Þær létu vel í eyrum, en samt áttuðu Svíneyingarnir sig ekki fyllilega á þvi, hvers vegna slikur gripur væri eftirsóknar- verður. En loks hraut þó eitt út úr búðarþjónunum, er vakti skilning aðkomumannanna: Þeir blotnuðu oft á sjó og við fjallgöhgur, og þeir gátu þurrk- að fötin sin á svipstundu, ef þeir fleygðu þeim á þennan ný- stárlega grip. Jú — það var ekki ónýtt —: það var þá mesta þarfaþing, þessi eldavél. Og svo keyptu þeir eldavél. Á heimleiðinni urðu þeir að fara fyrir tanga, þar sem mik- ill straumur var. Nú var líka allhvasst, svo að það gaf mikið á, þegar þeir fóru yfir röstina. Þeir urðu forblautir, og þeim kom- til hugar að njóta góðs af eldavélinni, sem þeir höfðu keypt. Þeir reru að landi og roguðust með hana upp á klappirnar. Síðan berhát'tuðu þeir allir og breiddu föt sín á eldavélina. Það næddi að vísu ónotalega um þá bera, en þeir voru samt kampakátir, því að þeir hlökkuðu til þess að geta farið aftur í fötin sín skrauf- þurr að lítilli stundu liðinni. Eld lögðu þeir samt ekki í þennan nýja grip sinn, enda þornuðu fötin ekki. Það var ekki furða, þótt þykknaði í Svíneyingum, þeg- ar þeir höfðu staðið langalengi skjálfandi í kxingum eldavélina. Það voru meiri bölvaðir óþokk- arnir þessar búðarlokur í Þórs- höfn, sem höfðu prabkað út eldavélinni. Þeir höfðu svo sem alltaf mátt vita það, að af þeim væri ekki annað að hafa en svik og pretti. Þeim kom saman um það, að þeir gætu ekki hefnt sín eftirminnilegar með öðru en því að fleygja eldavélarskratt- anum í sjóinn. Og það gerðu þeir. ★ Loks er svo ein saga, sem ekki er eins gömul og hinar. Maður nokkur þjáðist af nýrna- sjúkdómi, og var sent til læknis til þess að leita ráða við kvilla hans. Læknirinn taldi sig þó ekki geta gert neitt manninum til hjálpar að órannsökuðu máli. Hann mælti svo fyrir, að sér yrði sent þvag á flösku til rannsóknar. Þetta þótti kynleg ósk, en þó var sjálfsagt að verða við til- mælum læknisins. Maðurinn renndi þvagi á flösku, og síðan fór kona hans með flöskuna nið- ur að bótinni, þar seiri bátarn- ir lentu. En þegar hún var komin langleiðina, vildi svo illa til, að tappinn fór úr flösk- unni og þessi vökvi, sem lækn- irinn hafði beðið um, að sér yrði sendur, fór allur til spillis. Nú voru góð ráð dýr. Konan vildi ekki missa af bátnum og óvíst með öllu, hvort maður- inn gæti fyllt flösku að nýju i snatri, þótt hún hlypi heim., Hún greip því til þess úrræðis að fylla hana sjálf. Síðan héll: hún áfram, roggin yfir úrræða- semi sinni, og bað sjómennina fyrir flöskuna til læknisins. Daginn eftir fór læknirinn að rannsaka þvagið, sem honunt hafði verið sent. Hann gerði þetta af mestu samvizkusemi, svo sem vera bar. En því er ekki að leyna, að honum brá i brún, því að af öðru eins hafði hann aldrei haft spurnir á öll- um sínum læknisferli: Það var ekki um að villast, að karl- íjandinn var óléttur. ★ Sögumaður hafði náin kynni af Svíneyingum í fimm ár. Og hann lætur svo ummælt, að? hann hafi aldrei kynnzt atorku- samara, greiðugra og röskara fólki en einmitt Svíneyingum.. Og bætir því við, að þar sé menntun einnig meiri og al- mennari en víða annars staðar, enda þótt Svíney sé nokkuð af- skekkt. ,

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.