Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 27.02.1960, Blaðsíða 6

Frjáls þjóð - 27.02.1960, Blaðsíða 6
6 Landhelgin — Framh. af 5. síðu. því, að nú eru viðhorfin allt önnur en 1930, sem lýsir sér m. a. í því, að ísland fer nú sjálft með utanríkismál sín, samn- ingnum frá 1901 hefur verið sagt upp o. fl. Þá er töluverðu máli varið til að útskýra, að löndunarbann- ið, sem Bretar settu á okkur hafi í raun og veru alls ekki verið löndunarbann. Var við það miðað að gera ráðstafanir fslendinga sem tor- tryggilegastar og má seg.ia að þessi samanþjappaða greinar- gerð hafi áorkað nokkuð í þá átt og var tvímælalaust nauð- syn til þess að gefa út nýja hvíta bók til andsvars. Önnur hvíta bókin. Hálfu ári síðar í október 1955, gaf íslenzka ríkisstjórnin út nýja hvíta bók, sem var ber- sýnilega gerð í þeim tilgangi að hrekja helztu staðhæfingar brezku greinargerðarinnar. Það segir sig sjálft, að slíkt plagg, sem „hvíta bókin“ var, um eitt veigamesta mál íslenzku þjóðarinnar, hefði þurft að vera þannig úr garði gert í upphafi, að ekki hefði þurft við að auka, því vissulega hefði verið væn- legra til áhrifa og meira styrk- leikamerki að geta látið brezku greinargerðina sem vind um eyrun þjóta. En fyrst horfið var að því að birta andsvar, þá mátti ekki sleppa neinu atriði, sem er svaravert í brezku orð- sendingunni, því ef þannig er að farið, má skilja það svo, að hver sú staðhæfing Breta, sem ekkj er hrakin, sé rétt, því þögn er sama og samþykki, nema því aðeins að öllu plagginu sé þá andmælt í heild. Því miður tókst í því efni Gkki eins vel til og vænta mátti. Hér fyrr hefur verið gerð grein fyrir nokkrum atriðum úr brezku greinargerðinni, sem ekki mátti láta hjá líða að víkja að í nýrri hvítri bók af íslands hálfu, en það hefur því verið fátið ógert. í þessari annarri hvítu bók, er verulegum hluta varið til orðrét-trar endurprent- únar úr fyrstu hvítu bókinni, sem hefur litla hernaðariega þýðingu. I brezku greinargerðinni var gerð sú ábending, að íslenzka xíkisstjómin vildi réttlæta að- gerðir sínar með þrennu móti: 1. Sem einfalda útfærslu landhelginnar. 2. Eingöngu sem fiskveiðitak- mörk utan landhelgi. 3. Sem þátt í framkvæmd kenningar um landgrunnið. í hvítu bókinni er vikið að þessari ábendingu í kafia, sem ber fyrirsögn „Lagaleg hlið málsins“ og segir þar, að tryggja' megi aðgerðirnar frá 1952 á hverju sem er hinna þriggja áð- urgreindu atriða og öllum í senn, en þó er ekki gerð grein fyrir því hvernig þessar ráð- stafanir geti í senn verið „út- færsia landheiginnar" og „fisk- takmörk utan landhelgi“. í þessum kafla er eins og áð- ur h\ ergi vikið að rétti vorum til 16 sjomilna landhelgi, hins vegar vitnað til fyrri bókar, varðandi firruna um fjögurra sjómílna landhelgi. Það var ámælisvert að ekki skyldi vera talin ástæða til að taka upp hanzkann fyrir Svein heitinn Björnsson í tilefni af því hvernig brezka greinar- gerðin vék að ummælum hans og gerð er grein fyi’ir hér áður. í því sambandi hefði íslenzku ríkisstjórninni gefizt tækifæri til þess að benda á svo margt, t. d. það, að hann hélt þar óbein- línis fram kröfu íslands til 16 sjómílna landhelgi, en ef til vill hefur einmitt það atriði valdið því, að íslenzka ríkisstjórnin vildi ekkert á hann minnast í viðbæti sínum. En þó hvergi hefði verið minnzt á 16 sjó- mílna landhelgina fornu, þá hefðu á allan hátt átt að gera nánari grein fyrir því, að að- stæðurnar 1930 voru allt aðrar en í dag, m. a. þær, að nú er ís- land orðið sjálfstætt lýðveldi, sem fer sjálft með utanríkismál sín, landhelgissamningurinn frá 1901 úr sögunni, þriggja sjó- mílna reglan nær aldauð o. fl. Og enda þótt hr. Sveinn Björns- son hafi talað um fiskimiðin umhverfis ísland sem alþjóða- mið, þá átti hann naumast við, að þau væru alþjóðaeign, held- ur hitt, að þau væru mikils verð frá alþjóðlegu sjónarmiði sem matvælaforðabúr, er margar þjóðir nytu góðs af, og það gæti orðið alþjóðlegt vandamál, ef þau yrðu eyðilögð. En friðunar- aðgerðirnar frá 1952 eru ein- mitt til þess ætlaðar að sporna við að þau verði upp urin. Ástæða hefði verið til þess að víkjia sérstaklega að því, er Bretar í lok greinargerðar sinn- ar skjóta sér á bak við orðsend- Tilkynniiig Athygh mnflytjenda og smásöluverziana er hér með vakin á tilkynningu um ný verðlagsákvæði, sem birt verður í LögbirtmgablaSinu í dag. Reykjavík, 25. febrúar 1960. Verðlagsstjórinn. ingar Belga, Hollendinga og Frakka varðandi reglugerðina frá 1952. Vafalaust eru allar þær orðsendingar fram komnar samkvæmt pöntun frá Bretum, því þær báru allar sama blæ ný- lendukúgunarandans og fram kom í brezku orðsendingunni | frá 2. maí 1952. í þeim öllum i var og fólgin sú móðg'un, að! þessi ríki gætu gert kröfu tilj eða ættu. rétt á hlutdeild í! fornri lögsögu íslendinga. •• Þriðja hvíta bókin. Landhelgismálið var eitt af þeim málum, sem voru á dag- skrá allsherjarþings Sameinuðu; þjóðanna 1958, og því mátti teljast eðlilegt að sérstök hvít bók yrði gerð um málið af hálfu íslands og send þinginu, enda kom þriðja hvíta bókin út í september það ár, en aftur á móti voru fyrstu hvitu bækurn- ar tvær lagðar fyrir Evrópuráð- ið. Það segir sig sjálft, að nú var ennþá meiri nauðsyn til að vanda vel til málanna og gera landhelgismálinu miklu betri skil en gert hafði verið í fyrri bókum. Að sjálfsögðu var óhjá- kvæmilegt að endurtaka sumt, sem staðið hafði í hvítu bókun- um fyrri og undirstrika annað. Hins vegar tókst því miður svo til um þessa útgáfu, að hún var öll efnisrýrari en fyrri útgáfur, og það sem endurtekið var, voru ekki veigamestu atriði málsins; svo og hitt, að sumt, sem þar var sett fram, var ekki rétt hermt. Þær litlu upplýsingar, sem veittar voru í þessari hvítu bók um sögu íslenzku fiskiveiði- landhelginnar voru t. d. vill- andi, talað var um, að land- helgin hafi í fyrstu verið fjór- | ar mílur og hafi ein míla í fyrstu j jafngilt 8 sjómilum, síðar 6 og loks 4, og þvi verið 32 sjómílur í fyrstu, síðar 24 og loks 16. Hið rétta er, að fiskveiða-landhelg- in íslenzka var í fyrstu 8 mílur og mun þá hafa verið miðað við norskar mílur eða vikur sjávar (ein míla = 6 sjómílur) eða með öðrum orðum, landhelgin I var 48 sjómílur í fyrstu, siðar | varð hún sex mílur eða vikur ; sjávar og var þá miðað við danskar mílur, sem sagt 24 sjó- j mílna fiskveiði-landhelgi, loks j frá seinni hluta 17. aldar allt j fram til aldamóta 1900, var landhelgin fjórar mílur eða vikur sjávar eða sem sagt 16 sjómílur. Það má hins vegar vissulega telja til bóta, að í; þessari útgáfu var hætt að bendla íslenzku landhelgina við skandinavisku regluna um fjögra sjómílna landhelgi, enda hefði verið enn meiri fjarstæða en áður að hafa slíkan málatil- búnað í frammi, eftir að land- helgin var færð út í 12 sjómílur.; Hins vegar var meiri ástæða til j þess að sýna fram á sérstöðu j okkar í því efni, að við höfðum j um langt skeið 16 sjómílna land-: helgi, eða allt fram til þess, að landhelgissamningur Dana og Breta'var gerður 1901, en það réttarástand hlaut óhjákvæmi- lega að vakna aftur við brott- fall samningsins. Þá hefði verið nauðsyn að gera grein fyrir því, að Bret- ar gerðu samninginn 1901 til þess að skapa sér rétt, sem þeir áttu ekki fyi’ir og vegna þess, að þá voru ekki fi’emur en í dag, neinar alþjóðareglur til um víðáttu landhelginnar. í —■ cMauyardafyinn 2 7. fcbrúar 1960 FRJALS ÞJ ÓO T ilkynnmg frá Innflutningsskrifstofunni Vegna hinnar nýju gengisskráningar hala eftir- taldar reglur verið settar um viöbætur við þau ieyíi, sem nú eru í umferS: 1. Gjaldeyris- og innflutningsleyfi, svo og gjald- eyi’isleyfi eingöngu, þurfa að hækka sem nemur mismuninum á fyrrverandi og núverandi geng- isskráningu. Þetta nær þó ekki til gjaldeyris- hliðar þeii’ra leyfa er tilheyi’a gildandi banka- ábyrgðum og greiðsluloforðum 20. februar s.l. 2. Allar vörur, aðrar en bílar, sem-greiddar hafa- verið fyrir gengisbreytinguna má tollafgreiða gegn hinum eldri leyfum án viðbótar. í öðrum tilfellum þui’fa innflutningsleyíi, án gjaldeyris. að hækka í samræmi við hið nýja gengi. 3. Öll leyfi fyrir fólks- og sendiferðabifreiðum, bæði með gjaldeyri og án gjaldeyris, vei’ða samræmd ákvæðum 16. gr, hinna nýju laga og þai’f því að framvísa þeim á Innflutnings- ski’ifstofunni áður en yfirfærsla og eða tollaf- greiðsla fer fram. Viðbóíarleyfi, samkvæmt framaugreindu, verða afgreidd án tafar. Reykjavík, 23. febrúar 1960. innilutningsskrifstoíau. heild var lagahlið málsins gei’ð lítil skil og bókin efnisminni en ástæður voru til. Fjcrða hvíta bókin. „Ofbeidisaðgerðir Breta í íslenzkri landhelgi". Loks skal hér vikið að síð- ustu hvítu bókinni, sem helg'- uð er ofbeldisaðgérðum og' yf- irgangi Breta í íslenzki’i land- helgi. Bretar hafa löngum verið yf- irg'angssamii' í íslenzkri (ög- sögu og frá því urn aldamót hef- ur engin þjóð komizt í hálf- kvisti við þá í því að brjóta rétt á íslenzku þjóðinni, né sýnt henni jafn mikla óvii’ðingu í því efni og þeir. Til eru í rétt- arbókum hinna ýmsu sýsluemb- ætta landsins miklar og allýtar- legar heimildir um ofbeldisað- gerðir Bx-eta að þessu leyti og getur enginn, sóma síns né sann- leikans vegna, sem hyggst taka þessi mál til athugunar og semja skýrslu um þau, látið hjá líða að athuga þau gögn. Ekki sízt þar sem hér væri um fyrstu skýi’slu þess efnis að ræða. blaðinu er ýtarleg frásögn af þessum atbui’ði öllum og að- draganda hans. Þar segir frá því, að bi’ezkur togai’i, Royalist H 428, hafi vikum saman stund- að botnvöi’puveiðar lengst inni á Dýrafirði, sem er þó hvergi breiðari en 3 sjómílur, og að togarinn hafi leitazt við að leyna nafni sínu með því að mála yfir fremstu og öftustu stafina, svo nafnið varð „Oyali H-42“. Þá segir frá því, að Hannes Hafstein sýslumaður hafi látið manna bát, í því skyni að taka togarann, en togarinn sigldi á bátinn með þeim af- leiðingum, að þrír íslendingax: drukknuðu og þá fyrst var gerð tilraun til að bjarga mönnunum, þegar bátur úr landi var um þaö bil kominn á slysstaðinn, enda var Hannes Hafstein sýslu- maður meðvitundarlaus, þegar honum var bjai’gað. Segir svo um þetta í Þjóðólfi orðrétt: „Það þykir sannað, að skipstjór- inn á brezka togaranum hafi með vilja hvolft bátnum", „að hann hafi vanrækt að bjarga mönnunum, þótt það væri hon- um innan handar.“ Að sjálfsögðu hefur bæði ver- ið rétt og skylt að byrja slíka skýrslugerð eða í þessu tilviki' „hvítu bókina“, á stuttri en gagnorðri frásögn af því, þegar bi-ezkur togari gerði tilraun til þess um síðustu aldamót, að drelckja íslenzkum embættis- manni, ásamt fimm öðrum mönnum, er hann var að gegna skyldustörfum sínum. Þar hefði mátt styðjast við frásögn af at- burðinum, sem birtist í Þjóð- ólfi 27. okt. 1899 og byggð er m. a. á sjóprófum málsins. í í „hvítu bókinni" er ekki vik- ið einu orði að þessu óhugnan- lega ódæði og er það bæði óvið- ! eigandi og illa farið, að þess- ara hetja, sem létu lífið fyrir '„hinn íslenzka málstað" skuli að engu getið vera í þessari fyrstu greinai'gerð, sem geíin er út af hálfu íslenzkx-a stjórn- ! arvalda um ofbeldi Bi’eta i ís- lenzkri fiskveiðilögsögu. Því næst hefði verið rétt, sexn fyrr segir, að gera grein fyrir hvernig Bretum fórst við ís- Frarnh. á 7. síðu.

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.