Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 30.04.1960, Blaðsíða 2

Frjáls þjóð - 30.04.1960, Blaðsíða 2
t l-o. LISTIR iiiasB BOKMENNTIR Revían ,,Eitt lauf“ var frumsýnd í Sjálfstasðishúsinu þriðjudaginn 19. þ. m. Höf- undar eru ýmsir, og kennir því að vonum margra grasa og misjafnra, enda er þarna um að ræða 10 atriði í tveim geimum. Beztu þætti revíunnar á tví- mælalaust Helgi S. Jónsson, og ber þar fyrst að nefna E!d- húsumræður þeirra Betu Eng- landsdrottningar og Möggu systur hennar í Buckingham höll. Leikur Steuiunnar Bjarnadóttur og Þóm Frið- riksdóttur í hlutverkum systr- anna var afbragsgóður, svo þarna fór saman „góð sögn og ágæt spilamennska". Ann- an þátt átti Helgi þarna, og hét sá Undrabarnið. Segir þar frá tragískum örlögum ungrar stúlku, sem átti að verða undrabarn og leika á selló. En hér, sem oftar, fer öðruvísi en ætlað er. Steinunn gerði undrabarninu hin beztu skil, hvað hún og gerði í þeim hlutverkum öðrum, sem hún lék í. Múmían, sem mun vera samin af Haraldi Á. Sigurðs- syni, er smellinn þáttur. Hann gerist á heimili þeirra Agnes- ar og Samúels og snýst að mestu um múmíu, sem Samú- el hefur keypt hjá Sölunefnd setuliðseigna. Múmían tekur upp á því að vakna af tvö þús- und ára svefni, og upp rís hans keisaralega hátign — Júlíus Cæsar. Gerðist nú margt broslegt á heimili þeirra hjóna, en það verður ekki rakið hér. Þeir þættir, sem hér hafa verið taldir, bera af öövum, en auk þeirra má nefna bættina Maðurinn á þriðju hreð eftir Jón Sigurðsson, og F að heit- ir lagið eftir Svavar 'ests, en heldur voru þeir óm "kilegir, og ekki gat ég vari t geispa undir flutningi Haf .eyjunn- ar. Þá er vert að ge' tveggja söngþátta, sem flutvr voru af ungum piltum cr stúlkum, sem kalla sig La> sexjð; en heldur voru þættiv ’ essir til uppfyllingar en ábr íis. Gunnar Eyjólfsr. i hefur haft leikstjórn á ! " dum og tekizt vel, þótt ) 'efnið sé sumt miður gott, o á ég þar við einstaka þætti. en ekki flytjendur, sem velflestir stóðu sig vel og nolkrir ágæt- lega. Áhorfendur tól:u sýning- unni vel og skemmVi sér kon- unglega, og er óhætt að hvetja alla, sem ur. i græsku- lausu gamni, til að ’ regða sér í betri fötin og sjá revíuna „Eitt lauf“. — K. Það var mikið og dátt hleg- ið á frumsýningu Kópavogs- leiksins á sumardaginn fyi-sta, hláturöldurnar fóru beinlin- is eins og holskeílur um sal- inn. Og þetta var engin upp- gerð eða kurteisiskátína hjá fólkinu, því satt að segja var leiknum tekið með semingi í fyrstu, enda voru upphafs- brandararnir aðeins fimm- aura virði og það með núver- andi gengi. En síðan tók verð- gildi þeirra að stíga með verðbólguhraða og komust upp í alvörukrónu, þegar bezt var, og rúmlega það, 1 leikslok skalf hin mikla mennta- og félagsmálahöll Kópavogsborgar af fagnaðar- látum, sem bókstaflega ætl- aði aldrei að linna. Þeir, sem fyrirfram höfðu keypt blóm- in handa leikstjóra og aðal- leikurum máttu því vel við fyrirhyggju sína una, og þeir sem hlutu tóku við þeim með glöðum huga. En hvaða blóm fær höfund- urinn frá Reykjavíkurdómur- unum, sem sátu þarna eins og klettar í mannhafinu, og gættu þess vel, að sýna ekki mikil svipbrigði, þegar ljós var í salnum? Höfundur nefnir sig Túkall og mætti skilja þá nafngift svo að tveir menn fælust að baki hennar. Ég innti mann úr leikfélaginu eftir þessu. Hann varðist allra frétta, hélt þó, að höíundur laganna og textanna væri ekki sami mað- ur og væri þetta höfundar- heiti valið þess vegna. Þegar við hér tölum um höfund, er átt við höfund leiksins, en ekki tónlistarinnar. ★ Leikur þessi er að mörgu leyti haglega gerður. Setning- arnar eru margar smellnar, eins og vera á í gamanleik og hæfilega stuttar og munn- tamar. En jafnvel hinar styztu setningar geta verið mislukkaðar, ef þær mynda of' langa halarófu, og það kom því miður of oft fyrir hér. Víkjum að því síðar. Ég rek ekki efni leiksins. Atburðir hans gerast i skugga mikilla tíðinda utan sviðsins. Rödd útvarpsþularins og það, sem hann hefur að segja, er drama leiksins og raunar þungamiðja, annað sem ger- ist er skop, alvörublandið að vísu og virðist eiga að verða full alvara undir lokin. En þar er kúvendingin of snögg, illa undirbúin og ótrúleg og missir þess vegna marks. í lokin er og sá smíðagalli á verkinu, að höfundur verður allt of grófur í ádeilu sinni, en slíkt má ekki koma fyrir, þar sem leikur á að stíga hátt. Persónur í leiknum eru hvorki meira né minna en 32 talsins og hefði höfundur því sett Þjóðleikhúsið á höfuðið, ef hann hefði getað platað handritinu inn á Rósinkranz. En Kópavogsbúar háfa lagt i önnur eins stórræði, án þess að bogna. Undir venjulegum kring umstæðum er talað um aðal hlutverk og aukahlutverk í leikritum, og hér eru vissu lega þó nokkrar standspersón ur, en höfundur er svo mál- glaður, að hanri gerir að minnsta kosti eina tylft af aukapersónum svo fyrirferð- leikhöfundar — þurfa á ráð- um annarra manna að halda, og oft sker það úr, hvort höf- undur verður góður höfundur eða lakur, hvort hann hefur vit á að vega og meta góðra og viturra manna ráð. Hér hefur verið um litla samvinnu að ræða milli höf- undar og leikstjóra. Þetta leikrit hefði átt að stytta um þriðjung a. m. k. Aukapersón- um átti að fækka og þær sem eftir voru, áttu að koma og fara, i stað þess að standa í hópum á sviðinu og stela at- hygli frá þeim, sem bera áttu leikinn uppi hverju sinni. inn á Miklubraut. Guðmund- ur Benónýsson lék hann af hófsemi og smekkvísi. Þessar tvær persónur voru líka ó- venju skýrt dregnar af höf- undi, og þeim ekki ætlað að segja of mikið með órðum. Hér verð ég að hætta upp- talningunni. Að minum dómi mislukkaðist ekkert auka- hlutverkanna og er það ekk- ert smáræðis afrek hjá leik- stjóra og leikurum. Aukahlut- verkin eru oft veikir hlekkir i leikritum. Þess vegna mega leikstjórar ekki kasta hönd- um til þeirra, en marga leik- sýninguna í Reykjavik hafa itt lauf í Sjálfstæðishúsinu Ýmsir höfundar - Leiksíjóri Gunnar Eyjolfsson og eftir Tókall - Leiksíjóri Jónas Jónasson armiklar í leiknum, að þær jafngilda aðalleikurum á svið- um Iðnós og Þjóðleikhússins, enda fór það svo a. m. k. fyrir mér, að þeir sem settir voru í aðal-aukahlutverkin greiptu sig einna skýrast i huga minn. Þessi mikli fjöldi leikper- óna, sem allar þurfa mikið að gera og segja, verður að sjálf- sögðu þess valdandi, að sýn- ingin er ofhlaðin og margt fer forgörðum, sem gildi hef- ur, enda verður hraði leiksins að verða óþarflega mikill til þess að hespa þetta allt sam- an af. Það er varla að sýning- argestir geti gefið sér tíma til þess, að sötra úr kaffibolla og gleypa nokkrar smákökur í því eina hléi, sem gefið er. Þegar nýtt leikrit er frum- sýnt hvílir gengi þess í nútíð og framtíð — og raunar list- gildi þess að miklu leyti — með ærnum þunga á leik- stjóranum, ekki síður en höf- undi. — Fyrsti leikstjóri leikrits getur oft ráðið úrslitum um það, hvort verk rithöfundarins lukkast eða mistekst. Á ég þar ekki við sjálfa leikstjórnina, heldur þúsund smáatriði, sem bein- línis heyra verksmiðju höf- undarins. En allir góðir rit- höfundar — og þá ekki sízt Það er auðséð, að hér fer höfundur, sem að mörgu leyti er hugkvæmur, en skortir nokkuð á smekkvísina og kann sér ekkert hóf. En þetta eru brestir, sem eyðileggja flest sköpunarverk ísl. rithöf- unda um þessar mundir. Á- stæðan er hraði tímans, ó- hreinskilnin í landi kunnings- skaparins og heldur kærulitl- ir listdómarar á opinberum vettvangi. ★ Leikendurnir eru ofmargir og of jafnir til þess, að unnt sé að taka þá alla fyrir og gefa einkanir, hvorum fyrir sig: Sveinn Halldórsson stóð sig vel, þótt hlutverkið væri kannski helzt til erfitt fyrir hann i upphafi leiks. Hann hefur einhvern tíma gert lukku á sviði, meðan hann var og hét. Auður Jónsdóttir var ágæt. Magnús B. Kristins- son þarf enn að taka sér tak. Getur orðið góður, ætli hann sér ekki um of. Hann er ekki nógu sviðvanur enn. Sig- urður Gretar lék skáldið prýðilega, og Sviðvæðingar- mennirnir, Pétur Sveinsson og Árni Kárason, voru hæfi- lega forkostulegir og skemmtu ágætlega. Bezti leikari kvölds- ins var þó kannski Gestur Gislason, sem heiðarlegur embættismaður, Eftirminni- legur verður og gamli maður- viðvaningar í aukahlutverk- um eyðilagt fyrir manni. Fyrir væntanlegar barna- sýningar þarf að stytta leik- inn og fella úr honum atriði, sem ekki eru við barnahæfi. Því sjálfsagt er að lofa Kópa- vogsbörnunum að fara í leik- húsið sitt, þegar eitthvað er á boðstólum, sem þau geta haft gaman af. ★ í leiknum er mikið af skemmtilegum söngvum og dönsum og tókst sá flutning- ur undantekningarlaust með mestu prýði. Lögin eru hin fjörlegustu. Leiktjöld gerði Snorri Karlsson, Magnús Ingimars- son æfði og útsetti lögin, Kvartett Braga Einarssonar söng og Hermann Ragnars æfði dansa. Allt var þetta smekkvíslega gert. ★ Leikfélag Kópavogs og leikendur þess, mega vel við sinn hlut una. Strætisvagnar Kópavogs og Hafnarfjarðar munu fá marga aukafarþega næstu vikur og mánuði, sem allir leggja leið sína í Félagsheim- ilið, að maður nú ekki tali um heimamenn í Kópavogi, sem þangað munu koma allir með tölu. — J.ú.V. ■ 1 - ■■. 'i,- ; 1 -.f,/-T 1 2 Frjáls þjóð — Laugardaginn 30. apríl 1960

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.