Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 30.04.1960, Blaðsíða 8

Frjáls þjóð - 30.04.1960, Blaðsíða 8
Loftleiöir hefja áætlunar- flug til Helsingfors í dag, laugardaginn 30. marz, liefja Loftleiðir reglubundið á- ætlunarflug milli Reykjavíkur og Helsingfors. Flogið verður yikulega í sumar, lagt af stað írá Reykjvík kl. 8,15 árd., kom- ið við í Osló og komið til Hels- dngfors kl. 6 síðd. Farið verður til baka kl. 8 samdægurs. í þessa fyrstu áætlunarferð hafa Loftleiðir boðið ýmsum gestum, m. a. flugmálaráðherra, fiugmálastjóra, fulltrúa frá þessar mundir staddir hér á landi 15 þýzkir ferðaskrifstofu- menn í boði félagsins og annar jafnstór hópur er væntanlegur hingað 19. maí n.k. Þá má og geta þess, að í júní n.k. koma hingað 37 finnskir blaðamenn og skipuleggja Loftleiðir dvöl þeirra hér á landi. Farþegaflutningar Loftleiða hafa aukizt á fyrstu þrem mán- uðum ársins um 20.6%, vöru- flutningur um 48.6% og póst- Eldsjjýtur Framh. af aíðu. góða aðstöðu hafi umboðslaun af þessum eldspýtum, og það sé ástæðan til þess, að þær eru keyptar? En þess verður að vænta, að hér verði snögg breyting á við það frjálsræði, sem boðað hef- ur verið í innflutningsmálunum og heimilað að kaupa þær frá Svíþjóð eða Finnlandi, þar sem unnt er að fá góðar eldspýtur. Það gæti verið lítilsháttar sönnun um það, hvort hið boð- aða frelsi hefði einhverja leið- réttingu mála í för með sér, eða aðeins nýtt ranglæti og óhag- friáls þjóð Laugardaginn 30. apríl 1960 ÚRSLITIN í GENF Frh. af 1. síðu. | ,,bræðinginn“, þar sem lagt var FJÁRFRAMLÖGUM TIL til að þær þjóðir, sem mjög væru tp aR’iri'jT \ nsiTnn a r AÁov •Fíolr'xroíÁiirYi rfcniii 1 ncn un flutningur 65.1%. ræði fyrir þjóðina. .flugráði svo og blaðamönnum. Einnig verða með í förinni ýms- ir forráðamenn Loftleiða, svo sem Kristján Guðlaugsson, for- maður félagsstjórnar, Alfreð Elíasson forstjóri og Sigurður Magnússon fulltrúi, sem verður fararstjóri. Önnur hinna nýju flugvéla Loftleiða mun fara þessa fyrstu ferð. Þess má geta, að fargjald milli Rvíkur og Helsingfors aðra leiðina verður kr. 5447, en krónur 9850 fram og til baka. Starfsemi Loftleiða hefur mjög stuðlað að þvú að auka kynningu á landinu og eru um Leikgagnrýni um SKÁLHÖLT kemur í næsta blaöi Vinningum happdrætfi Fyrir páska voru blaðamenn kvaddir til fundar í Hrafnistu, Dvalai’heimili aldraðra sjó- manna, og var þeim skýrt frá starfsemi heimilisins og fram- kvæmdum og ijjáröflun þess, happdrætti DAS. Skýrðu forráðamenn happ- drættisins, þeir Baldvin Jónsson og Auðunn Hermannsson, frá breytingum þeim, sem verða ættu á happdrættinu, en þær eru í höfuðdráttum á þá leið, að vinningum verður fjölgað úr 20 upp í 50, en tala útgefinna miða verður óbreytt. Vinningar á næsta happdrættisári verða 24 bifreiðar, þar af 10 rússnesk- fjölgað í DAS ar, 2 amerískar, 5 brezkar og 7 vestur-þýzkar. Mánaðarlega verður dregið um tvær ibúðir og tvær bifreiðar, auk annarra minni vinninga. Heildarverð- mæti vinninga verður kr. 13.320.000.00. Öllum ágóða af happdrættinu er varið til að reisa Dvalar- heimili aldraðra sjómanna, og er nú fyrirhuguð mikil viðbót- arbygging við heimilið, en auk þess kemur til mála að verja 25% af ágóða happdrættisins til byggingar elli- og dvalarheim- ila úti á landi. Samkomuhús Dvalarheimil- ins verður tekið í notkun um næstkomandi mánaðarmót, og verður það fullkomnasta kvik- myndahús hér á landi og þó víð- ar væri leitað. Verður það út- búið með s.n. Todd-AO kvik- myndatjaldi, sem framkallar þrívíddaráhrif án notkunar sér- stakra gleraugna. Fyrsta mynd- in, sem sýnd verður, er banda- ríska óperettan South Pacific. Framkvæmdastjóri kvikmynda- hússins er Valdimar Jónsson. Formaður Sjómannadagsráðs, Henry Hálfdánarson, skýrði frá þvi, að eignir heimilisins næmu nú 25 millj. kr., sem væri á- rangur af starfi happdrættisins, það hefur nú starfað í 6 ár, en hefur leyfi í 4 ár enn. Að síðustu ræddi forstjóri Dvalarheimilisins, Sigurjón Ein- arsson, um rekstur þess, kvað vistmenn vera 80 talsins og 44 sjúklingar, en sjúkradeildin var tekin í notkun í fyrra. Það vakti mikla ánægju á sín- um tíma meðal tónlistarunn- enda, þegar nokkrir ungir menn mynduðu með sér félagsskap m. a. til þess að kynna íslenzk tón- verk, einkum þó verk hinna yngri tónskálda. Musica Nova, en svo heitir (Lbr. Frjáls þjóð). Kunna enn að skríða. Fyrir þessari þjóð, sem hér að framan er lýst með orðum Morgunblaðsins, hafa íslenzkir ráðamenn skriðið á undanförn- um árum meir en nokkurri ann- arri þjóð. Og í sambandi við þessa nýafstöðnu sjóréttarráð- stefnu kom þessi flaðrandi auð- mýkt átakanlega í Ijós hjá Bjarna Benediktssyni og Guð- mundi í. Guðmundssyni. í viðtali, sem fréttaritari Mbl. átti við Bjarna á ráðstefnunni og birtist í Mbl. 7. apríl s.l., seg- ir hann orðrétt: „Þeim mun eftirtektarverð- ara er það, að nokkur rikin, sem vilja hafa þrönga landhelgi, svo sem Finnland, Grikkland og ísrael, hafa lýst yfir skilningi á sérstöðu íslands. Bandaríkin gerðu það þeg- ar í uppliafi, og er engin á- stæða til að efast um góðan vilja þeirra — en segja má, að það sé togað í þau úr öll- um áttum“. Þessi „skilningur“ og „góði viJfli“ Bandaríkjanna á sérstöðu íslands lýsti sér svo bezt í raun í því, sem kemur fram í eftir- farandi ummælum Mbl. 27. þ.m. „Þá skoraði Dean marg- sinnis á fundarmenn að fella báðar tillögur íslands“, og fjölluðu þær þó báðar ein- mitt um sérstöðu Islands. Hættuleg tillaga. FRJÁLS ÞJÓÐ hefur alla tíð forðazt deilur um landhelgis- málið. Þó verður ekki komizt hjá því nú eftir á, að segja það fullum fetum, að breytingartil- laga rikisstjórnarinnar við ritvöllinn, enda mun þeim öll- um hafa verið boðið að vera viðstaddir tónleika þessa. En hvað skeður? Jú, einfald- lega það, að frá þeim hefur ekk- ert heyrzt, ekki orð. Annað eins og þetta er beinlinis móðgun við þá brautryðjendur, sem undan „sögulega réttinum“, ef gerðardómur féllist á það, var mjög hættuleg og óskynsamlegt að flyt.ia hana. í fyrsta lagi vegna þess, að þó hún næði samþykki, lá ekkert fyrir um það fyrirfram, að gerðardómur féllist á sjónarmið og rök fs- lendinga. í öðru lagi vegna þess, að hefði hún verði samþykkt, ligg- ur nú ljóst fyrir, að íslenzka nefndin mundi hafa greitt at- kvæði með „bræðingnum11 svo breyttum, sem þar með hefði náð samþykki. Þarf ekki að leiða önnur vitni um niðurstöðuna, hefði hún orðið á þann veg, en Morg- unblaðið, sem segir svo um lok ráðstefnunnar í fyrirsögn: „Hinum sögulega órétti bægt frá. Féll á atkvæði íslands“. Hvernig hefði þessi fyrirsögn hljóðað í Mbl., ef „hinn sögu- legi óréttur" hefði verið sam- þykktur með atkvæði íslands? „íslands óhamingju“ varð það ekki að vopni að þessu sinni, að til þess kæmi, en það er ekki núverandi ríkisstjórn eða full- trúum hennar að þakka. Atvik- in hafa hagað því svo, að við eigum samstöðu m. a. með kommúnistaríkjunum í þessu lífshagsmunamáli okkar. Og á- stæðan til að stjórnarfulltrú- arnir fluttu þessa ótímabæru og hættulegu tillögu er óefað sú, að þeir hafa verið að reyna að sannfæra „verndara“ sína um það, að þeir hefðu aðra afstöðu til málsins en kommúnistaríkin. Þetta fáránlega og nauð- synjalausa uppátæki varð svo til þess, að við atkvæðagreiðsl- ur hlaut sérstaða okkar minni viðurkenningu en um var að ræða á ráðstefnunni í raun, og voru mörg ríki svo kurteis að vekja athygli á þessu í lok ráð- stefnunnar og skýra það, hvern- ig á því stæði. Megum við íslendingar vera þeim þjóðum, sem það gerðu, þakklátir fyrir. Stöndum saman. En þótt ýmislegt megi að finna í þessu máli, ríður þó mest á því, að við berum gæfu til að standa saman á því sem einn maður. LÍTIÐ FRÉTTABLAÐ Laugardaginn í 2. viku sumars. Vinnuvísindi Gamalt máltæki segir: Kært barn ber mörg nöfn. — Gjald- eyris- og innflutnings- skrifstofan í Reykja- vík mun vera sú rík- isstofnunin, sem oft- ast hefur skipt um nafn. Hefur hún hvað eftir annað verið skírð upp, til þess að bola þaðan burtu pólitískum gæðingum fráfarandi ríkisstjórn- ar og koma að vildar- vinum þeirrar nýju. Þar hafa þvi margir ágætismenn setið, en misjafnlega lengi. Hin nýja byltinga- stjórn sjálfstæðis- manna og krata ætl- ar að verða róttækust st.jórna hvað þessa stofnun snertir, þvi nú verður stofnunin hreinlega lögð niður. Þessa dagana er- verið að skáka starfs- mönnunum niður í ým.sar aðrar ríkis- stofnanir og eru sum- ir fyrirmennirnir settir í allóvirðuleg sæti, og fer það allt eftir pólitískum verð- leikum. Eitt er þó mjög ríkt i huga þeirra, sem vistráðningum ráða, að í nýju embættun- um komi gjaldeyris- mennirnir hvergi nærri því, sem þeir hafa áður helzt fjall- að um, og ætla mætti að þeir hefðu helzt vit á. Llvarpserindi um Einar Ben. Séra Sigurður Ein- arsson skáld- i Holti, kvað nú vera að safna gögnum um ævi og skáldskap Einars Benediktssonar. — Frétzt hefur, að hann muni bráðlega flytja flokk erinda um Ein- ar Benediktsson í út- varpið. Einsfaklings- hyggja I lögum Bandalags ísl. listamanna er gert ráð fyrir því að hald- ið sé listamannaþing með fárra ára milli- bili. Síðasta þing var haldið fyrir 10 árum, þegar Þjóðleikhúsið tók til starfa. Þjóðleikhússtjóri mun hafa mælzt til þess við Bandalagið að haldið yrði Lista- mannaþing í sam- bandi við 10 ára af- mæii Þjóðleikhússins. Ekki varð þó úr framkvæmdum og vissu sum félögin ekki um tilboðið. Stærstu Bandalags- félögin skiptast á um forystu í Bandalag- inu. Þegar Jón Leifs er ekki formaður er allt tíðindalaust. Þeg- ar Jón er formaður eru umsvif mikil og aðrir reyna að koma í veg fyrir að eitt- hvað sé gert. Rithöfundarnir MUSICA NOVA gleymc&ust Ekkja Þorsteins Erlingssonar Frú Guðrún Er- lings, sem er eins og hunnugt er, orðin öldruð kona, varð ný- lega fyrir því óhappi að detta og lær- fcrotna. Hún liggur nú þungt haldin i Lándsspítalanum. — Hún var siðari kona J?brsteins Erlingsson- »r. 1 sambandi við tild- urshátið Þjóðleik- hússins í tilefni af 10 ára afmælinu varð flest til vandræða. — Ráðamönnum hússins tókst að móðga fasta frumsýningargesti, er urðu að þoka úr beztu sætum upp í hina óæðri rjáfur- bekki. Margir þeirra kusu því heldur að sitja heima, þ. e. a. s., þeir, sem ekki voru i meðal fínasta fólks- ins, sjálfra boðsgest- anna. Flestar stéttir þjóð- félagsins nema verka- lýður og rithöfundar áttu þarna boðsfull- trúa. Á síðasta fundi í Rithöfundasambandi Islands var þessu máli hreyft og sam- þykkt að láta Þjóð- leikhússtjóra vita að rithöfundar hefðu tekið eftir þessu. félagsskapur þessi, hélt sína aðra tónleika 11. april s.l. og voru þeir einkum athyglisverð- ir fyrir þá sök, að þar voru ein- göngu frumflutt verk hinna yngri af tónskáldum okkar. Nú skyldi óhætt að ætla, að með hinum ört vaxandi blað- síðuljjölda dagblaðanna og til- burðum þeirra til aukinnar fjöl- breytni væri slíks viðburðar getið að einhverju og listgagn- rýnendur þeirra sendir fram á þarna eru að verki, og lítt til uppörvunar. Ekki mun þarna um að kenna pennaleti skribenta þessara, því að ekki er sýnd sú revía eða ó- merkilegur erlendur „farsi“, að gagnrýnendur þessara blaða tvíhen^i ekki þegar* í stað penna sína og sendi frá sér heila maraþonkrítikk þar um. Þetta horfir við eins og arg- asta öfugmæli, en því miður, þetta er staðreynd. Málið er nú komið á það stig, að fullnaðarsigur okkar í því er tryggður, ef við sijálfir höld- um rétt á. Á það hefur verið bent hér í blaðinu, að nauðsynlegt sé fyrir friðun fiskistofnanna, að við vindum bráðan bug að því að leiðrétta grunnlínurnar, og á það tvímælalaust að vera næsti áfangi okkar í þessu máli. Þyrfti þegar að hef jast handa um undirbúning að því.

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.