Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 30.04.1960, Blaðsíða 4

Frjáls þjóð - 30.04.1960, Blaðsíða 4
á vinstri spássíu AFRlKA VAKNAR. Fyrir eimun tíu árum rakst ég á ljóð eftir negraskáldið Langston Hughes og freistaði þess að snúa því á íslenzku, af þvi að það orkaði á mig scm fyrirboði aðsteðjandi slórtíðinda: Það gerðist fyrir löngu. Ég var næstum búinn að gleyma draumi mínum. En þ á sá ég hann. beint framundan . bjartan sem sól drauminn. En svo reis veggurinn, reis ofurhægt liægt skyggði á byrgði birtu draumsins unz hann náði alveg til himins veggurinn. Skuggi. Ég er svartur. Ég ligg niðri í skugganum. Ljós draums míns logar ekki fyrir mér lengur né yfir. Aðeins þykkur veggurinn. Aðeins skugginn. Hendur mínar! Svartar hendur minar! Brjótizt gegnum vegginn! Finnið draum minn! Hjálpið mér að dreifa myrkrinu sundra nóttinni sprengja þennan skugga í þúsund sólarblossa þúsund bragandi drauma úr ljósi! Eftirstríðsárin hafa einkennzt »f frelsisbaráttu þeldökkra þjóða sem drukkið höfðu kaleik þjáninganna í botn: umbrotum aðþrengds lífs sem legið hefur hugstola og smáð í skugga af fangamúrum, er miskunnarlausir harðstjórar reistu til að byrgja því sýn til sæmandi framtíðar. Seinustu ár hafa afríkuþjóðir risið upp maður við mann og heimt rétt sinn: hendurnar svörtu eru búnar að brjótast gegnum vegginn, teknar að dreifa myrkrinu svo um munar, sundra nóttinni sem grúft hefur um aldir yfir Afríku eins og mara. Ljós draumsins logar á ný fyrir fylkingum hinna svörtu bræðra okkar og vísar þeim leið: ekkert mun g'eta stöðvað framsókn þeirra framar. Viðbrögð svíðinganna, sem tekið hafa sér húsbóndavald á heimilum afríkumanna, koma ckki á óvart: ])cir sem drottna yfir meðbræðrum sínum með liðstyrk þrælasvipu eru Jækktari að öðru cn veglyndi og hugrekki. Þegar ólarhöggin hrífa ekki lengur, grípur þá ótli sem óðíiuga breytist í æði, og er þá einskis svifizt. Undanfarið hefur útvarpið skýrt frá.því, að engilhvítir þrælahaldarar í Suðurafríku stefni grandlausu fólki saman á tilteknum svæðum, sigi þvínæst á það lögregluliði með geltandi vélbyssur sem fara ekki í manngreinarálit að öðru leyti en því, að þeir sem næstir standa eru skotnir i brjóstið, hinir sem reyna að forða sér eru skotnir í bakið: konur, börn og gamalmenni stráfelld — hreinleik og lýðræðishugsjón kynþáttar vors til loi's og dýrðar. Með siíkum bermdarverkum og hegðun sinni allri skilur hin hvíta yfirstétt heimamönnum eftir eijm og aðeins einn kost: að kasta henni út úr álfunni. Fyrir skömmu sýndu fyrirliðar fólksins í Njassalandi íslendingum þá sæmd að gefa þeim kost á ofurlí tilli hlutdeild í frelsissókn afrikubúa. Báðamenn okkar sáu fyrir því, að við reyndumst þeirrar virðingar óverðugir. Svo gjörsamlcga heillum horfnir eru þeir, smámennin. Það er erfitt að hugsa sér napurra hamingjuleysi langkúgaðrar þjóðar cn horfa á barðan þræl brjóta af sér hlekki — og neita honum í þrengingum sinum um liðsbón, sem við áttum mjög hægt mcð að veila. Ævilangt hljótum við að finna til þess með blygðun hve litlir menn við í-eyndumst í samanburði við hann. En höfum við samt ekki nóg af sönnu mansblóði i æðum enn til að l'inna, að við eigum bæði hugsjónn- og hagsmunalega samstöðu með hinum vaknandi þjóðum, en ekkert sameiginlegt því deyjandi drottnunarvaldi sem neitar þeim og okkur um óskoraðan lífsrétt í eigin landi? Eða er slagæð buddunnar orðin eini fai'vegurinn sem tengir umheiminn íslenzkum hjörtum? Einar Bragi. 4 Hinn 35 ára beljaki, Danilo Doici, harti konu sína, Vincenziu, með sér á kynnisför sinni til Norður- og Vestur-Evrópu í haust. Hán var áður gift fiskimanni, sern Mafían niyrti. Þau hjónin eiga 13 börn, nokkur beirra eru frá fyrra hjónabandi hennar, nokkur hafa þau átt sanian, og nokkur hafa þau fundið í fátækrahverfunum og ættleitt. Parísarbréf - Framh. af 5. síðu. sama leyti og byrjað var að sýna Nashyrninginn, vildi einmitt svo til, að fasistaöflin hér í Frakklandi voru að sýna ófrýnilegt andlit sitt og víða um heim hafði orðið vart gyðingaofsókna í anda gömlu nazistanna. En sú skýring er einhæf. Merking leikritsins er miklu víðtæk- ari. Það sést meðal annars á því, að hetija höfundarins er ekki sá maðurinn, sem hæst talar um kynþáttaof- sóknir, samsæri og því úm líkt í anda hreintrúaðra flokksmanna, heldur lítil- sigldur, einmana maður, skeytingarlaus letingi í aug- um sumra. Það er hann, sem að lokum stendur einn eftir, með „þrá hins einmana manns eftir samneyti“, svo notuð séu orð norsks bók- menntagagnrýnanda um helztu viðfangsefni norskra rithöfunda (orð, sem Hannes Sigfússon leggur út af í grein um nútímabókmenntir í Gandhi Sikileyjar Framh. af 3. síðu. Ctarfsemin hefur fimm mið- ** stöðvar á Sikiley norð-vest- anverðri. Á hverri miðstöð starf- ar stúlka, með próf úr fóstru- skóla eða aðra skylda sérmennt- un, sem lítur eftir smábörnunum og veitir nokkra hjálp á heimil- unum, búfræðingur, sem leið- beinir um bætta búskaparhætti — og safnar með aðstoð sjálf- boðaliða, sem oftlega eru stúd- entar frá mörgum löndum, efni- við í hagskýrslur — hagnýt sam- eining rannsóknar, áþreifanlegs liðsinnis og tilraunastarfs. Rekstur slíkrar miðstöðvar kostar á mánuði hverjum á þriðja þúsund norskra króna (um 10.000 ísl.) í launum, húsa- leigu. og skrifstofuföngum. Þeg- ar frá eru talciar aðalstöðvarnar í Partinico, sem fá rekstrarfé sitt frá Norður-Ítalíu, eru það „vina- nefndir Dolcis" í löndum Norður- Evrópu, sem standa straum af öllum rekstrinum. Sænska nefnd- in hefur t. a. m. tekið að sér fjallaþorpið Raccamena, bjargið fagra, með h. u. b. 3500 íbúa, þar sem fólkið virðist nánast al- gerlega sinnulaust: hungur, at- vinnuleysi og neyð hefur fjötrað það í hlekkjum vanans. Að með- altali hefur hver maður vinnu þriðja hvern dag, svo að piazza þorpsins er fullt af atvinnuleys- ingjum, og frá því snemma á morgnana sitja þeir á kaffistof- unum og hrista teninga, ekki svo mjög vegna hins suðræna „á- hyggjuleysis", sem helzt á sér stað i hugmyndaheimi fólks á norðlægari breiddargráðum held- ur miklu fremur vegna deifðar- drunga og hlátt áfram vegna þess, að þeir hafa ekkert annað að gera. Ungi, ítalski búnaðarkandídat- inn frá Rómaborg, Andrea Ferr- etti, sem stýrir Dolci-miðstöðinni á þessum stað, hóaði karlmönn- unum saman til rökræðna um búnaðartækni og fékk að lyktum þá, er minnsta ólu með sér van- trúna, til að láta áf hendi jarðar- skika í tilraunaskyni. Og árang- urinn kom í ljós: litill, grænn ferningur af maískólfum í bi-ún- sviðnum dal, þar sern gat að líta kornöx á víð og dreif. Hann kennir ólæsum í þorpinu, þar sem 5 eintök af dagblaði eru ! seld á degi hverjum — og kona hans heldur saumanámskeið fyr- ir kvenþjóðina. Vikulega hittist það svo í Partinico, starfsíólk allra miðstöðvanna, til að bera saman bækur sinar, og mánaðar- lega er sent þaðan dálitið frétta- . blað til vina innanlands og utan. ★ tjetta er 'liðsinni við vanþróuð , ‘ lönd í þeirri mynd, sem það J ætti e. t. v. fyrst og fremst að vera: frá góðu hjarta, án póli- tískrar undirhyggju, þar sem sem einarðlega er stefnt að þvi að láta vinnuna auka mann- göfgina, ekki einvörðungu af- reksturinn. Það liggur í augum uppi, að allt, sem Dolci gei’ir er byggt á sjálsvild: hann borgar þeim, sem vinna hjá honum, en ekki ýkja-mikið, og biður þess, að fólkið finni sjálft hvöt hjá sér til að taka þátt í starfinu. Og svo, þegar þessu hefur farið fram um stund, kemur þá að fimmta og seinasta þættinum: hinn verklegi og fræðilegi árang- ur er lagður fram, svo að allir megi sjá og skilja, og þegar svo er komið, geta fáir vísað á bug þeim kröfum er rísa um fjár- framlög og víðtækari fram- kvæmdir. Svo er samgöngutækjum vorra daga fyrir að þakka, að Sikiley er ekki lengra frá Ösló en t. d. París var fyrir stríð, þegar hugs- að er til ferðaáætlana og efna- hags manna. Heimur Doleis er i því ekki harla f jarri, og það þýðir i að sá, er leggja vill fi'am hjálp til sjálfshjálpar í efnahagslega i vanþróuðu landi getur gert það, j hér í okkar hluta heims. Margir ' eru þeir á Ítalíu, sem dást að ! þessum unga manni og bera lotningu fyrir honum, en margir eru þeir líka, sem hata hann og ofsækja, t. d. af ótta við að skýrslur hans um hið raunveru- lega ástand dragi úr ferðamanna- straumum til Sikileyjar og varpi skugga á frægð ítalíu. Varla hef- ur það síðarnefnda við rök að styðjast: Það eru svo margir i Tímariti máls og menningar, febrúarhefti þessa árs, þar sem hann sker vestræna rit- höfunda niður við trog, en bendir þeim jafnframt á hag- fellda lækningu: berjast með eða móti kommúnisma). En þessi lítilsigldi maður, sem stundum fékk sér neðan í þvá, af því hann féll illa inn í þjóðfélagið, það er hann, sem engu að síður neitar að verða að nashyrningi, þegar hann er orðinn einn, og þrátt fyrir ,,þrá hins einmana manns“, og enda þótt hann sjái að nashyrningarnir eru voldugir og þróttmiklir og á- nægðir með sjálfa sig. Mér koma í hug orð úr ljóði eftir Sigfús Daðason, orð, sem lifað hafa í hugum margra frá því þeim var kastað fram, og ég er ekki í vafa um, að Ionesco hefði lagt þau í munn hetju sinnar, ef hann hefði þekkt þau, hvergi hefðu þau hljómað betur: „Mannshöfuð er nokkuð þungt, en samt skulum við reyna að standa uppréttir“. dag, sem líta á vandamál mann- kynsins sem sameiginleg vanda- mál, án þess að veita sér þann munað, sem það einatt er að skella allri skuldinni á aðra. Og hvað hinu fyrrnefnda viðvíkur: Það er full ástæða til að trúa | því, að Dolci geti varpað frægð- I arljóma á Sikiley engu síður en j loftslagið í Faormine — og e.t.v. I öllu fremur til vaxandi þrifa fyr- ir íbúana. En á meðan liggur eyin þar, stór og þríhyrnd, niðurnídd para- dis, eydd af neyð og kúgun, með fögrum blettum, sem sýndir eru ferðamönnum, sem eiga sér ein- skis ills von. Og frumkvæði Dol- cis, öll dirfska hans, stórfenglegt þjóðfélagslegt hugarflug og fórn- arlund, er enn veikbyggð jurt, sem reynir að standast stormana og festa djúpar rætur, en vant- ar þó enn regn í mynd peninga og næringu í mynd nýrra hng- mynda, nýtt framtak, ennþá meira framlag. Erjáls þjóð — Laugardajfinn 30. apríl 1960

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.