Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 07.05.1960, Blaðsíða 7

Frjáls þjóð - 07.05.1960, Blaðsíða 7
ilendingarnir tveir látnir leggj- i eru um 50 m. háar. — stað mikilli þjóðernisvakn- ingu á Keflavíkurflugvelli í sambandi við götunöfn. Bandarík.iamenn nefndu götu eina, sem íslendingar bjuggu við, Codhead Road, en það útleggst Þorskhausa- vegur. Þetta fannst íslenzk- um ráðamönnum heldur svona snefsin kurteisi, og fengu því framgengt að gata þessi var formlega skírð upp og nefnd Njarðv.ík Avenue eða eitthvað slíkt. Og þar með var sóknin hafin. Munu einhverjir sögufróðir ætt- jarðarvinir hafa verið fengn- ir til að breyta götunöfnum á vellinum, og áður en varði voru komin upp ný skilti til að þóknast þjóðernismetn- aði vor Islendinga. Þannig stóð á einum stað: Jón Sig- urðsson Road. Á öðrum stað: Skúli Magnússon Alley. Ein- hvers staðar munu líka hafa verið Jónas Hallgrímsson Drive og Egill Skallagríms- son Boulevard. En það voru einhverjir ís- lendingar sem ekki kunnu að meta heiðurinn, og bentu Bandaríkjamönnum á, að ráðgjafar þeirra hefðu þarna látið þjóðernismetn- aðinn hlaupa með sig út fyr- ir takmörk íslenzkrar smekkvísi; og leið ekki á löngu unz hin nýju skilti voru öll rifin niður. Hétu viðkomandi götur ekkert um skeið. En siðan voru þær skírðar enn á ný, sumar upp á amerdsku, sumar upp á ís- lenzku. Og nú getur maður gengið um Lindargötu á Keflavíkurflugvelli, brugðið sér þaðan yfir á Taxi Drive, og þaðan yfir á Balursgötu, og þaðan yfir á Apron Loop, og þaðan yfir á Vesturbraut, og þaðan yfir á International Highway, og þaðan yfir á Lómaland. Svona getur mað- ur sem sé svalað þjóðernis- metnaði sínum í annarri hverri götu. Nú leið að kvöldi, og ° við spurðum einn ís- lenzkan vegfaranda hvar Georg liðþjálfi væri’ í fæði, í von um að geta kannski hitt hann einhvers staðar við kvöldverðarborð, en maður- inn sagði að Georg liðþjálfi borðaði hér og þar, eftir því hvar beztar væru kótelett- urnar. Honum þætti enginn matur étandi nema kótelett- ur, og þá helzt svínakóte- lettur. Við fórum inn á hótelið og keyptum ágæta kalkúnmál- tíð, sem kostaði aðeins 19 krónur og 50 aura. Á boð- stólum voru líka fallegar kótelettur, en Georg liðþjálfi lét ekki sjá sig. Starfslið eld- húsrins er bæði bandarískt og íslenzkt; það er til dæmis íslendingur í spæleggjunum. Maður sækir sjálfur matinn á bakka og börgar hann samkvæmt nótu. Stúlkan sem tekur við greiðslunni er íslenzk og það er þrefalt stimpilkerfi á kassanum hjá henni. Og það eru þrjár skúffur, ein fyrir íslenzka peninga, ein fyrir ven.iulega bandaríkjadollara, og ein fyrir svonefnd ,, skrips“, en það eru sérstakir flugvall- ardollarar. Við undruðumst hvað svo ágætur kalkún var ódýr, og okkur var sagt að hér væri ennþá allt á gamla genginu. Þegar gengið var fellt vildu bandarískir ráðamenn hót- elsins setja nýtt íslenzkt verð á allan mat samkvæmt því. En viðkomandi íslenzkir ráðamenn sögðu nei, matur á þessu hóteli væri allur tollfrjáls, og því væri ekki til ofmikils mælzt þó íslend- ingar fengju eftir sem áður að éta hann á gamla geng- inu. En Bandaríkjamenn gripu þá til mótaðgerða. Settu þeir tvo harðsnúna eft- irlitsmenn í matsal hótelsins, og urðu landar vorir að til- greina öðrum þeirra hvað þeir hétu og hvar þeir byggju og hvað þeir ynnu á vellinum, en hinumr urðu þeir að tilgreina nákvæm- lega hvað þeir hygðust láta oní sig hverju sinni. Með þessu munu Bandaríkja- menn hafa viljað sýna lönd- um vorum, að úr því þeir heimtuðu að fá að éta hér á gamla genginu, þá skyldu þeir að minnsta kosti hafa nokkuð fyrir því, — enda var svo erfitt að brjótast gegnum eftirlitskerfi þeirra, að það gat tekið uppundir liálfa klukkustund að fá eina brauðsneið með osti. Stóð fyrirkomulag þetta d mánuð, en þá var því aflétt með öllu, og síðan hafa landar vorir fengið að éta þarna hömlu- laust á gamla genginu. /T Og svo er að segja frá vörnunum. Kunnugir gizkuðu á að varnarliðið á Vellinum væri nú samtals 2000 manns úr flugher og flota. Þeir eru sagðir heldur linir við að æfa sig. Þeir úr landhernum voru hins vegar alltaf öðru hverju að skreppa út í móa til að skríða þar á maganum og skjóta í mark. Og þegar vel viðraði fóru þeir út að aka á þremur skriðdrekum, og stundum drógu þeir líka á eftir sér eitthvað af fall- byssum. En þegar landher- inn hvarf á brott tók hann með sér skriðdrekana og fall- byssurnar, og skildi sem sagt ekkert eftir nema Georg lið- þjálfa. Svo að hernaður þar syðra er orðinn svipur hjá sjón. Það eru þá helzt mai’s- éi'ingar. Þeir úr flughern- um eru stundum eitthvað svolítið að marséra. Þá er sagt að Georg liðþjálfi fylgist vel með þeim, og ef þeir fara út úr taktinum, þá spangól- ar hann, og ef þeir eru sein- ir að sixúa sér við, þá urrar hann. Hann hefur víst held- ur lítið álit á flughei’num. Skylt er þó að geta þess að upp á sdðkastið eru þeir úr flughei'num líka farnir að skríða dálítið út í móa, eins og þeir úr landhernum áður, og þá eltir Georg þá stund- um, og ef honum finnst þeir ekki skríða nógu vel er hann vís til að bíta í rassinn á þeim. En við urðum að halda aftur heim án þess að hafa hitt Georg liðþjálfa sjálfan. Jónas Árnason. S LIÐÞJALFA í þessum bröggum cr til húsa ,,Voice óf Information“ útvarp og sjónvarp Ameríkana. Húsasmíðar og lögfræði Rætí við Eggert Guðjónsson Það mun óhætt að segja, að einhæfingin sé nær alls- ráðandi í þjóðfélagi nútím- ans. Stöku maður fer þó á snið við þá venju. Einn slík- ur er Eggert Guðjónsson, sem er smiður, en stundar jafnframt lögfræðinám við Háskóla íslands. Tíðindamað- ur Fi'jálsrar þjóðar lagði fyr- ir forvitnissakir leið sína til hans fyrir skemmstu, og skulum við nú heyra, hvað Eggert hefur að segja. Eggert Guðjónsson. Segðu mér Eggert, hvernig stendur á þvi, að þú leggur fyrir þig í senn ,iafnólíkar greinar og smíðar og lög- fræði? Það er nú svo sem ekkei't frásagnarvert við það. At- vikin hafa aðeins hagað þessu svona. Reyndar hét ég því, þegar ég var búinn í barna- skóla, að fara aldrei í skóla meir, og fór að vinna á eyr- inni. En þér hefur snúizt hugur. Já, eftir ársvinnu við höfn- ina sá ég, að þetta gekk ekki, — að vei'ða eyrarkarl alla sína ævi. Og fórstu þá í gagnfræða- skóla? Nei, þá hugsaði ég aðeins til þess að læra að smíða, enda má segja, að það hafi legið beinast við, því að fað- ir minn er smiður. En ég gat ekki gert námssamning strax, því að lögin mæltu svo fyrir, að lágmarksaldur læi'linga væri 16 ár, en ég var aðeins 15 ára. En í iðnskólann mátti ég fara strax, og það gerði ég, en hóf jafnframt smíða- námið sjálft um leið og ég hafði aldur tii. Varstu ekki fljótur með iðnskólann? Jú, ég lagði höfuðáherzlu á að ljúka honum, enda var atvinna fremur lítil á þess- um árurn, svo að mér fannst réttast að nota tímann til að Ijúka skólanum. Og hvað svo? Svo vann ég við smíðarnar um. skeið, m. a. á Faxaverk- smiðjunni sælu. Þú veizt, hvernig fór með hana. Ekki veit ég, hvoi't ég hef fundið á mér tilgangsleysi þeirrar vinnu, en það var nú samt þá, að ég ákvað að fara í menntaskóla. En fyrst þurfti ég að ljúka landspi'ófi. Ég var einn vetur í gagnfræða- deild Menntaskólans í Reykjavík, — það var síð- asta árið, sem hún starfaði. Hún var lögð niður illu heilli. Annan vetur var ég í Gagn- fræðaskóla Austurbæjar og tók þaðan landspróf. Eftir það hóf ég svo menntaskóla- námið. En hvað um smíðarnar? Ég stundaði þær á sumrin. Þó man ég, að ég fékk ein- hvern tíma nokkurra daga frí úr Menntaskólanum til að taka sveinspx'ófið. Byi'jaðirðu svo í lögfræði strax eftir stúdentsprófið? Nei, fyrstu árin var ég ó- ákveðinn, hvað læra skyldi í háskóla. Ég stundaði því smíðarnar, en notaði lika tímann til að gifta mig og koma mér upp íbúð. Þú hefur auðvitað unnið við íbúðai'bygginguna sjálf- ur. Já, það gerði ég, — og þá aðallega á kvöldin. Faðir minn var með mér í þessu. Við gerðum næstum allt sjálfir, fengum aðeins fag- menn til að leggja rafmagnið. Það var vel af sér vikið. Ég læt það svo sem vera. En það var varla um annað að ræða. Efnin voru lítil og dýrt að kaupa mikla vinnu. Og það er heldur ekki allt svo ýkja mikill vandi, sernj til ibúðabygginga heyrir. Margir imynda sér fyrirfram, að þeir geti ekki gert hluuna, en það er oft mikill misskiln- ingur. Þú ert meistari í þínu fagi, Eggert, er það ekki? Jú, maður getur sótt urrt þau réttindi eftir að hafa starfað við iðnina þrjú ár eftir sveinspi’óf. Ég gerði það, og er því síðan í Meistara- félagi húsasmiða. Vinnur þú kannski sjálf- stætt, eins og það er kallað?, Ja, það má kannski kalla það því nafni. Við feðgarnir höfum smávei-kstæði í kjall- aranum hjá okkur. Það er að - vísu ekki fullkomið, en. stendur þó til bóta, því aS við erum að fá ágætar tré- smíðavélar. Nokkur læi'lingur? Nei. Ætlarðu ekki að taka lær* ling? Ég veit ekki, ætli það. Er ekki mest upp úr því að hafa fyrir meistara að hafa lærlinga? Heyrzt hefur það. — Ann- ai's er ég því lítið kunnugur, en sé svo, þá firmst mér það tæpast eðlilegt. Hvernig telur þú horfur i iðngi-eininni núna eftir efna- hagsráðstafanirnar? Eitthvað dregur sfálfsagt úr byggingaframkvæmdum, það held ég hljóti að vera. Efni hækkar nú svo mikið, jafnframt því sem kaupgeta xninnkar, að byggingarvinna hlýtur að dragast eitthvað saman. Framh. á bls. 10, l Frjáls þjóð — Laugardajrinn 7. maí 1960

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.