Frjáls þjóð


Frjáls þjóð - 14.05.1960, Blaðsíða 6

Frjáls þjóð - 14.05.1960, Blaðsíða 6
Verzlunarfrelsi eða flutningur hafta AUGLÝSING um skoðun bifreiða í lögsagnarumdæmi Keflavíkurflugvallar. Samkvæmt umferðarlögunum tilkynnist að aðalskoðun bifreiða fer fram, svo sem hér segir: Föstudaginn 13. maí J-1 —J-50 Þriðjudaginn 17. maí J-51 —J-100 Miðvikudaginn 18. maí J-101—J-150 Bifreiðaskoðun fer fram við lögreglustöðina hér ofan- greinda daga frá kl. 9—12 og 13—16,30. Við skoðun skal bifreiðaskattur greiddur, sbr. lög nr. 3 frá 1956. Sýnd skulu skilríki fyrir því að lögboðin vátrygg- ing fyrir hverja bifreið sé í gildi og fullgild ökuskírteini skulu lögð fram. Vanræki einhver að færa bifreið til skoðunar á áður auglýstum tíma, verður hann látinn sæta áb^'rgð samkvæmt umferðalögum nr. 26 1958 og bifreiðin tekin úr umferð hvar sem til hennar næst. Geti bifreiðaeigandi eða umráðamaður bifreiðar ekki fært hana til skoðunar á áður auglýstum tíma, ber honum að tilkynna mér það bréflega. Athygli er vakin á því, að umdæmismerki bifreiða skulu vera vel læsileg og er því þeim, er þurfa að endur- nýja númeraspjöld bifreiða sinna ráðlagt að gera svo nú þegar. Skoðunardagar fyrir biffeiðar skrásettar J-0 og VL-E verða auglýstir síðar. Athuga ber, að þeir er hafa útvarpsviðtæki í bifreiðum sínum, skulu hafa greitt afnotagjöld þeirra, áður en skoðun fer fram. Þetta tilkynnist öllum, er hlut eiga að máli. Lögreglustjórinn á Keflavíkurílugvelli 9. maí 1960. Björn Ingvarsson, Orðsending til bifreiðaeigenda Sjóvátryggingarfélag íslands vill minna við- skiptavini sína á að íá vottorð hjá lögreglu- stjóra, hafi þeir lagt númer bifreiða sinna inn' hjá bifreiðaeftirliti ríkisins á síðastliðnu gjaldári. Vottorð þetta, sem er oss nauðsynlegt tii að *-geta endurgreitt iðgjaldið, geta viðkomandi fengið hjá bifreiðaeftirliti ríkisins, Borgar- túni 7. SjóváíryqqiKSjag íslands Bifreiðadeild. Fyrirmyndin [ og Jramhaldið. ' Öll höjum við lœrt um það í öarnaskóla, hvernig verzl- unaránauðin þjakaði íslenzku þjóðina fyrr á öldum. Öll munum við eftir Skúla fógeta og baráttu hans fyrir verzl- unarfrelsinu. — Mikilvœgi þeirrar sigursœlu baráttu er hafið yfir allan vafa, en ekki verður sú saga rakin hér. Undanfarna áratugi hefur líka verið háð barátta fyrir verzlunarfrelsi og barizt gegn hóftum og hömlum. í þessari baráttu er áróðurinn ekki sparaður, og við tiátíð- leg tcekifœri er Skúla fógeta ' minnzt, og er þá barátta þcssi talin sú sama og hans, cða að minnsta kosti framhald hennar, sem allir frelsis- vnnandi menn hljóti að styðja og styrkja. j Hugsun i hafti áróðurs. Það er vissulega ástœða til | þess að gjalda varhuga við i því, að draga of fljótfœrnis- legar ályktanir í þessu efni, en reyna heldur að skyggnast undir yfiroorðið, þegar sam- anburður er gerður, en forð- ast sefjun áróðursins, því til- j gangur hans er oftast sá, að j leiða huga manna frá ein- J siökum þáttum málefnis, og ■ beina honum að öðrum þátt- 'j vm þess, en reyna að hindra j að það sé skoðað frá öllum j hliöum. Það verður tœplega J of oft varað við þeirri vax- I andi þröngsýni, er síaukinn j áróður veldur. En þeir, sem j hoppa upp úr haftinu og ! temja sér viðsýni, munu ! sennilega flestir komast I að þeirri niöurstöðu, að j samlíkingin nái furðu j skammt og munurinn sé ekki 'l aðeins stigsmunur, heldur sé j einnig um mikinn eðlismun að rœða. Barátta Skúla fógeta var þáttur í frelsisbaráttu þjóð- arinnar og beindist gegn er- lendri einokun, svikinni vöru og okurverði. Að undanfcrnu hefur aftur á móti verið barizt gegn af- skiptum innlendra stjórnar- valda af innflutningi og verðlagi, og verður síðar i minnzt á áhrif þeirra bar- 1 áttu á sjálfstœði þjóðarinn- j ar. | Þessar hómlur á verzlunar- j frelsi, sem við höfum lengi j mátt búa við. hafa að sjálf- j sögðu verið til óþœginda á j ýmsan hátt, og fyrirkomulag j þeirra og framkvœmd hefur j haft ýmsa augljósa galla, j enda hefur mikið verið úr j þeim gert. Það verður þó að teljast fljótfœrnislegt að fordœma höftin af þessum sökum, án þess að athuga fyrst, hvort ekki megi úr göll- unum bœta, og ekki síður liitt, hvaða gallar kynnu að verða á fullu frelsi í þessu efni. En þetta atriði liggur ekki eins augljóst fyrir og margir virðast œtla, og skal fi því bent á nokkur atriði í því sambandi. Fjötrar í felum. Það mun flestum Ijóst, að ástœðan til þess, að innflutn- ingshöftin voru lögleidd, var skortur á erlendum gjaldeyri. Það var með öðrum orðum verið að skipuleggja notkun hins takmarkaða gjaldeyris, sem íslenzka þjóðin aflaði. Segja má, að ef gjaldeyris- skortur er á annað borð, þá sé afnám innflutningsskrif- stofunnar aðeins flutningur valdsins yfir gjaldeyrinum úr höndum póiitískrar nefndar á Skólavörðustig i hendur jafn pólitiskra bankastjóra í Aust- ursirœti. Slíkur flutningur er ekki liklegur til þess að hafa í för með sér aðra breytingu en þá, að bœta aðstöðu þeirra, sem auðugastir eru, til að bola öðrum frá innflutn- ingsverzluninni, þvi að þeir eru hinir traustu viðskipta- vinir bankanna og þar hljóta óskir þeirra að vera metnar rneira en óskir annarra manna. Sé verzlunarstéttin að berjast fyrir slíku frelsi, á- sarnt afnámi verðlagseftir- litsins, þá er eins víst að ís- lenzka þjóðin þyrfti á end- urbornum Skúla fógeta að halda, til að berjast gegn hinum nýju fjötrum, sem verzlúnin hefði þá verið hneppt í. Drottinvald áollarans. En íslenzku ríkisstjórninni er það vel Ijóst, að um raun- verulegt afnám innflutnings- haftanna getur ekki verið að rœða, nema ráðin sé bót á gjaldeyrisskortinum, en í því skyni hefur hún tekið erlent lán, er nemur um 20 milljón- um dollara. — Stjórnin heldur því að vísu fram, að hér sé ekki um lán að rœða, heldur heimild til yfirdrált- ar, ef á þurfi að halda, en til þess muni ekki koma, nema kannski aðeins í bili, sökum þess að drottinvald dollar- ans muni valda því, að inn- flutningur til landsins viinnki til muna, þrátt fyrir o.fnám haftanna. Það œtti að vera hverjum manni angljóst, að ef þessi Jullyrðing á að standast dóm reynslunnar, þá getur það aðeins skeð með því eina móti, að fólkið í landinu hafi ekki efni á því að kaupa meira af hinum innfluttu vörum en til er œtlazt, og má þá segja, að „höft fá- tcektarinnar" hafi leyst inn- flutningshöftin af hólmi. Ueilindi hugsjónanna. En íslenzka ríkisstjórnin ætlar aðeins að slaka á klónni að því er innflutning- inn snertir, en hún virðist ekki bera það traust til ís- lenzkrar verzlunarstéttar, að lögmál frjálsrar samkeppni fái notið sín innan hennar vébanda, og haldið vöruverð- inu í skefjum, svo hœgt sé að leggja verðlagseftirlitið niður. En ef strangt verðlagseft- irlit ásamt auknum fjöl- skyldubótum og lœkkun skatta á að forða okkur frá höjtum fátœktarinnar og af- nám innflutningshaftanna á að verða annað og meira en jlutningur úthlutunarvalds- ins frá Skólavörðustíg i Aust- urstrœti, þá er ekki annar möguleikifyrir hendi en sá,að 20 'millj. dollara lánið gangi iil þurrðar á skömmum tima, en ásamt vaxandi verðbólgu innanlands jafngildir það fullkominni uppgjöf sjálfrar stjórnarstefnunnar. Hafi ástandið i efnahags- málum okkar verið orðið hœttulegt, þegar stjórnin tók við völdum, þá hlýtur hér að vera stefnt í beinan voða. Ilersveitir hörmangara. Hér er því fárra góðra kosta völ, og þó að höftin hafi verið okkur til baga á ýmsan hátt, og jafnvel stundum verið herfilega misbeitt, þá hafa þau þó verið tæki til að forða okkur frá þessum voða. Það virðist því skyn- samlegra að reyna að bæta úr verstu göllum haftanna. heldur en einblína sem dá- leiddur á hið fagra orð „frelsi“, meðan gengið er úr öskunni í eldinn, og því gleymt, að frelsi hins ríka getur stundum táknað kúg- un hins fátœka. Sú barátta fyrir verzlunar- frelsi, sem nú er háð undir merkjum Sjálfstœðisflokks- ins og stjórnað af stórlöx- um verzlunarstéttarinnar — af litlum heilindum — er kannski þeirra hagsmuna- barátta, en hún er andstœð hagsmunum alls almennings, grefur undan efnahag þjóð- arinnar og stofnar því sjálf- stœði hennar í voða. G u s t u r. Húseigendafélag Reykjavíkur. Verndið dýr gegn meiðslum og dauða með því að hirða vel um girðingar og skilja eigi vúrspotta eða vírflækjur eftir á víðavangi. Samband Dýra- vernd'marfélaga íslands Úr víðri veröld — Framh. af 3. síðu. Svo afskekktir eru þeir, að sumir þeirra hafa jafnvel ekki hugmynd um. að til sé konungdæmið Laos. Khaar tala ástralskt mál, sem skylt er tungum Malayja í Austur- Indíum. Nokkuð er um Kín- verja í landinu, og stunda þeir einkum verzlun, eins og víðar í Austurlöndum. Frjáls þjóð — Lesið Frjálsa þjóð. i Auglýsið í ! FRJÁLSRI ÞJÖE) I Laugardaginn 14. maí 1960

x

Frjáls þjóð

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls þjóð
https://timarit.is/publication/311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.